Morgunblaðið - 09.11.2003, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 09.11.2003, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Ein gata, eitt hverfi eða allur bærinn www.postur.is Kortleggðu næstu markaðssókn með Fjölpósti. „ÞETTA eru algjör snilldartilþrif hjá Emil- íönu. Textarnir hjá henni eru skondnir, áhugaverðir og gagn- orðir,“ segir ástralska söngkonan Kylie Min- ogue í samtali við Morg- unblaðið um textagerð Emilíönu Torrini. Emil- íana á tvö lög á vænt- anlegri plötu Kylie, „Body Language“. Söngkonan er ánægð með samstarfið við Emilíönu og segir um söng sinn á lagi Em- ilíönu „Slow“, að rödd hennar hafi aldrei hljómað svona áður á plötu. Röddin sé djúp og persónuleg. Kylie Minogue Snilldartilþrif Emilíönu Kylie Minogue  Eruð/49 og ástæða þess að þeir skoði nú aðra mögu- leika sé að börnunum þeirra sé ekki kennt það sem þau eigi að læra eins og „skuggalegur“ ár- angur þeirra á samræmdu prófunum hafi sýnt. Kaupum ekki endalaust myglað mjöl „Hér er spurt spurningarinnar, hvað á að gera varðandi stærðfræðikennsluna í grunn- skólunum. Meirihluti barna getur ekki leyst einföldustu dæmi og foreldrar eru búnir að fá nóg. Menn kaupa ekki endalaust myglað mjöl, það kemur að því að menn leiti að öðrum kaup- manni.“ Haraldur segir að eftir að hann kom fram í sjónvarpi og ræddi um stærðfræðikennsluna FORELDRAR barna við marga grunnskóla eru komnir í þá stöðu að vera farnir að hugsa um að afþakka stærðfræðikennslu í grunnskól- unum og leita annað. Þetta kom fram á árs- fundi SAMFOKS (Sambands foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur). Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur og stjórnarmaður í SAMFOK, sem ræddi í fram- söguerindi um árangur grunnskólanema í Reykjavík á samræmdum prófum í stærðfræði, gagnrýndi bæði námsefni og kennslu kennara í stærðfræði og sagði það ekki heldur rétt, sem haldið hefði verið fram, að allt væri í lagi í neðri bekkjum grunnskólanna. Haraldur segir þolinmæði foreldra á þrotum hafi rignt yfir hann skeytum og símtölum. Þetta er orðið margfalt, margfalt meira en ég hef nokkurn tíma fengið allar götur frá því ég fór að flytja fréttir af veðri og er þó fólk alltaf að gera athugasemdir við það. Ég hef ekki lengur tölu á skeytunum og símtölunum og er hættur að geta svarað. Þetta eru fyrst fremst foreldrar sem segja mér að halda áfram. Margir þeirra segja sögur af því að þeir hafi þurft að kenna börnunum allt sem þau kunna í stærðfræði.“ Haraldur sagðist eiga von á að fulltrúi frá Íslensku menntasamtökunum myndi koma með tilboð til foreldra og skóla um að kenna stærðfræði. Stærðfræðikennsla í grunnskólunum gagnrýnd á ársfundi SAMFOKS Foreldrar munu leita út fyrir grunnskólana SÉRSTÖK minningarathöfn var haldin í gær á vegum Félags landhelgisgæslumanna í minn- ingu áhafnar þyrlunnar TF-RÁN, sem fórst í Jökulfjörðum 8. nóvember árið 1983, en með henni fórust fjórir menn. Athöfnin fór fram við minningaröldurnar við Fossvogskapellu, sem sjómannadagsráð lét reisa til að minnast þeirra sem farist hafa á sjó, en jarðneskar leifar áhafnar þyrlunnar hafa ekki fundist. Þannig var um Björn Jóns- son, flugstjóra TF-RÁN, en nafn hans hefur verið sett á eina ölduna. Í stuttu minningarávarpi Hafsteins Haf- steinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, sagði hann meðal annars: „Mesti auður Land- helgisgæslunnar er og hefur verið vel hugs- andi og árvakrir starfsmenn, sem lagt hafa sig fram, oft við mjög erfiðar aðstæður. Þegar hendir sorg við sjóinn syrgir, tregar þjóðin öll. Við sem hér erum munum hve hjálparvana við vorum þegar TF-RÁN fórst.“ Við athöfnina lék Sigurður Heiðar Wium, flugmaður hjá Landhelgisgæslunni, á trompet lagið Móðir vængur eftir Línu Sandell. Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur flutti blessunarorð. Að lokum lék Sigurður lag eftir Peter Warlock, úr Pavane capriol-svítunni. Morgunblaðið/Sverrir Minntust fallinna félaga á TF-RÁN ENSKA rokk- hljómsveitin Muse er á leið hingað til lands og leikur í Laugardalshöll 10. desember næstkom- andi. Hljómsveitin nýtur mikilla vinsælda hér á landi, en skammt er síðan hún sendi frá sér plötuna Absolution sem hefur selst vel. Muse er tríó og leikur rokktónlist í þyngri kantinum, en hljómsveitinni hefur meðal annars verið líkt við Radiohead. Tón- leikarnir hér á landi eru liður í tónleikaferð hljómsveitarinnar um heiminn til kynn- ingar á Absolution. Meðlimir hljómsveit- arinnar hafa verið áhugasamir um að koma til Íslands um hríð að sögn skipuleggjanda tónleikanna, Þorsteins Stephensen. Muse til Íslands ♦ ♦ ♦ BRENNUVARGUR fór um og kveikti í húsum og bifreiðum aðfaranótt laugardags í hverfi Ís- lendinga í danska bænum Horsens á Jótlandi. Ekki urðu slys á mönnum svo vitað sé en mikil ónægja var með viðbrögð og framgang slökkvi- liðsins á staðnum. Um 300 Íslendingar búa í hverfinu og eru þeir um 40% íbúanna þar þann- ig að hverfið er einatt kallað „litla Reykjavík“. Ekki var kveikt í húsum Íslendinganna en þeir eru mjög uggandi vegna málsins enda mun brennuvargur tvisvar sinnum áður hafa kveikt í í hverfinu. Rannsóknarlögreglan í Horsens segist hafa handtekið sautján ára gamlan mann vegna brunans og að hann hafi væntanlega áður kveikt í í hverfinu. Hún segir menn ekki vita hvað manninum gekk til með íkveikjunni og ekkert liggi fyrir um hvort það tengist því að margir Íslendingar búa í hverfinu. „Það brunnu einar sex íbúðir í hverfinu en hér er um 300 manna byggð Íslendinga, nær allt námsmenn. Þetta hverfi er eyrnamerkt Ís- lendingum og kallað litla Reykjavík. Það fóru fjórar íbúðir í einni raðhúsalengju og svo tvær í annarri en auk þess var kveikt í bílum og bílskýlum. Það má nánast segja að kjarni íbúðahverfisins hér sé í rúst. Fyrir utan húsin brunnu einir sex–sjö bílar til kaldra kola. Við höfum heyrt orðróm um að þarna hafi verið að verki drengur sem hefur tvisvar sinnum áð- ur kveikt í og að hann hafi verið í „helgarfríi“ frá einhverri stofnun. Það er hrein lukka að íbúðir Íslendinga brunnu ekki,“ segir Guð- mundur Hreinsson sem býr í hverfinu. Hann segir að erfiðlega hafi gengið að slökkva í húsunum. „Menn voru hneykslaðir á slökkviliðinu hérna, þeir létu nánast eina lengju alveg fara. Það var nánast vatnslaust og þeir réðu ekkert við þetta og á tímabili héldu menn að stór hluti hverfisins myndi fara.“ Kveikt í sex húsum í „litlu Reykjavík“ Kveikt var í sex húsum, mörgum bifreiðum og bílskýlum í „litlu Reykjavík“ í Horsens. SIGGA Beinteins söngkona hefur gert sönginn að útflutningsvöru. Hún hefur stofnað söngskólann ToneArt í Noregi og kennir þar Norðmönnum á aldrinum 4½ til 32 ára að syngja. „Í Noregi voru bara klass- ískir söngskólar fyrir 18 ára og eldri. Eng- inn skóli bauð almenningi, frá barnsaldri og upp úr, að koma og læra að syngja uppá- haldslögin sín. Við Dóra systir mín, sem er búsett í Noregi, ákváðum því að stofna slík- an skóla, þar sem fólk á öllum aldri fær þjálfun í popp- og dægurlagasöng.“ Skólinn tók til starfa 20. ágúst sl. og nem- endur eru nú 80 talsins. Stofnaði söng- skóla í Noregi  Ný plata/14 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.