Morgunblaðið - 03.12.2003, Síða 21

Morgunblaðið - 03.12.2003, Síða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 21 Ólafsvík | Tendrað var á jólaljósum á jólatré í miðbæ Ólafsvíkur fyrsta sunnudag í aðventu. Börn úr Tón- listarskóla Snæfellsbæjar og Kirkjukór Ólafsvíkur sungu við þetta tækifæri og jólasveinar komu glaðhlakkalegir ofan af Jökli og færðu börnunum sælgætispoka. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæ- fellsbæjar, setti stærðarinnar raf- kapal í samband og viti menn: Jóla- tréð lýsti upp skammdegið í bænum á einu augabragði. Fréttaritara varð þá hugsað til stöku sem vitur bóndi austan undan Eyjafjöllum orti þegar farið var að leggja raf- magn á bæi. Bónda þótti ekki mikið til um rafmagnið koma og lýsti af- stöðu sinni á þessa leið: Þótt hafirðu raf í hús og fjós hefur það lítið gildi ef þig skortir andans ljós ást og kærleiksmildi. Morgunblaðið/Elín Una Hilmu Jónsdóttur, Guðrúnu Kol- brúnu og Sigurbjörgu Jóhann- esdætur skortir ekki andans ljós í desember. Þótt hafirðu raf í hús og fjós ... Skagaströnd | Leikgleði og fersk- leiki einkenndu árshátíð Höfðaskóla sem var haldin fyrir fullu húsi föstu- dagskvöldið 28. nóvember. Á árshátíðinni komu fram allir nemendur skólans í einhverjum at- riðum. Flest atriðin sem boðið var upp á á hátíðinni voru frumsamin af nem- endum og kennurum skólans. Nokk- ur þeirra byggðust á vinsælum sjón- varpsþáttum, sem var þá gjarnan snúið upp á kennarana. Önnur atriði voru síðan samin frá grunni, meðal annars söngleikur sem nemendur 8.–10. bekkjar fluttu við undirleik skólahljómsveitarinnar. Heilmikla athygli og kátínu vakti líka skemmtiatriði kennaranna sem fluttu magnaðan látbragðsleik við lagið Minkurinn í hænsnakofanum, sem frægt var á sínum tíma í flutn- ingi Ómars Ragnarssonar. Einkum þótti skólastjórinn sína góð tilþrif í hlutverki hanans í laginu. Að venju var boðið upp á barna- pössun meðan skemmtiatriðin fóru fram svo foreldrar gætu notið skemmtunarinnar. Að skemmti- atriðunum loknum lék Við nokkur lög en síðan tók við dúndrandi diskótek undir stjórn Loga Vígþórs- sonar danskennara fram til mið- nættis. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Kennararnir fóru á kostum í látbragðsleik sínum. Vel heppnuð árshátíð Hólmavík | Í lok síðustu viku heim- sótti Hannes Leifsson, yfirlög- regluþjónn á Hólmavík, grunnskól- ann. Hann ræddi við nemendur í þremur hópum. Yngstu börnin fengu fræðslu um hættur í umhverfi sínu. Rætt var um hætturnar sem fylgja því að vera að leik nálægt göt- um, hvers vegna endurskinsmerki eru nauðsynleg og fleira. Börnin hlustuðu áhugasöm og tóku virkan þátt í því sem rætt var um og virtust vel með á nótunum varðandi helstu umferðarreglur. Einhver þeirra kunnu líka sögur af foreldrum sem ekki höfðu farið í einu og öllu eftir þessum sömu reglum. Öll hlustuðu þau vel á áhugavert erindi lögregl- unnar sem tók um það bil eina kennslustund og var alvaran krydd- uð með dálitlu gamni. Eldri aldurs- hóparnir fengu einnig sína fræðslu síðar sama dag. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Hannes Leifsson yfirlögregluþjónn. Lögreglan heimsækir skólann Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.