Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 45
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
SPORÐDREKI
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert gædd/ur skynsemi,
ábyrgðartilfinningu og löng-
un til að bæta heiminn. Það
verða mikilvægar breyt-
ingar í lífi þínu á komandi
ári.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú átt einstaklega auðvelt
með að finna raunhæfar
lausnir á þeim vandamálum
sem upp koma.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þetta er rétti tíminn til að
setjast niður og gera lang-
tímaáætlanir. Þú verður þó
að taka tillit til þeirra miklu
breytinga sem eru að verða
í lífi þínu.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það sem þú kaupir í dag
mun sennilega endast í
langan tíma. Þú verslar af
skynsemi og hagsýni.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Dagurinn hentar vel til að
gefa þeim sem yngri eru
góð ráð. Bentu þeim á að
flestar gerðir okkar hafa
mestar afleiðingar fyrir
okkur sjálf.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Nú er rétti tíminn til að
taka ákvarðanir um bú-
ferlaflutninga og annað sem
tengist fjölskyldunni. Þú
setur hagkvæmni ofar útliti
og ánægju.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það ber vott um visku að
hlusta á ráðleggingar
þeirra sem eru reyndari en
við. Það er kjánalegt að
þykjast kunna það sem
maður kann ekki.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú ættir að endurskoða
stefnu þína í lífinu og það
hvernig þú getur nýtt eigur
þínar til að ná takmarki
þínu.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ættir að gera alvöru úr
hugmyndum þínum um
ferðalög, framhalds-
menntun eða búferlaflutn-
inga. Næstu fjögur til fimm
ára verða þér mjög hag-
stæð.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þetta er góður dagur til
rannsókna þar sem þú hef-
ur áhuga á því óþekkta og
það er líklegt að þú komist
að einhverju óvæntu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það getur oft verið erfiðara
að ákveða hlutina en fram-
kvæma þá. Segðu vinum
þínum frá hugmyndum þín-
um og kannaðu viðbrögð
þeirra.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú hefur notið mikillar við-
urkenningar að undanförnu.
Njóttu þess en gleymdu þó
ekki að það liggur mikil
vinna að baki velgengni
þinni.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú hefur lengi fundið fyrir
eirðarleysi og löngun til að
breyta til. Kannaðu mögu-
leika þína en gættu þess þó
að gera ekkert í fljótfærni.
LEGGÐU ÞIG Á LÁÐIÐ
Leggðu þig á láðið, hvar
lækjarbunur hvína.
Farðu svo að þenkja þar
um þig og sköpunina.
Horfðu á jörð og himinsfar,
hafsins firna díki.
Gættu að rétt, hver þú ert þar
í þessu stóra ríki.
Við þá skoðun vinur minn,
verður lyndið hægra,
og daginn þann mun drambsemin
duftinu hreykja lægra.
Sigurður Breiðfjörð
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 13. september sl. í
Háteigskirkju af sr. Tómasi
Sveinssyni þau Rattana H.
Knudsen og Knútur E.
Knudsen. Heimili þeirra er í
Hraunbæ 174, Reykjavík.
Með þeim á myndinni eru
Hrafn og Donni.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 19. júlí sl. í Digra-
neskirkju af sr. Sigfinni
Þorleifssyni þau Jóhanna
Kristófersdóttir og Pálmi
Vilhjálmsson. Heimili
þeirra er í Furugrund 18.
ÍTALIR unnu Svía á sann-
færandi hátt í 48 spila úr-
slitaleik um Evrópubikar
bridsklúbba, sem fram fór í
Róm fyrir stuttu. Nið-
urstaðan var svolítið dap-
urleg fyrir sænska liðið, því
það hafði valtað yfir Ítalina í
undankeppninni þegar úr-
slitin skiptu engu máli, þar
sem báðar þjóðir höfðu unn-
ið sér rétt til áframhaldandi
þátttöku. Spilið að neðan er
úr hinni fyrri viðureign lið-
anna:
Norður gefur; NS á
hættu.
Norður
♠ D97
♥ D84
♦ 1092
♣ÁD86
Vestur Austur
♠ Á43 ♠ K5
♥ G5 ♥ 109632
♦ G7654 ♦ ÁD
♣753 ♣G1094
Suður
♠ G10862
♥ ÁK7
♦ K83
♣K2
Opinn salur:
Vestur Norður Austur Suður
Angelini Bertheau Sementa Nyström
– Pass Pass 1 spaði
Pass 2 hjörtu * Pass 2 grönd
Pass 3 lauf Pass 3 tíglar
Pass 3 grönd Allir pass
Lokaður salur:
Vestur Norður Austur Suður
Sylvan Lauria Sundelin Versace
– Pass Pass 1 spaði
Pass 2 spaðar Allir pass
Lauria og Versace
spiluðu spaðabút og fengu
níu slagi. Vestur hitti á eina
útspilið til að bana fjórum
spöðum – hjartagosa. Vörn-
in hélt áfram með hjarta og
byggði upp fjórða slaginn á
stungu.
Á hinu borðinu enduðu
Bertheau og Nyström í
þremur gröndum. Svar
norðurs á tveimur hjörtum
sýndi 8–11 punkta og stuðn-
ing við spaðann og það
dugði Nyström til að reyna
við geim. Vestur kom út
með tígul og Sementa í aust-
ur tók á ásinn og spilaði
drottningunni, eins og flest-
ir hefðu gert. Nyström
dúkkaði og kæfði þannig í
fæðingu tilraun varnarinnar
til að fríspila tígulinn. Aust-
ur skipti yfir í hjarta og þá
hafði Nyström nægan tíma
til að sprengja spaðann og
tryggja sér níu slagi.
Í mótsblaðinu er talað um
það sem „mistök“ hjá Sem-
enta að setja ekki tígul-
drottninguna í fyrsta slag.
Vissulega hefði það verið
hrein snilld, því suður gæti
ekki dúkkað í þeirri stöðu,
en mistök eru það varla. Þá
eru kröfurnar orðnar ofur-
mannlegar.
BRIDS
Guðmundur
Páll Arnarson
1. d4 d5 2. Rf3 c5 3. dxc5
Rc6 4. e4 d4 5. c3 e5 6. Bb5
Bxc5 7. Rxe5 Rge7.
Staðan kom upp í kvenna-
flokki Evrópukeppni tafl-
félaga sem lauk fyrir
skömmu á Krít. Nana Dzag-
nidze (2.452)
hafði hvítt gegn
Almiru Skripc-
henko (2.460). 8.
Rxf7! Þessa
snotra fórn legg-
ur svörtu stöðuna
í rúst þar eð eftir
8. – Kxf7 9. Dh5+
vinnur hvítur
manninn aftur
með dágóðum
vöxtum. Svartur
reyndi þess í stað
8. – Db6 en varð
að láta í minni
pokann nokkru
síðar. 9.
Bxc6+ bxc6 10. Rxh8 dxc3
11. 0-0 cxb2 12. Bxb2 Dxb2
13. Dh5+ g6 14. Dxc5 Dxa1
15. Rc3 Db2 16. Dc4 Bg4
17. Rf7 Bh5 18. g4 Dd2 19.
Hd1 Df4 20. Rd6+ Kd7 21.
gxh5 gxh5 22. Rf5+ Rd5 23.
Hxd5+ cxd5 24. Dxd5+ Kc7
25. Dxa8 og svartur gafst
upp.
4. umferð Íslandsmóts
skákfélaga hefst kl. 10 í MH
í dag.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
YOGA •YOGA • YOGA
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, sími 588 5711 og 694 6103
www.yogaheilsa.is
Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla.
Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar.
Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur
Námskeið um meðvirkni, samskipti,
tjáskipti og tilfinningar verður haldið
föstudagskvöldið 31. október og
laugardaginn 1. nóvember í kórkjallara
Hallgrímskirkju.
Nánari upplýsingar og skráning
í síma 553 8800.
Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið
Meðvirkni
Stefán Jóhannsson,
MA, fjölskylduráðgjafi
Hverafold 1-3 • Torgið • Grafarvogi • Sími 577 4949
Opnunartími: Frá kl. 11-18 mánud.-föstud. og frá kl. 12-16 laugard.
Leggjum metnað í glæsileika
Full búð af nýjum vörum fyrir konur
á öllum aldri í öllum stærðum
Komið og njótið þjónustunnar
Torginu, Grafarvogi
Jólaskreytingar í sveitasælunni
Eins dags námskeið sunnudaginn 2. nóvember frá kl. 10.00 - 18.00.
Kennt verður: Aðventukransar, skreytingar og
hurðakransar og annað eftir óskum.
Sérnámskeið fyrir vinnustaði, saumaklúbba og hópa
Skráning í s. 555 3932 Sæunn og 897 1876 Uffe.
Uffe Balslev, blómaskreytir, Hvassahrauni.
Farsæl leið til árangurs
Leyfðu ljósi þínu að skína
Guðbjörg
Sveinsdóttir,
fræðslu-miðill
Fyrirlestur
28. október kl. 20.30
á Reykjavíkurvegi 64, 2. hæð
(í miðju húsinu í sal Hlífar) Hafnarfirði.
Allir velkomnir
Aðgangseyrir kr. 1000
Ljósmynd/Halldór KolbeinssonSvipmyndir/Fríður
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmæl-
isbarns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgð-
armanns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 9. maí sl. í Akureyr-
arkirkju af sr. Svavari A.
Jónssyni þau Kolbrún
Geirsdóttir og Guðmundur
Sigurðsson. Þau eru til
heimilis að Fellsmúla 7,
Reykjavík.