Morgunblaðið - 24.12.2003, Side 26
Aðalsteinn Vilbergsson vinnur í gjald-skýli Spalar við Hvalfjarðargöng á að-fangadagskvöldi. Hann segir tiltölu-
lega fáa fara um göngin þetta kvöld. Það sé þó
reytingur af bílum framundir klukkan sex.
„Það er öryggisatriði að hafa fólk hér í skýl-
inu, því neyðarsímar ganganna og annar ör-
yggisbúnaður er tengdur neyðarlínu og gjald-
skýlinu.
Hann segist einu sinni áður hafa unnið á að-
fangadagskvöldi. „Mér þarf alls ekki að leiðast
þótt lítið sé að gera. Í skýlinu er sjónvarp og
myndbandstæki sem styttir manni stundir.
Að sjálfsögðu er ég í mínu fínasta pússi,
enda jól,“ segir hann þegar hann er spurður
hvort hann sé í sparifötunum í vinnunni þetta
kvöld.
En borðar hann jólamatinn í vinnunni? „Nei
ég tek alltaf með mér nesti sem eru oftast sam-
lokur og ég bregð ekki út af þeim vana.“
Kona Aðalsteins, Erla Kjartansdóttir, verð-
ur einnig að vinna á aðfangadagskvöldi, á
sjúkrahúsi Akraness. „Við erum orðin ein í
kotinu, það bíða því engin börn eftir okkur.
Allt fjörið er eftir hjá okkur því þegar við kom-
um heim þá fáum við okkur gott að borða og
tökum upp pakkana, þannig að vinnan seinkar
aðeins jólunum.“
Aðalsteinn Vilbergsson
Morgunblaðið/Jim Smart
Róleg vakt: Aðalsteini Vilbergssyni leiðist
ekkert þó lítið verði að gera í gjaldskýli Spal-
ar við Hvalfjarðargöng.
Vinnan
seinkar
jólunum
á Nicollet Mall og fórum út að borða um kvöld-
ið. Það næsta sem við komumst skötunni var
síldarsmakk á skandinavískum veitingastað.
Út að borða á aðfangadagskvöldi
Á aðfangadagsmorgni var ekkert loka-
jólastress á okkur, allir pakkar komnir á sína
staði og við héldum vel búin í morgunverð. Að
honum loknum spókuðum við okkur um göt-
urnar, glottum út í annað þegar
við sáum „last minute shop-
pers“ á hlaupum eins og þeir
höfðu verið kallaðir í fréttatím-
um morgunsins og eru víst 80%
karlmenn. Við vorum komin í
hið besta jólaskap áður en við
vissum af. Seinni hluta dagsins
eyddum við í bókalestur og sæl-
gætisát, hringdum í fjölskyldu okkar sem
hafði nýlokið við að útdeila möndlugjöfinni og
héldum því næst í kvöldverð með áhöfninni.
Við áttum pantað borð á mjög huggulegum
veitingastað og héldum þangað öll í okkar fín-
asta pússi. Það var ekki aðeins ég sem hafði
tekið með mér fjölskyldumeðlim, annar flug-
mannanna var með konuna og þrjú ung börn
með sér og í för með annarri samstarfskonu
minni voru tvær dætur og hinni sonur. Við
Eftir að hafa starfað sem flugfreyja hjáFlugleiðum í næstum tólf ár upplifðiIngunn Kristín Ólafsdóttir í fyrsta
skipti að vera að vinna um síðustu jól, hún
flaug til Minneapolis á Þorláksmessu.
„Ég verð að viðurkenna að það fylgdu því
blendnar tilfinningar að eiga að dvelja erlend-
is um jólin enda er ég mikið jólabarn og vil þá
eins og flestir vera í faðmi fjölskyldunnar,“
segir Inga Stína eins og hún er
kölluð. „Það bætti þó úr skák að
eiginmaður minn, Sveinn Líndal
Jóhannsson, fór með mér og ég
vissi að ég væri að fara með ein-
vala áhöfn. „Við hjónin ákváðum
að pakka niður þeim jólapökkum
sem litu út fyrir að innihalda bæk-
ur, malti og appelsíni, konfekti og
lakkrís og litlum rafhlöðuknúnum jólaljósum
og halda okkar eigin litlu jól á hótelherberg-
inu. Þegar við komum til Minneapolis var ólíkt
jólalegra að litast um en í Reykjavík enda frost
ytra meðan hér rigndi. Húsin og göturnar í
Minneapolis voru listilega skreytt að amerísk-
um sið, en skreytingin kannski dálítið ýkt að
okkar mati.
Við hjónin upplifðum Þorláksmessustemmn-
inguna ekki á Laugaveginum þetta árið heldur
fengum gómsæta máltíð og kvöldið var allt hið
ánægjulegasta. Þegar við komum aftur á hót-
elið kveiktum við á litlu jólaljósunum okkar,
opnuðum þá pakka sem við höfðum tekið með
og svifum svo inn í draumalandið sæl og
ánægð með frábæran aðfangadag.
Jóladagsmorgunn rann svo upp með sama
frosti og kulda. Við ákváðum að halda okkur
innan dyra enda fátt hægt að gera í borginni –
alls staðar harðlokað. Hvergi hægt að fá svo
mikið sem einn kaffibolla og ekki sála á ferli.
Okkur fannst þetta nú svolítið sérstakt í millj-
ónaborg og hugsuðum til þess að litla Reykja-
vík er gagnrýnd fyrir að hafa lítið opið þennan
dag. Meira að segja herbergisþjónustan á hót-
elinu okkar hafði lokað dyrum sínum. Okkur
tókst þó að væla út tvær beyglur og appelsínu-
safa til að seðja sárasta hungrið um morg-
uninn.
Eftirminnileg jól
Eftir hádegi var svo komið að jólaboði sem
okkur var boðið í. Jessica, stöðvarstjórinn okk-
ar í Minneapolis, var svo sæt við okkur að
bjóða okkur öllum í hádegismat til sín og
mannsins síns. Þau komu að sækja okkur á
stórum húsbíl og fannst okkur mjög fyndið að
sitja í húsbíl og drekka kampavín á leið til
hennar, hugsandi til fjölskyldunnar í hangi-
kjötsáti á Íslandi.
Heima hjá þeim hjónum beið okkar veislu-
borð sem svignaði undan kræsingum og áttum
við einkar ánægjulega stund og góðan jóladag
á heimili þeirra. Það var alveg frábært að
komast út af hótelinu og fara inn á alvöru
heimili og fá að halda jól með þeim.
Jólaboðunum var ekki alveg lokið þennan
dag því eins og svo oft á Íslandi þurftum við að
hraða okkur úr einu boði í annað. John Magn-
usson, sem er flugstjóri hjá NorthWest-
flugfélaginu og á ættir að rekja til Íslands,
bauð okkur í kaffi til sín um kvöldið. John er
ákaflega stoltur af íslenskum rótum sínum og
hefur mikla ánægju af að hitta landa sína. Það
var afar notalegt að heimsækja John en hann
er höfðingi heim að sækja.
Á annan dag jóla var svo komið að því að
halda heim. Það var enn sami suddinn hér í
Reykjavík. Ég sem hafði kviðið svolítið fyrir
þessu öllu var alsæl með skemmtileg og eftir-
minnileg jól. Væri ég alveg til í að endurtaka
þetta síðar þó að heima sé alltaf best.“
Ingunn Kristín Ólafsdóttir
Losnaði við
jólastressið
Morgunblaðið/Kristinn
Mikið jólabarn: Ingunn Kristín vill helst vera
í faðmi fjölskyldunnar á jólunum.
Okkur tókst þó að
væla út tvær beygl-
ur og appelsínu-
safa til að seðja
sárasta hungrið um
morguninn.
DAGLEGT LÍF
26 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VINNA | Á meðan flestir gæða sér á jólasteikinni í faðmi fjölskyldunnar þurfa sumir að sinna sínum störfum
Á vaktinni um jólin
Auðvitað væri skemmtilegra að veraheima hjá sér á aðfangdagskvöldi. Enþegar ég byrjaði hjá Alcan gerði ég
mér grein fyrir að þetta gæti komið upp á,“
segir Hallfreður Einarsson, vaktmaður í
steypuskála Alcan á Íslandi. Hann á að mæta
í vinnuna klukkan fjögur á aðfangadag og
vera til miðnættis á vaktinni.
Þetta er ekkert nýtt fyrir Hallfreði því fyr-
ir nokkrum árum var hann á vakt á þessu
eina helgasta kvöldi okkar kristinna manna
og veit því við hverju er að búast. „Reynt er
að hafa skipulagið þannig hér í Álverinu að
hluti af mannskapnum sem er að vinna á að-
fangadagskvöldi geti farið fyrr heim. Þegar
ég var á vakt fékk ég að fara heim til fjöl-
skyldunnar um níuleytið enda höfðum við þá
lokið að mestu við það sem lá fyrir að gera á
vaktinni.“
En gera menn sér eitthvað til tilbreytingar
í Álverinu á aðfangadagskvöldi?
„Við fáum þríréttaðan hátíðarkvöldverð.
Seinast þegar ég var að vinna á aðfangadags-
kvöldi fengum við hreindýrakjöt í aðalrétt en
ég veit ekki hvað verður í matinn núna.
Menn koma líka eitthvað fínni í vinnuna en
við erum í sérstökum öryggisklæðnaði við
okkar störf. Annars gengur vinnan sinn
vanagang á þessum degi eins og öðrum.“
Hallfreður og eiginkona hans Kristín Björg
Hákonardóttir eiga fjögur börn og þeim
finnst vitaskuld verra að pabbi skuli ekki
vera heima. „Fjölskyldan borðar án mín en
ég býst við að vera kominn heim áður en þau
taka upp pakkana,“ segir hann.
Hallfreður Einarsson
Morgunblaðið/Kristinn
Stendur vaktina: Ekkert nýtt fyrir Hallfreð
Einarsson að vinna á aðfangadagskvöldi.
Fékk að
fara fyrr
heim