Morgunblaðið - 24.12.2003, Qupperneq 28
DAGLEGT LÍF
28 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Kertasníkir kom til byggða ínótt, en undanfarið hafabræður hans tólf komið dag-
lega í heimsókn í Þjóðmenning-
arhúsið.
Sveinarnir eru vel klæddir og eru
fötin þeirra íslensk yst sem innst.
Fyrir nokkrum árum rann Grýlu til
rifja hvað þeir voru illa til fara og
með aðstoð íslenskra hönnuða og
handverksfólks fengu þeir og for-
eldrar þeirra nýjan alklæðnað frá
hvirfli til ilja, úr vaðmáli, gærum,
flóka og íslenskri ull.
Sú sem hannaði klæðnaðinn á
þessa „fjallmyndarlegu“ karla er
Bryndís Gunnarsdóttir, kennari og
leikbrúðuhönnuður. Fyrir tæpum
fjórum árum vann hún samkeppni
sem efnt var til af Þjóðminjasafni Ís-
lands um nýjan klæðnað á sveinana.
Ofin axlabönd og hnésokkar
Búningarnir eru í sauðalitunum
nema buxurnar sem unnar eru úr ís-
lensku áklæði sem kallast túndra og
eru jólasveinarnir ýmist í rauðum,
bláum eða grænum buxum.
Þeir klæðast ullarpeysum og
prjónuðum hnésokkum, tvíþumla
vettlingum og húfu. Svo eru þeir
sumir með spjaldofin axlabönd.
Punkturinn yfir i-ið eru tölur úr ým-
iss konar efni, m.a. kindarhorni,
hreindýrshorni, sauðarleggjum,
hvalskíðum, lerki og tönnum úr
gömlum útsel.
Útlitið eins og jólaskreyting
Engar nákvæmar eða samræmd-
ar lýsingar eru til á útliti jólasveina
eða klæðaburði þeirra.
Jólasveinanna er fyrst getið á 17.
öld og virðast þá vera tröllslegir. Í
þjóðsögum frá 19. öld eru lýsingar á
útliti þeirra bæði fáar, stuttorðar og
mjög ólíkar og virðast sumar draga
dám af jólaskreytingum annars stað-
ar á Norðurlöndum. Á einum stað er
sagt að þeir séu tómur búkur niður í
gegn, en á öðrum að þeir séu klofnir
upp í háls. Sumir telja jólasveinana
koma af hafi og vera í skinnklæðum,
en flestir virðast þó líta á þá sem
stóra og luralega fjallabúa í bænda-
fötum í 18. aldar stíl, og þau sýnast
jafnvel hafa getað verið litrík.
Fyrir þrettán árum tóku jóla-
sveinarnir íslensku að heimsækja
Þjóðminjasafnið síðustu þrettán
daga fyrir jól við mikinn fögnuð
ungra gesta og var árið í ár enginn
undantekning, en að þessu sinni
komu sveinarnir þó við Þjóðmenn-
ingarhúsinu í stað Þjóðminjasafns.
Fjallmyndarlegir
og vel til fara
JÓLASVEINAR
Morgunblaðið/Ásdís
Hurðaskellir var mættur í Þjóð-
menningarhúsið og gerði krökk-
unum svolítið hverft við.
he@mbl.is
Nýjasta efnið á markaðnum er kall-
að Superoxide Dismutase og er sagt
líkja eftir andoxunarensími.
David Gems, öldrunarfræðingur
hjá University College London, sem
stóð fyrir nýlegri rannsókn, segir
hugmyndina um að neyta Superox-
ide Dismutase og lengja þannig líf
sitt sé beinlínis fyndin vegna þess að
efnið fer beint í gegnum melting-
arveginn án þess að gera neitt. Hann
og samstarfsmenn hans prófuðu efn-
ið á ormum. Í ljós kom að efnið hafði
engin áhrif á líflengd þeirra, nema
ef það var tekið í stórum skömmt-
um, þá stytti það líf ormanna.
Andoxunarefnin eru því ef til vill
ekki sá æskubrunnur sem margir
hafa haldið fram. Kannanir sýna að
um 40% Breta taka að jafnaði inn
vítamín og steinefni.
Ragna Fróðadóttir, fata- ogtextílhönnuður, hefur núopnað vinnustofu sínafyrir almenningi, en í
glænýju sýnirými við hlið vinnu-
stofunnar í gamla vinnumanna-
húsinu í Lundi í Kópavogi gefur að
líta fatalínuna hennar, fylgihluti og
aðra gjafavöru framleidda undir
merkjum Rögnu, Path of Love, sem
útleggst getur á íslensku sem Kær-
leikur.
Ragna segir að vel gangi að vinna
fyrir sér sem
fatahönnuður
á Íslandi enda
séu Íslend-
ingar opnir
fyrir nýj-
ungum og
hyggur hún
svo á útflutn-
ing á næsta
ári. Lítil versl-
un í New York
hefur gert
pöntun í bró-
deraða bómullarboli, hannaða og
framleidda af Rögnu, auk þess
sem hún bindur vonir við frek-
ari viðskiptasamninga í
kjölfar sýninga, sem
hún ætlar að taka þátt í
erlendis á næsta ári.
Hún fer til að mynda
með fatalínuna sína á
sýningu til Danmerkur í
febrúar ásamt fleiri ís-
lenskum hönnuðum og til
Parísar í marsmánuði.
Ragna lærði fatahönnun
í einkaskóla í París. Eftir
þriggja ára nám og út-
skrift þaðan árið 1995,
kom hún heim og settist í
textíldeild Myndlistar- og
handíðaskóla Íslands og
hélt áfram á sömu braut
með því að vinna með
efni. Hún hefur komið
að búningagerð fyrir leikhús og
kvikmyndir og starfaði í fjögur ár
með öðrum kvenhönnuðum í Kirsu-
berjatrénu, en flutti eigin starfsemi
alfarið í Lund síðastliðið haust þar
sem í mörg horn var orðið að líta
hjá Rögnu.
Einstök
samsetning
„Ég er aðallega að hanna kven-
fatnað og geri auk þess ýmsa auka-
hluti, púðaver og dúka úr efnunum
mínum, sem eru aðallega gegnsætt
organza, ull, silki, hör og bómull.
Bróderuðu bolirnir, sem fara munu
á erlendan markað eftir áramót, eru
líka seldir í versluninni 38 þrep á
Laugaveginum, en öll efnin flyt ég
inn sjálf frá Frakklandi og Sviss og
bródera í þau sérstök mynstur, sem
ég hef hannað.“
Segja má að í vörumerki Rögnu
felist efnin hennar og litatónarnir.
„Ég vinn með frekar einföld form,
en efnin eru í aðalhlutverk-
inu. Ég set gjarnan tvö eða
fleiri efnislög saman í ólík-
um litum og bródera svo
saman með línum og hringjum,
bugðum og vafningum. Ég er mjög
hrifin af því að vinna með liti og
þegar ég legg saman tvo ólíka liti,
verður hver samsetning efna sér-
stök.“
Pantað eftir máli
Ragna segir að nýja sýnirýmið
verði opið alla daga og um helgar á
almennum verslunartíma og á
kvöldin eftir samkomulagi. Stutt er
fyrir Rögnu að skreppa í vinnuna ef
svo verkast til því hún býr fyrir of-
an vinnustofuna og nýja sýnirýmið
að Lundi 1 við Nýbýlaveg, í sveit-
inni mitt í borgarkjarnanum. Hægt
er að spá og spekúlera í efnum og
litum á staðnum yfir kaffibolla og
panta fatnað eftir máli. Hver flík er
því að heita má sérgerð, segir
Ragna, en sem dæmi um verð á
flíkum frá henni má nefna að síður
ermalaus kjóll kostar frá 42 þús-
undum króna.
Morgunblaðið/Þorkell
Fatahönnuðurinn: Ragna Fróðadóttir segir Íslendinga opna fyrir nýjungum.
Starfsfólk ÍSPAN sendir viðskiptavinum sínum
hugheilar jóla- og nýárskveðjur með ósk um
farsæld á komandi ári.
Jólin
2003
Gagnslaus-
ar ynging-
arpillur
HEILSA
Reuters
Leitin að eilífri æsku tekur á sig
mörg birtingarform.
BÆTIEFNI sem milljónir manna
nota til að hægja á öldrun gera lík-
lega ekkert gagn samkvæmt nýleg-
um vísindalegum rannsóknum.
Rajindar Sohal, prófessor við Há-
skólann í Suður-Kaliforníu, er leið-
andi í rannsóknum á öldrun. Í grein í
Sunday Times heldur hann því fram
að engar sannanir séu fyrir því að
fólk geti lengt líf sitt með því að taka
inn andoxunarefni. Bætiefni sem
sögð eru hafa þessi andoxunaráhrif
eru seld dýrum dómum og vill hann
meina að verið sé að svindla á fólki.
Markaðssetning á bætiefnunum
er byggð á kenningu um að öldr-
un stafi af sindurefnum og kom
fram árið 1956. Þeir sem aðhyll-
ast kenninguna halda því fram
að þeir sem reykja og drekka
og neyta mikillar fitu framleiði
meira magn af sindurefnum.
Þeir segja að neysla á C- og E-
vítamínum eyði þessum sind-
urefnum og lengi þar með líf fólks.
HÖNNUN | Ragna Fróðadóttir, fata- og textílhönnuður, færir út kvíarnar
Efnin í aðalhlutverki
join@mbl.is
Ég er mjög
hrifin af því
að vinna með
liti og þegar
ég legg sam-
an tvo ólíka
liti, verður
hver sam-
setning efna
sérstök.
Flíkur Rögnu eru
framleiddar undir
merkinu Path of
Love, eða Kær-
leikur: F.v. stutt-
ur, rauður kjóll,
bróderaður bolur
og pils í stíl, sítt
pils og ermalaus
toppur með hinni
sérstöku munst-
urgerð Rögnu.