Morgunblaðið - 26.10.2003, Síða 52
ÞAÐ HEFUR komið fram víðaað Barði Jóhannsson í BangGang vann á árinu plötu meðsöngkonunni Keren Ann, en
hitt vita eflaust færri hver þessi Ker-
en Ann er, en hún er með forvitnileg-
ustu tónlistarmönnum Frakklands
nú um stundir, vinsæl vel og virt fyr-
ir plötur sínar og lagasmíðar. Í lið-
inni viku kom út diskurinn Not Going
Anywhere sem Skífan dreifir hér á
landi og gefur gott færi á að kynnast
tónlist Keren Ann.
Fjölþjóðlegur uppruni
Segja má að uppruni Keren Ann
Zeidel sé fjölþjóðlegur því móðir
hennar er hollensk-indónesísk, alin
upp í París, og faðir hennar rúss-
neskur gyðingur. Hún fæddist í
borginni Césarée í Ísrael en bjó í
Hollandi til ellefu ára aldurs, þegar
fjölskyldan fluttist til Frakklands og
upp frá því hefur Keren Ann búið í
París.
Hún hefur lýst uppvexti sínum svo
að hún hafi alist upp við fjölþjóðlega
tónlist, en aðallega þó þjóðlega jidd-
íska tónlist og franskan vísnasöng. Í
viðtali við aðdáendavefsetur fyrir
skemmstu segist hún hafa alist upp
við Cat Stevens og Bítlana frá eldri
systkinum, en móðir hennar hafi haft
dálæti á Francoise Hardy og Joe
Dassin. Með tímanum komu svo Car-
ole King og Joni Mitchell og hún seg-
ir að þar hafi verið komnir tónlist-
armenn sem hún vildi líkjast, hermdi
eftir sem barn, meðal annars vegna
þess að þær sungu á ensku, en hún
lærði ekki frönsku fyrr en fjöl-
skyldan fluttist til Frakklands.
Gítar, munnharpa og klarinett
Keren Ann byrjaði að semja lög á
táningsaldri, leikur á gítar, faðir
hennar gaf henni gítar þegar hún var
níu ára, munnhörpu og klarinett, en
lét sér nægja að hafa tónlist sem
áhugamál, stundaði háskólanám af
kappi, tölvufræði, heimspeki og sál-
fræði og tók að auki námskeið í haf-
fræði í San Diego.
Meðfram náminu hélt hún áfram
að semja lög og smám saman náði
tónlistin yfirhöndinni. Hún segir
reyndar að það hafi alltaf verið tog-
streita á milli ólíkra listgreina, hún
hafði mikinn áhuga á ljósmyndun,
teiknaði og dreymdi um að verða rit-
höfundur. „Tónlistin sameinaði þetta
að vissu leyti, enda gat ég þá samið
lag og texta, eitthvað sem hafði upp-
haf og endi.“
1998, þegar Keren Ann var 24 ára
gömul, ákvað hún að snúa sér alfarið
að músíkinni og stofnaði hljómsveit-
ina Shelby með tveimur vinkonum
sínum. Sú sveit hljóðritaði eina breið-
skífu, I+I+I, sem seldist þokkalega
en áður en lengra varð haldið kynnt-
ist Keren Ann hljóðfæraleikaranum
Fjölþjóðlegur Frakki
Keren Ann Zeidel þekkja menn hér á landi fyrir
samstarf hennar við Barða í Bang Gang en fyrir
Frökkum er hún frábær og forvitnilegur tónlist-
armaður.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
52 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 10.15. B.i. 12
SG DV
Empire
Kvikmyndir.is
SV MBL
KRINGLAN
Sýnd kl. 4 og 6.
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10.
Með hinum hressa Seann William Scott úr
“American Pie” myndunum og harðjaxlinum
The Rock úr “Mummy Returns” og “The
Scorpion King.”
Beint á
toppin
n
í USA
Ævintýraleg spenna, grín og hasar
Frumsýning
ROGER EBERT
SG DV
Empire
Kvikmyndir.is
SV MBL
SG DV HJ MBL
Sýnd kl. 4.Sýnd kl. 3.30.
Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni.
Nýjasta mynd Coen bræðra. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 10. B.i. 16. Sýnd kl. 6. B.i. 14.
6 Edduverðlaunl SG DV
Empire
Kvikmyndir.is
SV MBL
“Fyndnasta barátta
kynjanna á tjaldinu
um langa hríð.”
ATH!AUKASÝNINGKL. 9.05
Sýnd kl. 4, 6 og 8.
Sýnd kl. 3.30, 6, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8, 9.05 og 10.15.
SV MBL
Tvímælalaust ein albesta mynd ársins
sem slegið hefur rækilega í gegn í USA
Stórmynd sem engin má missa af.
"Skotheldur leikur
og frábært handrit."
HP KVIKMYNDIR.COM
SV MBL
HK.DVKVIKMYNDIR.IS
SG MBL
SG DV
AÐDÁENDUR metsölubókanna um galdrastrákinn
Harry Potter eiga þess nú kost að koma fram í nýjustu
kvikmyndinni um ævintýri hans og vina hans.
Myndin heitir Harry Potter og eldbikarinn og er sú
fjórða í röðinni í sögunni um hinn vinsæla töfrastrák.
Höfundur bókanna, J.K. Rowling, býður til hátíðar-
góðgerðarsamkomu þar sem tvö lítil hlutverk verða boð-
in upp. Tilefni uppboðsins er söfnun fyrir mænusigg-
sjúklinga, en Rowling missti móður sína úr sjúkdómnum
fyrir 13 árum. „Það að geta barist fyrir mænusiggsjúk-
linga er það mikilvægasta sem frægðin hefur fært mér,“
segir Rowling. „Ef aðeins einn sjúklingur sleppur við að
ganga í gegnum það sem mamma mín gekk í gegnum þá
er ég alsæl.“
Framleiðandi myndanna, David Heyman, hefur skilið
eftir op í handritinu fyrir tvær aukapersónur.
Góðgerðarsamkoman verður haldin í nóvember í þjóð-
minjasafni Skotlands en tökur myndarinnar munu lík-
lega hefjast í apríl á næsta ári.
J.K. Rowling í herferð gegn mænusiggi
Uppboð á hlut-
verkum í Harry
Potter-myndinni
Allir vilja í Potter leika.
Reuters