Morgunblaðið - 24.12.2003, Side 16

Morgunblaðið - 24.12.2003, Side 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURLANDSBRAUT Hrafnhildur Bridde, lögg. fasteignasali OPIÐ VIRKA DAGA 9.00 - 18.00 OG NÚ Á LAUGARDÖGUM 11.00 - 14.00 Pétur Kristinsson Hrafnhildur Bridde Birkir Örn Guðrún Antonsdóttir Páll Guðjónsson Kristján Axelsson Hrafnhildur Haraldsdóttir Kristinn R. Kjartansson Benjamín H. Þórðarson Suðurlandsbraut 12 108 Reykjavík www.remax.is/sudurlandsbraut Sími 520 9300 RE/MAX Suðurlandsbraut óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir góðar viðtökur á árinu sem er að líða ÍSRAELAR drápu átta Palestínu- menn í gær í miklum hernaðarað- gerðum á sunnanverðu Gaza-svæð- inu en áður höfðu tveir ísraelskir hermenn látið lífið í handsprengjuá- rás. Eru þessi átök með þeim mestu á síðustu mánuðum. Palestínskir læknar segja, að mennirnir átta hafi verið skotnir í Rafah-flóttamannabúðunum en meðal þeirra voru lögreglumaður og hjálparliði. Aðrir 34 voru særðir skotsárum og þótti tvísýnt um líf sumra. Meðal hinna særðu eru þrjú börn á aldrinum þriggja til fimm ára. Ísraelar segja, að herförin, sem farin á fjölda brynvarinna bifreiða, hafi verið gerð til að eyðileggja göng milli Gaza og Egyptalands. Hafi þau verið notuð til að smygla vopnum. Á Gaza búa um 7.000 ísraelskir landtökumenn og gætir þeirra fjöl- mennt herlið. Sarita Weissman, systir annars ísraelsku her- mannanna, sem féllu í fyrradag, sagði í viðtali við útvarp ísraelska hersins í gær, að bróðir sinn hefði fallið til einskis. „Hann var þar til að gæta fólks, sem hefur sest þar að af trúarástæð- um. Það er ömurlegt,“ sagði Weissman en margt bendir til, að Ísraelsstjórn ætli að flytja landtöku- mennina á Gaza burt með valdi eins og raunar meirihluti Ísraelsmanna vill. Reuters Palestínumenn bera á brott lík manns sem ísraelskir hermenn skutu til bana í Rafah-flóttamannabúðunum í gær. Átta skotnir á Gaza Gaza-borg. AFP. EMBÆTTISMENN í Bandaríkjunum voru aldrei þessu vant einhuga um nauðsyn þess að hækka sl. sunnudag viðbúnaðarstig hryðju- verkahættu vegna aukinna líkinda á árás af hálfu liðsmanna al-Qaeda-hryðjuverkasamtak- anna. Vísbendingar þykja hafa verið svo marg- ar og svo eindregnar að full ástæða hafi verið til að bregðast við nú. Þegar hefur verið ráðist í að auka viðbúnað við ýmis hugsanleg skotmörk í Bandaríkjunum, s.s. á flugvöllum og í nágrenni kjarnorkuvera, en kunnugir segja umfangsmiklar upplýsingar hafa borist um að hryðjuverkaárás væri hugs- anlega yfirvofandi. Upplýsingarnar eru þó óná- kvæmar að því leytinu til að ekki er vitað hvar eða hvenær al-Qaeda myndi nákvæmlega láta til skarar skríða. Víða mátti sjá ljós merki þess í gær að örygg- isviðbúnaður hefði verið aukinn. Sprengjuleit- arhundar sáust nú á alþjóðaflugvellinum í Cinc- inninati, svo dæmi sé tekið, lögreglubátar voru á ferð á Erie-vatni, nálægt nokkrum orkuveit- um, og fleiri menn voru á verði við landamærin að Kanada en venjulega. Raunar hefur viðbún- aður verið aukinn við flestar stórbrýr í Banda- ríkjunum, bílaundirgöng, sjávarhafnir og þekkt minnismerki, að ekki sé talað um staði þar sem geymd eru hættuleg eiturefni o.s.frv. „Ég hef aldrei séð þá sem stýra þjóðarörygg- ismálefnum Bandaríkjastjórnar eins festa upp á þráð og kvíðna og einmitt núna,“ sagði hátt- settur embættismaður við Los Angeles Times. Hann segir að menn hafi jafnvel flýtt því um heilan dag að breyta viðbúnaðarstiginu vegna hryðjuverka vegna þess hversu vísbending- unum hafði fjölgað yfir liðna helgi um að raun- veruleg hætta væri á ferðum. Um er að ræða leyniþjónustugögn sem bandaríska leyniþjónustan, CIA, og Þjóðarör- yggisstofnunin hafa rýnt í og komist yfir, auk þess sem fjöldamörg bandalagsríki Bandaríkj- anna hafa deilt upplýsingum sínum með stjórn- völdum í Washington. M.a. hafa verið hleruð samtöl sem þekktir hryðjuverkamenn erlendis hafa átt og er þar vísað svo ekki verður um villst, að sögn embættismanna, til a.m.k. einnar hrinu hryðjuverkaárása, aðgerða sem allar yrðu framkvæmdar á sama tíma, rétt eins og árásirnar 11. september 2001. En jafnframt eru vísbendingar um einstakar, tilteknar hryðjuverkaárásir, sumar litlar í snið- um, aðrar stærri. Upplýsingarnar benda til árásar á einhverja stórborg, s.s. New York, Washington, Los Angeles og Las Vegas. Hins vegar segjast embættismenn einnig hafa vís- bendingar um að hugsanlega séu í bígerð árásir á jafn óþekkta sveitastaði sem Rappahannock í Virginíu, en þar eru staðsettar ýmsar stjórn- arbyggingar. Þá er rætt um Valdez í Alaska í þessu samhengi, en þar afferma stór flutn- ingaskip olíu sem dælt hefur verið upp úr sjó þar undan ströndum Alaska. Embættismenn eru þó ekki síst hræddir um að al-Qaeda muni, rétt eins 11. september 2001, ræna flugvélum og fljúga þeim á skotmörk sín. Menn hafa ekki getað greint hvert skotmarkið ætti að vera en m.a. er óttast að ráðist yrði á stóra íþróttaleikvanga, en ljóst er að margir munu bregða sér á völlinn yfir hátíðarnar. Þá er ljóst að víða mun stór hópur manna koma saman um miðja næstu viku til að fagna nýju ári. Óttast mjög hryðjuverkaárásir yfir jólin Margar og eindregnar vísbendingar eru sagð- ar hafa komið fram um að hryðjuverkamenn hugsi sér til hreyfings í Bandaríkjunum Washington. AP, The Los Angeles Times. GEORGE Bush yrði end- urkjörinn for- seti Bandaríkj- anna færu kosningar fram nú ef marka má nið- urstöðu skoð- anakönnunar sem birt var í gær. Fleiri eru nú sáttir en áður við framgöngu Bush í Íraksmálinu að því er fram kemur í skoð- anakönnun sem gerð var fyrir dagblaðið The Washington Post og fréttastofu ABC-sjónvarps- stöðvarinnar. 60% aðspurðra sögðust sátt við Íraksmálið en í nóvember kváðust 48% þeirrar hyggju. Þá sögðust 59% þeirra sem gáfu upp afstöðu sína telja að hernaðurinn í Írak væri rétt- lætanlegur eða að Írak væri „þess virði að berjast fyrir“ eins og það var orðað í spurningunni. Hafði þeim sem þessa afstöðu hafa til Íraksmálsins fjölgað um átta prósent frá því í síðustu könnun. Tæp 70% aðspurðra sögðu að Bush-stjórnin ætti að fá Sameinuðu þjóðunum stærra hlutverk í uppbyggingu Íraks. Hvað efnahagsmálin varðar kvaðst 51% nú þeirrar skoðunar að Bush stæði sig vel á þeim vettvangi. Er það í fyrsta skipti frá því í apríl í ár sem meira en helmingur gefur upp þessa af- stöðu. 42% þátttakenda sögðust telja efnahagsástandið „gott“ eða „mjög gott“ en 33% létu það mat í ljós í októbermánuði. Samkvæmt könnuninni myndi Bush fara með sigur af hólmi færu forsetakosningar fram nú. Hann myndi sigra frambjóðanda Demókrataflokksins með 50% at- kvæða gegn 41%. Miklir yfirburðir Deans Howard Dean, fyrrum ríkis- stjóri Vermont, nýtur mests fylgis þeirra demókrata sem sækjast eftir því að verða fram- bjóðandi flokksins í forsetakosn- ingunum næsta haust. Fylgi Deans meðal skráðra demókrata mældist 31% en var 20% í liðinni viku. Átta menn taka auk Deans þátt í forkosningum flokksins en enginn þeirra reyndist njóta fylgis sem náði tveggja stafa tölu. Þessi könnun The Washington Post og ABC er ósamhljóða þeirri sem Harris-fyrirtækið birti á mánudag en hún leiddi í ljós að vinsældir Bush forseta væru með minnsta móti frá því hann tók við embætti í janúar árið 2001. Sú könnun snerist hins vegar eink- um um að leiða í ljós hvort hand- taka Sadams Husseins hefði haft áhrif á stöðu forsetans. Var nið- urstaðan sú að þau áhrif væru vart mælanleg. Sú könnun var og gerð bæði fyrir og eftir handtöku Saddams 14. þessa mánaðar og tók alls yfir sex daga. Könnunin sem birt var í gær var gerð 18.–20.desember og náði til 1.001 kjósanda. Bush yrði endurkjörinn Washington. AFP. George W. Bush

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.