Morgunblaðið - 22.11.2003, Síða 45

Morgunblaðið - 22.11.2003, Síða 45
u 30. október sl. segist hann en að þetta sé nánast einn kunnin sem fulltrúar neyt- festa gefa einkavæðingu er enginn munur á þjón- útlánastefnu eða vöxtum luðu keppinauta á banka- avæðingin og nú gríðarleg- bankanna hefur þannig neytendum lægri vöxtum, n né lægri þjónustugjöld- ankastarfsemi – þ.e. að og útlán og lifa af vaxta- líka að verða algert auka- atriði í rekstri svokallaðra viðskipta- banka. Þeir hafa snúið sér í vaxandi mæli að fjárfestingum á verðbréfa- og hluta- fjármarkaði. Og hagnaðaraukninguna; 52% aukningu á þriðja ársfjórðungi miðað við 2002, má einmitt skýra með auknum gengishagnaði af hlutabréfaeign, ekki með sparnaði eða hagræðingu. Í samkeppni við eigin kúnna Bankarnir eru komnir á kaf í atvinnu- rekstur, jafnvel í áhættusaman og beinan samkeppnisrekstur við viðskiptamenn sína. Og eðlilega spyrja viðskiptamenn- irnir sig hvort þorandi sé að afhenda bankanum upplýsingar um rekstur fyrir- tækja sinna þegar bankinn er í slíkri stöðu eins og Margeir Pétursson, stjórnarfor- maður MP-fjárfestingarbanka, benti á í Mbl. sl. sunnudag. Bankarnir eru beggja vegna borðs og glata trúverðugleika sín- um og hlutleysi. Vinstri grænir hafa ný- lega lagt fram á Alþingi frumvarp sem tekur á þessu atriði, en þar er kveðið á um aðskilnað milli fjárfestingalánastarfsemi og almennrar viðskiptabankastarfsemi. En hverjir eru það sem hagnast á gróða bankanna? Ekki er það ríkissjóður, sem afsalaði sér í eitt skipti fyrir öll hlutdeild í hagnaði þeirra tveggja banka sem ríkið átti áður, með því að afhenda þá völdum aðilum. Ekki almennir sparifjáreigendur, sem boðið er upp á 0,15% ávöxtun á spari- sjóðsbókinni meðan bankinn sjálfur gerir kröfu til hundraðfalt hærri arðsemi fyrir sig og eykur hagnað sinn um tugi pró- sentna. Ekki lánþegar sem borga 4% hærri vexti en á meginlandi Evrópu. Og ekki venjulegir viðskiptamenn sem greiða hæstu þjónustugjöld á Norðurlöndum fyrir einfaldar millifærslur eða úttekt af launareikningum sínum. Nei, – hinir nýju eigendur eru þeir einu sem græða, allir hinir tapa. Einkavæðing bankanna hefur leitt til fákeppni og enn frekari samþjöppunar auðs og valda í viðskiptalífinu. Þar með hefur einkavæðingarstefna ríkisstjórnar- innar beðið enn eitt afhroðið. Þessi þróun sem nú hefur orðið var fyrirsjáanleg og bentu þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs oftsinnis á hættuna á því að einkavæðing bankanna leiddi til enn frekari samþjöppunar auðs og valda í landinu. Athyglisvert er að þegar menn standa frammi fyrir þessum veruleika þá hrökkva ýmsir við, hinir sömu og studdu þessar breytingar eða jafnvel stóðu fyrir þeim á sínum tíma, og virðast taka undir málflutning okkar núna. inu ári! Höfundur er varaþingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 45 af ir kki u- up- - em köb f ð- pa - 6 er ið Hver al nu n- er ku fyrsta lagi gerir frumvarpið ráð fyrir að kveðið sé á um þetta bann í almennum hegningarlögum á meðan Svíar settu um þetta sérlög, en hér á landi hefur verið fylgt þeirri reglu að skipa alvarlegri brotum í almenn hegningarlög. Í öðru lagi gerir frumvarpið aðeins ráð fyrir fangelsisrefsingu en samkvæmt sænsku lög- unum liggja sektir eða fangelsi við þessum brotum. Í þriðja lagi getur fangelsisrefsing orðið allt að 2 ár á meðan hámarksrefsing samkvæmt sænsku lögunum er fangelsi í 6 mánuði. Ekki verður séð hvaða rök eru fyrir því að ganga miklu lengra hér en Svíar gera. Þá má minna á að Finnar, Norðmenn og Danir leggja ekki refsingu við kaupum á vændi fullorðinna. Ber að draga af þessu þá ályktun að flutningsmenn frum- varpsins telji að ástandið hér á landi sé alvarlegra en í nágrannaríkjunum? Þá eru orðin „kynlífsþjónusta af nokkru tagi“ hvorki skilgreind í frumvarpstexta né í greinargerð. Þetta orðalag er mjög víðtækt og fellur illa að kröfunni um skýrleika refsiheimilda. Heimsbyggðin stendur frammi fyrir því að verslun með fólk, í þeim tilgangi að selja það til kynlífsþrælk- unar, nauðungarvinnu eða til að nema á brott líffæri, blómstrar. Gegn slíku verður að berjast með öllum til- tækum ráðum. Íslendingar brugðust við fyrr á þessu ári og settu í almenn hegningarlög nýtt ákvæði sem leggur allt að 8 ára fangelsi við mansali og er það til viðbótar við vændisákvæði hegningarlaganna sem leggja bann við því að stuðla að eða hagnýta sér vændi annarra að viðlögðu fangelsi í allt að 4 ár. Sam- kvæmt þessu hafa hegningarlögin nú þegar að geyma ákvæði sem taka til mansals í því skyni að selja fólk til kynlífsþrælkunar. Löggjöf sem miðar að því að gera þeim sem stunda vændi erfitt fyrir, hvort sem það er með því að refsa seljendum þjónustunnar eða kaupendum, hefur það fyrst og fremst að markmiði að fæla fólk frá því að leggja út á þessa braut í þeirri von að það finni leið til að sjá fyrir sér á mannsæmandi hátt. Á meðan refs- ingum er beitt, hvort sem það er gagnvart kaup- endum eða seljendum, mun sá hópur fólks sem selur líkama sinn fara huldu höfði. Erfiðleikum verður bundið að átta sig á fjölda þeirra, félagslegri stöðu og þeim vandamálum sem þessi hópur glímir við. Því má spyrja hvort ekki sé vænlegra að aflétta refsingum og freista þess að fá upp á yfirborðið hve umfangsmikið vandamál vændi er hér á landi og reyna í skjóli fá- mennis okkar og velferðarkerfis að hjálpa þeim sem leiðst hafa út í það til þess að koma undir sig fótunum á uppbyggilegan hátt. Að gera kaupendur kynlífs- þjónustu „af nokkru tagi“ refsiábyrga á þeim for- sendum að þeir séu að beita þann sem þeir kaupa þjónustuna af „grófri valdbeitingu, kynferðislegu of- beldi“, eins og segir í greinargerð með frumvarpinu, er stór ákvörðun. Þetta eru alvarlegar sakir og kaup- endurnir án nokkurrar sundurgreiningar gerðir að kynferðisglæpamönnum sem best séu geymdir á bak við lás og slá. Kaup á vændi Höfundur er lögfræðingur og kennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík. H agfræðingar hafa líklega haft meiri áhrif undanfarin 15 ár en nokkru sinni fyrr í sögunni. Gera má ráð fyrir að stefna áherslu á mark- aðsfrelsi, einkavæðingu og aukin alþjóða- viðskipti (Washington-stefnan svonefnda) sem ríki heims tóku upp á níunda ára- tugnum hafi merkt sigur hagfræðinga á stjórnmálamönnum sem smjöðruðu fyrir kjósendum. Þverstæðan er að þetta var alls ekki sigur hagfræðinnar. Í reynd hafa síðustu tveir áratugir reynst ömurlegir fyrir þá sem hafa notfært sér „fræðigrein öm- urleikans“. Ríki þar sem bandarísk- menntaðir hagfræðingar hafa haft yf- irhöndina hafa, með nokkrum undantekn- ingum, staðið sig verr en þau gerðu fyrir 1980. Langbesta dæmið um þetta er ríki Rómönsku-Ameríku en þau gengu lengst í að tileinka sér Washington-stefnuna og þar ríkir nú stöðnun í efnahagsmálum. Mest hefur framþróunin orðið í löndum eins og Kína og Víetnam en þar hunsuðu menn annaðhvort algerlega vestrænar hagfræðikenningar eða þær misstu fót- festuna. Ráðamenn með meira jarð- samband höfðu þar töglin og hagldirnar. Spurningin er ekki hvers vegna hag- fræðin hafi brugðist heldur er hún: hvers vegna voru hagfræðingar svona allt of vissir í sinni sök? Þegar öllu er á botninn hvolft er margt í Washington-stefnunni þess eðlis að það er ekki hægt að leiða af vandaðri efnahagsgreiningu. Sérhver hagfræðinemi veit að markaðsfrelsi, einkavæðing og viðskiptafrelsi leiða ekki endilega til betri efnahags nema fjölmörg- um skilyrðum sé fullnægt. Auk þess er ekki neitt í kenningum hag- fræðinnar sem ætti að fá tæknilega sinnaða hagfræðinga til að halda að ef menn taki upp bresk-bandarískar aðferðir í fyrirtækjastjórnun eða komi á „sveigj- anlegum vinnumarkaði“ muni það óhjá- kvæmilega hafa í för með sér að efnahag- urinn verði miklu afkastameiri en þar sem ríkir lokuð fyrirtækjastjórnun í þýskum anda og miðstýrður vinnumarkaður. Þegar málið er skoðað nánar virðist sem þær aðferðir og hugmyndir sem tald- ar voru nútímalegastar í efnahagsmálum hafa byggst á frumstæðum þumalputta- reglum. Oftar en einu sinni virðist sem menn hafi boðað einfaldar töfralausnir með því að gefa sér eina eða fleiri af eft- irfarandi sjúkdómsgreiningum:  Vafasöm raunhyggjufræði: Suður- Kóreumönnum hefur gengið betur en Norður-Kóreumönnum og leið Búrma- manna getur varla legið í átt til hagsæld- ar. Þess vegna vitum við að markaðs- hyggjan er árangursríkari en miðstýring og alþjóðleg viðskipti eru betri en sjálfs- þurftabúskapur. En menn þurfa að vera ákaflega vissir í sinni sök ef þeir draga þá ályktun að ekkert geti farið aflaga ef ríki komi á markaðsfrelsi, einkavæðingu og opni eftir mætti fyrir innflutning. Jafnvel á svæðum þar sem tölfræðileg gögn virð- ast gefa skýra vísbendingu er ljóst við nánari athugun að margt hefur mistekist illilega. Sérfræðingar sem rannsökuðu eingöngu þá þætti í reynslu Kínverja eða Suður-Kóreumanna sem hentuðu eigin skoðunum þeirra tóku ekki eftir því að í báðum löndunum voru menn að gera til- raunir sem í mjög veigamiklum atriðum gengu þvert á allar hefðbundnar aðferðir.  Pólitískar áherslur skekktu myndina fyrirfram: Hagfræðingar sem gerast póli- tískir ráðgjafar eru ákafir stuðningsmenn einfaldleika, stöðlunar og þess að tryggt sé að hæfilegt bil sé á milli hins pólitíska ákvörðunarvalds og einkafyrirtækjanna. Ekki með því að vitna til hagfræðikenn- inga eða raunhyggjulegra rannsókna heldur byggist þetta á fyrirfram- skoðunum sem ekki hafa sætt nægilegri gagnrýni eða verið kannaðar í raunveru- leikanum. Þeir álíta að ríkisstjórnir séu á valdi þrjóta og binda því hendur rík- isstjórna; skriffinnarnir láti gróðapunga í einkageiranum stýra sér, þess vegna sjá sérfræðingarnir til þess að ekki sé reynt að taka tillit til sérstakra aðstæðna og gefa skipun um að tollar og peningalegir hvatar séu byggðir á samræmdum reglum; stjórnmálakerfinu í landinu er ekki treystandi, þess vegna er rétt að flytja inn lög og stofnanahefðir frá öðrum löndum; áhrif að utan eru ávallt betri en áhrif frá innlendum aðilum, þess vegna þarf að koma á sem mestu frelsi gagnvart alþjóðlegum viðskiptum og fjárfestingum; umbótasinnar njóta aðeins griða „hveiti- brauðsdaganna“ stutta stund og því er rétt að hraða sér við að koma á umbótum. Svo fór að hagfræðingar tóku að sér að stjórna ríkjum án þess að hafa til þess um- boð.  Skortur á ímyndunarafli. Enginn hag- fræðingur sem lært hefur vestrænu fræðin gæti hafa séð fyrir hvernig Kín- verjar hafa látið fjölskylduna taka á sig sameiginlega ábyrgð eða fyrirtækin sem smáborgir og þorp reka – þessar stofn- analegu uppfinningar eru hluti af und- irstöðu kínverska undursins. Sérhver hagfræðingur frá Washington (eða Har- vard) hefði, ef kínversk stjórnvöld hefðu kallað hann á sinn fund 1978, lagt til að notuð yrðu meðul einkavæðingar og alls- herjar markaðsvæðingar. Við sjáum nú að að aðferðirnar sem Kínverjar beittu voru í reynd mjög krefjandi umbætur. Sjálfar grundvallarforsendur hagfræð- innar virka að sjálfsögðu ekki með ólíkum hætti í ólíkum löndum. Eignarrétturinn og réttarríkið eru alltaf mik- ilvægar forsendur fyrir því að fjárfestar – jafnt þeir sem eru til staðar og væntanlegir – geti vænst þess að halda pening- unum sem þeir eignast. Ávallt verður að meta félagslega kosti og galla við aðferðir sem not- aðar eru til að efla frjálst fram- tak ef tryggja á góðan árangur. Tryggja þarf að skuldir séu greiddar, reglur virki og gjaldmiðill sé traustur til að öryggi og stöðugleiki ríki í efna- hagnum. Sérhver hagfræðingur getur upplýst gestgjafa sinn um þessar klisjur um leið og hann kemur til annars lands, án þess að fipast nokkuð. Vandinn er að þessum almennu grundvallaratriðum er ekki hrint sjálfkrafa í framkvæmd: þau verða ekki sjálfkrafa að skýrum áætlunum og stjórn- unaraðferðum. Sem dæmi má nefna að reglan um verndun einkaeignarréttarins segir okkur fátt um það hvernig best sé að ná því markmiði við þau skilyrði sem fyrir hendi eru í umræddu samfélagi. Reglan merkir svo sannarlega ekki að kerfi einkaeign- arréttar og bresk-bandarískar aðferðir við rekstur og stjórnun fyrirtækja sé rétti framgangsmátinn fyrir allar þjóðir á öll- um tímum. Lítum á þá geysilegu þróun sem orðið hefur í fjárfestingum og einkaframtaki í Kína og byggst hefur á blöndu ákvæða um eignarrétt og lagalegu umhverfi sem varla getur verið ólíkara bresk-bandarísku um- hverfi. Einnig að grundvallaratriðið um að hvata á sviði einkaframtaks eigi að meta með tilliti til félagslegs kostnaðar leiðir varla til þess að menn taki upp stefnu ófrávíkjanlegs stuðnings við við- skiptafrelsi, markaðsfrelsi og einkavæð- ingu. Og það kemur heldur ekki í veg fyrir að beitt sé opinberum afskiptum af við- skiptum og framleiðslufyrirtækjum þegar markmiðið er endurskipulagning efna- hagsins. Loks má benda á að reglur um að skuldir skuli greiddar, gætt sé aðhalds í útgjöldum og gjaldmiðli haldið stöðugum geta farið saman við margvíslegar stjórn- unaraðferðir. Verkefni hagfræðinga er að útfæra áð- urnefnd algild grundvallaratriði þannig að þau komi að notum í afmörkuðu efnahags- umhverfi. Við verðum að taka fullt tillit til erfiðleika, skilyrða og takmarkana á staðnum til þess að greina vandlega hvert tilfelli og mæla með stefnu sem hæfir um- ræddu landi. Takist það ekki er kominn tími til að hagfræðingar hætti að láta eins og þeir eigi svör við öllu. Að lagfæra efna- hagsumbætur Eftir Dani Rodrik ©Project Syndicate Höfundur er prófessor í stjórnmálahagfræði við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. ’ Mest hefur framþróunin orð-ið í löndum eins og Kína og Víet- nam en þar hunsuðu menn ann- aðhvort algerlega vestrænar hagfræðikenningar eða þær misstu fótfestuna. ‘ ð því að kaupverð á er á bilinu 9–12 milljónir engan snilling til að sjá orgarbúa hefur ekki leng- gja eða kaupa sér íbúð í da er það svo að í dag Reykvíkingar, af um á biðlista eftir fé- húsnæði í borginni. Bak- stendur auðvitað miklu sem stór hluti umsækj- eð börn. r virðist vera á þessari úsnæðismarkaði og í sum- ta hækkun húsnæð- milli mánaða frá því í maí í Reykjavík virðast vera vart þessari þróun og ga að viðurkenna að lóðamálum borgarinnar hefur átt stóran þátt í þessu hækkandi verði á húsnæði í Reykjavík. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa margsinnis bent R-listanum á að til að vinna gegn þessari geigvænlegu þróun verði að stórauka lóðaframboð í borg- inni. Sérstaklega verði að auka lóðir fyrir minni íbúðir, m.a. fyrir ein- staklingsíbúðir. Einnig hafa sjálfstæð- ismenn bent á að það gangi ekki, á þessum erfiða tíma í húsnæðismálum, að selja lóðir Reykjavíkurborgar til fólksins í borginni á uppsprengdu verði. Sjálfstæðismenn hafa einnig lagt til að settar verði fram tillögur um hvernig hægt sé að gera það eftirsóknarvert fyrir einstaklinga og byggingafyrirtæki að byggja og leigja út félagslegar leigu- íbúðir og leiguíbúðir á hinum almenna húsnæðismarkaði. R-listinn hefur því miður lítið hlustað á þennan málflutning sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Afleiðingin er sú að leigu- og kaupverð á húsnæði í Reykja- vík heldur áfram að hækka og því fólki sem hefur ekki efni á að koma sér þaki yfir höfuðið í borginni heldur áfram að fjölga. Eina leiðin til að vinna gegn þessu alvarlega ástandi er fara að til- lögum okkar sjálfstæðismanna í borg- arstjórn, þ.e. að tryggja nægt lóðafram- boð, afnema lóðauppboð og innheimta eðlileg gatnagerðargjöld en allt þetta myndi lækka byggingarkostnað og þar með söluverð og leiguverð íbúða. R-listinn verður að fara að hlusta á tillögur okkar sjálfstæðismanna í borg- arstjórn Reykjavíkur, fólkið í borginni hefur ekki efni á að bíða lengur. aleigu í Reykjavík Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.