Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 25 WWW.HOLT.IS BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Jólamatseðill á kvöldin Nýársmatseðill www.holt.is Eyrarbakki | Opið hús var í Byggða- safni Árnesinga, Húsinu, Eyrarbakka, sl. sunnudag. Í norðurstofu hefur hin árlega jólasýning safnsins á safn- gripum tengdu jólahaldi fyrri tíma verið sett upp. Á sýningunni eru gömul jólatré í tugatali, jólakort frá fyrri hluta 20. aldar og jólasveinabrúður sem tákna alvöru íslenska jólasveina. Á sýning- unni er elsta varðveitta jólatré lands- ins sem er spýtujólatré frá 1873. Elín Steindórsdóttir Briem í Oddgeirs- hólum gaf jólatréð á safnið árið 1955 en hún fékk það úr búi foreldra sinna sr. Steindórs og frú Kamillu Sigríðar Briem í Hruna. Kamilla mun hafa látið smíða jólatréð þegar hún fluttist að Hruna árið 1873 en hún var dóttir Rasmusar Hall, veitingamanns í Reykjavík. Það er grænmálað, smíðað úr tré af Jóni Jónssyni smið í Þver- spyrnu. Á stofni þess eru 38 göt þar sem greinum trésins var stungið í. Greinarnar og stofninn eru alsett smáum götum þar sem stungið er í lyngi til skrauts. Fyrstu jólatrén sem bárust til Ís- lands komu um miðja 19. öld. Þau tíðk- uðust fyrst hjá dönskum eða dansk- menntuðum fjölskyldum og voru búin til úr spýtum og eini. Jólatré urðu svo algeng um aldamótin 1900. Það er því vel við hæfi að hafa sýningu á jóla- trjám í Húsinu sem fyrrum var aðset- ur faktora danskrar verslunar. Hægt er að skoða sýninguna á öðr- um tímum til 6. janúar eftir sam- komulagi við Lýð Pálsson, netfang lydurp@snerpa.is. Jólasýning Byggðasafns Árnesinga Elsta varðveitta jólatré landsins til sýnis í Húsinu Morgunblaðið/Óskar Magnússon Flott: Elsta varðveitta jólatré landsins. Greinar og stofn úr viði en greinar eru einir. Mývatnssveit | Nýlega var sameig- inlegt aðventukvöld Skútustaða- og Reykjahlíðarsókna haldið í Reykja- hlíðarkirkju. Þar söng samkór sókn- anna jólalög undir stjórn organist- ans Valmars Valjaots með aðstoð Jóns Árna Sigfússonar við orgelið og Unnar Sigurðardóttur með fiðlu en hún lék á fiðlu langafa síns, Hjálmars Stefánssonar, „fiðlarans í Vagnbrekku“. Börn úr kirkjuskólanum sungu jólalög og fluttu helgileik en Ólöf Hallgrímsdóttir, bóndi í Vogum, hugleiddi bernskujól sín og hve mikið hefur breyst í jólahaldi á fáum áratugum. Sóknarpresturinn okkar, Örnólfur Jóhannes Ólafsson, stjórnaði samkomunni. Hann minntist í upphafi systkinanna í Reykjahlíð þeirra Jóns Péturs sem lést 1996 og Maríu Þorsteinsdóttur, sem er nýdáin, en þau voru lengi starfsmenn kirkjunnar og velunn- arar. Samkoman var hátíðleg og af- ar fjölsótt. Morgunblaðið/BFH Bráðum koma blessuð... Brosleit börn úr kirkjuskólanum sungu jólalög. Aðventukvöld Mývetninga Fagridalur | Verslunin Klakkur er eina verslunin í Mýrdal sem selur bækur, en þar er einnig mikið úr- val af ýmiss konar gjafa- vöru og fatnaði. Það er því nokkur nýbreytni að Klakkur stóð fyrir því að fá til Víkur tvo rithöfunda, þá Reyni Traustason og Óttar Sveinsson. Þeir lásu upp úr nýút- komnum bókum sínum, Lindu og Útkall – árás á Goðafoss. Einnig árituðu þeir bækur sínar. Að sögn Reynis er þessi tími fram að jólum mikill annatími hjá rithöfundum, þeir fara á milli verslana og lesa upp úr og kynna bækur sínar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Útkall og Linda: Óttar Sveinsson og Reynir Þór Traustason árita bækur sínar. Bókakynning í Klakk Hans B. Thorgrímsen, sem fæddist í Húsinu 1853, greinir frá því í sjálfsævisögu sinni sem hann skrifaði fyrir afkom- endur sína að þar hafi verið jólatré heimagert úr spýtum, þakið einiviðargreinum. „Man ég eftir baðinu á að- fangadag? Við vorum böðuð reglulega upp úr sjó sem vinnumennirnir komu með úr fjörunni sem var rétt hjá, margar fötur í karið. Og rauðu sokkunum og leð- urskónum, eina skiptinu sem okkur var leyft að vera í þess- um klæðnaði, og svo jólatrénu, heimagerðu úr spýtum, sem við horfðum á í andakt, en seinna var það þakið með eini- viðargreinum. Mikið af eplum og sætindum. Ein jólin fékk ég lítinn vasahníf í jólagjöf, önn- ur rauð axlabönd, það var allt og sumt. Ein jólin bjó faðir minn til frekar stóran helli úr einiviðargreinum og setti lítið kristlíkneski eftir Thorvald- sen inn í hann, hagræddi því svo að það lýstist upp. Svo stóðum við fyrir framan hell- inn og sungum jólalög, fyrst „Heims um ból“. Við fengum ekki að sjá þessi tré eða hella fyrr en stofan var opnuð, sáum þau aldrei fyrr en á að- fangadagskvöld eftir jólamat- inn. En helgidómurinn var opnaður og við fórum inn með sterka gleði og eftirvæntingu í augum okkar og hjörtum. Eitthvert kvöld milli jóla og nýárs höfðum við mikið mat- arboð og samkvæmi. Sýslu- manninum, fjölskyldu hans, verslunarstarfsmönnum og fjölskyldum þeirra var boðið. Um kvöldið dönsuðum við, faðir okkar og móðir líka, og okkur fannst frábærlega gam- an að sjá þau dansa.“ Jólatré heima- gert úr spýtum...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.