Morgunblaðið - 26.10.2003, Síða 47
AUÐLESIÐ EFNI
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 47
STÖÐUGILDUM hjá
sveitarfélögum fjölgaði um
900 á árunum 2000 til 2002
og á sama tíma fjölgaði
ársverkum hjá ríkinu um 400,
samvæmt upplýsingum
Verslunarráðs Íslands.
Þór Sigfússon,
framkvæmdastjóri
Verslunarráðsins, segir að á
árunum 2000–2002 hafi
opinberum starfsmönnum
fjölgað mjög mikið auk þess
sem laun þeirra hafi hækkað
tölvuvert umfram laun á
almenna markaðnum.
„Fjölgun starfsmanna hjá
sveitarfélögum er m.a. komin
til vegna aukinna krafna og
lagasetninga er snerta
sveitarfélagareksturinn.
Hættan við flutning verkefna
frá ríki til sveitarfélaga er sú
að sambandsleysi verði á
milli þeirra sem taka
ákvarðanir um ný útgjöld og
þeirra sem þurfa að standa
straum af kostnaðinum.
Sambandsleysið þýðir að
Alþingi verður enn áfjáðara í
að setja fram kröfur um
aukna þjónustu þar sem
„ríkið“ þarf ekki að borga
brúsann,“ segir Þór m.a. í
grein á heimasíðu
Verslunaráðs.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, formaður
Sambands íslenskra
sveitarfélaga, segir að á
þessari fjölgun séu eðlilegar
skýringar.
„Sú fjölgun skýrist nær
alfarið af fjölgun starfsmanna
við kennslu- og uppeldisstörf
á leik- og grunnskólum en á
þessu sviði hafa
sveitarfélögin sýnt mikinn
metnað. Á þessu tímabili
fjölgaði nemendum í
grunnskólum um tæplega
1.100 og í leikskólum um
rúmlega 1.700 og á sama
tíma hafa sveitarfélögin verið
að efla og bæta sína
þjónustu á þessu sviði.
Ennfremur má nefna að ýmis
ný lög og reglugerðir hafa leitt
til fjölgunar starfsmanna
sveitarfélaga.“
Starfsmönnum
sveitarfélaga
fjölgar
Morgunblaðið/Ásdís
Frá Tröllaborg við leikskólann Hvamm í Hafnarfirði.
FIMMTÁN þúsund eintök
verða prentuð í fyrstu atrennu
af nýjustu bókinni um
galdrakarlinn Harry Potter
sem kemur út á íslensku 1.
nóvember næstkomandi.
Snæbjörn Arngrímsson hjá
bókaforlaginu Bjarti, sem
gefur Harry Potter út hér á
landi, segir að upplagið slái
öll met.
„Við prentum 15 þúsund
eintök í fyrstu prentun og ég
veit ekki til þess að jafnmikið
magn hafi áður verið prentað
af bók hér á landi, fyrir utan
bækur eins og símaskrána
og slíkt,“ segir Snæbjörn.
Reuters
Bækurnar um Harry Potter
njóta mikilla vinsælda víða
um heim.
Harry Potter
slær öll met CONCORDE-þotan hljóðfráafór í sitt hinsta farþegaflug á
föstudag en hún flaug þá frá
New York í Bandaríkjunum til
London í Bretlandi. Eitt
hundrað gestir voru um borð
– allt boðsgestir eða fólk sem
mikið hefur flogið með
Concorde-vélunum.
British Airways og Air
France voru einu flugfélögin
sem notuðu Concorde en 27
ár eru liðin síðan þotan fór í
sitt fyrsta flug. Concorde var
álitin á meðal mestu
tækniafrekanna á öldinni
sem leið en hún var fyrsta og
eina hljóðfráa þotan í
heiminum. Air France lagði
öllum sínum vélum í maí og á
föstudag gerði British
Airways hið sama.
Ástæða þess að Concorde
hefur nú farið í sitt hinsta
farþegaflug er erfiður
rekstrargrundvöllur. Rekstur
þeirra hefur aldrei skilað
hagnaði vegna mikils
eldsneytiskostnaðar og hefur
reksturinn síðan verið
sérstaklega erfiður eftir
flugslysið í París 25. júlí árið
2000. Þá létu 113 manns
lífið þegar Concorde-þota
hrapaði skömmu eftir
flugtak. Samdráttur í
farþegaflugi undanfarin ár
hefur einnig haft áhrif.
Concorde-þotan kveður
Reuters
27 ára farþegaflugi
Concorde-þotnanna lauk á
föstudag.
ÍSLENSK kona hefur umsjón
með förðun í nýjustu mynd
hins þekkta leikstjóra
Quentins Tarantinos. Heba
Þórisdóttir er
förðunarmeistari í Bana Billa
(Kill Bill), sem fékk fjórar
stjörnur af fjórum í
Morgunblaðinu. Tarantino
hefur líka gert myndina
Reyfara (Pulp Fiction) og þykir
hann áhrifamikill í
kvikmyndaheiminum.
Heba segir að Tarantino sé
hæfileikaríkur og gaman sé
að vinna með honum. Hún
segir að hann nái vel til
samstarfsfólks síns og hlusti
þegar aðrir komi með
hugmyndir.
Heba er núna að vinna í
væntanlegri mynd leikstjórans
Wes Andersons. Þar sér hún
um förðun fyrir hina þekktu
leikkonu Cate Blanchett.
Íslensk kona
í Bana Billa
Uma Thurman leikur
aðalhlutverkið í Bana Billa.
Netfang: auefni@mbl.is
MANCHESTER United vann
skosku meistarana í
Glasgow Rangers þegar liðin
mættust í Meistaradeild
Evrópu í vikunni. Talað var
um leikinn sem „orrustuna
um Bretland“ og skoraði
Phil Neville eina mark
leiksins og tryggði ensku
meisturunum sigur og þrjú
dýrmæt stig. Liðið er með
sex stig eftir þrjá leiki í
E-riðli eins og Stuttgart sem
vann Panathinaikos frá
Grikklandi 2:0.
Allt gengur hins vegar á
afturfótunum hjá Arsenal
sem hefur ekki unnið leik í
B-riðlinum, tapaði 2:1 fyrir
Dynamo Kiev, sem er með 6
stig eins og Inter í efstu
sætum riðilsins.
Eiður Smári Guðjohnsen
og félagar í Chelsea unnu
góðan 2:1 sigur á Lazio og
eru í efsta sæti G-riðils með
sex stig.
Juventus og Real Madrid
eru einu liðin sem ekki hafa
tapað stigi í
Meistaradeildinni þegar þrjár
umferðir eru búnar. Juventus
er með 9 stig í D-riðli og
markatöluna 8:4 og í F-riðli
hefur Real níu stig og
markatöluna 8:3.
United hafði betur
í „orrustunni um
Bretland“
Reuters
Philip Neville fagnar marki
sínu gegn Glasgow Rangers
í Meistarakeppninni á
miðvikudag.