Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 25 brugðið mér út og horft á brennandi olíuskipið á sjónum og fylgst með þegar stórslasaðir mennirnir voru teknir um borð. Sjórinn í kringum þá hafði logað vegna olíunnar sem lekið hafði úr skipinu. Mér fannst hræði- legt að horfa á þá.“ Þrátt fyrir þennan óvænta atburð og þær hörmungar sem Bretarnir höfðu mátt þola þá fann Sigurður há- seti eftirvæntinguna sem lá í loftinu: „Það var spenningur um borð – á sama hátt og alltaf þegar skip koma úr siglingu. Þó að maður væri aðeins tvær vikur í burtu þá voru allir spenntir – hvað þá eftir tvo mánuði. Alltaf eins gaman að koma heim aft- ur. Ég brann í skinninu að koma heim til Reykjavíkur. Nú átti ég erindi við Halldór Sig- urðsson sem hafði verið farþegi með okkur heim – þurfti að fara inn í klefa til hans. Halldór hafði áður farið með okkur út til Ameríku – hafði verið þar í blaðamannaskóla. Ég hafði lánað honum belti og ákvað að sækja það til hans áður en leiðir okkar skildu þeg- ar við legðumst að bryggju í Reykja- vík. Halldór hafði nefnilega gleymt sínu belti á hótelinu þar sem hann dvaldi í New York áður en hann kom til okkar. Við höfðum oft spjallað saman, enda var Halldór skemmti- legur strákur. Nú vorum við komin þangað sem við töldum okkur örugg, maður var hættur að hugsa um stríðið – við vor- um komin upp í harðaland. Ég var farinn að hugsa mér gott til glóðar- innar þegar ég kæmi heim. Nú skyldi ég hafa það gott í kvöld, fara heim á Vesturgötu og hitta systur mínar og síðan jafnvel út að hitta fólk. Þegar ég kom að sækja beltið til Dóra var hann búinn að fá sér bjór og það lá af- ar vel á honum. Þeir sátu þarna nokkrir saman í klefanum. Dóri hlakkaði mjög til að hitta fólkið sitt eftir langa dvöl í Bandaríkjunum.“ Líkt og aðrir um borð var Áslaug farþegi farin að hlakka mjög til heim- komunnar – innan örfárra stunda myndi hún hitta fjölskyldu sína og vini eftir langan aðskilnað. Þegar skipbrotsmönnunum var bjargað um borð varð henni hverft við þegar hún sá hve illa útleiknir þeir voru: „Bretarnir litu illa út, voru flestir sárir og brunnir. Þegar skipið nálg- aðist Reykjavík fór ég að hugsa um að fara að skipta um föt og punta mig dálítið. Sigrún og Friðgeir voru að gera að sárum mannanna. Ég var á gangi með Sverri litla og hélt á hon- um. Ég vissi að Sigrún ætlaði að gefa litlu dóttur sinni að borða. Áður en Bretunum hafði verið bjargað gaf Frímann bryti öllum far- þegunum fyrirmæli um að setja á sig björgunarvesti. Allt fullorðna fólkið hafði gert þetta en vestin voru heldur stór fyrir minnstu börnin.“ Bókin Útkall – Árás á Goðafoss eftir Óttar Sveinsson kemur út hjá Stöng út- gáfufélagi ehf. Þetta er tíunda bók höf- undar sem kemur út undir yfirskrift- inni Útkall. Bókin er 240 bls. Opið: Laugard. 1 1-17 Sunnud. 1 3-16 Tilboðsverð 14.950,- Ljós & lampar Sími 585 2800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.