Morgunblaðið - 24.12.2003, Side 20

Morgunblaðið - 24.12.2003, Side 20
FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteignasali. Óskum viðskiptavinum okkar nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Lesið í skóginn með skólum | Mánudaginn 8. desember s.l. var undirritað við hátíð- lega athöfn utan dyra við Andakílsskóla samkomulag Andakílsskóla og Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri um grenndarskóg. Áður hafði samkomulag Andakílsskóla, Skógræktar ríkisins, Kennaraháskóla Íslands, Námsgagnastofn- unar og Kennara- sambands Íslands verið undirritað. Samstarf þessara aðila er hluti af lands- verkefni, þar sem sjö skólar taka þátt, ásamt fyrrgreindum samstarfsaðilum. Skólar þessi kallast „Skógarskólar“. Gerð er verkefnalýsing fyrir hvern skóla, þar sem einstakir þættir í samstarfinu eru skil- greindir nánar, uppeldis- og kennslu- fræðileg markmið og útfærsla einstakra þátta í verkefninu. En skólarnir þurfa aðgang að skógi í ná- grenninu, svonefndum grenndarskógi, og því var gert samkomulag við Land- hbúnaðarháskólan á Hvanneyri um afnot Andakílsskóla af skjólbeltum kringum líf- rænan ræktunarreit sunnan við veginn heim að Hvanneyri. Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari á Hvanneyri, á allan heiðurinn af tilurð þessa skjólbeltis. Í samkomulaginu segir meðal annars: LBH heimilar Andakílsskóla að nýta garð- inn í tengslum við skipulagða skólafræðslu í verkefninu „Lesið í skóginn – með skól- um.“ Skólinn greiðir ekki leigu fyrir afnotin og ber ekki kostnað af almennum fram- kvæmdum og skógarhirðu svæðisins. Andakílsskóli sér um að merkja grenndar- skóginn, og sér til þess að umgengni sé eins og best verður á kosið. Við athöfnina í skjóli jólatrés úr Skorra- dal afhenti Birgir Hauksson skógarvörður á Vesturlandi skólanum sérsmíðan raka- mæli að gjöf. Úr bæjarlífinu Við undirritun samkomulagsins, Ólafur Oddsson verkefnisstjóri, Elísabet Haraldsdóttir skólastjóri Andakílsskóla og Magnús B. Jónsson rektor LBH. Morgunblaðið/Davíð Pétursson HÉÐAN OG ÞAÐAN Lyftur verða opnar áskíðasvæði Ak-ureyringa í Hlíð- arfjalli strax á milli jóla á og nýars; lokað er í dag, aðfangadag, á morgun, jóladag, og annan í jólum, en svo verður opið bæði á laugardag og sunnudag frá klukkan 11 til 16. Stólalyftan Fjarkinn verð- ur þá í notkun og Hóla- braut verður líka opin. Í tilkynningu frá for- ráðamönnum í Hlíðarfjalli er minnt á að árskortin síðan síðastliðinn vetur gildi ennþá. „Það er verið að vinna að því að þeir sem keyptu árskort í fyrra geti greitt fyrir árskortin 2004 í gegnum heimabanka. Það gerir okkur þá mögu- legt að búa til kortin þann- ig að þau verði tilbúin...“ Opið í Hlíðarfjalli Borgarnes | Þessir jólasveinar hringdu bjöllunni hjá fréttaritara og voru að dreifa jólapósti til Borgnesinga. Þeir voru á vegum Sunddeildar Skallagríms sem eins og undanfarin ár, sér um að dreifa jólapósti innanbæjar í fjáröflunarskyni. Jólasveinarnir sögðust hafa gaman að þessum útburði og þeim var ekkert orðið kalt. En þeir máttu ekki vera að því að tefja lengi því þeir áttu eftir að koma talsverðu af jólapósti enn til skila. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Jólasveinar dreifa pósti Friðrik Stein-grímsson í Mý-vatnssveit leiddi hugann að því að lands- menn væru komnir langt frá uppruna jólanna og jafnvel búnir að gleyma hvers vegna þau væru haldin: Sumt er enn með sama brag og sést ef vel þú skoðar því engill drottins enn í dag okkur fögnuð boðar. Séra Hjálmar Jónsson rýnir í framtíðina: Lífið þiggur gefin grið, góðar stundir veitast. Hillir undir helgan frið, heimurinn er að breytast. Björn Ingólfsson sendir jólakveðju: Gleðji ykkur gjafirnar og góðvild ýmiss konar, einkum Halldór Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Engill drottins pebl@mbl.is ÍBÚAR Hríseyjar fylltu samkomuhúsið Sæ- borg í liðinni viku en þá frumsýndi Tinna Gunnlaugsdóttir þar kvikmyndina „Mynd fyrir afa“. Sú mynd var tekin upp í Hrísey á liðnu sumri en verður sýnd í sjónvarpi á morgun, jóladag. Hríseyingar hrifust mjög af myndinni og stóðu gestir upp að sýningu lokinni og klöpp- uðu fyrir Tinnu og fylgdarliði hennar. Hjónin Egill Ólafsson og Tinna framleiddu myndina en í henni má t.d. sjá Árna Tryggva- syni bregða fyrir. Hann leikur afann. Árni og kona hans, Kristín, búa í Hrísey að sumarlagi og teljast þar eflaust til vorboða. Hríseyingar fjölmenntu á frumsýningu myndarinnar í félagsheimilinu Sæborg. Hríseyingar hrifnir af Mynd fyrir afa Frumsýning Tinna Gunnlaugsdóttir, leikstjóri myndarinnar Mynd fyrir afa, í félagsheimilinu Sæborg. Hvammstangi | Valgerður Kristjánsdóttir tók við sem kaupfélagsstjóri Kaupfélags Vestur-Húnvetninga hinn 8. desember. Hún var valin úr hópi 19 umsækjenda. Valgerður er Eyfirðingur, fædd og upp- alin á Kaupangi í Eyjafirði. Hún er stúdent af verslunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, nam viðskiptafræði í Háskóla Ís- lands í Reykjavík og síðar í rekstrarfræði í Háskólanum á Akureyri og lauk þar B.Sc.- prófi. Hún nam fiskeldisfræði, bóknám á Kirkjubæjarklaustri og verklega námið á Hjaltlandseyjum og vann síðan hjá Silfur- laxi í Hveragerði. Hún vann um skeið hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, en réðst árið 1997 sem framkvæmdastjóri til Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf. á Krossanesi á Akureyri. Valgerður tók við starfi kaupfélags- stjóra KVH nú í desember af Birni Elísyni, sem hefur gegnt starfinu í um þrjú ár. Hún telur sannarlega að tími kaupfélaga sé ekki liðinn. Hún telur enn þörf fyrir samvinnu í íslensku þjóðfélagi. Má nefna að í Dan- mörku eru menn komnir í hring, m.a. með fóðurstöðvar fyrir landbúnað og reka þær nú í eins konar samvinnufélagsformi. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga á og rekur öflugt sláturhús sem hefur útflutningsleyfi bæði til Evrópu og Bandaríkjanna. Þar tel- ur hún helstu sóknarfæri félagsins. Nýr kaup- félagsstjóri á Hvammstanga Morgunblaðið/Karl Ásgeir Velkomin til starfa: Valgerður Kristjáns- dóttir og Björn Elísson við tímamótin. ♦ ♦ ♦ Akureyri | Hjúkrunardeildinni Seli við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur borist höfðingleg gjöf frá börnum Leós Sigurðssonar, útgerðarmanns. Gjafaféð er 1,5 milljónir króna og skal varið til þess að bæta aðstöðu og búnað sjúklinga og starfs- manna í Seli. Hluta af gjafafénu hefur verið ráðstafað nú þegar til kaupa á sjónvarpi, rafmagnsorgeli, borði, stólum, garðbekk og fleiru. Þetta kemur fram á heimasíðu FSA. Höfðingleg gjöf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.