Morgunblaðið - 24.12.2003, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 24.12.2003, Qupperneq 30
LISTIR 30 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ L eikrit Henriks Ibsen um Jón Gabríel Borkmann leit dagsins ljós árið 1896 þegar skáldjöfur- inn var sextíu og átta ára að aldri og var þetta verk næstsíð- asta leikritið sem Ibsen sendi frá sér. Á þeim tíma hafði hann þegar samið yfir tvo tugi leikverka og var nýrra leikrita hans beðið með eftirvæntingu víða um Evrópu, enda hafði hann löngu fest sig í sessi sem þjóðskáld Norðmanna. Í leikritinu segir frá Jóni Gabríel Borkmann, syni námuverka- manns, sem dreymdi háleita drauma og fórnaði öllu til að komast til áhrifa sem bankastjóri. Þegar verkið hefst hefur Jón Gabríel afplánað átta ára fangelsisdóm fyrir fjárdrátt og síðan sjálfur einangrað sig frá umheiminum átta ár til viðbótar. Uppi á lofti bíður Jón Gabríel þess að fá uppreisn æru, en þangað kemur enginn til að heim- sækja hann nema Vilhelm Foldal, sem missti allt sitt vegna fjárglæfra Jóns Gabríels, og dóttir hans, Fríða. Dag einn kemur æskuástin hans, Ella Rentheim í heimsókn, en Jón Gabríel sveik hana til að verða banka- stjóri og giftist í staðinn tvíburasystur hennar, Gunnhildi. Ella er dauðvona og á þá óska heitasta að einhver beri ættarnafn sitt eftir sinn dag. Hún er því komin til að biðja Jón Gabríel um að leyfa Erhart, syni sínum, að taka upp hennar ættarnafn. Gunnhildur tekur það engan veginn í mál þar sem hún hefur ætlað Erhart það hlutverk að hreinsa Borkmann-nafnið og upp- hefst í kjölfarið hatrömm barátta systranna. Erhart sjálfur hefur hins vegar allt aðrar hugmyndir um hvað hann vilji gera í framtíðinni. Heillast af leit Ibsens að nýju leikhúsformi Kjartan Ragnarsson leikstýrir Jóni Gabríel Borkmann og er þetta í annað sinn sem hann tekst á við Ibsen- leikrit því í fyrra leikstýrði hann Pétri Gaut í Borgarleikhúsinu í Borås í Sví- þjóð. Hvað heillar þig við þetta verk? „Mér finnst það einstaklega spenn- andi, ekki hvað síst sökum þess hve gagnrýninn Ibsen er. Síðustu leikverk Ibsens einkennast af gagnrýnu upp- gjöri hans við eigin ævi og frama, en sú gagnrýni er á margan hátt afar miskunnarlaus. Mér finnst líkt og hann horfi til baka með dimmu hug- arfari og sé að velta fyrir sér hvort hann hafi glatað tækifærum á sama tíma og hann spyr sig hvers virði lífs- starf sitt hafi verið. Meðal þess sem hann veltir upp í leikritinu er til hvers það leiði ef maður er það upptekinn af eigin frama að maður fórnar öllu og öllum í kringum sig. Því þegar upp er staðið þá eru það manneskjurnar sem eru í kringum okkur sem eru einhvers virði og ef við glötum þeim, þá má spyrja sig hvað sé eftir.“ Að sögn Kjartans er ein aðalástæða þess hve gaman er að takast á við verkið sú staðreynd að Ibsen var að vinna ákveðnar tilraunir í síðustu leik- ritum sínum. „Ég heillast óneitanlega af því leikhúsformi sem Ibsen er að glíma við. Á sama tíma og allur heim- urinn var að falla fyrir raunsæinu sem hann hafði verið í fararbroddi við að skapa, þá var hann sjálfur farinn að leita í aðrar áttir og leita leiða til að tala öðruvísi til leikhúsáhorfenda. Að sumu leyti finnst mér verkið í svart- sýnni gagnrýni sinni vísa svolítið inn í framtíðina. Stundum finnst mér leik- ritið minna á verk absúrdistanna og jafnvel verk Samuels Becketts. Þann- ig minna þeir Jón Gabríel og Vilhelm Foldal um margt á Estragon og Vlad- imir í Beðið eftir Godot. Ég er alveg viss um það að ef Ibsen hefði þekkt hugtök á borð við absúrdisma eða töfraraunsæi hefði það tvímælalaust hjálpað honum mikið í þeim tilraunum með leikhúsið sem hann var að gera síðustu æviár sín.“ Ibsen kallar til okkar yfir tímann Arnar Jónsson fer með titilhlut- verkið í jólaleikriti Þjóðleikhússins, en hann fagnar einmitt 40 ára leikafmæli sínu um þessar mundir. Spurður hvort leikrit Ibsens krefjist ákveð- innar nálgunar svarar Arnar því ját- andi. „Þegar kemur að verkum Ib- sens setur maður sig í ákveðnar stellingar, því maður verður hreinlega að taka á öllu því sem maður á, enda er hann ótrúlega magnaður og krefj- andi höfundur.“ Hvers konar karakter er Jón Gabríel Borkmann? „Hann er nokkuð flókinn náungi. Markmið hans var að komast hátt í þjóðfélaginu. Hann hafði ákveðnar hugsjónir og ætlunarverk sem honum fannst hann þurfa að ná og í því augnamiði fórnaði hann ástinni og jafnvel sál sinni. Að því leyti er hann ekkert svo ólíkur Faust. Þegar við hins vegar hittum hann fyrir í verkinu þá hefur vitanlega gengið á ýmsu og hann er kannski innst inni farinn að efast um að það hafi verið fórnandi öllu því sem hann fórnaði. Vegna þess að hann hefur í rauninni lagt allt í rúst í kringum sig og geldur fyrir. Og að því leyti minnir hann um margt t.d. á Bjart í Sumarhúsum.“ Er hann að einhverju leyti sam- viskulaus? „Nei, það myndi ég ekki segja. En þessi þráhyggja hans fer einhvern veginn alla leið. Ibsen er hins vegar greinilega upptekinn af spurningunni um hvað „afburðamönnum“ leyfist. Mega þeir troða á öðrum? Yrðu kannski engar framfarir ef þeir fengju ekki að valsa um víðan völl? Þessum spurningum verður samt ekki svarað í eitt skipti fyrir öll.“ Hvaða erindi á þetta verk Ibsens við nútímaáhorfendur? „Ibsen er í raun alltaf sígildur og kallar til okkar yfir tímann sökum þess hve mikið hann fer á sálardýpt- ina. Á sama hátt og Jón Gabríel þarf að takast á við lífslygina þá þurfum við ekki síður að berjast við okkar lífs- lygi. Við verðum líka að horfast í augu við hverju við höfum logið að okkur sjálfum og þannig skoða hver við raunverulega erum. Þannig neyðumst við til að takast á við allar þessar stóru spurningar sem við annað hvort forðumst sífellt að svara eða viljum ekki horfast í augu við.“ Allt svolítið dýrmætara Nú fagnar þú 40 ára leikafmæli um þessar mundir. Myndir þú segja að sýn þín á leikhúsið hafi breyst mikið í tímans rás? „Auðvitað breytist sýn manns að einhverju leyti af því að maður breyt- ist sjálfur með tímanum og tíminn breytir manni. Mér finnst einhvern veginn að með árunum verði ég jafn- vel æ tilbúnari að fara út í glímuna við að leita uppi þessar persónur í sjálfum mér, sem stafar ef til vill af því hvern- ig lífið hefur auðvitað lamið mann til. Þegar upp er staðið hjálpar sjálf lífs- glíman manni vissulega í þessu starfi. Kannski er það einmitt satt sem einhver sagði að sannleikurinn og raunveruleikinn fyrirfyndist hvergi lengur nema í leikhúsinu. Aðeins þar getum við verið alveg raunveruleg, þar getum við verið án lygi og verið óhrædd við að fara alla leið. Því þetta er líka spurning um kjarkinn og get- una til að bera sál sína pínulítið frammi fyrir áhorfendum, án þess að skaða sjálfan sig eða aðra. Og það er kannski ekki alltaf eins einfalt og það virðist. Með árunum fer maður hins vegar að leita dýpra og eftir einhverju sem liggur kannski ekki alveg í aug- um uppi. Það verður allt svolítið dýr- mætara og manni liggur einhvern veginn meira á að koma því sem mað- ur hefur að gefa til annarra. Kannski er það einmitt drifkrafturinn sem skiptir öllu máli þegar upp er staðið.“ Hvað leyfist afburða- mönnum? Þjóðleikhúsið frumsýnir Jón Gabríel Bork- mann eftir norska skáldjöfurinn Henrik Ibsen á stóra sviðinu annan í jólum og er hér um frumflutning verksins á íslensku leiksviði að ræða. Silja Björk Huldudóttir náði tali af Kjartani Ragnarssyni leikstjóra og Arnari Jónssyni sem fer með titilhlutverkið, en hann fagnar 40 ára leikafmæli um þessar mundir. Vilhelm Foldal (Sigurður Skúlason) er einn fárra sem heimsækja Jón Gabríel Borkmann (Arnar Jónsson) uppi á lofti þar sem hann dvelur. Tvíburasysturnar Gunnhildur (Ragnheiður Steindórsdóttir) og Ella (Anna Kristín Arngrímsdóttir). Morgunblaðið/Árni Torfason „Ibsen er í raun alltaf sígildur og kallar til okkar yfir tímann sökum þess hve mikið hann fer á sálardýptina. Á sama hátt og Jón Gabríel þarf að takast á við lífslygina þá þurfum við ekki síður að berjast við okkar lífslygi,“ segir Arnar Jónsson sem fer með hlutverk Jóns Gabríels Borkmann í jólasýningu Þjóðleikhússins. silja@mbl.is eftir Henrik Ibsen. Þýðing: Þórarinn Eldjárn. Leikstjóri: Kjartan Ragnars- son. Lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson. Leikmynd: Þórunn S. Þor- grímsdóttir. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Tónlist: Jóhann Jóhannsson. Leikarar: Arnar Jónsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Sigurður Skúlason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Edda Arn- ljótsdóttir. Jón Gabríel Borkmann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.