Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 11 ’ Úr því þeir ætla að fara í nýjarsamningaviðræður held ég að þeir verði að hafa þessa vísu um iðrun Júdasar í huga: ‘Undirrót allra lasta ágrindin kölluð er. Frómleika frá sér kasta fjárplógsmenn ágjarnir sem freklega elska féð, auði með okri safna andlegri blessun hafna en setja sál í veð. Davíð Oddsson forsætisráðherra vitnaði í Passíusálma Hallgríms Péturs- sonar þegar hann talaði um ákvörðun tveggja stjórnenda Kaupþings Búnaðarbanka, Sigurðar Einarssonar og Hreiðars Más Sigurðssonar, um að hætta við að nýta sér kaupréttarsamning að verðmæti mörg hundruð milljóna króna. ’ Ég hef ekki verið með stór orðum það sem er að gerast á mark- aðinum en mér ofbýður. Mér finnst felast í þessu mikil ögrun. ‘Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra um kaupréttarsamningana. ’ Það er mjög undarlegt að ráða-menn þjóðarinnar leyfi sér að ráð- ast á einkafyrirtæki með þessum hætti sem gert er. Það þekkist hvergi annars staðar, nema hugs- anlega í Rússlandi og einhvers staðar í Afríku. ‘Sigurður Einarsson formaður stjórnar Kaupþings Búnaðarbanka um um- mæli forsætisráðherra og viðskiptaráðherra um kaupréttarsamningana. ’ Michael myndi aldrei vinnabarni mein. ‘Talsmaður bandaríska tónlistarmannsins Michaels Jacksons, sem sak- aður er um að hafa beitt 12 ára gamlan dreng kynferðislegu ofbeldi. ’ Margir urðu til þess að finna aðþví við mig að ég skyldi leggja kennslu fyrir mig. Töldu það bæði erfitt starf og illa launað. ‘Jón S. Guðmundsson sem sæmdur var verðlaunum Jónasar Hallgríms- sonar á Degi íslenskrar tungu. Jón kenndi íslensku við Menntaskólann í Reykjavík í hálfa öld og bætti reyndar við að hann hefði aldrei séð eftir því að hafa lagt kennsluna fyrir sig. ’ Við höfum verk að vinna og þaðer að útrýma hryðjuverkum. ‘George W. Bush Bandaríkjaforseti við lok opinberrar heimsóknar til Bretlands, eftir mannskæðar sjálfsmorðsárásir í Tyrklandi. ’ Fyrir okkur er þetta áfangi afþeirri gerð að maður tapar svefni af spenningi. ‘Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um fyrirætlanir fyrirtækisins um að prófa lyf, sem gæti reynst vel gegn hjartaáföllum. ’ Grundvallaratriði hjónabands-ins er ekki að geta börn, heldur hin varanlega skuldbinding hjóna gagnvart hvort öðru. ‘Úr úrskurði hæstaréttar Massachusetts-ríkis í Bandaríkjunum, sem komst að þeirri niðurstöðu að bann við hjónaböndum samkynhneigðra bryti í bága við stjórnarskrá. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Júlíus Búnaðarbankinn komst fyrst í fréttirnar í vikunni þegar brotist var inn í útibú hans við Vesturgötu. Málefni Kaupþings Búnaðarbanka komust síðan í hámæli þegar greint var frá fjárfestingum tveggja stjórnenda bankans í krafti kaupréttarsamninga. Bankarán í Búnaðarbanka Heimildir: AFP og Morgunblaðið. R ÍKI heims hafa farið mjög ólíkar leiðir þegar kem- ur að því að setja fjármálamarkaðnum ramma. Reglur taka breytingum eftir því sem aðstæður breytast, stundum eru þær hertar, stundum er slakað á. Oft valda breytingar tengdar fjár- málamarkaði hörðum pólitískum deilum enda gífurlegir hags- munir í húfi. Aðstæður á hverjum markaði eru ólíkar og sömu- leiðis þær reglur sem gilda. Sums staðar eru engar hömlur á samþættingu ólíkrar fjár- málastarfsemi en annars staðar er gerð sú krafa að skil séu á milli starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Ólíkt hlutverk í atvinnulífi Þá er mjög mismunandi hversu ríku hlutverki bankar gegna í atvinnulífinu. Líklega gegna bankar hvergi jafnríku hlutverki í viðskiptalífinu og í Japan og Þýskalandi þótt með ólíkum hætti sé. Í Japan eiga bankar hlut í fyrirtækjum samkvæmt flóknu kerfi (keiretsu) og öðlast oft rétt á stjórnarmönnum. Hlutur stóru þýsku bankanna (Deutsche Bank, Commerzbank, Dresdner Bank) í fyrirtækjum er oftast ekki ráðandi en bank- arnir áskilja sér aftur á móti ríkan rétt til að hafa bein afskipti af stjórn fyrirtækjanna. Hafa áhrif þeirra innan fyrirtækjanna verið langt umfram beina hlutafjáreign bankanna þar sem þeir fara einnig með umboð fyrir hlut þeirra einstaklinga er eiga í hlutabréfasjóðum þeirra. Margir telja að þetta tvöfalda hlut- verk bankanna sé ein helsta rótin að þeim mikla vanda er þýskt efnahagslíf hefur átt við að stríða síðastliðin ár. Aðrir segja að þrepaskipting þýska bankakerfisins, þar sem t.d. sparisjóðir njóta sérstakrar verndar, sé skýringin á lélegri arð- semi í þýska bankakerfinu. Glass-Steagall Í umræðum hér á landi hefur oft verið vísað til reynslu Bandaríkjamanna, jafnt af þeim er vilja aukinn aðskilnað ólíkr- ar bankastarfsemi sem og þeim er telja skynsamlegast að við- halda frelsi í þeim efnum. Þekktustu lögin um aðskilnað starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka eru líklega bandarísku bankalaögin (Bank- ing Act) sem sett voru árið 1933 í kjölfar kreppunnar miklu. Lögin, sem yfirleitt eru kennd við þingmennina er báru fram frumvarpið, Glass og Steagall, voru felld úr gildi árið 1999. Allt fram til ársins 1863 voru það einstök ríki Bandaríkjanna er settu reglur um starfsemi banka. Það breyttist í þrælastríð- inu er ríkisstjórnin undir forystu fjármálaráðherrans Salmon P. Chase hafði mikla þörf fyrir fjármagn og veitti bönkum leyfi til að gefa út gjaldmiðla er ríkisskuldabréf lágu að baki. Þessum lögum (National Currency Act) var breytt tveimur árum síðar (National Banking Act) og var þá sett á laggirnar sérstakt embætti (Office of the Comptroller of the Currency eða OCC) sem hafði yfirumsjón með bönkum er störfuðu á landsvísu. Árið 1913 var bandaríski seðlabankinn (Federal Reserve Sys- tem) stofnaður og voru bankar er störfuðu á landsvísu skyld- aðir til að eiga aðild að honum en bönkum með starfsemi í einstaka ríkjum var heimilt að gerast aðilar. Seðlabankinn sá um seðlaprentun en hlutverk OCC varð fyrst og fremst að hafa eftirlit með bönkum. Segja má að bandaríski verðbréfamarkaðurinn hafi lotið eig- in stjórn allt fram til ársins 1933. Er hlutabréfamarkaðurinn hrundi í október 1929 féll gengi hlutabréfa um fimmtung að meðaltali. Ekki síst töpuðu margir bankar gífurlega á stöðum er þeir höfðu tekið. Þetta leiddi til að viðskiptavinir hófu í stórum stíl að taka út innlán sín og þar sem yfirleitt voru ekki til sjóðir til að greiða þau út lentu þús- undir bandarískra banka í gjaldþroti. Hagsmunir banka, ekki viðskiptavina Það var í því andrúmslofti er Glass-Steagall lögin voru sett. Atburðarásin er leiddi til hrunsins mikla var skjalfest í um- fangsmiklum yfirheyrslum á vegum bandaríska Fjármálaeft- irlitsins á árunum 1935–1938. Niðurstaðan varð sú að er verð- bréfafyrirtæki fengu aðgang að sjóðum viðskiptabanka voru þeir í mörgum tilvikum notaðir í fjárfestingar er höfðu það að markmiði að gæta hagsmuna þeirra er fóru með stjórn bank- anna en ekki sparifjáreigenda. Þekkt er dæmið af bankanum Continental Illinois. Mánuði fyrir hrunið á mörkuðum tók verð- bréfadeild bankans höndum saman við þekkt fjárfestingarfyr- irtæki í Chicago, Field og Glore, og setti á laggirnar sjóð er bauðst til að ávaxta fé almennings. Á skömmum tíma voru seld bréf í fjárfestingarsjóðnum fyrir 130 milljónir dollara, sem var gífurleg upphæð á þeim tíma. Helstu fjárfestingar sjóðsins voru hins vegar í móðurbankanum Continental Illinois. Eftir hrunið hélt sjóðurinn áfram að fjárfesta í bankanum og árið 1935 var um fjórðungur eigna sjóðsins bundinn í bankanum. Tapið á fjárfestingunni nam 70% og var það niðurstaða Fjár- málaeftirlitsins að kaupin á bréfum í bankanum virtust ekki hafa þjónað öðrum tilgangi en að halda uppi gengi hlutabréfa bankans stjórnendum hans til hagsbóta. Fjölmörg dæmi af þessu tagi voru rakin í 30 þúsund blað- síðna skýrslu SEC. Það var niðurstaða stjórnvalda að til að endurheimta traust sparifjáreigenda á fjármagnsmarkaðnum yrði að skilja að starfsemi banka og fjárfestingarbanka. Það yrði að koma í veg fyrir að fjárfestingarbankar hefðu aðgang að innlánum við- skiptabanka en jafnframt að viðskiptabankar kæmu ekki ná- lægt fjárfestingarsjóðum verðbréfafyrirtækja. Í raun voru Glass-Steagall-lögin samsuða tveggja frum- varpa. Annars vegar frumvarp frá fulltrúadeildarþingmann- inum Henry Bascom Steagall um ríkisábyrgð innlána og hins vegar frumvarp öldungadeildarþingmannsins Carter Glass um að skilja að starfsemi viðskiptabanka og verðbréfafyrirtækja og fjárfestingarsjóða. Var bönkum gert skylt að velja hvorum megin borðsins þeir vildu vera. Þannig ákváðu bankarnir Chase National Bank og National City Bank að selja verð- bréfafyrirtæki sín en Lehmann Brothers kaus að losa sig við hefðbundna innlánastarfsemi. JP Morgan kaus að verða við- skiptabanki en nokkrir af lykilstjórnendum hans stofnuðu fjár- festingarbankann Morgan Stanley. Að auki var óheimilt að blanda saman starfsemi trygginga- félaga og bankastarfsemi. Í framhaldinu var Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (Securities and Exchange Commission eða SEC) sett á laggirnar til að hafa eftirlit með verðbréfamarkaðnum, þar með töldum fjár- festingarbönkum. Árið 1940 voru einnig sett lög um fjárfest- ingarfélög (Investment Company Act) og náði þá vald SEC til nær allra fjárfestingarsjóða, með nokkrum undantekningum ekki síst varðandi óhefðbundna fjárfestingarkosti er fyrst og fremst eru ætlaðir fagfjárfestum. Þær undantekningar ná meðal annars til svokallaðra mark- eða vogunarsjóða (hedge funds). Skilin verða óskýrari Eftir því sem árin liðu urðu þau skil er mörkuð voru með Glass-Steagall-lögunum óskýrari. Ekki síst vegna breytinga á fjármálastarfsemi og stöðugum tækniframförum. Bönkum hafði ávallt verið heimilað að sinna takmarkaðri verð- bréfamiðlun, viðskiptavinum sínum til hægðarauka, og eftir því sem árin liðu urðu þær heimildir víðtækari. Þá var við- skiptabönkum heimilt að stunda fjárfestingarbankastarfsemi utan Bandaríkjanna. Þetta nýttu stórir bankar á borð við Citi- corp og JP Morgan sér til hins ýtrasta. Að auki voru gjald- miðlar ekki skilgreindir sem verðbréf með Glass-Steagall lög- unum og bönkum því heimilt að stunda viðskipti á gjaldeyris- mörkuðum. Fastgengisstefna var við lýði þegar lögin voru sett og gengisáhætta því lítil. Það breyttist þó er flotgengisstefna var tekin upp í byrjun áttunda áratugarins. Sömuleiðis var ekki mikið um framtíðar- og afleiðusamninga er lögin voru sett og náðu lögin ekki til þeirra. Segja má að á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar hafi dregið mjög úr gildi Glass-Steagall og stöðug umræða var í gangi um að nema lögin úr gildi. Breið pólitísk samstaða var um að þau þjónuðu ekki lengur tilgangi sínum og rétt væri að auka frelsi fjármálastofnana til að nýta sér þá kosti er í boði væru á markaðnum. Í raun voru lögin þegar úr sér gengin á mörgum sviðum og þar að auki farin að hefta þróun eðlilegra fjármálaviðskipta og veikja samkeppnisstöðu bandarískra fjár- málafyrirtækja. Líkt og Laurence H. Meyer, stjórnarmaður í bandaríska seðlabankanum, rakti í erindi í janúar 1999, voru hins vegar uppi mjög skiptar skoðanir um hvernig móta ætti hinar nýju reglur. Ekki síst hefðu menn innan seðlabankans áhyggjur af því að fjármálastarfsemi þar sem áhætta væri meiri bland- aðist saman við hefðbundna bankastarfsemi er nyti baktrygg- inga hjá seðlabankanum. Þá vöruðu nokkrir þingmenn og sér- fræðingar við hættunni á því að leikurinn frá 1929 myndi endurtaka sig. Var vísað til stórra hneykslismála er komið höfðu upp á síðastliðnum áratugum jafnt í bankakerfinu sem hjá fjárfestingarsjóðum í því sambandi, til dæmis hrun mark- sjóðsins LCTM. Þá höfðu sumir sérfræðingar áhyggjur af því að ef bankar færu að tengjast hefðbundinni atvinnustarfsemi gæti það leitt til að eftirlitsstofnanir vildu fara að hafa eftirlit með slíkri starfsemi á svipaðan hátt og með starsfsemi fjár- málastofnana enda bæru yfirvöld að lokum hina endanlegu ábyrgð. Var bent á að seðlabankar í öðrum ríkjum hefðu þurft að grípa í taumana og aðstoða vegna vandamála er komu upp í tengslum við banka og atvinnurekstur. Má nefna Frakklands- banka og vandræði Credit Lyonnaise vegna MGM og fleiri fyr- irtækja og Spánarbanka vegna eigna bankans Banesto í fyr- irtækjum. Gramm-Bliley-Leach Í nóvember 1999 samþykkti Bandaríkjaþing lög um aukið frelsi í fjármálaviðskiptum (Financial Services Modernization Act) er alla jafna eru kennd við þingmennina Gramm, Bliley og Leach. Skilin á milli hefðbundinnar bankastarfsemi, fjárfesting- arbankastarfsemi og tryggingastarfsemi voru afnumin með ákveðnum skilyrðum. Voru langar umræður í þinginu þar sem mikið var vísað til sögunnar og varað við afleiðingunum. Flestir voru hins vegar á því að um tímamótaskref væri að ræða og sagði Lawrence H. Summer, þáverandi fjármálaráðherra, lögin vera sögulegt skref er myndi bæta samkeppnisstöðu bandarískra fyrirtækja í hinu „nýja“ hagkerfi. Phil Gramm, einn þeirra er lagði fram frumvarpið, sagði heiminn breytast og að þingmenn yrðu að breytast með. Einn helsti andstæðingur frumvarpsins í öld- ungadeildinni, Byron L. Dorgan, sagði hins vegar: „Ég held að eftir áratug munum við líta til baka og komast að þeirri nið- urstöðu að við hefðum ekki átt að gera þetta. Við gerðum það hins vegar vegna þess að við gleymdum lærdómi sögunnar og því að það sem átti við á fjórða áratugnum á einnig við árið 2010.“ Aðrir drógu hins vegar í efa að Glass-Steagall lögin hefðu yfirhöfuð átt rétt á sér á sínum tíma. Þau hefðu byggt á rangri greiningu á því hvað olli kreppunni. Vandinn hafi ekki verið hjá bönkunum heldur seðlabankanum og peningastefnu hans. Lögin voru samþykkt með 362 atkvæðum gegn 57 í full- trúadeildinni og 90 atkvæðum gegn 8 í öldungadeildinni. Skilin ekki alltaf skýr Ríki fara mismunandi leiðir við að setja fjármálastarfsemi ramma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.