Morgunblaðið - 04.11.2003, Side 40

Morgunblaðið - 04.11.2003, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FYRIRHUGAÐRI byggð í Foss- vogsdalnum, í landi Lundar, hefur verið mótmælt af íbúum Kópavogs undanfarið. Á fjölmennum kynning- arfundi mátti öllum vera ljóst að íbú- ar eru mjög óhressir með þau mörgu háhýsi, sem bæjaryfirvöld hyggjast reisa á einum fegursta stað á öllu Reykjavíkursvæðinu – sjálfum Foss- vogsdalnum. Fyrst þegar undirritað- ur heyrði um þessar hugmyndir, sem nú eru að verða að veruleika, þá hvarflaði ekki að mér að þetta gætu verið raunverulegar tillögur frá bæj- aryfirvöldum. Því miður er bæjar- fulltrúum meirihlutans full alvara. Fyrir nokkrum árum mótmæltu bæjaryfirvöld í Kópavogi réttilega lagningu vegar í miðjum Fossvogs- dalnum sem Reykjavíkurborg hugð- ist ráðast í. Með því yrði Fossvogs- dalurinn eyðilagður. Í dag vilja hins vegar bæjaryfirvöld í Kópavogi reisa sér minnismerki; átta háhýsi, sann- kölluð steintröll, með hvorki meira né minna en um eitt þúsund og fimm hundruð íbúum. Þeir sem aka frá Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi til Reykjavíkur á morgnana þekkja einum of vel þann mikla umferðar- þunga sem er á þessari leið. Hann verður þó hátíð á við það ástand sem „búið verður til“ af bæjaryfirvöldum í Kópavogi miðað við auglýst skipu- lag. Þó reisa eigi neðanjarðar bíla- geymslur þá þurfa bílarnir með ein- hverjum hætti að komast til og frá þeim. Það er varlegt að áætla að um 400-600 bílar bætist við bílaröðina til Reykjavíkur á hverjum morgni. Mikil umferð um þetta nýja hverfi mun valda umtalsverðri útblásturs- mengun í öllum Fossvogsdalnum. Sjónmengunin er óheyrileg – átta háhýsi við hliðina á lágreistri byggð og í miðri náttúruparadís! Þeir einu sem græða á þessari fá- ránlegu framkvæmd eru eigendur Lundar, sem reyndar hefur verið deilt um hvort séu hinir raunveru- legu eigendur landsins. Það eru fá- tækleg rök bæjaryfirvalda að með þessu sé hluti Fossvogsdalsins opn- aður fyrir íbúa ef það er gert með því að vinna óafturkræf umhverfisspjöll á þessum sama stað. Hver á að njóta þessarar náttúruperlu horfandi á átta himinhá steintröll með tilheyr- andi umferð? Þá er mikið álitamál hvort þessi fjölgun íbúa á þessu svæði sé fjárhagslega hagkvæm fyr- ir bæjarsjóð vegna þeirrar uppbygg- ingar á þjónustu og gatnakerfi sem fylgir. Er ekki ráð að staldra við og hlúa betur að þeim núverandi íbúum Kópavogs? Með þessari grein mótmæli ég harðlega auglýstu skipulagi í landi Lundar. Ég hvet íbúa Kópavogs til að gera slíkt hið sama. Full ástæða er til að benda á að í auglýsingu frá bæjaryfirvöldum kemur fram að þeir íbúar sem ekki mótmæla auglýstu skipulagi í Fossvogsdalnum séu samþykkir því. Þá hvet ég hvern og einn bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins til að hverfa frá þessari framkvæmd og koma þar með í veg fyrir umhverfisslys í Kópa- vogi. JÓN B. LORANGE, Heiðarhjalla 15. 200 Kópavogi. Umhverfisslys í Kópavogi Frá Jóni B. Lorange SAGT er stundum, að allir þekki alla hér í okkar fámenna þjóðfélagi. En er svo í raun og veru? Nýútkomið rit, sem greinir frá lífshlaupi um 1.700 þekktra andlita hérlendra, er raunar ljóst dæmi um fólk, sem svo að segja allir kannast við, því að það er svo oft nefnt í fjölmiðlum. Ég á við ritið Samtíðarmenn, sem komið er út í annarri útgáfu hjá Vöku/Helgafelli í tveimur vænum bindum. Fyrri útgáfan birtist fyrir áratug í einu mjög stóru bindi. Nöfn þessa fólks kannast margir við og lífs- hlaupið er nokkuð, sem forvitnilegt er að glugga í. Margt þetta fólk er með háskólapróf af einhverjum toga. Svo er allt fólkið, sem ekki er að finna í þessu merka uppflettiriti. Margt er það í háum stöðum í þjóð- félaginu, þótt það sé ekki oft í fjöl- miðlum eða í fréttum. Það er þó engu þýðingarminna fyrir þjóðfélagið og landið en hið þekktara. Þegar þjóð- kunnur maður kveður sér hljóðs á mannfundi þekkja hann allir, hann þarf ekki nauðsynlega að kynna sig. En allur fjöldinn þarf þess. Oft ber við, að menn biðji um orðið, en kynni sig ekki. Slíkt er mjög leiðinlegt og raunar ókurteisi gagnvart hlustend- um. Oft hefi ég orðið var við slíkt. Sumum liggur svo á að láta skoðun sína í ljós, að þeir mega ekki vera að því að segja til nafns. Ég verð að segja, að mér gremst, þegar ég heyri menn biðja um orðið á fundum og taka að ryðja úr sér því, sem brennur á þeim, en svo veit eng- inn hver talað hefur. Sumir halda, að allir þekki þá. Það var ef til vill þann- ig endur fyrir löngu, meðan þjóðfé- lagið var margfalt fámennara en það er nú. Þetta á einnig við, þegar fólk safnast saman af einhverju ákveðnu tilefni, eins og til dæmis afmæli. Þá gerist það alltof oft, að enginn kveð- ur upp úr með það, hvers vegna fólk- ið sé saman komið, þó að auðvitað viti allir með sjálfum sér, hvað um sé að vera. Ég vona, að fólk viti, hvað ég er að fara. Aðalinntakið er: Verum form- leg og kynnum okkur, þegar við komum fram opinberlega. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík. Eigum við að kynna okkur? Frá Auðuni Braga Sveinssyni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.