Vísir - 29.11.1980, Síða 4
vísnt
4
Laugardagur 29. nóvember 1980
L
_ _ * I
Dagur hjá Rannsóknar-
lögreglu ríkisins
Rannsóknarlögregla rikisins
hefur nú starfað i rúm 3 ár, og
hefur með tilkomu þessa em-
bættis stórt skref verið stigið i þá
átt að aöskilja dómsvald og lög-
reglustjórn. RLR hefur það
verkssvið að hafa með höndum
lögreglurannsóknir afbrotamála
i Reykjavik, Kópavogi, Sel-
tjarnarnesi, Garðabæ, Hafnar-
firði og Kjósarsýslu, að svo
miklu leyti sem önnur lög eða
réttarreglur beina þessum þátt-
um ekki í hendur lögreglustjóra
viðkomandi umdæma. Auk ofan-
greinds, er mjög algengt að rann-
sóknarlögreglumenn RLR séu
sendir út á landsbyggðina til að-
stoðar við sérverkefni og hefur
sú þjónusta stóraukist, þrátt fyr-
ir mannfæð i stofnuninni.
Til þess að kynna lesendum
Visis, hið viðfeðma verksvið
RLR, fengu fréttamaður og Ijós-
myndri leyfi til að þess að
fylgjast með störfum RLR i einn
dag. Að sjálfsögðu gefur slíkt
ekki fullnægjandi mynd af starf-
inu, en þó ættu lesendur að verða
einhverju nær um starfið og upp- I
byggingu stofnunarinnar. |
Vísis þakkar hinum fjölmörgu j
aðilum er komu við sögu á ferð j
blaðamanna um stofnunina, |
fyrir góðar viðtökur og sérstak- |
lega Nirði Snæhólm, leiðsögu- j
manni þeirra um þetta völundar- {
hús hinnar réttu lausnar. I
_______________________________-I
Siguröur Benjaminsson og Haraldur Arnason I þann veginn að leggja
af staö frá Auöbrekkunni á ieiöút á Seltjarnarnes.
.komnir á staöinn og vettvangsathugun hefst
Dagur í lífi...
„Nei, þab er alveg blankt hjá okkur”. — Það er
Njörður Snæhólm i simanum, að ræða við árrisulan
blaðamann, sem hringt hefur til þess að afla frétta.
Klukkan er rúmlega 8 á miðvikudagsmorgni. Að
þessu sinni var sem sagt ekkert að frétta og eftir
kveðju lagði Njörður simtólið á.
Blaðamenn Visis ætluöu að fá
að fylgjast meö máli frá þvi það
kom inn á stofnunina og þar tii
verulegur gangur var kominn i
rannsókn málsins. Ekki virtist
þessi dagur ætla aö verða hent-
ugur til slikra hluta, þar sem
nóttin virtist hafa verið með
rólegasta móti. Annars var sá er
hringt hafði heldur fljótur á sér,
þvi rétt i' sama mund og Njörður
haföi lagt slmtólið á, kom Gisli
Guömundsson inn á skrifstofuna.
Fyrsta verk Gisla á morgnana
er aö afla upplýsinga frá lögregl-
unni i Reykjavik um þá hluti sem
gerst hafa, frá þvi daginn áður.
Að þessu sinni var um aö ræöa
fjórar skýrslur, þjófnaö og hand-
tökur, daglega híuti sem ekki
þykja nægilega stór mál til þess
aö veröa fréttaefni. Væri allt sikt
tinttil (dagblööunum, væri i þeim
fátt um annaö efni. Á meöan
Visismenn stöldruðu viö hjá Niröi
um morguninn, höföu 3 dagblöö
haft samband i fréttaleit, svo sú
upplýsingaþjónusta getur tekiö
nokkurn tima, ef um er að ræöa
umfangsmikil mál.
GIsli Guömundsson, hefur, eins
og áöur segir það verkefni að
safna saman gögnum frá lögregl-
unni i Reykjavik hvern morgun.
bar fær hann jafnfram skrá yfir
þá sem inni sitja. Hans verkssvið
er einnig aö fara yfir allt er varö-
ar starf RLR úr fjölmiðíum og
mátti sjá þykkar möppur um það
efni I hillum á skrifstofu Gisla.
Vaktaskipulagið kemur einnig i
hlut Gisla, auk fjölda annara
verkefni i hinu daglega starfi.
Tilkynning um bruna.
Tiikynning um bruna barst til
RLR um klukkan 8.45 um morg-
uninn. Lögreglan i Hafnarfirði
hafði samband, en slökkviliðið i
Reykjavik hafði verið kvatt að
prentsmiðjunni Hólaprent á
Seltjarnarnesi. Tveir rann-
sóknarlögreglumenn voru þegar
kvaddir til,. bað voru þeir
Siguröur Benjaminsson úr 3.
deild, sem fæst við brunamál, og
Haraldur Arnason úr tæknideild.
beir fóru inn á tæknideild og tóku
til búnað sinn, myndavél og
hli'fðarfatnað.
Klukkan 8.55 lögöu þeir af staö
út á Seltjarnarnes. Stuttu áöur en
þeir fóru frá Auðbrekku, hafði
veriö tilkynnt um stofnunina að
nú væri „námskeiðiö” að hefjast
en af þeim þætti fengum viö siðar
nánari skýringar.
Bill rannsóknarlögreglumann-
anna, renndi upp að Hólaprent-
smiöjunni á Seltjarnarnesi
klukkan rúmlega 9. bar tóku þeir
fram búnaö sinn og gengu inn i
reykmettað húsið. 1 miðjum sal-
num voru sýnileg ummerki elds,
en örfin pappirsaska lá yfir öllum
salnum, svo ljóst var að hin
viðkvæmu tæki og bókastatiar
höfðu orðið fyrir miklum
skemmdum. Rannsóknarlög-
reglumennirnir hófu nú þegar at-
huganir sinar. Haraldur myndaði
staðhætti I griö og erg, en Sigurð-
ur kynnti sér aðstæður þar sem
eldsupptök voru sýnileg. Verk-
stjórinn veitti leiöbeiningar um
þá hluti sem þarna höfðu staöiö á
borðinu, sem var nú gjörónýtt.
Vél þessi hafði tvær hitastilling-
ar. önnur var til þess aö halda
vélinni heitri, án vinnslu, þannig
að fljótlegra væri aö beita henni
þegar á þyrfti að halda en hin
stillingin var fyrir svonefndan
vinnsluhita. Starfsmenn verk-
GIsli Guömundsson segir Niröi Snæhólm hvers hann hefur oröiö vlsarl eftir aö hafa fengiö skýrslur frá
lögreglunni I Reykjavlk.
smiöjunnar töluðu um það sin á
milli að liklega hefði vélin veriö
stillt á vinnsluhita um nóttina,
eða þá að „hitaelement” hefðu
gefið sig. Rannsóknarlögreglu-
mennirnir unnu hins vegar þöglir
aö rannsókn málsins og söfnuðu
efni i skýrslu til réttra aðila.
Rannsókn á vettvangsstaö var'
lokið um hádegisbilið. bá höfðu
þeir félagar kallað til Ragnar
Vigni yfirmann tæknideildar og
ennfremur starfsmenn raf-
magnseftirlits rikisins.
Eftir hádegið litum við inn til
Sigurðar Benjaminssonar, þar
sem hann var að ljúka við
skýrslugerð i málinu, en að hans
sögn varnú beðið eftir skýrslu frá
Rafmagnseftirlitinu, áður en það
væri sent saksóknara. bannig er
meðferð allra mála þótt þau séu
siður en svo sakamál. bað er
siöan I verkahring rikissaksókn-
ara að ákveða hvert framhald
málsins skuli vera, eftir athugun
á umræddum skýrslum.