Morgunblaðið - 24.12.2003, Qupperneq 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BORIST hefur eftirfarandi ályktun
frá stjórn læknaráðs Landspítala –
háskólasjúkrahúss:
„Stjórn læknaráðs Landspítala –
háskólasjúkrahúss (LSH) telur að
fresta eigi fyrirhuguðum samdrátt-
araðgerðum þar til stefnumótunar-
vinnu um framtíðarhlutverk LSH,
sem heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið hefur forgöngu um, er
lokið. Stjórnin vill hér skýra hvaða
forsendur liggja þar að baki.
Um Landspítala
– háskólasjúkrahús
LSH er eina stofnun sinnar teg-
undar á Íslandi. Sjúkrahúsið kapp-
kostar að veita öllum landsmönnum
þá bestu læknisþjónustu, sem völ er
á á hverjum tíma. Til að svo megi
verða þarf spítalinn að búa yfir mjög
breiðri og sérhæfðri þekkingu og
geta brugðist við hverjum þeim að-
stæðum sem upp kunna að koma.
Fyrir hátæknisjúkrahús af þessari
tegund er talið æskilegt að upptöku-
svæði sé a.m.k. ein milljón manna.
Fámenni þjóðarinnar gerir því
rekstur slíkrar stofnunar óhag-
kvæman.
Sameining sjúkrahúsanna varð til
þess að efla ýmsar sérgreinar fag-
lega. Stofnun háskólasjúkrahúss gaf
möguleika á að efla kennslu og vís-
indastarfsemi. Minnt er á að „há-
skólasjúkrahús“ er heiti sem gefur
til kynna að þar fari fram öflug vís-
indastarfsemi og þekkingarsköpun.
Af þeim sökum er rekstur háskóla-
sjúkrahúsa til muna dýrari en ann-
arra sjúkrahúsa.
Fullt hagræði af sameiningunni
hefur ekki náðst þar sem megin-
starfsemi sjúkrahússins er á tveim-
ur stöðum í Reykjavík. Stærstur
hluti núverandi húsnæðis er orðinn
gamall og þrengsli og óhagkvæmni
hamla starfsemi. Ekki hefur náðst
að sinna eðlilegu viðhaldi og tækja-
kostur er sumstaðar orðinn úreltur.
Mikið óhagræði skapast af því að
þurfa að reka fimm bráðamóttökur á
LSH. Einnig má nefna rannsókn-
arstofur í blóðmeinafræði, mein-
efnafræði og myndgreiningu sem
allar eru reknar á tveimur stöðum.
Auk þess skapast erfiðleikar af því
að nánar samstarfssérgreinar lækn-
isfræðinnar eru ekki á sama stað.
Mörg upplýsingakerfi spítalans eru
úr sér gengin og ekki hefur tekist að
koma á rafrænni sjúkraskrá. Það er
því ljóst að fara þarf út í frekari fjár-
festingar í húsnæði, tækjakaupum
og upplýsingakerfum áður en fullur
faglegur styrkur og hagræði af sam-
einingunni næst.
Ljóst er að fjárþörf spítalans er
mikil, enda er það hlutverk hans að
annast sérhæfðustu og dýrustu
læknisþjónustu, sem veitt er hér á
landi. Framleiðslumælikvarðar
benda þó ekki til þess að rekstur hér
sé dýrari en annars staðar.
Stefnumótun í
heilbrigðismálum
Stjórn læknaráðs LSH fagnar
þeirri vinnu, sem heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra hefur sett af
stað um endurskipulagningu lækn-
isþjónustu með sérstöku tilliti til
LSH, Fjórðungssjúkrahússins á Ak-
ureyri, heilsugæslunnar og einka-
rekinnar læknisþjónustu. Stjórn
læknaráðs LSH gerir ráð fyrir að
niðurstaðan leiði til þess að skil-
greint verði hvaða læknisverkum er
best og hagkvæmast að sinna á
LSH.
Það er ljóst að LSH sinnir ýmsum
verkefnum, sem væru eins vel eða
betur komin hjá öðrum aðilum. Má
þar nefna að fjöldi sjúklinga, sem
hefur lokið læknismeðferð á sjúkra-
húsinu, útskrifast ekki vegna skorts
á viðeigandi úrræðum. Meta þarf
hvaða sérfræðilæknisþjónustu er
hentugast að veita á sjúkrahúsinu
og hvaða þjónustu skuli veita á öðr-
um stofnunum, heilsugæslu, eða
einkareknum læknastofum.
Verkefni LSH, sem hljóta að
verða í forgangi eru sérhæfð bráða-
þjónusta og læknisþjónusta sem
ekki er hægt að veita annars staðar.
Auk þess þarf LSH að veita heild-
stæða þjónustu til að stofnunin geti
sinnt sínu hlutverki er varðar
kennslu og vísindastarfsemi. Niður-
staða þeirrar stefnumótunarvinnu,
sem þegar er hafin, á vonandi eftir
að verða leiðbeinandi við uppbygg-
ingu heilbrigðiskerfisins. Læknaráð
LSH mun leggja sitt af mörkum til
að þessi vinna geti skilað sem best-
um árangri.
Um skýrslu
Ríkisendurskoðunar
Skýrsla Ríkisendurskoðunar sem
birt var í nóvember 2003, um samein-
ingu sjúkrahúsanna í Reykjavík, sýn-
ir að í samanburði við sjúkrahús í
Bretlandi er rekstur LSH fyllilega
sambærilegur með tilliti til kostnað-
ar. Þá sést í samanburðinum að legu-
tími er mjög svipaður en árangur af
læknismeðferð er mun betri hér í
þeim þáttum sem skoðaðir voru. Sér-
staklega er athyglisvert að dánar-
tíðni eftir hjartaáfall er meira en
helmingi lægri á LSH en á sjúkra-
húsum í Bretlandi og árangur við
meðferð heilablóðfalls og mjaðm-
abrota er einnig til muna betri hér.
Þegar betur er að gáð kemur einnig í
ljós að afköst starfsmanna á LSH og
bresks heilbrigðisstarfsfólks eru
fyllilega sambærileg.
Hins vegar er hlutfallslega mun
færra vísinda-, rannsókna- og
tæknifólk starfandi á LSH en á há-
skólasjúkrahúsum í Bretlandi og er
það sérstakt áhyggjuefni. Því þarf
það að vera eitt af forgangsverk-
efnum að efla vísindaþátt sjúkra-
hússins.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar sýn-
ir hversu vel LSH stendur miðað við
sjúkrahús í Bretlandi. Á það ber þó
að minna að Bretar telja sig hafa
veitt of lítið fjármagn í heilbrigð-
ismál og eru nú að gera gangskör að
því að efla heilbrigðiskerfi sitt með
því að stórauka fjárveitingar til
þess.
Enn fremur kemur fram í nýrri
könnun á vegum Landlæknisemb-
ættisins og heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytisins um „Gæði
frá sjónarhóli sjúklings“ að ánægja
er með þá þjónustu sem spítalinn
veitir. Þá hefur markviss vinna í að
stytta biðlista eftir aðgerðum skilað
verulegum árangri.
Um ástæður þess að LSH
fer fram úr rekstraráætlun
Að sjálfsögðu þarf LSH að gæta
fyllsta aðhalds í rekstri, enda fer
spítalinn með almannafé. Það er
vissulega mikill vandi að erfitt hefur
verið að gera raunhæfar áætlanir og
að reka sjúkrahúsið á föstum fjár-
lögum. Komið hefur fram að hluti af
vandanum er vegna breytinga á
kjarasamningum sem stjórnvöld
komu að, en sjúkrahúsið hefur ekki
fengið bætt nema að hluta. Fram-
lögum í séreignasjóði starfsmanna,
sem sjúkrahúsinu er gert að greiða
samkvæmt ákvörðun stjórnvalda,
hefur ekki fylgt aukin fjárveiting til
LSH. Þá hefur orðið umtalsverð
hækkun á rekstrarvörum og lyfja-
verði umfram áætlanir. Stjórnvalds-
ákvörðun um flutning á umsýslu
svokallaðra S-merktra lyfja frá
Tryggingastofnun ríkisins til LSH
hefur valdið spítalanum umtalsverð-
um kostnaði án þess að skila hag-
ræðingu. Þá hafa framfarir í lækn-
isfræði leitt til þess að boðið er upp
á nýjungar í meðferð sjúkdóma án
þess að fjármagn fylgi. Kostnaðar-
auki er þó sambærilegur við það
sem gerst hefur annars staðar á
Vesturlöndum. Ekki var lagt fram fé
sérstaklega til sameiningar sjúkra-
húsanna, sem þó kostaði umtals-
verða fjármuni.
Hins vegar er vinna við að koma á
alþjóðlegu skráningarkerfi læknis-
verka (DRG) langt komin og er til
þess fallin að auðvelda áætlun um
fjármögnun sjúkrahússins í framtíð-
inni. Þá ætti ekki einungis að líta á
beinan kostnað heldur einnig ávinn-
ing fyrir sjúklinga og fyrir sam-
félagið af veittri þjónustu.
Um afleiðingar
samdráttaraðgerða
Stjórn læknaráðs LSH minnir á
að góður starfsandi er forsenda
góðrar þjónustu á LSH. Sameining
sjúkrahúsanna hefur verið erfið fyr-
ir marga starfsmenn. Þrátt fyrir það
hefur skapast ákveðin sátt um
áframhaldandi uppbyggingu læknis-
þjónustu á sjúkrahúsinu.
Fjölmargar starfsgreinar koma
að sérhverri flókinni læknismeðferð.
Allir hlekkirnir í slíkri keðju eru
mikilvægir fyrir góðan árangur.
Uppsagnir starfsmanna gætu leitt
til þess að sjúkrahúsið og þjóðin
glati mikilvægri þekkingu. Einnig
má benda á að á vissum deildum er
virk þátttaka félagsráðgjafa, sjúkra-
þjálfara og iðjuþjálfa forsenda þess
að unnt sé að útskrifa sjúklinga
fljótt eftir meðferð og gæti því skert
þjónusta leitt til lengri legutíma.
Það er því afar mikilvægt að horft sé
á heildarmyndina þegar sparnaðar-
tillögur eru skoðaðar.
Fjölmörgum þáttum í starfsemi
spítalans er stefnt í hættu og með
skammtímaaðgerðum er fórnað
hluta af þeim árangri, sem samein-
ing stóru spítalanna í Reykjavík átti
að skila til lengri tíma. Þá eru blikur
á lofti um hvað verði um háskóla-
hlutverkið, sem fögur orð voru höfð
um á nýafstöðnu heilbrigðisþingi.
Álit stjórnar læknaráðs LSH
Stjórn læknaráðs LSH leggur til
að stjórnvöld endurskoði afstöðu
sína til fjárveitinga til sjúkrahúss-
ins. Nú er staða þjóðarbúsins góð og
mætti ætla að ekki væri ástæða til
að veikja heilbrigðisþjónustu Íslend-
inga á sama tíma. Áður en ákvörðun
um niðurskurð er tekin mætti leita
fleirri leiða til fjármögnunar LSH
en með almannatryggingakerfinu,
svo sem með samræmdri greiðslu-
þátttöku sjúklinga eins og tíðkast
víða á Norðurlöndum, eða þátttöku
lífeyrissjóðanna. Nú er sjúklingum
mismunað eftir sjúkdómaflokkum,
t.d. er stór hjartaaðgerð þeim að
kostnaðarlausu en sjúklingum í
krabbameinslyfjameðferð er gert að
greiða gjald á hverjum meðferðar-
degi. Þá þarf að meta hvort önnur
rekstrarform skili auknu hagræði en
sérstaklega þarf þá að gæta að gæð-
um þjónustunnar.
Stjórn læknaráðs LSH leggur til
að samdráttaraðgerðum verði frest-
að þar til framtíðarhlutverk og verk-
svið sjúkrahússins hefur verið nánar
skilgreint og fjármögnun starfsem-
innar endurskoðuð. Sérstaklega
verði haft í huga að LSH stendur vel
að rekstri sínum miðað við sjúkra-
hús í Bretlandi og að árangur lækn-
isþjónustunnar er til muna betri en
þar. Ekki er ástæða til að víkja af
þeirri braut, sem sjúkrahúsið er nú
á, nema að vel athuguðu máli.
Skyndiákvarðanir eru til þess falln-
ar að valda skaða um ókomna tíð.
Stjórn læknaráðs LSH telur að
flýta þurfi uppbyggingu á allri meg-
inþjónustu LSH á einum stað og til
þess þurfi að leggja út í frekari fjár-
festingar. Það er forsenda þess að
frekari hagræðing og hugsanlegur
sparnaður náist, en ekki síst þess að
þjónustustig verði eins og best verð-
ur á kosið.
Efla þarf vísinda- og kennslu-
starfsemi, sem er forsenda þess að
sjúkrahúsið geti veitt góða læknis-
þjónustu í framtíðinni og verði sam-
bærilegt við háskólasjúkrahús
þeirra þjóða sem við viljum geta
borið okkur saman við.
Ef til samdráttaraðgerða kemur
er brýnt að hafa samráð við lækna-
ráð LSH um útfærslu þeirra, enda
ber læknaráði skylda til að vera
stjórnendum LSH til ráðuneytis um
öll læknisfræðileg atriði í rekstri
sjúkrahússins.“
Stjórn læknaráðs Landspítala – háskólasjúkrahúss ályktar um fyrirhugaðan samdrátt á spítalanum
Leita mætti fleiri
leiða til fjármögnunar
Morgunblaðið/Þorkell
Stjórn læknaráðs leggur áherslu á að ef til samdráttaraðgerða kemur verði haft samráð við ráðið um útfærslu.
STJÓRN læknadeildar Háskóla Íslands
hefur samþykkt ályktun þar sem því er
mótmælt að skerða skuli fjárveitingar til
Landspítala – háskólasjúkrahúss og lýsir
yfir áhyggjum vegna þess. Skorað er á Al-
þingi og ríkisstjórn að endurskoða
ákvörðun um fjárframlög og móta á mark-
vissari hátt stefnu sína í þróun heilbrigð-
ismála og kennslu heilbrigðisstétta á Ís-
landi.
Í ályktun læknadeildar segir m.a. að há-
skólasjúkrahúsinu hafi tekist að ná fram
hagræðingu í rekstri en vegna þeirrar
sjálfsögðu kröfu samfélagsins að sjúkra-
húsið veiti Íslendingum fyrsta flokks heil-
brigðisþjónustu hafi heildarkostnaður
aukist. Bætt og aukin heilbrigðisþjónusta
með þeim góða árangri sem sé staðfestur í
skýrslu ríkisendurskoðunar leiði til aukins
kostnaðar. Bent er á að slík kostnaðar-
aukning hafi átt sér stað í nágrannalönd-
um og skeri Ísland sig ekki úr þar.
Síðan segir í ályktuninni: „Til að mæta
skerðingunni telur háskólasjúkrahúsið sig
þurfa að draga úr kennslu stúdenta í
læknadeild og minnka verulega stuðning
við rannsóknir. Þetta leiðir óhjákvæmi-
lega til þess að það dregur úr gæðum
menntunar og þeirri rannsóknarvinnu sem
er undirstaða viðhaldsmenntunar þeirra
sem sjá um kennslu við sjúkrahúsið. Sam-
hliða þessu eru fjárveitingar til Háskóla
Íslands skertar verulega sem leiða til
lækkunar á fjárveitingu til læknadeildar.
Læknadeild telur að íslensku þjóðinni
hafi ekki verið gerð grein fyrir þeim
áhrifum sem þessar skerðingar munu hafa
á þjónustu háskólasjúkrahússins og
menntun heilbrigðisstétta til framtíðar.
Einnig að þessi lækkun í fjárveitingu til
háskólasjúkrahússins geti leitt til aukins
kostnaðar á öðrum sviðum þannig að
sparnaður þjóðfélagsins í heild verði mun
minni en Alþingi gerir ráð fyrir.“
Læknadeild vill markvissari stefnu