Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 37
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 37 Nýleg, falleg 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í 5 íbúða húsi. 3 svefnherbergi, góðir fataskápar, stofa með gegnheilu parketi, sérþvottahús, 2 svalir. Fallegt útsýni yfir Fossvoginn og til Esjunnar. Verð 15,8 millj. Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggi EIGNABORG FASTEIGNASALA Hamraborg, sími 564 1500 Vitastíg 12, sími 551 8000 KÓPAVOGUR – ÚTSÝNI Laufás, Sóltúni 26, 105 Reykjavík – Þjónusta og öryggi í 30 ár laufas@laufas.is – www.laufas.is – sími 533 1111 – fax 533 1115. Íris Hall löggiltur fasteignasali. Opið hús Smárarima 116 Um er að ræða stórglæsilegt og vel staðsett 179 fm einbýlishúsí Grafarvogi ásamt tvöföldum bílskúr, auk 67 fm íbúðar með sérinngangi, samtals um 247 fm. Tréverk, innréttingar og hurðir úr kirsuberjaviði. Gestasalerni í holi. Rúm- gott sjónvherb. með útgangi út á sólpall. Heitur pottur sem búið er að byggja yfir. Fallegt gegnheilt eikarparket á stofu, holi og herbergjum. Opið hús í dag frá kl. 14:00-16:00. Úlli og Helga sýna eignina, Sigurður sölu- maður Laufáss, verður á staðnum. Áhv. ca 6,2 m. Verð 36,5 m. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Í einkasölu glæsilegt 950 fm húsnæði sem byggt var 1997 og stendur á frábærum stað við hafnarbakkann. Húsið er steypt en klætt að utan með Garðastáli. Lofthæð 5,3 m upp í 6,85 m. Húsið er fullbúið á afar vandað- an hátt. 3.500 fm malbikað útisvæði. Glæsileg skrifstofuaðstaða. Upplýs- ingar veitir Bárður Tryggvason sölustjóri gsm 896 5221 eða á skrifstofu. Miklir möguleikar á nýtingu. Verð 57 m. Þorlákshöfn - v. hafnarbakkann FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4 - SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17 Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Miðleiti 5 - eldri borgarar Opið hús frá kl. 14-16 Glæsileg 2ja-3ja herb. íbúð á 6. hæð, efstu, í þessu eftirsótta og vandaða lyftuhúsi við Miðleiti. Sérstæði í bíla- geymslu fylgir. Einungis tvær íbúðir á þessari hæð. Íbúðin skiptist í flísalagða forstofu, þvottaherbergi, rúmgott flísa- lagt baðherbergi, hol/borðstofu, bjarta stofu með miklu útsýni til suðurs, vesturs og austurs og rúmgott svefn- herbergi með góðu skápaplássi. Suðursvalir. Mikil sameign m.a. sam- eiginlegur matsalur. Húsvörður, laus strax. Verð 18,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16 Verið velkomin Vorum að fá í einkasölu fullinnréttað stórglæsilegt 400 m² skrifstofuhúsnæði sem getur verið til afh. strax, þrátt fyrir leigusamning sem rennur út í maí 2004. Húsnæðið er vel skipulagt með fjölda lokaðra skrifstofa í bland við opið vinnurými. Auðvelt að breyta og aðlaga veggjakerfi nýrri starfsemi. Fullkomið fundarherbergi, móttaka og eldhús m. góðri innr. Parket. Halogenlýsing. Nýjar tölvulagnir og tölvurekki til staðar. Lyfta. Sturta. Svalir. Allt til alls - bara stinga í samband og fyrirtækið er komið á fullann snúning. Allar nánari uppl. á skrifstofu okkar. Til sölu í Hlíðasmára Sími 511 2900 Skipholti 50b, 105 Reykjavík Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, sölustjóri atvinnuhúsnæðis. magnus@valholl.is sími 588 4477 gsm 822 8242 Vegna aukinnar eftirspurnar vantar okkur á söluskrá allar stærðir og gerðir atvinnuhúsnæðis Höfum einnig kaupendur að atvinnuhúsnæði með góðum langtímaleigusamningum á verðbilinu 30-300 milljónir og 500-1.000 milljónir. Um er að ræða trausta og örugga kaupendur. Er með mjög traustann kaupanda að atvinnuhúsnæði á verðbilinu 500-600 milljónir. Mjög öruggar greiðslur. Verður að vera langtímaleigusamningur. EIGENDUR ATVINNUHÚSNÆÐIS Við hjá Valhöll leggjum áherslu á góða þjónustu, heiðarleika og vönduð vinnubrögð. ÁLYKTUN landsfundar Samfylk- ingarinnar nýverið um að afnema beri tekjutengingu barnabóta virðist hafa komið Morg- unblaðinu í nokkurt uppnám eftir leiðara blaðsins 4. nóvember sl. að dæma. Undir fyrirsögninni „Tekju- tenging og réttlæti“ er þar lýst þeirri skoðun blaðsins, að það sé rétt stefna að tekjutengja bætur úr almanna- sjóðum, þannig að hægt sé að greiða meira til þeirra sem minna mega sín. Að vísu fari núgildandi tekjutenging barnabóta of langt niður tekjustigann og hafi þannig komið óorði á tekju- tengingar, en hún sé engu að síður réttlát aðferð til að koma sem mest- um stuðningi til þeirra sem standa höllum fæti. Síðan sakar blaðið Sam- fylkinguna um að hafa „misst tengsl- in við uppruna sinn“ og að vilja „auka efnamun í þessu þjóðfélagi“. Álykt- unin sé „auðvitað tóm vitleysa“ og stríði bæði gegn réttlætiskennd fólks og heilbrigðri skynsemi. Nú vill svo til að þessi ályktun Samfylkingarinnar er ekkert eins- dæmi. Bæði hún og aðrir flokkar og samtök hafa áður ályktað á svipuðum nótum. Sjálfstæðisflokkurinn líka, því að á 35. landsfundi hans í mars sl. var samþykkt ályktun um fjölskyldumál, þar sem m.a. segir: „Landsfundur fagnar hækkun barnabóta og leggur til að þær verði óháðar tekjum for- eldra.“ En þetta hlýtur að hafa farið framhjá Morgunblaðinu, því ekki minnist greinarhöfundur þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þá fengið ámóta trakteringar hjá blaðinu og Samfylkingin fékk fyrir vikið. Svo vill líka til að Ísland er alger- lega sér á báti með sínar tekjutengdu barnabætur. Í öllum þeim löndum sem við erum vön að bera okkur sam- an við og horfa til um fyrirmyndir eru barnabætur ótekjutengdar og inn- byggðar í skattkerfin. Þetta á m.a. við um öll Norðurlöndin og Þýskaland. Í Þýskalandi voru barnabætur raunar tekjutengdar fyrir allmörgum árum, en sú tekjutenging hefur nú verið af- numin og barnabætur (Kindergeld) hækkaðar stórlega til að fullnægja úrskurði stjórnlagadómstóls landsins frá 29. maí 1990. Í þeim úrskurði fólst að tekjutengingin væri brot á bæði jafnræðisreglu 3. greinar stjórn- arskrárinnar og 6. grein hennar, sem segir að hjónaband og fjölskylda skuli njóta sérstakrar verndar ríkisvalds- ins. Ef skilningur Morgunblaðsins og annarra boðbera tekjutengingarrétt- lætisins á við rök að styðjast hlýtur að mega álykta að í þessum löndum, sem þó eru í flestum efnum talin í fremstu röð réttar- og velferðarríkja, búi fólk- ið við ranglát og heimskuleg skatt- kerfi að því er varðar skattlagningu fjölskyldnanna. Og dómur þýska stjórnlagadómstólsins er þá nátt- úrulega tóm vitleysa sem stangast á við heilbrigða skynsemi og réttlæt- iskennd fólks. Svona er þessu auðvitað ekki farið heldur þveröfugt. Það eru málsvarar tekjutenginganna hér uppi á Íslandi sem hafa rangt fyrir sér. Röksemda- færsla þeirra, hversu sannfærandi sem hún kann að virðast við fyrstu sýn, byggist nefnilega á alvarlegri ranghugmynd og er tóm rökleysa. Ranghugmyndin felst í því að skil- greina barnabætur alfarið sem fram- færslustyrk eða félagslega aðstoð úr almannasjóðum. Að vísu er það svo að dálítill hluti barnabóta kemur út sem beinar greiðslur til tekjulágs fólks, sem ekki hefur greitt neinn skatt eða þá lægri upphæð en það fær til baka sem barnabætur. Þennan hluta barnabótanna má vissulega líta á sem félagslega aðstoð og það er ekki sjálf- gefið að slík aðstoð sé innbyggð í skattkerfið. Við höfum hinsvegar kos- ið að hafa þetta svona, þar sem þessi aðferð við að koma stuðningi til efna- lítilla foreldra er einföld og skilvirk og því er þetta hið besta mál og óum- deilt. En þessi effekt í skattkerfinu ásamt hinni óheppilegu nafngift „barnabætur“ hefur villt Morg- unblaðinu og mörgum fleirum sýn á það aðalatriði að barnabætur eru í eðli sínu skattafsláttur en ekki fé- lagsleg aðstoð – ekki fremur en per- sónuafsláttur fullorðinna. Yfirgnæf- andi meirihluta þeirra sem fá greiddar barnabætur hefur áður greitt miklu hærri upphæð í skatt, jafnmikið og þeir barnlausu, en fær síðan hluta hans til baka sem skattaf- slátt í formi barnabóta. Þetta fólk þarf ekki á neinni opinberri aðstoð að halda við að framfæra börn sín. En það þarf á því að halda og á til þess ótvíræðan rétt að í skattlagningunni sé tekið fullt tillit til fjölskyldu- aðstæðna með því að skattafsláttur vegna barnanna geri grunn- framfærslu þeirra skattfrjálsa á sama hátt og persónuafslátturinn gerir grunnframfærslu fullorðinna skatt- frjálsa. Tekjutengingin veldur því hinsvegar að það tillit fer ört þverr- andi með hækkandi tekjum. Þegar meðaltekjum hjóna er náð eru barna- bæturnar orðnar svo óverulegar að sáralítill munur verður á skatt- greiðslum foreldra og þeirra sem hafa sömu tekjur en engin börn á framfæri. Sú skattbyrði er aug- ljóslega þyngri að bera fyrir foreldr- ana en hina og þar með brjóta skatta- lögin jafnræðisregluna á foreldrum. Dæmi: Hjón með tvö börn, annað yngra en 7 ára, og meðaltekjur eða 400 þús. kr. á mánuði (árið 2002) fá aðeins um 1⁄5 af fullum barnabótum eða 5.100 kr. á mánuði. Það sam- svarar því að skattfrelsismörk þeirra hækki um 13.300 kr. á mánuði og þetta er allur munurinn á skattlagn- ingu þeirra og barnlausra hjóna með sömu tekjur. En það kostar auðvitað miklu meira en 13.300 kr. á mánuði að framfæra börnin. Nær sanni væri að áætla að börnin tvö kosti á við einn fullorðinn einstakling en hann fær sem kunnugt er 26.800 króna per- sónuafslátt sem gefur honum skatt- frjálsar tekjur til framfærslu sinnar upp á kr. 69.600 (og þykir sumum of lítið). Í þessu dæmi þurfa barnabæt- urnar að hækka um rúm 20 þúsund á mánuði til þess að fjölskyldan njóti jafnræðis við barnlausu hjónin. Barnafólkið munar örugglega um minna. Þetta rangláta kerfi hefur því mið- ur enn ekki komið til kasta dómstóla hér á landi eins og gerðist í Þýska- landi 1990, en engin ástæða er til að ætla annað en að niðurstaðan yrði sú sama hér, þ.e. að tekjutengingin myndi verða úrskurðuð brot á stjórn- arskránnni. Innihald jafnræðisregl- unnar er eitt og hið sama hvort sem hún er skrifuð á íslensku eða þýsku og þótt reglan um skyldur ríkisvalds- ins við fjölskylduna hafi ekki verið skrifuð inn í íslensku stjórnarskrána eins og þá þýsku, þá gildir hún einnig hér vegna þess að Ísland er bundið af alþjóðlegum samþykktum sem segja það sama. Nægir þar að nefna mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna (16. gr., 3. mgr.) og félagsmála- sáttmála Evrópu (16. gr). Hér eru því allar þær forsendur fyrir hendi sem leiddu til úrskurðar þýska stjórnlaga- dómstólsins og því verður ekki trúað að einhver sá eðlismunur sé á ís- lensku og þýsku réttarfari að fyr- irkomulag sem þar er brot á grund- vallarreglum réttarríkisins geti talist réttlátt og sanngjarnt hér, – jafnvel þó að Mogginn segi það. Leiðrétting barnabótakerfisins er svo stórt mál að hún kallar á róttæk- an heildaruppskurð á skattkerfinu. Lauslega áætlað kostar einfalt afnám tekjutengingarinnar 7–8 milljarða króna á ári og óhjákvæmilega yrði að vega það upp að verulegu leyti með einhvers konar almennum skatta- hækkunum. Af því leiðir að stjórn- málamenn og flokkar eru ekki líklegir til neinna stórræða í þessum efnum, hvað sem öllum fundarsamþykktum líður, því þeir eru flestir í gíslingu gamalla kosningaloforða um almenn- ar skattalækkanir. Vænlegasta leiðin til að brjóta á bak aftur skammarlega meðhöndlun skattkerfisins á barna- fjölskyldunum er því dómstólaleiðin. Þar vísar þýska dæmið veginn ásamt nokkrum nýlegum tilvikum hér á landi þar sem einstaklingum og sam- tökum hefur tekist að neyða íslenska ríkið til hlýðni við stjórnarskrána með atbeina Hæstaréttar. Nú þurfa bara einhverjir einarðir og þrautseig- ir meðaltekjuforeldrar að kæra barnabæturnar sínar með það fyrir augum að koma málinu alla leið fyrir Hæstarétt. Allt bendir til þess að þar væru þeir með unnið mál í hönd- unum. „Sznidugt á Íslandi“ Eftir Finn Birgisson Höfundur er arkitekt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.