Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 38
SKOÐUN 38 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EF LITIÐ er á stærðfræðina í heild og þá sérstaklega framkvæmd stærðfræðilegrar vinnu má segja að hún skiptist í tvö að- alatriði, beinan reikning og síðan stærðfræðilega hugsun sem í skóla- starfi er reynt að leggja áherslu á en því miður ekki með þeim árangri sem æskilegt væri. Ástæðu þess tel ég m.a. vera litla færni í reikningi. Í grunnskólum er kennt fag sem þar gengur undir nafninu stærðfræði en ætti í raun að heita talnareikn- ingur. Reikningur er hluti stærð- fræðinnar og orðið hefur ýmist verið notað fyrir eina undirgreina hennar (talnafræði) en að hluta er orðið reikningur notað yfir vinnuaðferð í stærðfræði. Færni í reikningi er eitt af undir- stöðuatriðum almennrar þekkingar og ein af aðalundirstöðum áframhald- andi stærðfræðináms. Að öðrum kosti komast nemendur ekkert áfram vegna reiknilegra erfiðleika sem ættu að vera engir. Nú hafa komið á mark- að reiknidósir (vasareiknar) sem auð- velda reikning og þá virðist það vera skoðun sumra að þar með sé það ekki lengur nauðsynlegt að æfa sig í al- mennum reikningi. Hins vegar hefur kennsla á slíkar dósir verið í algerum molum og þær ekki nýttar eins og geta þeirra gefur tilefni til. Nem- endur framkvæma reikninginn á vél- ina gagnrýnislaust einfaldlega vegna þess að þeir hafa ekki færni til þess að gagnrýna niðurstöðuna. Sem sýn- ishorn þess sem ég er að tala um er að nemandi þarf að margfalda segj- um 7 sinnum 14 og hann gerir þetta á reiknidós og fær niðurstöðuna 42. Síðan heldur hann því fram að nið- urstaðan sé rétt vegna þess að hann framkvæmdi þetta á dósina. Hér gæti verið skýring að óvart var stutt á 3 í stað 7 á dósinni eða dósin var bil- uð (sem reyndar er sjaldgæfara). Hér hefði verið gott að kunna margföld- unartöfluna sína utan að og geta gert sér grein fyrir því að niðurstaðan er af einhverjum ástæðum röng. Ég tel því að nemendur þurfi að kunna sína litlu margföldunartöflu utanbókar og ég vildi halda því fram að einnig væri nauðsynlegt að kunna tvíveldistölur upp að 20 sinnum 20. Ef ein- staklingur getur þetta gerir hann sér ljóst að t.d. 17 sinnum 19 séu ekki 255 því að hann veit að 17 sinnum 17 eru 289 og 17 sinnum 19 hlýtur því að vera hærri tala en 289. Ennfremur má sjá að svarið hlýtur að vera rangt vegna þess að 7 sinnum 9 eru 63 og því hlýtur rétt svar að enda á tölunni 3 en ekki 5. Ennfremur þarf að kenna nemendum að prófa hvort reiknidós- in sé í lagi en það má gera t.d. með því að margfalda töluna 12345679 með 9 og sjá hvað kemur út. Hér verður einnig að reikna mjög mörg dæmi, helst þurfa dæmin jafn- vel að skipta hundruðum til þess að fá nægilega leikni í reikningi, en þá koma dósirnar til hjálpar því mögu- leiki þeirra er fólginn í flýti við að reikna dæmi. Þetta er þó ekki eins fyrir alla einstaklinga. Ennfremur tel ég að það skorti á að kenna nemendum að tala um stærðfræðileg vandamál því þeim eru ekki kennd íðorð stærðfræðinnar. Að lokum hvað grunnskólann varðar þarf að kenna að umsetja orðadæmi á táknmál stærðfræðinnar því öll dæmi úr raunveruleikanum eru óuppsett orðadæmi. Allt þetta krefst mikillar æfingar og því tel ég að stundafjöldi stærðfræðikennslu (sem og íslensku- kennslu) þurfi mikillar aukningar við. Vikulegur stundafjöldi í reikningi ætti ekki að vera minni en 10 til að ná sæmilegri leikni og flýti. Það er auð- séð að ekki er tími til þess að stunda neitt dund í reikningstímum, eins og að lita tölustafina og fleira þess hátt- ar. Stytting framhaldsskólans Nú er rætt um styttingu fram- haldsskólans án þess að skerða náms- efni og færni nemenda. Ef búið væri að breyta kennslunni í grunnskólanum í þá átt sem hér áður er nefnt yrði það e.t.v. mögulegt en að öðrum kosti er það ógerlegt. Hér vaknar ennfremur spurningin um það hvert markmiðið með stærð- fræðikennslunni er. Er tilgangurinn að gera alla að stærðfræðingum eða er tilgangurinn sá, að gera sem flest- um kleift að nýta sér stærðfræðina sem hjálpargagn við dagleg viðfangs- efni? Nú er stærðfræði orðin und- irstaða fyrir nær allar vísindagreinar, hvort sem þær eru flokkaðar sem huggreinar eða raungreinar. Enn- fremur eru margfalt fleiri ein- staklingar en nokkru sinni áður sem þurfa á stærðfræði að halda í sínu starfi. Þetta er orðið svo brýnt að segja má að ef einstaklingur vill kom- ast eitthvað áfram í sinni grein (hver sem hún annars er) verður hann að hafa þó nokkra möguleika á því að meðhöndla verkefni á stærð- fræðilegan hátt. Þó gera mismunandi faggreinar ekki kröfur um sömu stærðfræðigreinar. Sumar þarfnast mest fallafræði þar sem aðrar krefj- ast meiri almennrar rökfræði og enn aðrar tölfræði. Þetta kallar á ger- breytt viðhorf í kennslu greinarinnar. Taka þarf tillit til þess í hinum mis- munandi deildum framhaldsskólans. Einnig þarf að leggja meiri áherslu á notkun reglna stærðfræðinnar og skapa tilfinningu fyrir þeim í stað þess að leggja áherslu á að sanna þær sem þó er fyrir löngu búið að gera. Með tilfinningu fyrir reglu á ég við að gera sér ljóst hvernig reglan vinnur. Stærðfræðinám og notkun stærðfræðiforrita Eftir Má Ársælsson Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 ÍBÚÐAHÓTEL Í REYKJAVÍK Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. Vel staðsett íbúðahótel með 19 íbúðum, samtals 767,6 fm að stærð. Íbúðirnar eru ýmist stúdíó eða 2ja herbergja og eru þær allar glæsilega innréttaðar, m.a. er fullbúið eldhús í öllum íbúðum og tengt fyrir þvottavél á flísalögðum böðum. Allur húsbúnaður fylgir. Mikið útsýni er úr íbúðum. Getur verið til afhendingar fljótlega. Eignaskipti mögul. 4331 KÁRASTÍGUR 8 - OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 14-16 Falleg 85 fm íbúð, hæð og ris í virðulegu og vel uppgerðu timburhúsi í rólegri götu í miðbænum. Íbúðin skiptist í bjarta stofu, eldhús, svefnherbergi og baðherbergi. Á efri hæð er rúmgott herbergi með góðum útsýnissvölum. Þetta er íbúð sem vert er að skoða. Verðtilboð. 3780 Valdís og Þorlákur taka á móti fólki. HOLTSGATA Vorum að fá í sölu 180 fm húseign við Holtsgötu í Reykjavík. Um er að ræða 64 fm verslun á 1. hæð í útleigu og 116 fm íbúð á 2. hæð og í risi. Íbúðin þarfnast standsetningar. Auk þess er um að ræða tæplega 200 fm eignarlóð við Holtsgötu 3. Allar nánari upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir í síma 861- 8511. HRAUNTUNGA - GLÆSI- LEGT PARHÚS Sérlega glæsilegt 190 fm tvílyft parhús á frábærum stað í Hrauntungu með útsýni. Eignin skiptist m.a. í forstofu, snyrtingu, eldhús, stofu, borðstofu, sjónvarpshol, þrjú herbergi, baðherbergi og þvottahús. Stór og rúm- góð timbuverönd í garði. Garðurinn er gróinn og fallegur en hann var sérhann- aður. Vandaðar innréttingar og gólfefni. V. 26,5 m. 3779 HÁALEITISBRAUT - Í NÝ- VIÐGERÐU HÚSI Snyrtileg og björt 4ra herbergja 105,1 fm endaíbúð á 4. hæð í nýviðgerðu og máluðu fjölbýlis- húsi. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, baðher- bergi, stofu og þrjú herbergi. Í kjallara er sérgeymsla, sameignarþvottahús og hjólageymsla. V. 13,3 m. 3763 ÞÓRSGATA - ÞINGHOLT Um er að ræða fallega mikið endurnýjaða 83,6 fm risíbúð í vel byggðu steinhúsi. Íbúðin skiptist í forstofu, tvö herbergi, stofu, eldhús, baðherbergi. Íbúðin er opin og björt og með glæsilegt útsýni. Úti- geymsla fylgir. Parket á gólfum, endur- nýjað baðherbergi og eldhús. V. 13,2 m. 3744 BLÁSALIR - GLÆSILEG ÍBÚÐ - ALLT SÉR Gullfalleg 97 fm íbúð á jarðhæð í nýju fjórbýlishúsi (byggt 2000). Íbúðin er með sérinng., fal- legri timburverönd með skjólveggjum og vönduðum innréttingum. Parket og flísar á gólfum. Sérþvottahús. Glæsileg íbúð í vönduðu húsi sem vert er að skoða. V. 16,1 m. 3772 JÖRFAGRUND - NÝ ÍBÚÐ - LAUS STRAX Góð 3ja herbergja 86,2 fm íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi með sérinngangi. Íbúðin afhendist fullbú- in án gólfefna. Hægt er að ganga út á suðurverönd úr stofu. V. 9,5 m. 3769 KARFAVOGUR - M. BÍL- SKÚR Falleg 77 fm íbúð á 1. hæð í virðulegu timburhúsi ásamt 26 fm bíl- skúr. Íbúðin skiptist í stofu, tvö svefnher- bergi, eldhús og baðherbergi. Sértimbur- verönd í garði. Góð staðsetning í botn- langagötu. V. 13,5 m. 3762 SÖRLASKJÓL Falleg 67 fm mikið endurnýjuð risíbúð við Sörlaskjól í vestur- bænum. Eignin skiptist í hol, tvö herbergi, baðherbergi, stofu og eldhús. Húsið var tekið í gegn fyrir u.þ.b. fjórum árum og lítur vel út. Falleg íbúð. V. 12,5 m. 3773 SEILUGRANDI - FALLEG ÍBÚÐ Stór og glæsileg 123,2 fm íbúð auk stæðis í bílageymslu. Íbúðin er á 2 hæðum og skiptist m.a. í 4 svefnherb., baðherb., snyrtingu, eldhús og stofur. Sérgeymsla fylgir í kjallara svo og sam. þvottaherb. o.fl. Blokkin er nýtekin í gegn að utan og eru leiktæki ný. V. 17,5 m. 3594 OTRATEIGUR - M. BÍLSKÚR Vorum að fá í sölu mjög fallegt 129 fm raðhús á tveimur hæðum. Húsið skiptist m.a. í tvær stofur og fjögur herbergi. Góð lóð til suðurs. Húsinu fylgir 24 fm bílskúr. Góð eign og einstök staðsetning. V. 21 m. 3776 Hóll - tákn um traust í fasteignaviðskiptum VANTAR EINBÝLI Í BERGUM-BREIÐHOLTI Er með traustan kaupanda að einbýlishúsi í Bergunum, efra Breiðholti 111, þ.e. Neðstabergi, Lágabergi o.s.frv. Þetta er traustur kaupandi sem vill kaupa fljótt og örugglega. Nánari upplýsingar veitir Lárus sölumaður hjá Hóli í síma 595 9090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.