Morgunblaðið - 22.11.2003, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 22.11.2003, Qupperneq 72
DAGBÓK 72 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Green Atlantic kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Arklow Dusk fer í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið er opið alla virka daga frá kl. 9– 16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Félagið efnir til framhalds á fyr- irlestrum um Heilsu og hamingju á efri árum í dag laugardag 22. nóv- ember kl. 13.30 í Ás- garði, Glæsibæ. Efni fundarins er „Varpaðu frá þér vetrarkvíða“. Þar mun Sigurður Páll Pálsson læknir ræða þunglyndi hjá öldruðu fólki og Óttar Guð- mundsson læknir um þunglyndi á söguöld. Allir velkomnir. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellssveit. Postulínsmálning kl. 11. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Á mánudag kl. 14.30 kemur Flosi Ólafsson leikari í heim- sókn og les upp og árit- ar bók sína, Ósköpin öll, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 13.15 „kynslóðir saman í Breiðholti“, félagsvist í samstarfi við Selja- skóla. Heimasíða: www. gerduberg.is. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. GA-Samtök spilafíkla, Fundarskrá: Þriðjud.: Kl. 18.15, Seltjarnar- neskirkja, Seltjarn- arnes. Miðvikud: Kl. 18, Digranesvegur 12, Kópavogur og Egils- staðakirkja, Egils- stöðum. Fimmtud: Kl. 20.30, Síðumúla 3–5, Reykjavík. Föstud: Kl. 20, Víðistaðakirkja, Hafnarfjörður. Laug- ard: Kl. 10.30, Kirkja Óháða safnaðarins, Reykjavík og Gler- árkirkja, Akureyri. Kl. 19.15 Seljavegur 2, Reykjavík. Neyð- arsími: 698 3888 Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. OA-samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Katt- holti. Fífan Dalsmára 5 í Kópavogi, tart- anbrautir eru opnar al- mennu göngufólki og gönguhópum frá kl. 10–11.30 alla virka daga. Blóðbankabíllinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blodbank- inn.is. Minningarkort Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu Hjartaverndar, Holta- smára 1, 201 Kópavogi, s. 535 1825. Gíró og greiðslukort. Dval- arheimili aldraðra Lönguhlíð, Garðs Apó- tek Sogavegi 108, Ár- bæjar Apótek Hraunbæ 102a, Bók- bær í Glæsibæ Álf- heimum 74, Kirkju- húsið Laugavegi 31, Bókabúðin Grímsbæ v/ Bústaðaveg, Bókabúð- in Embla Völvufelli 21, Bókabúð Grafarvogs, Hverafold 1–3. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Reykjanesi: Kópavog- ur: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11. Hafn- arfjörður: Lyfja, Set- bergi. Sparisjóðurinn, Strandgata 8–10, Keflavík: Apótek Keflavíkur, Suðurgötu 2, Landsbankinn Hafn- argötu 55–57. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Vesturlandi: Akranes: Hagræði hf., Borg- arnes: Dalbrún, Brák- arbraut 3. Grund- arfjörður: Hrannarbúð sf., Hrannarstíg 5. Stykkishólmur: Hjá Sesselju Pálsd., Silf- urgötu 36. Ísafjörður: Póstur og sími, Að- alstræti 18. Stranda- sýsla: Ásdís Guð- mundsd. Laugarholti, Brú. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Austurlandi: Egils- staðir: Gallery Ugla, Miðvangi 5. Eskifjörð- ur: Póstur og s., Strandgötu 55. Höfn: Vilborg Einarsdóttir Hafnarbraut 37. Í dag er laugardagur 22. nóv- ember, 326. dagur ársins 2003, Cecilíumessa. Orð dagsins: En nú, með því að þér eruð leystir frá syndinni, en eruð orðnir þjónar Guðs, þá hafið þér ávöxt yðar til helgunar og eilíft líf að lokum. (Rm. 6, 22.)     Birgir Hermannssonskrifar á Kreml.is um ummæli Davíðs Odds- sonar, að það væri tómlæti af Alþingi að skoða ekki lagasetningu um eignarhald á fjöl- miðlum. „Undir þessi orð Davíðs ber að taka: ákveði menn að setja engin lög og búa við óbreytt ástand er rétt að gera slíkt að vel yf- irlögðu ráði,“ skrifar Birgir. „Ákvörðun um óbreytt ástand er ekki síður ákvörðun, en ákvörðun um breytingar. Að rannsaka ekki málið vandlega væri sannarlega vítavert tómlæti af hálfu Alþingis; ráðherra menntamála og raunar forsætisráðherrann væru að mínu viti að bregðast skyldum sínum með því að láta ekki fara yfir mál- in í ráðuneytum sínum. Þar með er ég ekki að fella neinn dóm um nið- urstöðuna fyrirfram, til hennar á að taka mál- efnalega afstöðu.     Upp á síðkastið hefurumræðan um eign- arhaldið verið yfirborðs- kennd og helst einkennst af því að blaðamenn hafa hver um annan þveran lýst því yfir að eign- arhaldið skipti ekki máli – svo lengi góðir rit- stjórar séu valdir til starfa! Sumir virðast haldnir ranghugmyndum, til að mynda þeim að þeir sem haldi því fram að eig- andinn skipti máli segi þar með að eigendur séu til ills, jafnvel að samsæri sé í gangi! Þetta er mis- skilningur: einkareknir fjölmiðlar eru að sjálf- sögðu í eigu einhverra og eins og öllum fyr- irtækjum er fjölmiðlunum nauðsynlegt að eigandinn veiti því forystu og marki stefnuna. Þetta er ekki nema eðlilegt og sjálf- sagt. Þegar eignarhaldið á fjölmiðlum safnast á fá- ar hendur veldur það hins vegar ekki einungis vand- kvæðum vegna almennra samkeppnissjónarmiða, heldur ekki síður vegna lýðræðislegrar umræðu og fjölbreyttra skoð- anaskipta. Þó að Davíð Oddsson geti sjaldan leynt andúð sinni á Baugsveldinu og Kaup- þingi, skiptir í raun engu hver í hlut á.“     Birgir heldur áfram: „Íljósi ræðu Davíðs í gær er ljóst að á næstu mánuðum verður að fara fram umræða um grund- vallaratriði varðandi eignarhald á fjölmiðlum og stefnu stjórnvalda í málefnum fjölmiðla al- mennt. Nauðsynlegt er að þessi umræða snúist ekki um deilur Davíðs og Baugs eða persónu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, heldur málefnið sem slíkt. Davíð Oddsson hóf um- ræðuna og nú ber honum að klára málið svo vel sé og vekja ekki tortryggni um að annarlegar hvatir liggi að baki. Fjölbreytni í fjölmiðlun er lýðræðinu nauðsynleg og því eðli- legt og sjálfsagt að ræða málið á breiðum grund- velli.“ STAKSTEINAR Lagasetning og fjöl- breytni í fjölmiðlun Víkverji skrifar... Víkverji sest stundum í heita potta,heldri sófa í samkvæmum og á fleiri staði þar sem fólk kemur sam- an og ræðir landsins gagn og nauð- synjar. Landsins gagn og nauðsynj- ar hafa verið Íslendingum hið heitasta umræðuefni allt frá blautu barnsbeini þjóðarinnar. Eitt af því sem hvað oftast bylur á eyrum Víkverja er hin sífellda klifun sessunauta hans á að þessir og hinir hóparnir í samfélaginu beiti tilfinn- ingarökum og þá sérstaklega þegar kemur að einhvers konar frið- unarmálum og þess háttar. Þannig skipist menn annars vegar í fylk- ingar framfarasinna sem fara með skynsemina að vopni og hins vegar afturhaldssinna sem haltra við hækju tilfinninganna og kalla hækju sína vopn. „Skynsemin“ er þannig hugsuð sem skjaldberi framfaranna og tilfinningarnar hið versta mál, enda ekkert að marka fólk sem fer að tilfinningum sínum. x x x Víkverja finnst þetta hálfskrýtinhugmynd. Oft finnst honum menn réttlæta ljótar gjörðir með vísan til skynseminnar. Víkverji á kunningja sem hafa réttlætt þjófnað, drykkju, framhjáhöld og jafnvel verri hluti með lipurlegri vísan til „skynseminnar“. Verri menn en kunningjar Víkverja réttlæta meira að segja stríð með „skynseminni“. Víkverja virðist sem „skynsemin“ sé oft allhentug afsökun þegar menn vilja helst ekki þurfa að glíma við siðferðislegar spurningar. Orðið „skynsemi“ þýðir að vera samur skynjun sinni. Og hvað er samara skynjun okkar en tilfinning- arnar? Tilfinningar eru í raun eitt helsta birtingarform raunverulegrar skynsemi sem við þekkjum. Reiði, væntumþykja, vonbrigði og fleiri til- finningar endurspegla lífsreynslu okkar. Öll lífsreynsla og upplifanir Víkverja koma saman í heila hans og vinna úr upplýsingum sem skynj- unin veitir honum. Þegar þeirri úr- vinnslu er lokið koma út tilfinningar. Víkverji treystir því mun betur fólki sem segir hvernig því líður og hvað hjarta þess segir heldur en fólki sem eyðir miklum tíma og orku í að leita að rökstuðningi fyrir niðurstöðu sem er jafnvel gegn betri vitund. Nú vill Víkverji alls ekki meina að rökhugsun eigi hvergi við, síður en svo! Rökhugsun er til dæmis hluti af tilfinningum og tilfinningarnar hluti af rökhugsuninni. En mikilvægast af öllu er að rökhugsunin er það sem menn nota til að skoða mál ofan í kjölinn og finna leiðir til lausna. Kenning Víkverja er því þessi: Til- finningar og rökhyggja eru tvær hliðar á sama peningi, skynsem- iskrónunni. Þegar skýrt mótaðar til- finningar og öguð rökhugsun koma saman má tala um heilbrigða skyn- semi. Það er nefnilega ekki það sama; „skynsemi“ og heilbrigð skynsemi. Gott að búa í fjölbýli í Kópavogi UNDANFARIÐ hefur borið mikið á andstöðu gegn fyrirhuguðum bygg- ingum í Lundi í Kópavogi og hafa þar farið fremstir í flokki íbúar í einbýlishús- unum sem eru austan við fyrirhugaðar byggingar. Ég hef undrast mjög hvernig þetta fólk hefur beitt sér gegn þessum fjöl- býlishúsum sem ætlunin er að reisa í Lundi. Fólkið sem er að mótmæla skipu- lagstillögunum hefur látið að því liggja að fjölbýlis- hús, af þeirri gerð sem nú eru kynnt í skipulagstillög- um, séu slæmur kostur til að búa í. Sérstaklega hefur verið vísað til þess að barnafólk vilji ekki, eða eigi ekki, að búa í híbýlum af þessu tagi. Ég skil ekkert í þessum málflutningi. Hef ég búið í fjölbýli með mín börn og ekki talið að húsnæðið hafi valdið minni fjölskyldu skaða. Er ekki heldur langt gengið af þessum eigend- um einbýlishúsa í Foss- vogsdal að rægja með þessum hætti alla þá sem búa í fjölbýli? Til að kóróna vitleysuna hefur þetta fólk síðan reynt að safna undir- skriftum til að mótmæla skipulaginu í Lundi í fjöl- býlishúsum í Kópavogi! Dettur þessum einbýlis- húsaeigendum í hug að fólk muni almennt leggja þeim lið þegar það eitt vakir fyr- ir þeim að hindra það að hafa reisuleg hús fyrir aug- unum í grennd við sig. Þetta ber allt keim af for- dómum. Ég vil hvetja fólk til að kynna sér skipulagstillög- urnar sem nú eru til kynn- ingar og láta ekki hafa sig út í að skrifa undir mót- mælaskjal gegn þeim að óathuguðu máli. Sjálfur hef ég skoðað þessar tillögur vandlega og sýnist að þarna sé verið að bjóða upp á góðan valkost – ekki síst fyrir barnafólk, enda helm- ingur svæðisins lagður undir útivistarsvæði og vandað verður til tenginga við umhverfið í kring með undirgöngum. Menn geta haft skoðanir á því hvernig eigi að byggja upp ný hverfi en það gengur ekki að láta einkahagsmuni nokkurra húseigenda í dalnum koma í veg fyrir framvæmdir sem eru okkur, sem borg- um gjöld í Kópavogi og höf- um hagsmuni bæjarfélags- ins að leiðarljósi, til bóta. Ólafur Már Ólafsson. Tapað/fundið Heyrnartæki týndist HEYRNARTÆKI, til að festa á bak við eyra, týnd- ist í fyrri viku, sennilega á Garðatorgi eða á bílastæð- inu við Hagkaup í Garðabæ eða Kringlunni. Skilvís finnandi hafi samband í síma 565 7001. Fundar- laun. Embracing faith- armband týndist EMBRACING faith-arm- band týndist laugardaginn 8. nóvember í eða við sam- komusal FÍH í Rauða- gerði. Þeir sem hafa séð armbandið vinsamlega hafi samband í síma 899 6669. Systa gleymdi afmæliskorti SYSTA! Þú varst að versla í Smáralindinni 6. septem- ber sl. og gleymdir afmæl- iskortinu þínu með verð- mætum. Hringdu í síma 898 9554 eða 660 8203. Reiðhjól í óskilum REIÐHJÓL fannst við Suðurhóla 18 sunnudaginn 16. nóvember. Upplýsingar í síma 863 7828. Kvenreiðhjól týndist NORSKT 26" Juvel-kven- reiðhjól týndist frá Klapparstíg 1 um sl. mán- aðamót. Hægt er að brjóta það saman og er það fag- urblátt með svörtum og hvítum stöfum og hvítum leðurhnakk. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 562 7713. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís LÁRÉTT 1 kunnátta til handanna, 8 regnýringur, 9 her- menn, 10 mánaðar, 11 taka aftur, 13 skelfur, 15 sverðs, 18 táta, 21 verk- færi, 22 andlát, 23 skyld- mennið, 24 svangar. LÓÐRÉTT 2 andróður, 3 kjarklausa, 4 logi, 5 veiðarfærið, 6 guðir, 7 á litinn, 12 hreinn, 14 greinir, 15 hár, 16 stirðlyndu, 17 sársauka, 18 hrúga upp, 19 bera sökum, 20 beitu. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hnusa, 4 höfug, 7 ylgja, 8 kúgar, 9 let, 11 körg, 13 grói, 14 ernir, 15 loft, 17 ósar, 20 óða, 22 fátæk, 23 pakki, 24 ræðum, 25 rósin. Lóðrétt: 1 hnykk, 2 uggur, 3 aðal, 4 hökt, 5 fagur, 6 gargi, 10 efnuð, 12 get, 13 gró, 15 lofar, 16 fátíð, 18 sekks, 19 reisn, 20 ókum, 21 apar. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.