Morgunblaðið - 24.12.2003, Side 29

Morgunblaðið - 24.12.2003, Side 29
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 29 Mikill áhugi ríkir nú meðal starfs-manna Íslandspósts á heilsuátaki,sem nú fer fram innan fyrirtæk-isins. Af um eitt þúsund starfs- mönnum, hafa 433 skráð sig til þátttöku og æfa nú af kappi til að ná settum markmiðum. „Við erum að taka fyrstu skrefin í átt að eigin lífs- stílsbreytingu og þótt átakið spanni aðeins fimm mánuði eru væntingarnar þær að menn haldi áfram á sömu braut og komi markvissri hreyfingu inn í stundarskrána, en allt frá stofn- un fyrirtækisins 1998, hefur verið lögð mikil áhersla á aukna vellíðan starfsmanna,“ segir Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir, fræðslustjóri Íslandspósts. Átakið hófst með formlegum hætti hinn 24. september síðastliðinn með fjöl- sóttum fyrirlestrum Önnu Sigríðar Ólafsdóttur matvælafræðings og Gauta Grétarssonar sjúkraþjálfara. Forstjóri Íslandspósts, Einar Þorsteinsson, reið síðan á vaðið, steig fyrstur á vigtina að viðstöddu fjölmenni og setti sér það markmið að losna við sjö kíló á átakstímanum. Rúm 300 kíló fokin Slagorðið „Vertu með“ var notað til að vekja athygli starfsmanna á heilsueflingunni auk þess sem samið var við nokkrar líkamsræktar- stöðvar á landinu til þess að fylgja átakinu eftir með æfingaplani og mælingum. Þjálfarar sjá um fitu- og ummálsmælingar þátttakenda, út- búa æfingaáætlanir og veita persónulega ráð- gjöf. Allir þátttakendur hafa sett sér skýr og ákveðin markmið og fengu í upphafi bol og brúsa til að minna sig á mikilvægi hreyfing- arinnar. Fjórar mælingar fara fram á átaks- tímabilinu, sem stendur til 1. mars nk. og boðið verður upp á endurskoðun æfingaáætlunar- innar. Fyrsta mæling fór fram í upphafi átaksins og önnur mæling sex vikum síðar og kom þá í ljós að rúm 300 kíló voru fokin af fólki. „Bestum ár- angri náðu starfsmenn okkar í Borgarnesi, en nýjustu tölur þaðan herma að starfsmenn þar hafi misst um þrjú kíló að meðaltali, en í upphafi setti hver og einn starfs- maður sér sín eigin markmið. Ef þau ættu öll fram að ganga, lætur nærri að um 700 kíló þyrftu að hverfa af mannskapnum. Þetta er hins vegar ekki ein allsherjar megrun því þó sumir þurfi að léttast, þurfa aðr- ir að þyngjast og allir þurfa að styrkja sig,“ segir Ingibjörg og bætir við að næsta mæling fari fram í janúar að afloknu jólahaldi. Það þýði ekkert að slá slöku við þótt mikið át sé fram undan. Bréfberar á fleygiferð „Tilurð heilsuátaksins má rekja til hugdettu sem lengi hefur verið inni á borði hjá okkur. Segja má að vendipunkturinn, sem varð til þess að við ákváðum að slá til nú, hafi verið í tengslum við undirbúning stjórnendaþjálfunar okkar í vor. Við ákváðum að grípa tækifærið þegar við fundum fyrir afar sterkum vilja milli- stjórnenda innan fyrirtækisins til að styðja starfsmennina í að koma sér í betra form. Í fyrstu var einkum horft til tveggja vinnu- staða innan Íslandspósts, það er Póstmiðstöðv- arinnar og aðalskrifstofanna, en þegar við fór- um að kynna átakið, reyndist geysilegur áhugi vera í öllum deildum fyrirtækisins úti um land allt. Sérstaklega kom áhugi bréfberanna á óvart sem við héldum að væru búnir að fá nóg af hreyfingu eftir að hafa verið á fleygiferð í vinnunni á degi hverjum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg hefur ásamt Kristínu Fenger, fræðslufulltrúa hjá Íslandspósti, unnið að heilsuátakinu í samvinnu við Hilmar Gunn- arsson, íþróttakennara og annars eiganda Veggsports, sem heimsótt hefur ýmsa vinnu- staði innan fyrirtækisins og haldið pistla um markvissa hreyfingu og mataræði. „Fólk sem vinnur við líkamlega erfið en einhæf störf, svo sem bréfberar og múrarar, þarf ekki síður hreyfingu en þeir, sem eru í kyrrsetustörfum. Nauðsynlegt er að þjálfa upp þá líkamshluta, sem ekki eru notaðir í vinnunni auk þess sem taka þarf á ýmsum álagsmeiðslum vegna vinnunnar. Bréfberar eru t.d. að burðast daginn út og inn með póstpoka á annarri eða báðum öxl- um og eru þar af leiðandi læstir í sömu axlarstellingunni þrátt fyrir að vera á göngu. Mitt hlutverk er að sannfæra fólk um að markviss hreyfing skipti höfuðmáli til að ná árangri. Mjög mismunandi er eftir fólki hversu oft æskilegt er að það fari í ræktina og hvað hentar því að gera, en aðalatriðið er að fólk hafi fjölbreytni æfinga í fyrirrúmi, ætli sér ekki um of heldur fari hægt af stað, og hafi gaman af. Vinsælustu æfingatímarnir eru í há- deginu og eftir að vinnudegi lýkur, en nokkuð er um að starfsmenn mæti eldsnemma á morgnana, enda opna margar stöðvarnar kl. 6.00 á morgnana.“ Jólakökur og risakleinur Sjálfur segist Hilmar vilja forðast allt tal um nokkurra mánaða átak þar sem menn séu að stefna á viðvarandi lífsstílsbreytingu. „Við setj- um eflaust upp einhvers konar framhaldsplan til að veita starfsmönnunum áframhaldandi að- hald. Þegar ég var fyrst að koma á morg- unverðartíma inn á dreifingarstöðvarnar, voru risakleinur og jólakökusneiðar á borðum, en nú er algengara að sjá blómkál, gulrætur, epli, banana og litlar svartar ólífur í skál sem kon- fekt. Þetta fannst mér stórkostleg breyting. Það er greinilega heilmikið að gerjast hjá starfsmönnum Íslandspósts varðandi eigin heilsueflingu,“ segir Hilmar. Heilsuátaksteymið: Ingibjörg Sigrún fræðslustjóri, Kristín fræðslufulltrúi, og Hilmar íþróttakennari. Morgunblaðið/Eggert Æfingaáætlun og mælingar: Allir þátttakendur setja sér skýr og ákveðin markmið og ofurkapp er lagt á fjölbreytta og mark- vissa hreyfingu, sem felst í nákvæmri æfingaáætlun og mælanlegum árangri.  HEILSA| Starfsmenn Íslandspósts púla og svitna í þágu heilsueflingar Stefnt á alhliða lífsstílsbreytingu Ríflega 400 starfsmenn Ís- landspósts vonast til að losa sig við 700 kíló á fimm mánuðum og styrkja sig síðan á alla kanta. Jóhanna Ingvarsdóttir fór í ræktina og ræddi við Ingi- björgu Sigrúnu Stefánsdóttur, fræðslustjóra Íslandspósts, og Hilmar Gunnarsson, íþrótta- kennara í Veggsporti. join@mbl.is Fólk, sem vinn- ur við lík- amlega erfið en einhæf störf þarf ekki síður hreyfingu en aðrir. ÞÁ ER aðfangadagur runninn upp og brátt gengur jólahátíðin í garð. Aðventan er á enda. Orðið aðventa er komið til okkar úr latínu og merkir „koma“. Aðventa þýðir að eitthvað sé að koma, eitthvað stór- fenglegt sé í vændum. Og þá er auð- vitað átt við hátíð jólanna. Aðventan er þannig und- irbúningstíminn fyrir jól- in. Við getum undirbúið okkur í margvíslegum skilningi. Hið gamla ís- lenska nafn aðventunnar er jólafasta og vísar til þess þegar menn föstuðu vikurnar fyrir jólin. Nú heyrist orðið jólafasta æ sjaldnar, enda lítið fastað í und- irbúningi jólahátíðar. Þvert á móti einkennist aðventan í stöðugt ríkari mæli af hvers konar gleði og hátíða- höldum í mat og drykk. En hún ein- kennist einnig af fjölbreyttu helgi- haldi í kirkjum landsins, margskonar uppákomum í listalífinu og síðast en ekki síst jólaversluninni sem mönnum gengur misvel að höndla. Á margan hátt getur að- ventan verið yndislegur tími, ef menn hlaupa ekki útundan sér, heldur setja sér þess í stað það markmið að reyna að njóta lífsins með ástvin- um sínum. Mikill áróður hefur verið rekinn gegn óhóflegri áfengisneyslu á aðventu og jólum og er það vel því oft getur áfengi spillt gleðinni og þannig kast- að skugga á sjálfa hátíðina. Jólin eru hátíð ljóssins. Á jólunum fögnum við fæðingu Jesú, sem var lagður í jötu og vafinn reifum, en er samt sonur Guðs. Sjálfur kallaði hann sig síðar „Ljós heimsins“. Í guðspjalli jólanna flytur engill Drottins okkur þennan boðskap: Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð. Yður er í dag frelsari fæddur. Þann- ig er boðskapur jólanna fagn- aðarboðskapur. Hann er boðskap- urinn um Guð sem elskar okkur hvert og eitt það mikið að hann gerðist maður til að ekkert gæti komið upp á milli okkar og kærleika hans. Við erum dýrmæt í hans aug- um. Um leið hvetur þessi boðskapur jólanna okkur til að elska hvert ann- að eins og Guð hefur elskað okkur. Það skyldum við hafa í huga núna þegar jólahátíðin er að ganga í garð. Gefum hvert öðru þá jólagjöf í kvöld að sýna hvert öðru elsku. Það eru margir sem eiga um sárt að binda á jólum. Margir hafa þurft að leita til presta og hjálparstofnana fyrir jólin vegna fátæktar. Aðrir glíma við sorg og einsemd. Enn aðr- ir kvíða óvissri framtíð þegar kaldir vindar blása um mannfélagið. Um leið og við gefum hvert öðru jólagjöf kærleikans skulum við hugsa til allra þeirra. Réttum þeim hjálp- arhönd, hver eftir sinni getu. Þann- ig verður fagnaðarboðskapur jólahátíðarinnar lifandi og virkur í lífi okkar. Um þessar mundir fögnum við ekki aðeins fæðingu frelsarans held- ur líka því að sól er aftur tekin að feta sig upp á himininn. Brátt mun vetrarmyrkrið flýja og ljósið sigra á landinu okkar bláa. Göngum til móts við hækkandi sól með gleði í hjarta. Og þá mun myrkrið víkja úr huga og sálu og vorið taka völdin á ný fyrr en við er litið. Guð gefi þér og þínum gleðileg jól. Sr. Þórhallur Heimisson  FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU Sigur ljóssins Morgunblaðið/Jim Smart Jólafasta vísar til þess þegar menn föstuðu vikurnar fyrir jólin. JÓLATÓNLIST getur verið þreytandi fyrir afgreiðslufólk í verslunum, að því er aust- urrísk athugun leiddi í ljós. Verslunarmanna- félag í Austurríki lét gera athugun á því hvernig félagsmenn upplifa jólatónlistina sem leikin er í hátalarakerfum verslana í des- ember. Margir þoldu hana illa, að því er greint er frá í Aftenposten. Verslunarmannafélag í Svíþjóð hefur kraf- ist þess að jólatónlist sé ekki leikin meira en tvo tíma á dag í verslunum þar í landi. „Marg- ir félagsmenn þola þetta ekki. Ímyndaðu þér að þú þyrftir að hlusta á sama gargið daginn út og daginn inn og á sama tíma reyna að koma til móts við viðskiptavini og veita góða þjónustu,“ segir Ninel Jansson, formaður verslunarmannafélagsins Handels í Svíþjóð. Talsmaður norskra verslunarmanna segist hafa skilning á vandamálinu og ráðleggur starfsmönnum að spila a.m.k. fjölbreytta jóla- tónlist. Ef það dugir ekki, hvetur hann þá til að tala við atvinnurekandann. Morgunblaðið/Júlíus Jólaverslun: Jólatónlist er kannski ekki órjúfanlegur hluti af jólaversluninni? Tónlistin óþolandi  JÓL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.