Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ A ndaðu léttar er yf- irskrift kynn- ingarátaks sem Landvernd hefur staðið fyrir und- anfarið. Með átak- inu er vakin at- hygli á aðsteðjandi loftslagsvanda heimsins og eins leitað eftir liðsinni við sam- tökin sem undanfarið hafa tapað bæði liðsmönnum og tekjum. Tryggvi Felixson er framkvæmda- stjóri Landverndar. Hann lauk meistaraprófi í auðlindahagfræði frá Massachusetts-háskóla og starfaði m.a. hjá Seðlabanka Íslands, fjár- málaráðuneyti, Norrænu ráðherra- nefndinni og umhverfisráðuneyti áð- ur en hann gerðist framkvæmdastjóri Landverndar. Tryggvi segir það ljóst að framtíð Landverndar og starfsgrundvöllur byggist á því að fleiri gangi til liðs við samtökin. „Landvernd hefur fyrst og fremst verið regnhlífarsamtök samtaka og fyrirtækja. Það gengu ýmsir öflugir aðilar til liðs við samtökin, sem gátu stutt þau fjárhagslega. Úr þeim hópi hefur kvarnast vegna erfiðra mála sem komið hafa til umfjöllunar og af- staða Landverndar ekki verið þeim að skapi.“ Tryggvi segir að það sé samkomu- lagsatriði í hverju tilviki hve mikinn stuðning fyrirtæki veitir Landvernd. Mikilvægt sé að enginn geti „átt“ Landvernd fjárhagslega og því um fremur lágar upphæðir að ræða. „Landsvirkjun var lengi vel mjög virk í stuðningi við rekstur Land- verndar, en ákvað að segja skilið við okkur. Sama má segja um Rarik, Samorku, Samtök atvinnulífsins, ASÍ, Samband íslenskra sveitarfé- laga og fleiri,“ segir Tryggvi. Aðspurður um ástæður þess að svo stórir aðilar hættu stuðningi við Landvernd segir Tryggvi að afstaða samtakanna til Kárahnjúkavirkjunar hafi reynst afdrifarík. „Landvernd vann það mál mjög ítarlega. Við köll- uðum til átján sérfræðinga á ýmsum sviðum, héldum fimm opna fundi og héldum uppi, að því er við töldum, vel rökstuddum málflutningi. Stjórnin komst að niðurstöðu frá sjónarhorni náttúru- og umhverfisverndar. Þetta virtist fara fyrir brjóstið á ýmsum, sem töldu samtökin ganga of langt og ekki taka tillit til annarra sjónar- miða.“ Nokkrir sem sögðu sig úr Land- vernd nefndu einnig viðvörunarorð samtakanna um laxeldi í sjó. Þá reyndist umræðan um Norðlinga- ölduveitu líka erfið. „En það var fyrst og fremst Kárahnjúkamálið sem setti eðlilega þjóðfélagsumræðu út af sporinu. Þar voru svo sterkar tilfinn- ingar og notuð sterk orð. Framhjá því verður ekki litið að þetta er vænt- anlega sú framkvæmd í Íslandssög- unni sem hefur mest áhrif á umhverf- ið. Það er margt sem styður þá fullyrðingu.“ Miklir hagsmunir í húfi Tryggvi telur þjóðina almennt vera þeirrar skoðunar að huga þurfi vel að umhverfinu og að það séu ríkir umhverfisverndarhagsmunir í húfi. En þegar komi að því að halda uppi vörnum fyrir þessi sjónarmið virðist skorta á umburðarlyndi og vilja. „Það er ljóst að í virkjanamálum koma öflugir hagsmunaaðilar við sögu. Fyrst og fremst orkufyrirtæk- in sem hafa mikið fjármagn og skila miklu fyrir samfélagið. Þau virðast hafa hug á að vaxa áfram. Nýjustu tölur benda til að orkuframleiðsla geti verið komin í 16–17 teravatt- stundir árið 2010, sem er tvöföldun frá því sem nú er. Þetta kallar á mikl- ar framkvæmdir og sjálfsagt ein- hverjar umdeildar. En það eru fleiri en orkufyrirtæki sem hafa hagsmuna að gæta. Verktakar, verkfræðistofur og ýmsir aðrir lifa á þessum fram- kvæmdum. Svo koma sterk byggða- sjónarmið. Allt eru þetta gild sjón- armið sem Landvernd ber virðingu fyrir. En verðmæt ósnortin náttúra og víðerni eru í húfi og þessi gæði fara þverrandi í heiminum. Ef okkur tekst að vernda sérstöðu íslenskrar náttúru þá getur hún nýst ókomnum kynslóðum um aldur. En það er sí- fellt verið að ganga á þá auðlind. Við sjáum í grannríkjum að stóriðja er oft á tíðum tímabundið fyrirbæri. Hingað til hafa skammtíma efna- hagslegir hagsmunir ráðið ferðinni að verulegu leyti hér á landi.“ Leitað til einstaklinga Í dag eiga um 45 félagasamtök að- ild að Landvernd og um 150 einstak- lingar. Tryggvi segir að stjórn Land- verndar vilji fyrst og fremst sjá fjölgun í aðild einstaklinga til að styrkja Landvernd. Auk þeirra sem skráðir eru tengjast margir ófélags- bundnir Landvernd. Tryggvi nefnir t.d. að 600 til 700 fjölskyldur hafi tengst verkefninu Vistvernd í verki undanfarin ár. Landvernd er í sam- vinnu við 25 skóla og leikskóla um fræðsluverkefnið Grænfánann. Það er alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að efla vistvænan rekstur skóla og styrkja fræðslu um náttúru og umhverfi. Nú þegar hafa níu skólar fengið alþjóðlegu viðurkenninguna Græna fánann og á annan tug skóla sem vinna að því að fá þessa viður- kenningu. „Það er meiningin að Landvernd geti áfram verið regnhlíf fyrir ýmis fyrirtæki, félög og stofnanir, og vett- vangur umræðu, en reynslan sýnir að það tryggir ekki rekstrargrundvöll. Mörg félagasamtök sem eiga aðild að Landvernd í dag eiga fullt í fangi með að halda eigin rekstri gangandi. Landvernd getur ekki sótt þangað fjárhagslegan styrk, heldur þekk- ingu, reynslu og faglegan stuðning.“ Fjárhagur Landverndar hefur verið erfiður undanfarið og samtökin rekin með tapi. Tryggvi segir að kjöl- festan hafi horfið úr rekstrinum þeg- ar Landvernd missti Pokasjóðinn og reksturinn verið afar erfiður síðan. „Við höfum gengið á eignir og sam- tökin sjá sér ekki fært að halda áfram sömu umsvifum nema þau fái aukinn stuðning.“ Aðspurður um opinberan stuðning segir Tryggvi að Landvernd fái á þessu ári um sex milljónir króna í rekstrarstyrk frá ríkinu. „Síðan erum við í verkefnum sem við náum að fjármagna með stuðn- ingi umhverfisráðuneytisins og fleiri ráðuneyta og í góðu samstarfi við fyr- irtæki. Meðal annars eigum ágætis samstarf við orkufyrirtæki í ein- stökum verkefnum, þótt þau vilji ekki standa með okkur að rekstri Landverndar.“ Til dæmis um fyrir- tæki sem styðja einstök verkefni Landverndar nefnir Tryggvi m.a. Sorpu, Landsvirkjun, Toyota, Fjarð- arkaup, Orkuveitu Reykjavíkur, Kaupþing Búnaðarbanka og Olís. Jákvæð skoðanakönnun Nýlega var sagt frá niðurstöðum skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir Landvernd. Þar kom m.a. fram að 43% aðspurðra sögðust hafa mik- inn áhuga á umhverfis- og náttúru- vernd og rúmlega 42% nokkurn áhuga. Um 63% þeirra sem svöruðu töldu mikla þörf fyrir samtök sem veita fræðslu um náttúruvernd og umhverfismál og halda uppi um- ræðu. Tæplega 74% svarenda voru mjög eða frekar jákvæð gagnvart Landvernd og yfir 28% svarenda sögðust geta hugsað sér að ganga í samtökin. Tryggvi segir að hlutfallslega séu talsvert færri Íslendingar skráðir í umhverfis- og náttúruverndarfélög en gengur og gerist á Norðurlönd- um. „Landvernd vill leita stuðnings í þennan hóp, án þess þó að missa þann styrk sem felst í samstarfi við önnur félagasamtök og fyrirtæki sem hafa áhuga á umhverfismálum,“ seg- ir Tryggvi. Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að áherslur Íslendinga í umhverfismálum séu að breytast. Tryggvi segir uppgræðslumál hafa verið Íslendingum afar hugstæð fram á síðustu ár. Nú virðist sem hnattræn vandamál á borð við lofts- lagsbreytingar og mengun hafsins séu að verða Íslendingum, einkum ungu fólki, hugstæðari. Erlent samstarf Landvernd er í samstarfi við ýmis erlend samtök og segir Tryggvi það fara vaxandi. Hann nefnir árlegan fund rótgróinna umhverfis- og nátt- úruverndarsamtaka á Norðurlönd- um. „Við tökum fyrir ákveðin mál og styðjum hvert annað í einstökum málum. Ég get nefnt til dæmis að Kárahnjúkamálið var þar til umfjöll- unar. Í sumar var til umfjöllunar þetta leiðindamál sem tengist Heið- arfjalli á Langanesi, þar sem skilinn var eftir úrgangur.“ Landvernd er einnig í tengslum við Foundation for Environmental Education (Stofnun um umhverfis- fræðslu), en fræðslumál eru ríkur þáttur í starfi Landverndar. Auk verkefna á borð við Vistvernd í verki, Græna fánann og Bláa fánann, fyrir vernd hafs og strandar, rekur Land- vernd Náttúruverndarskólann í Al- viðru. Þangað koma um 2.000 börn á ári. Á ársfundi Landverndar nýverið var ákveðið að sækja um aðild að al- þjóðlegu náttúruverndarsamtökun- um IUCN. Tryggvi segir þetta vera virt umhverfisverndarsamtök þar sem ríkisstjórnir, náttúruverndar- samtök og alþjóðastofnanir starfi saman að náttúru- og umhverfis- vernd á heimsvísu. Íslenska ríkið á þar aðild í gegnum umhverfisráðu- neytið. Sameinuðu þjóðirnar nota þessi samtök mikið við undirbúning alþjóðlegra samninga um náttúru- og umhverfismál. Landvernd fékk áheyrnaraðild að ýmsum fundum Vistvæn vekjaraklu Landvernd, land- græðslu- og umhverfis- verndarsamtök Íslands, leitar nú nýrra liðs- manna. Stórir aðilar yf- irgáfu samtökin í kjöl- far Kárahnjúkaumræð- unnar og eins misstu þau mikilvægan tekju- stofn. Guðni Einarsson ræddi við Tryggva Fel- ixson framkvæmda- stjóra um Landvernd og það sem helst ógnar ís- lensku umhverfi og náttúru. Morgunblaðið/Jim Smart Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir umhverfisvernd snúast um það að fara vel með og draga úr sóun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.