Morgunblaðið - 22.11.2003, Síða 31

Morgunblaðið - 22.11.2003, Síða 31
ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 31 Smáralind, 1. hæð, sími 553 6622 • www.hjortur.is opnar í Smáralind í dag Opnunartilboð Í tilefni að 50 ára afmæli í nóvember bjóðum við einnig einn hlut á hverjum degi á 50% afslætti út nóvember. Afmæliskaffi og kaka Meðan birgðir endast. Fimleikar | Fyrsta hópfim- leikamót Fimleikasambands Ís- lands á þessum vetri verður haldið á Selfossi í dag, laugardaginn 22. nóvember, í íþróttahúsinu við Sól- velli. Fimleikadeild Ungmenna- félags Selfoss heldur mótið að þessu sinni. Von er á 15 liðum til keppni og verða keppendur um 180. Mótið hefst klukkan 14.00 og lýkur klukkan 17.00 Aðgangseyrir er 300 krónur fyrir 16 ára og eldri. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Athygli er vakin á því að á mótinu munu keppa mörg af bestu hópfimleikaliðum lands- ins. Fyrir hádegi þennan sama dag stendur Fimleikadeildin á Selfossi fyrir byrjendamóti í hópfim- leikum. Keppt verður eftir byrj- endareglum FSÍ og von er á 9 lið- um til keppni. Mótið hefst klukkan 10.10 og því lýkur með verðlauna- afhendingu klukkan 11.30 Allir velkomnir. Aðgangseyrir er 300 krónur fyrir 16 ára og eldri. Selfoss | Bæjarráð Árborg- ar samþykkti á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag að standa að umsókn um að Landsmót Ungmennafélags Íslands verði haldið í Ár- borg á vegum Héraðssam- bandsins Skarphéðins árið 2007 og tryggja nauðsyn- lega uppbyggingu mann- virkja. Kostnaðaráætlun um þessa uppbyggingu nemur 165 milljónum króna. Bæj- arráð gengur út frá því að fjármagn komi frá ríkinu til uppbyggingarinnar. Verði niðurstaðan sú að Lands- mótið fari annað verða áætl- anir teknar til endurskoð- unar. „Við leggjum mikla áherslu á að mótið verði haldið hér í Árborg,“ sagði Þorvaldur Guðmunds- son, formaður bæjarráðs Árborgar. Héraðssambandið Skarphéðinn hefur lagt á það áherslu að ná stuðn- ingi sveitarfélagsins Árborgar við þá fyrirætlan að halda Landsmót UMFÍ í Árborg. Ungmennafélag Selfoss, sem er stærsta félagið innan héraðs- sambandsins, hefur einnig hvatt til þessa og lagt að aðilum að ná þessu markmiði. Samþykkt bæjarráðs Ár- borgar markar tímamót í þessu efni og líka varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja en samþykktin fel- ur í sér að aðalleikvangurinn á íþróttavallasvæðinu við Engjaveg verði endurbyggður samkvæmt kröf- um um keppnisvelli í knattspyrnu og frjálsum íþróttum. Nú standa yfir framkvæmdir við nýtt íþróttahús Fjölbrautaskólans við hliðina á íþróttavallasvæðinu og eflir það svæðið enn frekar. Umf Selfoss og HSK hafa lagt á það áherslu að mikil þekking og metnaður sé innan vébanda sam- bandsins varðandi mótahald af þessu tagi. Landsmót UMFÍ fór fram á Sel- fossi 1978 en í aðdraganda þess móts varð mikil uppbygging á íþrótta- aðstöðu á Selfossi. Mótið í góðum höndum „Í tengslum við Landsmót verður alltaf mikil uppbygging mannvirkja og starfsemi íþróttafélaganna eflist mjög í aðdraganda slíkra stór- viðburða. Það styrkir okkur í þessari afstöðu bæjarstjórnar að HSK er sterkt samband með mikið afl og því erum við vissir um að framkvæmd Landsmótsins verður í góðum hönd- um sem sómi verður að fyrir héraðið og fyrir UMFÍ. Auk þess erum við með öfluga starfsemi íþróttafélag- anna í sveitarfélaginu,“ sagði Þor- valdur Guðmundsson, formaður bæj- arráðs Árborgar, sem ásamt Gylfa Þorkelssyni, formanni íþrótta- og tómstundaráðs Árborgar, hitti Eng- ilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóra HSK, og Guðmund Kr. Jónsson framkvæmdastjóra Umf. Selfoss, á íþróttavellinum strax eftir fund bæj- arráðs og kynnti þeim niðurstöðu fundarins. „Ég fagna þessum staðfasta áhuga bæjarstjórnar á því að halda Lands- mót og byggja upp íþróttaaðstöðuna. Árborg er greinilega að hefja upp- byggingu til framtíðar. Stjórn HSK tekur afstöðu á fundi næstkomandi miðvikudag um hvernig umsóknin um mótið verður lögð fram,“ sagði Engilbert og gat þess að bæjarstjórn Ölfuss hefði einnig lýst yfir áhuga á að sækja um mótið. „Það er mitt mat að þetta skref verði upphafið að víðtækri uppbygg- ingu á þessu sviði sem vissulega er þarft að hreyfa við,“ sagði Þorvaldur Guðmundsson. „Að sumu leyti horf- um við til frekari samvinnu milli sveitarfélaga um stærri verkefni sem styrkt geta þetta svæði enn frekar. Við leggjum áherslu á breidd- ina í framkvæmdunum og að koma til móts við íþróttaiðkun almennings. Liður í því er til dæmis uppbygging á aðstöðu fyrir hestaíþróttir. Það er alveg ljóst að íþróttaaðstaðan vegur sífellt meira í þeirri þjónustu sem til staðar þarf að vera og fólk vill hafa í sveitarfélaginu þar sem það sest að. Árborg stefnir hik- laust að því að komast í fremstu röð í þessum efn- um. Það er alveg ljóst að ef við ætlum að halda unga fólkinu á svæðinu þurfum við að hafa þetta eins og best gerist. Í þessum efnum erum við í beinni samkeppni við höfuðborgarsvæðið.“ Tækifæri til félagsþroska „Þó svo þessi uppbygging sé dýr er hún sterkasti þátturinn í forvarn- arstarfi gegn vímuefnum og með bættri aðstöðu skapast athafnamögu- leikar fyrir unglingana. Það er okkar hlutverk að víkka þetta út og skapa aðstöðu fyrir alla aldurshópa svo allir geti notið þess heilbrigðis sem hreyf- ingin skapar. Einnig og ekki síður gefur þetta félögunum tækifæri til þess að þroska félagslega þáttinn í íþróttastarfseminni á þann hátt að krakkarnir kynnist þroskandi fé- lagsstarfi sem eflir frumkvæði þeirra til heilbrigðra athafna og þá um leið skilnings á samfélaginu sem þeir búa í,“ sagði Þorvaldur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar. Stórfelld uppbygging íþróttamannvirkja á Selfossi Landsmót UMFÍ verði haldið í Árborg 2007 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fögnuður: Gylfi Þorkelsson, Engilbert Olgeirsson, Þor- valdur Guðmundsson og Guðmundur Kr. Jónsson. Þorlákshöfn | Leikskólinn Berg- heimar í Þorlákshöfn er 35 ára um þessar mundir, starfsemin hófst 1968 með sumarskóla sem hafði aðstöðu í barnaskólanum. Áður hafði Kvenfélag Þorláks- hafnar starfrækt gæsluvöll frá 1966 sem opinn var tvo mánuði yfir sumartímann. Núverandi rekstrarform, það er heilsárs skóli, hefur verið síðan í árs- byrjun 1975. Starfsemin hófst í viðlagasjóðshúsi en núverandi að- staða var tekin í notkun 1983 en viðbygging við hana 1998. Skól- inn í dag er þriggja deilda leik- skóli og tvær eru heilsdags- deildir. Ásgerður Eiríksdóttir leik- skólastjóri sagði að ekki hefði verið mikið tilstand vegna afmæl- isins en öllum velunnurum hefði verið boðið í kaffi og í framhaldi af því hefði þeim borist fjöldi veglegra gjafa. Hún sagði einnig að helstu sérverkefni í starfsemi skólans væru að öll börn færu í leikfimi einu sinni í viku og fara þá í íþróttamiðstöðina, söngstund er ávallt á föstudögum og safnast þá börnin saman í salnum og syngja eða eru með einhverjar uppákomur, leikþætti eða annað. Samstarf leik- og grunnskóla er mjög virkt og mikið verið um gagnkvæmar heimsóknir auk samráðsfunda kennara beggja stofnana. Þegar fréttaritara bar að garði var tónlistarskólinn í heimsókn og léku fjórir gítaristar fjölbreytt gítarlög fyrir börnin og var aðdáunarvert að sjá börnin sitja hljóð og stillt og njóta tón- listarinnar samfellt í 40 mínútur. Haldið upp á af- mæli leikskólans Morgunblaðið/Jón H. Sigurmunds
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.