Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ YFIR LÆGÐINNI Haraldur Ólafsson veðurfræð- ingur flaug með þýskum vísinda- mönnum í gær, laugardag, yfir upp- tök lægðar sem búist var við að væri að myndast yfir Grænlandshafi. Til- gangurinn var að fá upplýsingar til að gera nákvæmari spá um hegðan hressilegs hauststorms sem lægðin veldur á landinu í dag og veðrið á meginlandi Evrópu í framhaldinu. Geri grein fyrir markmiðum Í svokölluðum leiðbeinandi til- mælum sem Fjármálaeftirlitið undirbýr er gert ráð fyrir því að ef bankar eða sparisjóðir taki að sér tímabundna starfsemi í atvinnu- rekstri verði eftirlitinu gerð skrifleg grein fyrir markmiðum þess. Í drög- um að reglunum segir að koma skuli fram hversu langan tíma verkefnið muni taka og hvernig eigi að ljúka því. Ákvörðun kom á óvart Flestir yfirlæknar Landspítala – háskólasjúkrahúss hafa fallist á ákvörðun stjórnarnefndar spítalans varðandi störf yfirmanna utan sjúkrahússins. Magnús Pétursson forstjóri og Jóhannes M. Gunn- arsson, framkvæmdastjóri lækn- inga, segja að ákvörðun Sigurðar Björnssonar, yfirlæknis lyflækninga krabbameina á Landspítala, um að standa ekki við gerða samninga hafi komið þeim á óvart og samningsbrot sé ástæðan fyrir breyttri starfs- skyldu Sigurðar. Óöld í Írak Að minnsta kosti 14 manns, að- allega íraskir lögreglumenn, týndu lífi í tveimur sjálfsmorðsárásum á lögreglustöðvar fyrir norðan Bagd- ad í gær. Þá tókst andstæðingum bandamannahersins í landinu að hæfa borgaralega flutningaflugvél með eldflaug en áhöfnin náði að nauðlenda henni á flugvellinum í Bagdad án þess að nokkur slasaðist. Bandaríkjastjórn varaði í gær við hryðjuverkaárásum á bandaríska þegna og bandaríska hagsmuni er- lendis. Sunnudagur 23.11.03 HIMNARÍKI HALLGRÍMS HELGASONAR NOKKRIR ÍSLENSKIR LEIKARAR HAFA STARFAÐ Í DRAUMASMIÐJUNNI HOLLYWOOD HILDUR EINARSDÓTTIR REKUR FERIL ÞEIRRA Yf ir l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverr- isson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Orm- arsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkj- ustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is Í dag Sigmund 8 Myndasögur 48 Hugsað upphátt 23 Bréf 48/49 Af listum 26 Dagbók 50/51 Listir 26/35 Krossgáta 53 Forystugrein 32 Auðlesið efni 5 Reykjavíkurbréf 32 Leikhús 54 Skoðun 36/39 Fólk 54/61 Þjónusta 42 Bíó 58/61 Hugvekja 42 Sjónvarp /62 Minningar 43/45 Veður 63 * * * Sunnudagur 23. nóvember 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.946  Innlit 16.638  Flettingar 66.084  Heimild: Samræmd vefmæling JÓN Geir Jóhannsson, versl- unarstjóri Dressmann í Kringl- unni, segir verslun hafa verið að aukast síðan um miðjan október. „Fólk er farið að skima eftir jóla- gjöfum og leita að góðum fötum. Þeir allra fyrstu eru að byrja upp úr enda ágúst. Síðan fer umferðin að aukast jafnt og þétt um í byrj- un október. Auðvitað er maður líka illþyrmilega minntur á jóla- vertíðina með gegndarlausum jólaskreytingum. Sjálfur hef ég þá stefnu, sem verslunarstjóri, að setja ekki upp ótímabærar jóla- skreytingar, þannig er Dressman nú vin í jólaeyðimörkinni,“ segir Jón Geir og hlær. „Við byrjum að bæta við fólki í lok nóvember og fyrstu vikuna í desember, þá byrj- ar törnin. Það koma fjórar auka- manneskjur hér inn sem vinna í jólafríinu sínu frá próflokum til upphafs skóla. Ég er aldrei með minna en fimm manns í afgreiðslu í desember og reyni að hafa nóg fyrir alla að gera eftir jól, þá eru útsölur, skil og vörutalningar.“ Morgunblaðið/Svavar Jón Geir Jóhannsson, verslunarstjóri Dressmann í Kringlunni. Allt á fullt eftir mánaðamót RAGNHILDUR Thorlacius, vaktstjóri í bókabúð Máls og menning- ar á Laugavegi, segist vera farin að finna fyrir fyrir jólaösinni. „Það má segja að hún hafi byrjað rólega rétt eftir síðustu mán- aðamót, þá fór fólk að koma hér í svolitlu jólaskapi, í föndurhugleiðingum og einnig að huga að því að senda pakkana út til ætt- ingja sinna. Við finnum líka fyrir því að það eru fleiri ferðamenn hér núna en síðasta vetur.“ Ragnhildur segir törnina hefjast fyrir alvöru strax eftir næstu mánaðamót. „Vð erum að und- irbúa okkur fyrir það. Það eru byrjaðir upplestrar úr jólabók- unum á Súfistanum.“ Ragnhildur segir um tuttugu starfsmenn vinna að jafnaði í verslun Máls og menningar yfir daginn, en um jólin fjölgar þeim a.m.k. um helming. „Jólafólkið okkar er frá miðjum desember og út fyrstu vikuna í janúar, þann tíma sem skólafríin eru og það er mikil aðsókn í þau störf og færri komast að en vilja. Jólastemningin í Miðbænum er sígild og segir Ragnhildur fólk njóta þess að koma þangað fyrir jólin. „Við erum líka alltaf með einhverjar uppákomur seinnipartinn á laugardögum þegar líður að jólum,“ segir Ragnhildur að lokum. Mikil aðsókn í vinnu Ragnhildur Thorlacius, vaktstjóri í Máli og menningu. Morgunblaðið/Árni Sæberg EINAR Karl Birgisson, versl- unarstjóri verslunarinnar Zara í Smáralind segist hafa orðið var við fyrstu jólabylgjuna fyrir tveimur vikum. „Törnin byrjar fyrir alvöru eftir mánaðamótin, við erum að smáauka við mannskapinn hérna vinnuna. Við erum svo heppin að hafa gott fólk hér í hlutastarfi og þegar jólavertíðin hefst hækkar starfshlutfallið hjá því jafnt og þétt. Í raun má segja að það fjölgi hér um fjörutíu prósent þegar jól- in nálgast og það ástand varir al- veg fram yfir jól og út í miðjan jan- úar, þannig að skólafólkið okkar fær góðan mánuð í vinnu.“ Einar Karl segir Smáralindina hafa náð sér vel á strik und- anfarna mánuði eftir dálitla lægð. „Fólk er farið að koma hérna meira á virkum dögum og Smáralindin er ekki lengur svona helgarstaður. Svo er maður farinn að sjá mikið af ferðamönnum hér á svæðinu, líka á veturna, það er mjög ánægjulegt.“ Skólafólkið fær góðan mánuð í vinnu Morgunblaðið/Svavar Einar Karl Birgisson, verslunar- stjóri Zara í Smáralind. ÓLAFUR F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, berst gegn niðurrifi síðasta hlaðna steinhússins í Skuggahverfi. Á borg- arstjórnarfundi á fimmtu- dag lagði hann fram tillögu þar sem lýst er andstöðu við að leyft verði að rífa húsið að Klapparstíg 19 sem byggt var árið 1885 og borgarminjavörður segir hafa mikið varðveislugildi. Tillögunni var vísað til skipulags- og byggingar- nefndar Reykjavíkur með öllum greiddum atkvæðum nema Ólafs, sem sat hjá. Samþykkt var í sömu nefnd 5. nóv- ember að rífa húsið þegar afgreidd var deiliskipulagstillaga fyrir svæðið. Ólafur vitnaði í umsögn borgar- minjavarðar vegna þessa máls þar sem segir um húsið að Klapparstíg 19: „Það er eitt þeirra hlöðnu stein- húsa sem byggð voru í Reykjavík á síðasta hluta 19. aldar og meðal þeirra elstu.“ Hlaðin stein- hús sé húsagerð sem rekja megi til byggingar Alþing- ishússins á árunum 1880– 1881. „Til varð húsagerð, sem má segja að sé sér- reykvísk, lítil hús og bæir sem byggð voru úr til- höggnu grjóti,“ segir Guðný Gerður Gunnars- dóttir borgarminjavörður í umsögninni. Aðeins 34 slík hús séu eftir í borginni af 200 sem byggð voru. „Mér þykir illt ef ég þarf að standa einn gegn þess- um áformum hér í borgar- stjórn. Menn geta séð að sér og skipt um skoðun þegar kemur að varð- veislu menningarminja,“ sagði Ólaf- ur og hvatti borgarfulltrúa til að taka sjálfstæða afstöðu til þessa máls. Berst gegn niðurrifi síð- asta hlaðna steinhússins Morgunblaðið/Jim Smart Síðasta hlaðna steinhúsið í Skuggahverfinu. INGVAR Ásmundsson hefur unnið fimm fyrstu skákirnar á Heimsmeistaramóti öldunga sem fram fer í Bad Zwische- nahn í Þýskalandi og er í efsta sæti mótsins ásamt tveimur öðrum keppendum. Í fyrradag lagði Ingvar, sem er 22. stigahæsti kepp- andi mótsins, rússneska stór- meistarann Oleg Chernikov sem er þriðji stigahæsti þátt- takandinn. Jafnir Ingvari í efsta sætinu eru Hans Karl frá Sviss og Heinrich Che- pukaitis frá Rússlandi. Tefldar verða ellefu um- ferðir. Í sjöttu umferðinni sem fram fer á mánudag mætir Ingvar stigahæsta keppanda mótsins, lettneska stórmeistaranum Janis Kov- ans. Ingvar hefur unnið allar skákirnar SÓLVEIG Samúelsdóttir, markaðsstjóri SR-mjöls, hefur verið kjörin forseti IFFO, Alþjóðasamtaka framleiðenda fiskimjöls og lýsis. Sólveig er fyrsta kon- an sem gegnir þessu emb- ætti, en tveir Íslendingar hafa áður verið forsetar þessara samtaka, þeir Har- aldur Gíslason og Jón Reynir Magnússon. Sólveig var kjörin á ársfundi samtakanna í New Orleans í Banda- ríkjunum í lok vikunnar. Hún segist vera afskaplega ánægð með þann heiður sem henni hafi hlotnazt með því að vera kjörin forseti þessara öflugu samtaka. Það séu mörg mikilvæg verkefni framundan, en hlutverk forsetans, sem sé í raun stjórnarformaður, sé að koma fram fyrir hönd samtakanna, einkum framleiðenda, vinna að því að styrkja stöðu þeirra á mörkuðunum og vinna nýja markaði. „Við höfum mikla hags- muni að verja, meðal ann- ars innan Evrópusam- bandsins. Þetta er mikil áskorun, sem ég hlakka til að tak- ast á við,“ segir Sólveig Samúels- dóttir. Innan IFFO eru allir helztu fram- leiðendur á fiskimjöli og lýsi, svo sem risarnir í Suður-Ameríku, Perú og Chile, Ísland, Noregur, Dan- mörk og Bretland, alls um 20 lönd. Alþjóðasamtök fiskimjölsframleiðenda Sólveig Samúelsdóttir kjörin forseti Sólveig Samúelsdóttir HELGA Jónsdóttir, varaformaður Sambands ís- lenskra bankamanna, segist hafa merkt ákveðið upphlaup meðal bankamanna vegna atburðanna í tengslum við kaupréttarsamning æðstu stjórn- enda Kaupþings Búnaðarbanka. Ekki síst hafi órói verið meðal bankamanna vegna tilflutnings á viðskiptum frá Kaupþingi Búnaðarbanka yfir í aðra banka, en margir hafi farið að fordæmi Davíðs Oddssonar í þeim efnum. Mikið var um það á fimmtudag að viðskiptavinir Kaupþings Búnaðarbanka lýstu óánægju sinni með fram- vindu mála með því að hafa samband símleiðis eða segja upp viðskiptum sínum. „Mönnum datt fyrst í hug að fyrir mistök hefðu eitt eða tvö núll óvart bæst við tölurnar sem Kaupþing Búnaðarbanki birti í tengslum við kaupréttarsamningana,“ segir hún. „Þessar töl- ur voru stjarnfræðilegar í okkar augum, en fyrst rekstur bankans gengur svona vel verður maður að vona að samningsstaða bankamanna batni þegar samningar losna á næsta ári.“ Ákaflega undrandi á þessum atburðum Helga tekur þó fram að hún virði það við stjórnendur Kaupþings Búnaðarbanka að þeir skyldu falla frá hinum umdeildu samningum eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. „Ég held að bankamenn rétt eins og aðrir séu ákaflega undrandi á þessum atburðum. Bankamenn lenda oft inni í gagnrýni á bankana sem slíka, hvort sem hún beinist að okri með vexti eða slæmri afkomu. Það gleymist hins vegar oft að í bönkum vinnur fjöldi fólks sem er alls ekki á háum laun- um. Það eru komnar tvær stéttir í bankana, hið „venjulega“ starfsfólk og vaxandi hópur sérfræðinga á háum launum. Við erum stolt af því að hafa hálaunamenn innan okkar raða, en hinu er ekki að neita að launabilið hefur breikkað.“ Sambandi íslenskra bankamanna ofboðið vegna kaupréttarsamninganna Tölurnar stjarnfræðilega háar í augum bankamanna STARFSMENN norska fyrirtæk- isins Moelven Industrier AS fram- leiddu á dögunum húseiningu nr. 60.000 sem send er til Íslands til að verða hluti af vinnubúðum Lands- virkjunar á Kárahnjúkasvæðinu. Frá þessu segir á heimasíðu Kára- hnjúkavirkjunar. Landsvirkjun samdi við Moelven Industrier um vinnubúðir eystra í kjölfar útboðs og hljóðar samningurinn upp á um 243 milljónir íslenskra króna. Lúðvík Leósson, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun, segir að nýju búðirnar hýsi framkvæmdaeftirlit fyrirtækisins á Kárahnjúkasvæð- inu. Þetta eru svefnskálar, skrif- stofuhús og mötuneyti. Sextíuþúsundasta hús- einingin í vinnubúðirnar Kárahnjúkavirkjun. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.