Morgunblaðið - 24.12.2003, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.12.2003, Qupperneq 22
AKUREYRI 22 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ UMFERÐ í kirkjugarða landsins eykst mjög í desember og nær há- marki á aðfangadag þegar mikill fjöldi fólks kemur að vitja leiða lát- inna ástvina sinna. Smári Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar, segir aðfangadag einn skemmtilegasta dag ársins og hafi lengi vel verið sá annasamasti. Það hefur að nokkru leyti breyst eftir að vefurinn www.gardur.is var tekinn í notkun, en á honum er að finna að- gengilegar upplýsingar um legstaði látins fólks á Íslandi. Á vefnum er hægt að fletta upp hvar í kirkjugarði látnir ástvinir hvíla, auk upplýsinga um fæðingar- og dánardægur. Í Kirkjugarði Akureyrar eru um 7.000 leiði og hefur sá háttur verið á í fjölmörg undanfarin ár að skátar í St. Georgsgildinu hafa séð um lýs- ingu á leiðunum. Nánast öll leiðin eru upplýst og ljósadýrðin á Höfðan- um þar sem kirkjugarðurinn er því mikil. Óvenju mikið um ljósakrossa „Það er óvenju mikið af ljósum í garðinum miðað við garða annars staðar í landinu,“ segir Smári. Það segir hann m.a. vegna þess hve ódýr lýsingin er, „fjórum sinnum ódýrari en í Reykjavík,“ segir hann og einnig nefnir hann að fyrir leiðalýsingunni sé löng og rík hefð. „Þessi siður hef- ur breiðst út, menn sjá þetta á næsta leiði og vilja þá líka setja upp svona lýsingu hjá sínum. Þetta gerir að verkum að garðurinn er einstaklega fallegur yfir að líta í rökkrinu,“ segir Smári. Hann segir að umferð fólks í kirkjugarðinn fari að aukast fyrir fyrsta sunnudag í aðventu, en þá er kveikt á jólalýsingu garðsins og er umferð jöfn og þétt alla sunnudaga í aðventu. Á Þorláksmessu merkja starfsmenn enn aukna umferð sem nær svo hámarki á aðfangadag. „Það er stanslaus straumur í garðinn frá morgni og fram eftir degi og þetta er einn skemmtilegasti dagurinn hér í kirkjugarðinum. Það er yfirleitt létt yfir fólki, það er meyrt, en í hátíð- arskapi. Þetta er annar bragur en vanalega. Það er mikið um að heilu fjölskyldurnar komi saman og marg- ir fylgja hefðum varðandi þessar heimsóknir. Þegar maður verður var við meðlimi ákveðinnar fjölskyldu má gera ráð fyrir að klukkan sé að verða 11, aðrir hafa fyrir sið að koma á ákveðnum tíma um eftirmiðdaginn og þannig mætti áfram telja,“ segir Smári. Vösk sveit félaga úr St. Georgs- gildinu gengur svo um allan garðinn á aðfangadag með tangir og er í því að bjarga ljósakrossum og leiðum frá logum friðarkertanna sem hvar- vetna loga. „Ég man mest eftir 11 kertum á einu leiði, það var eiginlega bara eins og varðeldur,“ segir Smári. Ef snjór eða vatnsdropi kemst í logandi friðarkerti er voðinn vís, þá verður nokkurs konar sprenging og stórir blossar mynd- ast, „ég man eftir einum aðfangadegi fyrir nokkrum árum, þegar gerði rigningu og þegar kertin fóru að springa var þetta bara eins og í Beir- út,“ sagði hann. Vildi Smári því beina því til fólks að setja kertin ekki of nálægt legsteinum, margir þeirra hefðu orðið fyrir skemmdum þegar á þá slettist vax. Vefurinn virkar Áður en vefurinn var tekinn í notkun voru starfsmenn garðsins í óða önn allan daginn að vísa fólki til vegar, aðstoða það við að leita leiða ástvina sinna. „Það hefur minnkað mjög mikið, greinilegt er að fólk fer inn á vefinn og prentar upplýsing- arnar út. Það má sjá fólk með blöð á lofti og eins konar ratleik, þar sem búið er að merkja bestu leiðina inn á kortið. Það er því augljóst að vefur- inn virkar mjög vel og fólk notar hann,“ segir Smári. Hann nefndi einnig því til staðfestingar að starfs- fólk garðanna tæki eftir því að um- ferð fólks með blöð í hendi eykst að sumarlagi. „Þá eru ættarmótin í uppsiglingu og fólk að vitja leiða og leita upplýsinga um formæður og -feður sína,“ segir Smári. Um 100 til 150 heimsóknir eru á vefinn daglega, „en svo höfum við tekið eftir því að ef á hann er minnst t.d. í fjölmiðlum eykst umferðin og þannig komu um eitt þúsund manns á vefinn eftir að á hann hafði verið innst í útvarpi um daginn.“ Nú gefst ættingjum og vinum kostur á að varðveita minningu lát- inna með því að koma upplýsingum um þá á vefinn og hefur að sögn Smára fengið mjög jákvæðar und- irtektir. Gegn vægri greiðslu geta þeir fengið birta á vefnum mynd af viðkomandi og æviágrip með helstu upplýsingum en samstarf þar um er við Morgunblaðið þar sem finna má margvíslegar upplýsingar um látna í minningargreinum. „Fólk er mjög ánægt með þessa þjónustu og sér- staklega hafa ættfræðigrúskarar tekið þessari nýjung fagnandi. Þeg- ar fram líða stundir mun þarna á ein- um stað verða að finna mikið magn upplýsinga,“ segir Smári. Hann bætti við að nú væri í vinnslu að taka upp samstarf við Íslendingabók sem virkar á þann veg að þegar fólk leit- ar ættingja sinna látinna í Íslend- ingabók á það að geta séð hvar við- komandi hvílir. „Við vonumst til að geta boðið upp á þessa þjónustu á næsta ári,“ segir Smári. Mikil umferð um kirkjugarða á aðfangadag Annasamasti dagur ársins Morgunblaðið/Kristján Smári Sigurðsson í Kirkjugarðinum á Akureyri. Fólk er farið að nýta sér aðgengilegar upplýsingar um legstaði látinna á vefnum www.gardur.is. Margrét Þóra Þórsdóttir ræddi við Smára Sigurðsson, framkvæmda- stjóra Kirkjugarða Akureyrar. 20 ára afmælis VMA minnst með ýmsum hætti á vorönn Líkneski af Eyrarlands- Þór vígt HALDIÐ verður upp á 20 ára afmæli Verkmenntaskólans á Akureyri með ýmsum hætti að því er fram kom hjá Hjalta Jóni Sveinssyni skólameistara við brautskráningu og sagði hann það mikið tilhlökkunarefni að halda upp á þennan áfanga í sögu skólans sem næsta vor hefur starfað í tvo heila áratugi. Viðburðir af ýmsu tagi verða á vorönn til að minna á tímamótin, m.a. verður opinn kynningardagur í mars, afmælisrit verður gefið út og þá verður líkneski af Eyrarlands-Þór vígt, en því verður komið fyrir á stalli framan við austurinngang skólans. „Þrumuguðinn Þór hefur verið talinn til heilla fyrir skólann frá upphafi, enda mun hið forna Þórsnisti, sem margir þekkja, hafa fundist hér á Eyrarlandsholtinu um miðja 19. öld,“ sagði Hjalti Jón. Hann nefndi að Bernharð Haraldsson fyrrverandi skólameistari hefði haft forgöngu um að stofnaður var sjóður á fyrstu árum skólans í því skyni að um síðir yrði smíðuð afsteypa af gripnum í hæfi- legri stærð og komið fyrir utan við skólann. Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður var skólanum til fulltingis, „og varð endirinn sá að gerð var forkunnarfalleg afsteypa af Þór með hamarinn í Englandi síðast- liðinn vetur,“ sagði skólameistari. Hún er nú í anddyri skólans en verður komin á stall sinn úti við næsta vor. Jólakonsert | Hljómsveitin Helgi og hljóðfæraleikararnir heldur árleg- an jólakonsert sinn á laugardag, 27. desember í Deiglunni og hefst hann kl. 22. Leyndardómsfull skemmti- atriði verða í boði að því er fram kem- ur í tilkynningu um tónleikana. ♦ ♦ ♦ HEIMSPEKIMESSA: Ritgerðir handa Mikael M. Karlssyni prófess- or sextugum er heiti á bók sem hef- ur að geyma greinar um fjölbreytt heimspekileg efni eftir sextán höf- unda. Bókin geymir ágóðann af tveggja daga heimspekiráðstefnu sem hald- in var dagana 28.-29. mars 2003 í Lögbergi. Þar fluttu 14 íslenskir heimspekingar (þar af þrír starf- andi erlendis) og tveir erlendir er- indi. Ráðstefnan kallaðist „Mikj- álsmessa“ og var haldin í tilefni af sextugsafmæli Mikaels M. Karls- sonar, prófessors í heimspeki við Háskóla Íslands og nýráðins deild- arforseta félagsvísinda- og laga- deildar Háskólans á Akureyri. Mikael M. Karlsson er einn af feðrum akademískrar heimspeki á Íslandi. Hann er virtur heimspek- ingur á alþjóðavettvangi og hefur ritað um mörg ólík sérsvið heim- speki en hefur auk þess verið óþreytandi velgjörðarmaður ís- lenskrar heimspeki og heimspek- inga. Ritgerðirnar í þessari bók, sem margar skírskota beint eða óbeint til skrifa Mikaels, gefa góða mynd af íslenskri heimspeki samtímans eins og hún gerist best segir í frétt um útkomu bókarinnar. Ritstjórar hennar eru heimspek- ingarnir Kristján Kristjánsson og Logi Gunnarsson. Útgefandi er Há- skólaútgáfan. Heimspekimessa handa Mikael Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kristján Kristjánsson, annar tveggja ritstjóra bókarinnar Heim- spekimessa, afhendir Mikael M. Karlssyni prófessor fyrsta eintak bókarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.