Morgunblaðið - 22.11.2003, Síða 71

Morgunblaðið - 22.11.2003, Síða 71
mín voru ekki svona illa undirbúin. Dóttir mín er alls ekkert vitlaus, enda var hún fljót að tileinka sér það sem henni var kennt hér heima. Eft- ir foreldrafund í skólanum, gerði ég mér grein fyrir vandamáli dóttur minnar. Kennarinn sagði okkur frá því að skv. þessari kennsluaðferð sem nú er notuð í sambandi við námsefnið, þá eru börnin ekki mötuð á aðferðunum, þau eiga að uppgötva þær sjálf. Hún sagði okkur frá því að það væri ekki barn í bekknum sem ekki vissi að 3+3+3 væru 9 , en það voru enn nokkrir sem ekki vissu að 3 sinnum 3 eru 9. Hvað á að bíða lengi eftir að þau uppgötvi þetta sjálf? Eitt enn sem ég er óhress með í sambandi við þetta próf og það er að þetta er langt próf og lítil börn mega ekki fara heim áður en próftíminn er búinn. Þannig að eftir stærðfræði- prófið fengu þeir sem voru fyrst búnir Andrésblað að lesa. Þegar dóttir mín sá það, flýtti hún sér sem mest hún gat með restina af prófinu og heimtaði svo líka Andrésblað. Þegar kom að íslenskuprófinu, lá henni svo á að verða fyrst til að fá aftur slíkt blað að hún las ekki text- ann, heldur giskaði á svörin. Hún vildi verða fyrst til að fá blað til að lesa. Hún fékk sem sagt umbun fyrir að vinna illa. Ég er svo sem ekkert hrædd um að dóttir mín bíði mikinn skaða af þessu prófi, en ég skil ekki hvað það á að mæla. Er verið að mæla, hve auðvelt börnin eigi með að taka próf? Er kannski verið að mæla hvort að börnin geti setið kyrr í lengri tíma og einbeitt sér að verk- efninu fyrir framan sig? Þeir skólar sem þjálfa börnin sín í að taka próf frá upphafi, hljóta að standa betur að vígi en skólar sem leggja ekki áherslu á slíkt. Svo eru sumir bekkir mun erfiðari en aðrir. Þar sem erfitt er að fá hljóð og vinnufrið, er líka erfiðara að kenna og meðtaka flókin verkefni. Ef að einn bekkur í skóla kemur betur út en annar, er þá verið að mæla kennsluhæfni kennara, eða hve duglegir foreldrarnir eru að að- stoða börnin sín eftir skóla? En eitt er ég hrædd um og það er að viðkvæm börn sem koma illa út úr þessu prófi og fara að meta sig við vini eða frændsystkin á sama aldri, að þau haldi að þau séu lélegir náms- menn. Ég veit að þetta próf, hvernig sem útkoman verður, er enginn mælikvarði á getu dóttur minnar og því skil ég ekki hvað er verið að mæla. Ég vissi það áður en hún fór í prófið að hún er ekki tilbúin að taka langt og erfitt próf. ANNA MARÍA ÞORKELSDÓTTIR Vallarási 5, 110 Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 71 Ný sending Frábært úrval - Gott verð 10% afsláttur m.v. staðgreiðslu RAÐGREIÐSLUR á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík Sölusýning Í dag, laugardag 22. nóv., kl. 12-19 og á morgun, sunnudag 23. nóv., kl. 13-19. Sími 861 4883 Töfrateppið                         "#  $     %    &   !' ' # &  !  !"#     '  '         (( %       )        *  +,  - . // 0011
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.