Morgunblaðið - 24.12.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.12.2003, Qupperneq 6
Betri sala en í fyrra og gott hljóð í kaupmönnum víða um land varðandi verslun fyrir jólin Morgunblaðið/Ásdís Margir lögðu leið sína í verslanir í höfuðborginnni á Þorláksmessu. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Líf og fjör hefur verið í verslunum á Ísafirði undanfarna daga og hefur salan verið svipuð og í fyrra. GOTT hljóð er í kaupmönnum víða um land varðandi verslun fyrir þessi jól og virðist sem verslun sé ívið betri hjá allflestum en á síðasta ári. Þó virðist sem jólaverslunin hafi farið ró- lega af stað í byrjun desember en síð- an tekið kipp um miðjan mánuðinn. Pálmi Kristinsson, framkvæmda- stjóri Smáralindar, segir verslunina hafa gengið prýðisvel. „Við erum mjög ánægð með þróun mála. Fjöldi þeirra gesta sem koma í Smáralind er 15% meiri það sem af er desember miðað við sama tíma í fyrra. Þá gefa bráðabirgðatölur varðandi verslun í húsinu til kynna að ætla megi að heildaraukningin sé á svipuðu róli, þó það sé auðvitað mjög misjafnt eftir verslunum. En þorri allrar verslunar er vel yfir meðallagi og dæmi eru um að verslun hafi aukist um og yfir 50% í stærri verslunum hérna. Við erum mjög ánægð með þessa þróun og þetta er ívið betra en við áttum von á,“ sagði Pálmi. Verslunin tók kipp um miðjan desember Fáa mánuði ársins er verslað meira en í desember þegar lands- menn undirbúa jólahald með gjöfum og góðum mat. Þetta árið virðist engin undantekning, nema ef vera skyldi að landsmenn ætli sér að njóta jólanna enn betur en áður. Hann segir að síðustu dagana fyrir jól komi um og yfir 30.000 gestir dag- lega í Smáralind og síðustu vikuna fyrir jól megi búast við að fjöldi gesta verði um 200.000. Að sögn Pálma var fyrsta vika mánaðarins mjög góð í versluninni miðað við sömu viku í fyrra. Síðan hafi verslunin dregist saman í annarri vikunni en síðasta vikan fyrir jól hafi verið þeim mun kröftugri. „Þannig að í heildina jafnar þetta sig út og mánu- dagurinn var t.d. stærri en Þorláks- messa í fyrra.“ Framhald af aukinni neyslu síðustu mánaða Örn Kjartansson, framkvæmda- stjóri Kringlunnar, segir desember hafa verið góðan verslunarmánuð fyr- ir kaupmenn í Kringlunni. „Í heildina litið hefur verið meiri verslun en í fyrra og aðsóknin er örlítið meiri en var í fyrra, miðað við þriðjudags- morgun. Ég hugsa að aðsóknin verði með svipuðu móti og í fyrra, enda erf- itt að gera eitthvað meira í því, nema fá einhverja nýja Íslendinga til lands- ins,“ segir Örn. Hann segir að greinilega megi merkja meiri jólaverslun nú en í fyrra og í heildina hafi veltan aukist í Kringlunni. „Það er kannski fram- hald af því sem við höfum verið að sjá síðustu fjóra til sex mánuði, þegar verið hefur aukning í neyslu og meiri verslun. Þannig að kaupmenn hér eru sáttir og ég veit að gjafavöru- og fata- kaupmenn hafa verið mjög sáttir hérna í Kringlunni,“ segir Örn. Jónas Gunnlaugsson, kaupmaður hjá Bókhlöðunni – Pennanum á Ísa- firði, segir að verslun hafi gengið ágætlega síðustu dagana fyrir jól en hafi farið rólega af stað. „En frá miðri síðustu viku hefur þetta bara verið gott. Það var rólegt fyrri part mán- aðarins, maður var pínulítið smeykur, en við höfum alveg náð okkur á strik núna síðustu dagana hvað það áhrær- ir og við erum á mjög svipuðu róli og í fyrra,“ sagði Jónas. Hann segir tíðarfar hafa verið mjög gott í desember og undirbún- ingur jólanna gengið vel á Ísafirði. Snjóföl hefur verið yfir jörðu og gert sitt til að jólaljósin njóti sín betur. „Mér heyrist almennt vera létt yfir fólki. Menn hafa verið í jólaskapi og sótt samkomur í kirkjum og skemmtihúsum, jólahlaðborð og ann- að. Þannig að ég held að óhætt sé að fullyrða að jólin fari bara vel í fólk hér fyrir vestan.“ Góð færð aukið verslun á Akureyri Ragnar Sverrisson, kaupmaður hjá Herradeild JMJ á Akureyri, segir jólaverslunina hafa gengið vel nyrðra. „Þetta fer mikið eftir tíðarfari og það er búið að vera fært um allra trissur. Fólk er að koma hingað frá Fáskrúðs- firði og frá Hólmavík og öllum stöðum þar á milli. Færðin er mikið atriði fyr- ir okkur og samgöngur hafa batnað mikið, þannig að þetta hefur bara ver- ið eftir bókinni og gengið alveg ljóm- andi vel,“ sagði Ragnar. Hann sagðist telja kaupmenn á Ak- ureyri heilt yfir sátta, sumir væru með svipaða verslun og í fyrra á með- an aðrir væru með aukningu. „Það má segja að það sé engin stórsveifla, hvorki upp né niður og alls ekki niður, heldur frekar upp á við.“ Hann segir verslunina auðvitað vera langmesta síðustu dagana, þá versli fólk mest, nema kannski þeir sem komi langt að til að versla. „Fólk sem kemur lengra að kemur mjög mikið seinast í nóvember og í byrjun desember og er hérna heilu helgarnar. Í því sambandi erum við búin að vera mjög heppin varðandi veður. Það hefur verið góð færð og góðar samgöngur sem hafa stækkað markaðssvæðið til muna á Akureyri. Þannig að við erum bara ansi brött hérna fyrir norðan.“ FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opið 10 - 13 Gjafakort Kringlunnar er frábær jólagjöf. Vínbúð opin kl. 9-12... . e r m eð a llt f yr ir jó lin Gleðileg jól HÓTEL Keflavík hefur boðið fólki ókeypist gistingu á hótelinu í des- ember sl. þrjú ár gegn því að fólk versli fyrir ákveðna upphæð í Reykjanesbæ. Að sögn Steinþórs Jónssonar, hótelstjóra, hefur þetta uppátæki hótelsins gengið vonum framar og skilað sér í aukinni versl- un og jákvæðara viðhorfi í bænum. „Það sem stendur upp úr í mín- um huga eftir þetta þriðja ár er áberandi jákvæðara andrúmsloft í bænum, sérstaklega hjá verslunar- eigendum. Þeir eru mjög ánægðir með jólaverslunina og mér finnst átakið hafa skilað ákveðnum við- skiptum og breyttu hugarfari,“ segir Steinþór. Hann segir það hafa verið gaman að fá hótelgesti inn á skrifstofu til að þakka fyrir gistinguna og vel heppnaða verslunarferð. „Þá hefur fólk talað um að það sé sérstaklega góð aðstaða hérna, bæði á hótelinu og í bænum. Fólk á ekki von á því að upplifa svona glæsihótel og glæsilega verslunargötu fyrir utan Reykjavík. Það er búið að vera virkilega gaman að upplifa hversu vel þessi hugmynd hefur skilað sér og sjá það sjálfur hversu mikið er hægt að gera með því að leggja sig fram og sýna jákvæða viðleitni. Það kemur svo margfalt til baka.“ Hann segir það líka hafa verið áberandi að þessu sinni að fólk hafi ekki eingöngu komið til að versla og gista á hótelinu, heldur líka til að nýta sér ýmsa aðra þjónustu í bænum, m.a. farið út að borða á veitingastöðum. „Þetta hefur bæst við frá því sem verið hefur,“ sagði ánægður hótelstjóri í Reykjanesbæ. Frí gisting skapað jákvætt viðhorf og aukna verslun FLEIRI hafa leitað aðstoðar til Mæðrastyrksnefndar fyrir þessi jól en í fyrra, skv. upplýsingum sem fengust á skrifstofu nefndarinnar í gær. Endanlegar tölur liggja ekki fyr- ir en í gær fór fram síðasta jólaút- hlutun hjá Mæðrastyrksnefnd til bág- staddra fyrir þessi jól. Ekki verður um úthlutun að ræða milli jóla og ný- árs. Úthlutun matvæla hjá Hjálpar- starfi kirkjunnar hefur gengið vel að undanförnu að sögn Jónasar Þóris Þórissonar framkvæmdastjóra. Búið er að afgreiða rúmlega 1.000 umsókn- ir um aðstoð innanlands í jólamánuð- inum. Ekki verður um skipulagða að- stoð að ræða milli jóla og nýárs en opið verður hjá Hjálparstarfinu á virkum dögum og reynt að aðstoða eftir föngum. Jónas Þórir segir að umsóknir fyrir þessi jól séu heldur færri en í fyrra en greinilegt sé þó að margir þurfi á aðstoð að halda. Aðstoð hefur gengið vel RÁÐUNEYTISSTJÓRI í landbún- aðarráðuneyti segist ekki kannast við margítrekaðar fyrirspurnir til landbúnaðarráðherra um slátrun á matdúfum eins og fram kom í blaðinu á sunnudag. Bergur Rögn- valdsson, framkvæmdastjóri Hafur- fells, segist hafa margítrekað sent ráðherra fyrirspurnir þar sem þess er óskað að hann hlutist til um að eitthvert sláturhús taki við fram- leiðslunni, en ekkert hefur gengið að fá sláturhús til að slátra dúfunum. „Hann var í sambandi við ráðuneyt- ið í haust, og fékk þau svör hjá okk- ur að sláturhúsin séu ekki á okkar vegum og lúta ekki neinu fyrirmæla- valdi héðan. Svo um það gat ekki verið að ræða að ráðuneytið kæmi með beinum hætti að þessu máli. En við höfum vissulega samúð [með þessu máli], öll nýmæli í landbúnaði eru þakkarverð,“ segir Guðmundur B. Helgason, ráðuneytisstjóri í land- búnaðarráðuneytinu. Hann segist ekki hafa heyrt af því að Bergur hafi haft samband eftir að honum var svarað símleiðis í september sl. „Það er eigenda sláturhúsa að meta stöðuna, hvort þeir vilji taka matdúfurnar til slátrunar,“ segir Guðmundur. Hann segir að Bergi hafi verið bent á að kynna sér mögu- leika í tengslum við úreldingu sauð- fjársláturhúsa, en sá möguleiki hafi greinilega ekki gengið. „Það má auðvitað segja að áður en stofnað er til kostnaðar og rekstrar þurfi að sjá fyrir endann á því, nú er það lykilatriði að geta slátrað þess- um fuglum,“ segir Guðmundur. Hann segir þó að sér skiljist að Bergur hafi verið búinn að fá inni í sláturhúsi, en svo hafi það ekki gengið eftir þegar eigendaskipti urðu. Ekki hlutverk ráðherra að hlutast til um slátrun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.