Morgunblaðið - 24.12.2003, Side 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 21
Heiðmörk | Rúmlega 1.000 manns
lögðu leið sína í Heiðmörk í des-
ember til að höggva sitt eigið
jólatré á vegum Skógrækt-
arfélags Reykjavíkur, og frábært
að sjá hversu gaman fólki finnst
að koma og velja sitt eigið jólatré,
segir Ólafur Ólafsson skóg-
arvörður.
Ólafur segir menn komast í
mikla jólastemningu við það að
sækja sér tré út í skóg. „Tréð lít-
ur líka allt öðruvísi út fyrir fólki
þegar heim er komið, það snýst
bara um það að þetta er þeirra
tré, og skiptir ekki öllu máli
hvernig það lítur út. Þetta er orð-
in hefð hjá mörgum.“
Hann segir að einn af kostunum
við þetta fyrirkomulag sé líka að
þá sé fólk visst um að fá nýhoggið
tré.
Tíu starfsmannahópar komu í
Heiðmörkina, sá minnsti um 20
manns, en þeir stærstu um 100.
Að auki komu um 600 manns þeg-
ar félagsmönnum og velunnurum
Skógræktarfélagsins var boðið nú
rétt fyrir jól. Samtals tók þessi
hópur á bilinu 200 til 300 tré heim
með sér.
Heitt kakó og jólasveinn
Fyrirtækjahóparnir sem koma
taka oft með sér jólasvein eða tvo,
og að sjálfsögðu heitt kakó, enda
gott að fá eitthvað hlýtt í kropp-
inn þegar tré er sótt í frosti og
kulda. Ólafur segir þó að veðrið
hafi í raun leikið við þá sem
komu, veðrið í desember hafi
aldrei verið leiðinlegt, og smá-
kuldi sé bara jólalegur.
„Þetta hefur vakið svo mikla
lukku að það er þegar farið að
spyrjast fyrir um næsta ár og í
síðustu viku var athugað hvort
hægt væri að troða inn einum
hópi til viðbótar fyrir jólin,“ segir
Ólafur. Hann segir þó að ekkert
verði bókað fyrr en næsta haust
og því liggi ekkert á að ákveða
hvar sækja eigi jólatré fyrir
næsta ár.
Vinsælt að höggva sér jólatré í Heiðmörk
Skemmtileg stemmning: Jólasveinar hafa verið duglegir að hjálpa til við að velja jólatré.
Vesturbær | Íbúar í Vesturbæ
hafa margir hverjir nokkrar
áhyggjur af óhóflegri breidd Suð-
urgötunnar, sem liggur neðan úr
miðbæ yfir í Skerjafjörð. Þykir
þeim gatan allt of breið miðað við
þá umferð sem um hana fer og
þann mikla straum gangandi veg-
farenda sem á leið yfir hana á dag-
inn enda liggur hún í gegnum mitt
háskólasvæðið. Breidd götunnar
þykir leiða til allt of mikils um-
ferðarhraða og hættu fyrir gang-
andi vegfarendur auk þess sem
verðmætt byggingarými þykir fara
til spillis. Hafa sumir kallað Suð-
urgötuna hraðbraut í þéttbýli.
Þörfin fyrir tvær
akreinar ekki fyrir hendi
Sigurður Helgason, sviðsstjóri
Umferðaröryggissviðs hjá Um-
ferðarstofu, segir liggja ljóst fyrir
að í nútímalegri umferðarumræðu
sé lögð sífellt meiri áhersla á að-
skilnað gangandi og akandi um-
ferðar. „Einn liður í því er að
draga úr hraða þar sem gangandi
vegfarendur eru á ferðinni,“ segir
Sigurður og bætir við að menn
hafi í allt of ríkum mæli sett bílinn
og akstur bíla sem forgangsverk-
efni. „En minna hefur verið hugs-
að um óvarða vegfarendur. Það er
nákvæmlega þetta sem þarf að
hugsa um bæði hvað varðar skipu-
lag og stundum með því að endur-
skoða eldri mannvirki til að draga
úr hraða. Það á svo sannarlega við
á þessum stað af því að þörfin fyr-
ir tvær akgreinar er í raun og veru
ekki fyrir hendi. Það ætti því að
vera mönnum í lófa lagið að lag-
færa þetta.
Það eru komnir ýmsir góðir
kostir og aðgengi bæði að Háskól-
anum og Reykjavíkurflugvelli hef-
ur batnað með tilkomu tengingar
frá Vatnsmýrarvegi upp á Sæ-
mundargötu og þar með Háskóla-
svæðið og einnig við flugvallar-
svæðið,“ segir Sigurður að lokum.
Hraðbraut í þéttbýli
Morgunblaðið/Júlíus
Suðurgata í Reykjavík státar af fjórum akreinum sunnan Melatorgs. Við
götuna er m.a. Háskóli Íslands með sínum fjölmörgu byggingum, stúd-
entagarðar, Þjóðminjasafnið og íbúðir aldraðra. Mjög lítil en aftur á móti
hröð umferð er oft og tíðum á Suðurgötunni.