Morgunblaðið - 17.12.2003, Page 17

Morgunblaðið - 17.12.2003, Page 17
UN TIL ÁFANGASTA‹AR VISA RA‹ ER SKYNSAMLEG LEI‹ TIL A‹ VERSLA VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 17 Á FYRSTU ellefu mánuðum ársins voru farþegar Flugleiða til og frá landinu ámóta margir og á síðasta ári. Farþegar Icelandair, dóttur- félags Flugleiða, um Ísland, á leið milli Bandaríkjanna og Evrópu, voru hins vegar 14,8 % færri og munar þar mest um hrun á Norður-Atlantshafs- markaðinum á fyrri hluta ársins vegna Íraksstríðs og bráðalungna- bólgu. Í heild eru farþegar 6,2% færri en á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Flugleiðum. Farþegum í millilandaflugi Ice- landair í nóvember fjölgaði um 6,4% í samanburði við nóvember á síðasta ári. Farþegum á leiðum til og frá Ís- landi fjölgaði um 3,7%, en farþegum Icelandair sem ferðast yfir Norður- Atlantshafið með viðkomu á Íslandi fjölgaði um 12,2%. Í heild voru far- þegar rúmlega 70 þúsund í mánuðin- um, en 66 þúsund í fyrra. Sætafram- boð var 2,1% meira en í nóvember á síðasta ári, þannig að sætanýting batnaði um 3,8% og var 62,4%. Í innanlandsflugi Flugfélags Ís- lands fjölgaði farþegum um 8,8% og sætanýting var nánast hin sama og í nóvember í fyrra eða 70,1%. Farþeg- um í innanlandsflugi hefur fjölgað um 7,2% á árinu. Flutningar Flugleiða Fraktar voru mjög svipaðir því sem var í nóvember á síðasta ári. 1,8% samdráttur varð í heildarflutningum, en 2,8% aukning í flutningum til og frá landinu. Farþegum Flugleiða fækkar á árinu KÖGUN hf. hefur gert Iðu hf., sem á 43,5% hlutafjár í Landsteinum- Streng hf., kauptilboð í hlutaféð. Áð- ur hafði Kögun gert 16–18 lífeyris- sjóðum, eigendum 56,5% hlutafjár í Landsteinum-Streng, kauptilboð í þeirra eignarhluta í félaginu. Í til- kynningu frá Kögun segir, að vonast sé til að samningaviðræður gangi hratt fyrir sig og að þeim ljúki jafn- vel í þessari viku. Verði kauptilboð- inu tekið eignast Kögun allt hlutafé í Landsteinum-Streng. Að sögn Gunnlaugs Sigmundsson- ar, forstjóra Kögunar, er Iða í eigu um tvö hundruð einstaklinga, áhættufjárfestingarsjóðs í Svíþjóð, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Kaldbaks og Brúar, dótturfélags Straums. Hann segir að einstakling- arnir, sem margir séu búsettir í Sví- þjóð, hafi áður átt hlut í hugbúnaðar- fyrirtækinu GoPro, sem á sínum tíma sameinaðist Landsteinum. Hluthöfum í Kögun muni því geta fjölgað töluvert, ef hluthafar í Iðu samþykkja að taka hlutabréf í Kög- un í skiptum fyrir bréf sín í Land- steinum-Streng. Það segist hann mjög gjarnan vilja sjá, því hluthöfum í Kögun hafi fækkað nokkuð frá því félagið var skráð í Kauphöll Íslands. Ástæða sé því til að líta á þessi við- skipti af bjartsýni. Kögun gerir tilboð í Land- steina Streng ♦ ♦ ♦ Síðumúla 34 - sími 568 6076 Gömul dönsk postulínsstell Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara GENGI GJALDMIÐLA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.