Morgunblaðið - 01.11.2003, Síða 25

Morgunblaðið - 01.11.2003, Síða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 25 Sauðárkróki | Rétt fyrir klukkan fimm að morgni miðvikudags til- kynnti Ne,yðarlínan um eld í húsinu númer 12 við Suðurgötu á Sauð- árkróki, eftir að starfsmaður frá Ör- yggisþjónustu Skagafjarðar hafði tilkynnt um eldsvoða. Slökkviliðið var komið á staðinn innan örfárra mínútna, en komst ekki inn í húsið vegna ofsahita, enda mun eldurinn hafa kraumað í húsinu lengi. Í fyrstu var talið að húseig- andi, sem býr einn í húsinu, væri heima, en eftir að reykkafarar kom- ust inn kom í ljós að húsið var mann- laust. Einnig kom þá á sama tíma til- kynning frá Neyðarlínunni um að búið væri að hafa uppi á eigand- anum, sem staddur var utanbæjar. Talið er fullvíst að kviknað hafi í út frá sjónvarpi, og er tjón mjög mikið, nánast allt ónýtt inni í húsinu, bæði innbú og innréttingar.    Morgunblaðið/Björn Björnsson Á vettvangi: Starfsmenn lögreglu og slökkviliðs á brunastað. Mikið tjón í enn ein- um sjónvarpsbruna Kæra til kærunefndar | Grund- arfjarðarbær hefur kært fram- kvæmd samkeppninnar um rafrænt samfélag til kærunefndar útboðs- mála. Eru m.a. gerðar athugasemdir við breytingar á valmælikvörðum samkeppninnar, sem bitnuðu sér- staklega illa á umsókn og hug- myndum Grundfirðinga um rafrænt samfélag, segir á heimasíðu sveitar- félagsins. Umsókn Grundarfjarð- arbæjar var byggð á hugmynda- vinnu undirbúningshópa sem tryggðu víðtækt samráð við íbúana. Búst er við að kærunefndin taki málið fyrir innan tíðar. Stykkishólmi | Íbúaþing verður haldið í Stykkishólmi í dag, laug- ardag, og hefst það kl. 10. Und- irbúningur fyrir þingið hefur staðið frá því í vor. Nú er komið að grunn- skólabörnum að taka þátt í verkefn- inu sem heitir „Tökum höndum saman“. Nú stendur yfir þemavika í grunnskólanum tengd verkefninu. Nemendum er skipt upp eftir ald- ursstigum. Yngsti hópurinn á að finna svör við spurningunni: Hvað er gott við að búa í Stykkishólmi? Þetta er athyglisverð spurning og misjöfn svör. Þá er þeim falið að koma með tillögur um hvað betur mætti fara í bænum. Miðstigið fjallar um íþróttir og tómstundir. Elsta stigið eru nemendur í 8.–10. bekk. Nemendurnir í þessum hópi völdu sér þrjú viðfangsefni: Skól- inn, bærinn og þjónustan við íbúana. Á íbúaþinginu munu fulltrúar nemenda koma fram og kynna nið- urstöður vinnu sinnar og einnig munu vera til sýnis ýmis verk sem nemendur hafa unnið á þemadög- um í kringum þessa miklu dagskrá. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Framtíðin: Aníta Rún, Rebekka Rán og Elín í 2. bekk vinna að tillögu að framtíðarsundlaug. Vatnsrennibrautin skal vera sú stærsta hér á landi. Skólabörnin undirbúa íbúaþing www.thjodmenning.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 #7 BLÁA LÓNI‹ ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR 13 101 REYKJAVÍK Þegar þú ferðast ferðastu þá með AVIS Verð pr. dag kr. 3.600 M.v. lágmarksleigu 7 daga Opel Corsa eða sambærilegur Við gerum betur Kaupmannahöfn AVIS Sími 591 4000 www.avis.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.