Morgunblaðið - 01.11.2003, Síða 22

Morgunblaðið - 01.11.2003, Síða 22
AKUREYRI 22 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á bls. 25 vantar á starfsheiti greinarhöfunds, það á að vera Kristján M. Ólafsson. Höfundur er hagverkfræðingur og starfar sem framkvæmdastjóri EAN á Íslandi. Er beðist velvirðingar á þessu.               Vörustjórnunarfélag Íslands gefur út blað sem dreift er með Morgunblaðinu í dag Jörðin Ytra Fell í Eyjafjarðarsveit er til sölu ásamt bústofni, tækjum og framleiðslurétti. Á jörðinni er gott einbýlishús, byggt árið 1955 og fjós endurnýjað árið 2000. Ræktað land er 25 ha. Jörðinni fylgir liðlega 173.000 lítra framleiðsluréttur í mjólk. Jörðin er vel staðsett, einungis í um 20 km fjarlægð frá Akureyri. Allar frekari upplýsingar eru veittar fasteignasölunni BYGGÐ (Björn), Strandgötu 29, Akureyri, s. 462 1744 og 462 1820. Tölvupóstur; bjorn@byggd.is Jón Kr. Sólnes hrl., lögg. fasteignasali Ytra Fell, Eyjafjarðarsveit Til sölu bújörð í fullum rekstri Síðasta sýningarhelgi | Sýningu Guðnýjar Þórunnar Kristmanns- dóttur í Kompunni í Grófargili á Ak- ureyri lýkur á morgun, sunnudaginn 2. nóvember. Þetta er þriðja einka- sýning hennar. Guðný stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og brautskráðist frá málaradeild 1991. Sýningin er opin kl. 14–17 alla sýningardagana. Þrjú innbrot | Þrjú innbrot voru tilkynnt til lögreglu á Akureyri í vik- unni. Brotist var inn í aðstöðu Hringrásar við Krossanes, farið inn í vinnuskúr við Brekkuskóla og þaðan stolið örbylgjuofni og farsíma og loks var brotist inn í dráttarvél við Fjölnisgötu og úr henni stolið tal- stöð. Tíð óhöpp í hálkunni | Þrettán um- ferðaróhöpp urðu á Akureyri í vik- unni og má rekja flest þeirra til hál- kunnar sem seint í vikunnar gerði óþægilega vart við sig í bænum. Margir voru enn með sumardekk undir bílum sínum og því hált á svell- inu í orðsins fyllstu merkingu, segir í dagbók lögreglunnar. Lítil slys urðu á fólki, en í tveimur tilvika var fólk flutt á slysadeild til ör- yggis. Talsvert eignatjón varð í þess- um árekstrum. Lögregla kærði átta ökumenn fyrir of hraðan akstur, fimm fyrir vanbú- inn ljósabúnað og einn fyrir notkun farsíma án handfrjáls búnaðar. Valt við Fagraskóg | Bifreið valt á Ólafsfjarðarvegi, við Fagraskóg, á fimmtudagsmorgun. Engin meiðsl urðu á fólki, en ökumaður var fluttur á heilsugæslustöðina á Dalvík til skoðunar. þeir Gunnar Sigtryggsson, Sveinn Rafnsson og Birgir Torfason. Þeir félagar standa jafnframt að rekstri Ali Sportbar við Skipagötu, ásamt eigendum Sjallans. VÉLSMIÐJAN er heiti á nýjum skemmtistað, sem verður opnaður á Strandgötu 49 föstudaginn 7. nóv- ember nk., þar sem veitingastaður- inn Við Pollinn var áður til húsa. Einkahlutafélagið GSB veitingar hefur tekið húsnæðið, sem er tæpir 700 fermetrar að stærð, á leigu af Landsbankanum, en að því standa Umfangsmiklar endurbætur Að sögn Sveins Rafnssonar hafa staðið yfir umfangsmiklar endur- bætur innanhúss á húsnæði Vél- smiðjunnar. Búið að brjóta niður vegg og arin vestast í húsinu, stækka svið og dansgólf, „en barinn er enn á sínum stað,“ sagði Sveinn. Koníaksstofa verður í vesturenda hússins, efri hæðin verður einnig opin og þar verður m.a. boðið upp á veisluþjónustu, að sögn Sveins. Hann sagði að húsið væri með B- friðun og því væri leyfilegt að gera þar breytingar innanhúss en ekki utanhúss. „Við verðum með lifandi tónlist um helgar og mun hljómsveit Pálma Gunnarssonar ríða á vaðið og leika á staðnum fyrstu helgina. Við stefnum að því að hafa opið þrjú kvöld í viku og vera þá menning- artengdir á fimmtudögum og bjóða upp á djass, blús og ýmislegt fleira. Allt mun þetta þó ráðast af því hvernig undirtektir verða,“ sagði Sveinn. Engin starfsemi hefur verið í hús- inu frá því í vor. Hlutafélagið Ós, sem rekur veitingahúsið Oddvitann örlítið neðar í Strandgötu, keypti Pollinn sl. vetur af Landsbankanum en salan gekk til baka á vordögum. Skemmtistaðurinn Vélsmiðjan opnaður Barinn verður áfram á sínum stað RÍFANDI stemmning var í Íþróttahöllinni á Akureyri í gærmorgun en þar voru nemendur og kennarar í Brekkuskóla, á sjötta hundrað manns, að ljúka þemadögum, undir yfirskriftinni „heilsa, hollusta, hreyfing“. Krakkarnir fengu góða gesti að sunnan í heimsókn, þær Sollu stirðu og Höllu hrekkjusvín úr Latabæ, sem skemmtu þeim um stund með söng og dansi. Einnig kom einn fyrsti bekkur í Oddeyr- arskóla í heimsókn. Solla og Halla stóðu m.a. fyrir rokkdanskeppni á milli árganga skólans, þar sem þau yngstu þóttu standa sig best, auk þess sem starfsmenn skólans fengu að spreyta sig á nokkrum ball- ettsporum við mikinn fögnuð nemenda. Í lokin fór svo hópur nemenda niður á gólf og fékk þar kennslu í línudansi, undir stjórn Aðalbjargar Hafsteinsdóttur. Þemadagarnir stóðu yfir í þrjá daga og heppnuðust mjög vel, að sögn Karls Erlendssonar skólastjóra. Karl sagði að skólinn hefði feng- ið styrk frá Búnaðarbankanum, Norðurorku og Norðurmjólk í tengslum við dagskrána í Íþróttahöllinni og hann var að vonum ánægður með stemmninguna í húsinu. Heilsa, hollusta og hreyfing, yfirskrift þemadaga í Brekkuskóla Dansinn dunar: Yngsta kynslóðin í línudansi í Íþróttahöllinni með Aðalbjörgu Hafsteinsdóttur. Rífandi stemmning í Höllinni Glatt á hjalla: Krakkarnir skemmtu sér konunglega á áhorfendapöllunum og tóku virkan þátt í dansi og söng gestanna skringilegu frá Latabæ. Morgunblaðið/Kristján Söngur og dans: Halla hrekkjusvín og Solla stirða frá Latabæ skemmtu í Brekkuskóla. Brekkuskóli: Nemendur einbeittir í línudansi. Listasafnið | Þjóð í mótun: Ísland og Íslendingar fyrri alda er heiti á sýningu sem nú stendur yfir í Lista- safninu á Akureyri. Sýningunni lýk- ur nú um helgina. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands og Lista- safnsins á Akureyri. Tilefnið er tvö- falt, á árinu fyllir Þjóðminjasafn Ís- lands, elsta safn landsmanna,140 ár og Listasafnið á Akureyri, eitt af yngstu söfnum á landinu, verður tíu ára. Þetta er í fyrsta sinn sem haldin er heil sýning á gripum úr muna- safni Þjóðminjasafnsins í listasafni og í fyrsta sinn sem þessir munir eru sýndir norðan heiða. Sýningarstjóri er Þóra Kristjánsdóttir, listfræð- ingur á Þjóðminjasafni Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.