Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 43 ✝ Gorm Erik Hjortfæddist í Stövr- ing í Danmörku 11. september 1917. Hann lést í Árósum 16. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Arne Hjort læknir og kona hans Erna Claudía María Hjort. Gorm Erik giftist 24. júlí 1949 Salóme (Lóu) Gísladóttur húsmæðrakennara og skólaárið 1947 til 1948 skólastýru Kvennaskólans á Blönduósi, f. 29. okt. 1913 í Þórormstungu í Vatns- dal. Hún andaðist 21. ágúst 1990. Heimili þeirra hjóna var á Alpha- vej 21 í Árósum í Danmörku og þar heima andaðist Gorm Erik eft- ir skamma sjúkdómslegu þar í borg. Í samræmi við lærdóm sinn og próf frá Danmarks Tekniske Höj- skole árið 1943 varð ævistarf Gorm Eriks hjá ýmsum fyrirtækj- um í Danmörku er nutu sérhæfni hans, m.a. Landbohöjskolen í Fre- deriksberg og frá árinu 1949 til starfsloka 1982 hjá Aarhus Oliefa- brik A/S. Börn þeirra hjóna eru: 1) Níels Arne Hjort, f. 9. maí 1949 í Árósum. Hann veiktist í frum- bernsku af heilahimnubólgu er stöðvaði andlegan þroska hans og mótaði líf hans upp frá því og fjölskyld- unnar allrar. Hann lifði móður sína en dó fyrir nokkrum ár- um. 2) Katrín Erna Hjort, f. 21. júlí 1951 í Árósum, sál- og við- skiptafræðingur m.m. Hún hefir starf- að við Viðskiptahá- skólann í Kaup- mannahöfn og Kaupmannahafn- arháskóla. Sambýlis- maður hennar er Ole Bundgaard, tónsmið- ur og rithöfundur, f. 11. sept 1947 í Österild í Danmörku og eru synir þeirra Andreas Hjort Bundgaard, f. 18. des. 1987, og Jacob Hjort Bundgaard, f. 23. okt. 1994. 3) Aase Hjort, f. 14. júní 1955 í Árós- um, kennari í Kaupmannahöfn. Eiginmaður Aase er Lars Níelsen, f. 21. sept. 1953 í Nordborg á Suð- ur-Jótlandi, lögfræðingur. 4) Anna Hjort, f. 14. júní 1955 í Árós- um, hjúkrunarfræðingur í Árós- um. Eiginmaður Önnu er Steen Andersen, f. 26. júní 1952 í Es- bjerg í Danmörku, lærður bakari og sjúkraliði. Synir þeirra eru Rune Hjort, f. 16. sept. 1986, og Theis Hjort, f. 13. ágúst 1991. Útför Gorm Eriks var gerð frá Fredens Kirken í Árósum laugar- daginn 22. nóvember. Gorm Erik rækti mágsemdir og annað samband við fjölskyldu eigin- konu sinnar hér heima á Íslandi af mikilli kostgæfni og alúð. Hann var óþreytandi að næra það samband, fyrst með konu sinni með heimsókn- um til Íslands og síðar, eftir að hún var dáin, með bréfa- og tölvuskrifum. Hugðarefni hans voru listir og vís- indi, ásamt náttúruskoðun. Á eftir- launaaldri stundaði hann ljóðagerð og myndlist, sem hann miðlaði af og til með tækni nútímans, þrátt fyrir mjög skerta sjón á síðari árum. Sannaðist þar „að mikið má sá er vill“. Gorm Erik var gæfumaður í einkalífi og heimilið var búið athygl- isverðum ættargripum og húsmun- um er settu á það virðulegan og hlýj- an blæ. En hann komst ekki hjá því að mæta alvöru lífsins. Reynsla þeirra hjóna var mikil er sonur þeirra, einkar fallegur drengur, var hrifinn á vald andlegs þroskaleysis og stöðnunar. Ef til vill varð sú reynsla foreldranna til þess að móð- irin hvarf til alhliða hrörnunar og lést fyrir aldur fram. Gorm Erik Hjort ávann sér trausta vináttu og hlýjan huga okkar tengdafólksins hér heima á Íslandi. Minnisstætt er okkur er hann var með okkur á niðjamóti og þar í miðjum barnahópi að leik og ærslum. Í þeim leik tók hann þátt af sannri innlifun. Börnin náðu til hans og hann til þeirra, þótt skiljanlegt mál- far væri lítt til staðar. Gorm Erik var heill vinur og gott er að minnast þess nú við leiðarlok hans. Samhug votta ég frænd- og venslafólki mínu í Danmörku og bið því verndar Almættisins. Öll blessum við minningu Gorm Eriks Hjort. Grímur Gíslason. Með nokkrum orðum vil ég minn- ast Gorm Eriks Hjort, efnaverk- fræðings, en hann var eiginmaður Salóme móðursystur minnar og góð- ur vinur okkar hjóna. Undanfarin ár voru samskipti okk- ar um Netið, en hann byrjaði snemma að taka í notkun tölvur. Hann var maður sem hafði mörg áhugamál og naut tækninnar vel, var í rauninni fram á seinustu ár að bæta við sig í tölvunotkun. Síðasta ár sendi hann oft myndir af ýmsum safngrip- um, til dæmis af skelja- og steingerv- ingasafni sem faðir hans hafði lagt grunninn að. Gaf hann nýlega fjölda af litskyggnum og skeljum Náttúru- fræðisafninu í Árósum. Gorm Erik átti einnig nokkra ís- lenska gripi, smáhluti sem hann vildi vita nánari skil á til að geta skráð allt sem nákvæmast. Hann átti gott ljós- myndasafn frá ferðum þeirra Lóu frænku minnar til Íslands fyrr á ár- um. Í fyrravor þegar barnabarn hans fermdist, setti hann saman skyggnu- sýningu með þessum myndum og öðrum frá uppvexti barna þeirra Lóu að Alphavej 21 í Árósum. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn sem nutu ástúðar og umhyggju foreldranna. En elsta barnið, dreng- ur, veiktist snemma, og annað áfall kom þegar Lóa veiktist líka alvar- lega. Náði hvorugt þeirra heilsu eftir það. Gorm Erik var stilltur og dagfars- prúður maður, mjög lágmæltur. Raunsær var hann og miklaði ekki fyrir sér andstreymi sitt. Hann sinnti fólki sínu svo að sómi var að í veik- indum þess. Hann hafði hæfileika til að skrifa og ríka þörf fyrir það. Eftir hann liggur mikið efni í formi bréfa, ljóða, ritgerða og dagbóka. Úrval úr þessu „Digte og fortællinger“ kom út í kringum 1995. Um jólin fengum við ættingjar Lóu tölvugerð málverk, sem voru mjög geðþekk. Sýndi Gorm Erik nokkrum sinnum myndverk á sam- sýningum aldraðra. Sjálfsagt var Gorm Erik orðinn ættfróður löngu fyrir tölvuöld, en hann rannsakaði mikið ættir sínar í Danmörku. Hann safnaði bréfum ömmusystur sinnar og fékk þau gef- in út, sennilega um 1985. Heitir sú bók „Breve fra Inger“ og er merkileg heimild um tíðarandann í lok nítjándu aldar, sem var síður en svo hliðhollur konum sem vildu sækja sér menntun. Gorm Erik sótti fram á seinustu ár árleg námskeið í heimabæ sínum, Stövring, var þar fjallað um sögu héraðsins og íbúa. Urðu námskeiðin honum enn frekari hvatning til að skrifa. Hann eftirlét safn ritgerða um staðarsagnfræði og ættfræði, það safn er nú er í eigu bókasafnsins í Stövring. Já, hann hafði yndi af öllum fróð- leik og hafði mjög gott minni. Ekki er ég fær um að segja frá öllum hans áhugasviðum. Fyrr á árum meðan sjónin var góð hafði hann nöfn allra jurta skógarins á takteinum. Gorm Erik kom í heimsókn til Íslands 1995 til að taka þátt í niðjamóti afa míns og ömmu, sem haldið var á Húnavöll- um. Í nokkra daga dvaldist hann á heimili okkar Þórs í Espigerði og man ég sérstaklega eftir stórfróð- legu samtali um sögu Danmerkur. Auðvitað hafði hann líka lagt sig eftir Íslandssögunni og það kom sér vel er við vorum í skemmtiferð á Þingvöll- um. Ungur leiðsögumaður fór rangt með einhverja staðreynd og gat Gorm Erik leiðrétt hann, – gerði það mjög ljúfmannlega. Einnig bjó hann yfir miklum fróðleik um Miðjarðar- hafslönd og fornar menningarþjóðir. Hann var einstaklega tryggur okkur, tengdafólki sínu hér á landi og annars staðar. Í fyrrasumar ráðgerði hann að koma í heimsókn, en það náðist ekki vegna heilsubrests. Ann- að atvik af niðjamótinu 1995 er líka minnisstætt. Þá sátum við öll sunnan undir bæjarvegg í Saurbæ í Vatnsdal í blíðskaparveðri, sæl með okkur eft- ir gróðursetningu og hádegisverð hjá Sigrúnu og Guðmundi. Gorm Erik safnaði þá krökkunum í kringum sig og þau dönsuðu saman góða stund, fallegan vikivaka sem var saminn um leið og dansað var. Barnabörnin voru honum mjög hugleikin. Í bréfum sagði hann frá skemmtilegum tilsvörum þeirra og spaugilegum uppátækjum. Í dagbók- um hans er einnig næstum daglega sagt frá símtali við dæturnar. En Anna er búsett í Árósum, Katrin og Aase eru búsettar í Kaupmannahöfn. Gorm Erik var maður hár og grannvaxinn. Hann fór sinna ferða gangandi eða með almenningsfarar- tækjum. Hann lifði heilsusamlegu lífi og hugsaði vel um hús sitt og heimili, en hann var þar einn á búi nálægt því í þrjá áratugi. Við hjónin sendum dætrum Gorm Eriks og fjölskyldum þeirra samúð- arkveðjur og þökkum kynnin við mætan mann og góðan dreng. Blessuð sé minning Gorm Eriks. Jóhanna Jóhannesdóttir. GORM ERIK HJORT Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, TRYGGVI HALLDÓRSSON frá Bæjum, Snorrabraut 56, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 16. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á líknarfélögin. Svanhildur Árnadóttir, Halldóra Tryggvadóttir, Kristján Tryggvason, Óla Björg Magnúsdóttir, Þorgerður Björk Tryggvadóttir, Kjartan Þór Arnþórsson, Ólafur Kjartan Tryggvason, Soffía Sigurðardóttir, Árni Konráð Bjarnason, Anna Halldóra Sigtryggsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEINGRÍMUR BJÖRNSSON frá Ytri-Tungu á Tjörnesi, Litla Hvammi 8b, Húsavík, lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík laugardaginn 15. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Húsavíkurkirkju mánu- daginn 24. nóvember kl. 14.00. María Valsteinsdóttir, Þórarinn Björn Steingrímsson, Birgit Schov, Kristbjörg Guðrún Steingrímsdóttir, Guðmundur Ingi Georgsson, Ólöf Anna Steingrímsdóttir, Benjamín Bjartmarsson, Birna Friðrika Steingrímsdóttir, Heri Jógvan Joensen og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA SIGFÚSDÓTTIR, áður til heimilis í Stóragerði 4, Reykjavík, sem andaðist sunnudaginn 16. nóvember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudag- inn 25. nóvember kl. 13.30. Már Jóhannsson, Ómar Másson, Þóra Löve, Sigrún Helga, Inger Tara, Þórhildur og barnabarnabörn. Elsku eiginmaður minn, EINAR H. ZOËGA, Tjarnarstíg 6, Seltjarnarnesi, er látinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að hans ósk. Þökkum hlýhug og vináttu. Lára Zoëga og fjölskylda. Móðurbróðir okkar, SVEINN PÁLSSON, Blönduhlíð 7, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 12. nóvember sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Páll Ævar Pálsson, Bergþóra Karen Pálsdóttir, Stefán Þór Pálsson. Yndislegi drengurinn okkar, BJARTMAR JÓNASSON, Kirkjuvegi 7, Hafnarfirði, lést á heimili okkar sunnudaginn 16. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði þriðjudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Rósa Guðbjartsdóttir, Jónas Björn Sigurgeirsson, Sigurgeir Jónasson, Margrét Lovísa Jónasdóttir. Maðurinn minn, FRIÐRIK PÉTURSSON, Forsölum 1, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju þriðju- daginn 25. nóvember kl. 15. Jónína Jónasdóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.