Morgunblaðið - 24.12.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 24.12.2003, Síða 1
Morgunblaðið/RAX Gleðileg jól STOFNAÐ 1913 349. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Ýmsum störfum þarf að sinna í kvöld þótt heilagt sé orðið Daglegt líf Fólkið í dag Fólkið | Hringadróttinssaga og álfa- kroppurinn mjói Liv Tyler  Jól í Færeyjum Áramótaskaupið Á vakt um jólin Krakkar mín- ir komiði sæl Dansinn dunaði á jólaböllum barnanna á aðventunni Miðopna EINAR K. Guðfinnsson, alþingismaður Sjálfstæð- isflokksins, segist telja að forsvarsmenn Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, skuldi þingmönnum skýringu á samkomulagi sínu við Kaupþing Búnaðarbanka um að bankinn eignist sparisjóðinn. Einar segir samkomulagið mikið högg fyrir sparisjóðasamstarfið. Í svipaðan streng taka framsóknarþingmennirnir Kristinn H. Gunn- arsson, varaformaður efnahags- og viðskipta- nefndar, og Hjálmar Árnason. „Mér finnst að forsvarsmenn SPRON skuldi okkur, sem stóðum með þeim í baráttunni gegn ásælni Búnaðarbankans þá, skýringar á því hvers vegna þeir telji þetta þekkilegri yfirtöku nú,“ seg- ir Einar. „Ég vil í þessu sambandi undirstrika það, að þegar verið var að vinna að nýrri löggjöf um fjármálastofnanir haustið 2002, þá kom mjög skýrt fram að eitt markmiðið með löggjöfinni væri að tryggja rekstur og rekstrarform sparisjóðanna. Það hefur ekkert breyst í þeim efnum.“ Einar segir að í nefndaráliti, sem meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hafi skrifað undir ásamt þingmönnum Samfylkingar, komi fram að breyting á stöðu stofnfjáreigenda, sem gerð var með lagabreytingu í desember í fyrra, hafi verið hugsuð til að stofnfjáreigendur yrðu jafnsettir fyr- ir og eftir hlutafélagavæðingu sparisjóða. Auðgast umfram það sem til stóð Kristinn H. Gunnarsson segir um þá lagasetn- ingu: „Markmiðið var að verja þetta fyrirkomulag þannig að stofnfjáreigendur sneru sér ekki að því að hámarka arð sinn með því að selja stofnfé sem hlutafé og selja í því hlutafé aðgang að eigin fé um- fram stofnfé. Stærsti veikleikinn í þessu máli er að menn eru að auðgast umfram það sem til stóð eins og við horfum á þetta núna.“ Samband íslenskra sparisjóða (SÍSP) lýsti því yfir í gær að áform um að SPRON verði dótturfyr- irtæki Kaupþings Búnaðarbanka feli í sér skýlaust brot á lögum og jafnframt aðför að þeim grunni sem starfsemi sparisjóða á Íslandi hafi hvílt á í hartnær eina öld. Segist sambandið ætla að skora á Alþingi og ríkisstjórn að sjá til þess að þessari aðför að tilvist sparisjóðanna verði hrundið. „Ef SPRON verður 100% í eignarhaldi viðskiptabanka er eðlilegt að SPRON víki úr samstarfi spari- sjóða,“ segir Jón Kr. Sólnes, formaður SÍSP. Stjórnarþingmenn gagn- rýna kaupin á SPRON Hörð viðbrögð Sam- bands sparisjóða  Kaup á SPRON/4/10 VLADIMÍR Pútín Rússlandsforseti gaf í fyrsta sinn í skyn í gær að fyrirtæki sem gerð- ust brotleg við lög í óreiðukennda einkavæðing- arferlinu eftir hrun Sovétríkjanna kunni að eiga það yfir höfði sér að verða endurþjóðnýtt. Lét Pútín þessi ummæli falla stundu áður en dómstóll í Moskvu ákvað að framlengja um þrjá mánuði gæzluvarðhaldsúrskurð yf- ir Mikhaíl Khodorkovskí, fyrrverandi forstjóra Yuk- os-olíufyrirtækisins og rík- asta manni Rússlands, og leyfa honum ekki að losna gegn tryggingu. Hann hafði ekki farið leynt með fjár- stuðning sinn við stjórnar- andstöðuöfl í aðdraganda þingkosninganna sem fram fóru fyrr í mánuð- inum og flokkar hliðhollir Pútín sigruðu í. Khodorkovskí sætir ákæru í sjö liðum um skattsvik og fjármálamisferli sem hann á að hafa gerzt sekur um frá því á miðjum tíunda áratugnum, er hann og viðskiptafélagar hans voru að byggja upp hið mikla orkufyrirtækja- veldi sem Yukos er uppistaðan í. Hann á allt að tíu ára fangelsisdóm yfir höfði sér, verði hann fundinn sekur, og á á hættu að allur ráðandi hlutur hans í fyrirtækinu falli í ríkissjóð. Pútín ávarpaði fund hjá rússneska verzlun- arráðinu í gær þar sem hann reyndi að hrekja ásakanir manna á Vesturlöndum um að hann væri að beita valdi sínu til að gera ýmsar um- bætur síðustu ára afturreka. „Við höfum ekkert slíkt í hyggju,“ sagði Pút- ín með tilvísun til ásakana um meinta endur- þjóðnýtingarstefnu. „En við erum ekki að tala um menn sem brutu lögin [í hinni oft óreiðu- kenndu sölu á arðvænlegustu fyrirtækjum Sov- étríkjanna].“ Pútín – sem ekki nefndi Yukos á nafn – hefur ítrekað varið rannsóknina sem yfirvöld hafa staðið fyrir á olíurisanum og vísað á bug ásök- unum um að pólitískar ástæður lægju þar að baki. Pútín ýjar að hótun um endurþjóð- nýtingu Moskvu. AP, AFP. Vladimír Pútín ÞÚSUNDIR hollenzkra við- skiptavina skartgripasalans Johans de Boer rífa nú hár sitt og skegg – og róta í rusli – eftir að þeir fengu sendingu frá de Boer, sem reyndist innihalda ekta demant en margir hentu óskoðaðri eins og hverjum öðrum ruslpósti. De Boer, sem í 10 ár hefur rekið skartgripaverzlun í Apeldoorn, skammt frá Amsterdam, sendi í til- efni afmælis fyrirtækisins alls 4.000 viðskiptavinum sendingu, að sögn fréttavefjar BBC. Í 200 þeirra var ekta demantur en í hinum gervidem- antur. Í bréfinu sem fylgdi var viðtak- andinn hvattur til að koma með dem- antinn í búðina – ef hann reyndist vera ekta mætti viðkomandi eiga hann. Sendingarnar kostuðu de Boer 48.000 evrur, um 4,3 milljónir króna. Aðeins 35 af þeim 4.000 sem fengu sendinguna skiluðu sér í búð- ina til hans. Demönt- um fleygt SUMIR hundar í Bandaríkjunum bíða jólahátíðarinnar með eftirvænt- ingu vegna þess að nú verður loksins hægt að kaupa handa þeim rándýra merkjavöru í jólagjöf. Að sögn Wall Street Journal býður Ralph Lauren til sölu Fair Isle-peysur og póló- skyrtur handa hundum, einnig er hægt að kaupa nafnskilti á ólina úr ekta silfri. Að auki er hægt að gefa þeim ilm- vatn til að hressa upp á þefinn, meðal annars Aramutts og Timmy Hole- digger. Sumir hundaeigendur reyna að koma ferfætlingunum í jólaskap en það tekst ekki alltaf. Ken Boschert í Seattle segir greifingja- hunda heimilisins verða miður sín af bræði þegar eiginkonan festir gervi- hreindýrahorn á hausinn á þeim. Merkjavara fyrir hunda ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.