Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 22
AKUREYRI 22 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á bls. 25 vantar á starfsheiti greinarhöfunds, það á að vera Kristján M. Ólafsson. Höfundur er hagverkfræðingur og starfar sem framkvæmdastjóri EAN á Íslandi. Er beðist velvirðingar á þessu.               Vörustjórnunarfélag Íslands gefur út blað sem dreift er með Morgunblaðinu í dag Jörðin Ytra Fell í Eyjafjarðarsveit er til sölu ásamt bústofni, tækjum og framleiðslurétti. Á jörðinni er gott einbýlishús, byggt árið 1955 og fjós endurnýjað árið 2000. Ræktað land er 25 ha. Jörðinni fylgir liðlega 173.000 lítra framleiðsluréttur í mjólk. Jörðin er vel staðsett, einungis í um 20 km fjarlægð frá Akureyri. Allar frekari upplýsingar eru veittar fasteignasölunni BYGGÐ (Björn), Strandgötu 29, Akureyri, s. 462 1744 og 462 1820. Tölvupóstur; bjorn@byggd.is Jón Kr. Sólnes hrl., lögg. fasteignasali Ytra Fell, Eyjafjarðarsveit Til sölu bújörð í fullum rekstri Síðasta sýningarhelgi | Sýningu Guðnýjar Þórunnar Kristmanns- dóttur í Kompunni í Grófargili á Ak- ureyri lýkur á morgun, sunnudaginn 2. nóvember. Þetta er þriðja einka- sýning hennar. Guðný stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og brautskráðist frá málaradeild 1991. Sýningin er opin kl. 14–17 alla sýningardagana. Þrjú innbrot | Þrjú innbrot voru tilkynnt til lögreglu á Akureyri í vik- unni. Brotist var inn í aðstöðu Hringrásar við Krossanes, farið inn í vinnuskúr við Brekkuskóla og þaðan stolið örbylgjuofni og farsíma og loks var brotist inn í dráttarvél við Fjölnisgötu og úr henni stolið tal- stöð. Tíð óhöpp í hálkunni | Þrettán um- ferðaróhöpp urðu á Akureyri í vik- unni og má rekja flest þeirra til hál- kunnar sem seint í vikunnar gerði óþægilega vart við sig í bænum. Margir voru enn með sumardekk undir bílum sínum og því hált á svell- inu í orðsins fyllstu merkingu, segir í dagbók lögreglunnar. Lítil slys urðu á fólki, en í tveimur tilvika var fólk flutt á slysadeild til ör- yggis. Talsvert eignatjón varð í þess- um árekstrum. Lögregla kærði átta ökumenn fyrir of hraðan akstur, fimm fyrir vanbú- inn ljósabúnað og einn fyrir notkun farsíma án handfrjáls búnaðar. Valt við Fagraskóg | Bifreið valt á Ólafsfjarðarvegi, við Fagraskóg, á fimmtudagsmorgun. Engin meiðsl urðu á fólki, en ökumaður var fluttur á heilsugæslustöðina á Dalvík til skoðunar. þeir Gunnar Sigtryggsson, Sveinn Rafnsson og Birgir Torfason. Þeir félagar standa jafnframt að rekstri Ali Sportbar við Skipagötu, ásamt eigendum Sjallans. VÉLSMIÐJAN er heiti á nýjum skemmtistað, sem verður opnaður á Strandgötu 49 föstudaginn 7. nóv- ember nk., þar sem veitingastaður- inn Við Pollinn var áður til húsa. Einkahlutafélagið GSB veitingar hefur tekið húsnæðið, sem er tæpir 700 fermetrar að stærð, á leigu af Landsbankanum, en að því standa Umfangsmiklar endurbætur Að sögn Sveins Rafnssonar hafa staðið yfir umfangsmiklar endur- bætur innanhúss á húsnæði Vél- smiðjunnar. Búið að brjóta niður vegg og arin vestast í húsinu, stækka svið og dansgólf, „en barinn er enn á sínum stað,“ sagði Sveinn. Koníaksstofa verður í vesturenda hússins, efri hæðin verður einnig opin og þar verður m.a. boðið upp á veisluþjónustu, að sögn Sveins. Hann sagði að húsið væri með B- friðun og því væri leyfilegt að gera þar breytingar innanhúss en ekki utanhúss. „Við verðum með lifandi tónlist um helgar og mun hljómsveit Pálma Gunnarssonar ríða á vaðið og leika á staðnum fyrstu helgina. Við stefnum að því að hafa opið þrjú kvöld í viku og vera þá menning- artengdir á fimmtudögum og bjóða upp á djass, blús og ýmislegt fleira. Allt mun þetta þó ráðast af því hvernig undirtektir verða,“ sagði Sveinn. Engin starfsemi hefur verið í hús- inu frá því í vor. Hlutafélagið Ós, sem rekur veitingahúsið Oddvitann örlítið neðar í Strandgötu, keypti Pollinn sl. vetur af Landsbankanum en salan gekk til baka á vordögum. Skemmtistaðurinn Vélsmiðjan opnaður Barinn verður áfram á sínum stað RÍFANDI stemmning var í Íþróttahöllinni á Akureyri í gærmorgun en þar voru nemendur og kennarar í Brekkuskóla, á sjötta hundrað manns, að ljúka þemadögum, undir yfirskriftinni „heilsa, hollusta, hreyfing“. Krakkarnir fengu góða gesti að sunnan í heimsókn, þær Sollu stirðu og Höllu hrekkjusvín úr Latabæ, sem skemmtu þeim um stund með söng og dansi. Einnig kom einn fyrsti bekkur í Oddeyr- arskóla í heimsókn. Solla og Halla stóðu m.a. fyrir rokkdanskeppni á milli árganga skólans, þar sem þau yngstu þóttu standa sig best, auk þess sem starfsmenn skólans fengu að spreyta sig á nokkrum ball- ettsporum við mikinn fögnuð nemenda. Í lokin fór svo hópur nemenda niður á gólf og fékk þar kennslu í línudansi, undir stjórn Aðalbjargar Hafsteinsdóttur. Þemadagarnir stóðu yfir í þrjá daga og heppnuðust mjög vel, að sögn Karls Erlendssonar skólastjóra. Karl sagði að skólinn hefði feng- ið styrk frá Búnaðarbankanum, Norðurorku og Norðurmjólk í tengslum við dagskrána í Íþróttahöllinni og hann var að vonum ánægður með stemmninguna í húsinu. Heilsa, hollusta og hreyfing, yfirskrift þemadaga í Brekkuskóla Dansinn dunar: Yngsta kynslóðin í línudansi í Íþróttahöllinni með Aðalbjörgu Hafsteinsdóttur. Rífandi stemmning í Höllinni Glatt á hjalla: Krakkarnir skemmtu sér konunglega á áhorfendapöllunum og tóku virkan þátt í dansi og söng gestanna skringilegu frá Latabæ. Morgunblaðið/Kristján Söngur og dans: Halla hrekkjusvín og Solla stirða frá Latabæ skemmtu í Brekkuskóla. Brekkuskóli: Nemendur einbeittir í línudansi. Listasafnið | Þjóð í mótun: Ísland og Íslendingar fyrri alda er heiti á sýningu sem nú stendur yfir í Lista- safninu á Akureyri. Sýningunni lýk- ur nú um helgina. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands og Lista- safnsins á Akureyri. Tilefnið er tvö- falt, á árinu fyllir Þjóðminjasafn Ís- lands, elsta safn landsmanna,140 ár og Listasafnið á Akureyri, eitt af yngstu söfnum á landinu, verður tíu ára. Þetta er í fyrsta sinn sem haldin er heil sýning á gripum úr muna- safni Þjóðminjasafnsins í listasafni og í fyrsta sinn sem þessir munir eru sýndir norðan heiða. Sýningarstjóri er Þóra Kristjánsdóttir, listfræð- ingur á Þjóðminjasafni Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.