Morgunblaðið - 24.12.2003, Síða 38
LISTIR
38 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
A
ðfangadagur jóla er
loksins runninn upp.
Dagurinn sem lengi
hefur verið beðið eft-
ir. Í kvöld klæðast
flestir sínu fínasta pússi, borða
jólamatinn með sínum nánustu og
að lokum eru jólagjafirnar dregn-
ar undan jólatrénu og opnaðar.
Þannig voru jólin í fyrra og þann-
ig verða þau í ár. Í stórum drátt-
um að minnsta kosti. Jólin byggj-
ast því að mörgu leyti á ákveðinni
hefð; þau eru fastur punktur í til-
verunni; þau eru tíminn sem flest-
ir bíða eftir með tilhlökkun og
vilja njóta með sínum nánustu.
Undirbúningur jólanna gengur
að verulegu
leyti út á að
uppfylla þessa
hefð og á sjálf-
an að-
fangadag á
allt að vera
„eins og það á
að vera“. Jólatréð á að vera á sín-
um stað, pakkarnir sömuleiðis,
jólaseríurnar í glugganum, og um
alla íbúð – ef út í það er farið –
jólasteikin í ofninum, meðlætið á
borðum og síðast en ekki síst:
börnin eiga að vera hrein og
strokin í nýjum flíkum. Og ekki
má gleyma jólaskapinu.
Þegar klukkan slær svo sex
hefjast jólin formlega. Þótt flestir
haldi jól hér á landi með sama
sniði geta venjur verið mismun-
andi frá einni fjölskyldu til ann-
arrar. Margir leggja t.d. ríka
áherslu á að fara í kirkju áður en
jólamaturinn er borinn á borð en
aðrir láta sér nægja að hlýða á
jólamessuna í útvarpinu yfir jóla-
borðinu. Og þegar ákveðin hefð
hefur skapast er vart aftur snúið.
Ég ólst til dæmis upp við þann
sið að alltaf var lagt á borð fyrir
einn aukagest á aðfangadag og
sagði mamma að það væri fyrir
húsálfa eða aðra þá sem við í
mannheimum sjáum ekki. Með
þessum hætti var þessum ósýni-
legu gestum boðið að snæða með
okkur á jólununum ef þeim sýnd-
ist svo. Gleymdist hins vegar að
leggja á borð fyrir þá gætu þeir
tekið upp á því að láta hina og
þessa hluti týnast yfir árið.
Ekki veit ég nákvæmlega hvað-
an þessi siður kemur, en mamma
segir að amma, sem var uppalin á
Austfjörðum, hafi haldið hann í
heiðri. Sennilega hefur amma
lært þetta af mömmi sinni og svo
koll af kolli. En eitt er víst að
sjálfri finnst mér hann ómissandi
á jólunum. Og hefur stundum orð-
ið uppi fótur og fit í fjölskyldunni í
miðri jólamáltíð ef í ljós hefur
komið að við höfum gleymt að
leggja aukadisk á borðið.
Já, venjur eru mismunandi og
þær geta líka orðið mikið tilfinn-
ingamál ef út í það er farið. Ég
heyrði til dæmis af ungri konu um
daginn sem var „alveg ómöguleg“
eftir að í ljós kom að sú tegund
jólatrjáa sem hún var vön að
kaupa var uppseld í bænum.
Fylgdi sögunni að tegundin sem
hún er vön að kaupa gefi frá sér
sterka grenilykt sem henni finnst
ómissandi á jólunum. Mér skilst
þó að unga konan hafi fljótt tekið
gleði sína á ný enda varla um stór-
alvarlegt vandamál að ræða.
Og svo ég nefni annað dæmi:
Ein vinkona mín er mikil jólakona
og finnst henni ekki annað hægt
en að hafa alvöru jólatré í stof-
unni. Hún átti heldur varla orð
um daginn til að lýsa hneykslun
sinni á þeim sem kaupa sér gervi-
jólatré. „Og ofan á allt,“ sagði
hún, „kaupa þeir sér sérstakt
sprey með grenilykt til að sprauta
yfir gervijólatréð, þannig að það
lykti sem ekta.“ Já, tilfinning-
arnar eru greinilega miklar – en
sitt sýnist auðvitað hverjum.
Hefðirnar tengjast þannig ólík-
um þáttum; þær tengjast mat,
fólki, kirkjuferðum og jafnvel
lykt, eins og hér hefur komið
fram. Ég á til dæmis móðursystur
sem hefur búið í Bandaríkjunum í
yfir fjörutíu ár. Hún segist enn
muna vel eftir lyktinni sem var á
heimilinu um jólin; lyktinni af
rauðkálinu sem amma sauð á að-
fangadag. Og þegar hún hugsar
til jólanna heima á Íslandi eða sér
myndir frá íslenskum jólum finn-
ur hún lyktina! Og þeirri lykt
tengjast góðar minningar frá
fyrstu jólum ævinnar.
Jólin eru þó ekki bara hefð eða
venjur. Þau eru svo ótal margt
annað, þau eru m.a. tími kærleiks-
ins, gleði og gjafa. Með gjöfunum
sýnum við hug okkar, ást og vin-
áttu. Innihald gjafanna skiptir,
þegar öllu er á botninn hvolft,
ekki svo miklu máli heldur það
hugarfar sem að baki þeim býr.
Og áfram um kærleikinn. Því
margir segja að jólin snúist ein-
mitt fyrst og síðast um hann. Sá
kærleikur komi þó ekki aðeins
fram með gjöfunum sem við kaup-
um eða gjöfunum sem við þiggj-
um. Hann komi í ljós með jóla-
kortunum sem við sendum (eða
ætlum að senda), með sam-
verustundum fjölskyldnanna,
með vinsamlegum jólakveðjum til
vina og vandamanna og með öllu
því sem við gerum til að gera að-
fangadag jóla sem bestan og eft-
irminnilegastan.
Því má þó ekki gleyma að jólin
geta verið mörgum erfið. Ekki
síst vegna þess að þau byggjast á
ákveðinni hefð, eins og hér hefur
verið vikið að. Þeir sem hafa misst
ástvini sína á þessu ári eiga til
dæmis um sárt að binda. Sömu-
leiðis þeir sem hafa þurft að þola
breytingar á sínum högum; s.s.
börn sem hafa horft upp á fjöl-
skylduna splundrast í kjölfar
skilnaðar foreldranna, svo annað
dæmi sé nefnt. Jólin geta þannig
ýtt undir söknuð yfir því sem var
og ótta yfir því sem á eftir að
koma. Einhvern tíma var mér þó
sagt að á slíkum tímum ætti mað-
ur að hugsa um það jákvæða og
fallega í lífinu; um góðu stund-
irnar og hve dýrmætt það er að
hafa átt slíkar stundir.
Á þeim orðum ætla ég að ljúka
þessum jólapistli. Og, jú eitt í við-
bót (þar sem ég er ekki enn búin
að senda jólakortin): Ég óska öll-
um vinum mínum og vandamönn-
um, til sjávar og sveita, gleðilegra
jóla. Og einnig þeim sem hafa
nennt að lesa viðhorfin mín í ár!
Gleðileg jól!
Tími kær-
leiks, gleði
og gjafa
„Jólin eru m.a. tími kærleiksins, gleði
og gjafa, því með gjöfunum sýnum við
hug okkar, ást og vináttu.“
VIÐHORF
Eftir Örnu
Schram
arna@mbl.is
TILGANGUR þýðandans er auð-
vitað fyrst og fremst að kynna Ís-
lendingum samíska ljóðlist en þar að
auki að minna á samískt mál og
menningu sem vissulega stendur
höllum fæti. Samar eru fáir. Þeir eru
norðurbyggjar. Heimkynni þeirra
liggja langt fyrir norðan miðstöðvar
valdstjórnar og menntasetra. Og
þeir eru dreifðir um skandínavísku
löndin þrjú, Noreg, Svíþjóð og Finn-
land. Þeir eiga sér því hvorki þjóð-
ríki né höfuðborg með viðeigandi
menntasetrum og stofnunum til að
kynna tungu sína og menningu. Þar
sem þeir eru hvarvetna minnihluta-
hópur hefur menning þeirra setið á
hakanum, stundum með vitund og
vilja yfirvalda, að ætla má. Einar
Bragi, sem hefur ferðast um lönd
þeirra, kynnst skáldum þeirra og
menntamönnum, kveður fáa daga
líða svo að hann hugsi ekki til þeirra
og þess vanda sem þeir eiga við að
glíma. Og hann gerist allharðorður í
garð þeirra »skandínavísku ráða-
manna sem þykjast geta kennt fjar-
lægum þjóðum lýðræðislegar leik-
reglur en láta þvílíkt og annað eins
viðgangast í sínum eigin ranni.«
Fjórtán skáld eru kynnt í bókinni,
skipað í aldursröð, hið elsta fætt
1936, hið yngsta 1974, þar af aðeins
þrír karlar. Af því leiðir að sjónarmið
kvenna eru fremur ríkjandi í ljóðun-
um. Það markar í raun svipmót
safnsins því sýnt er að konurnar eru
næmari fyrir hvers konar félagslegri
stöðu sinni, finna fremur fyrir þeim
aðstöðumun sem þær eiga við að
búa, að ógleymdri árauninni sem því
fylgir að stíga í sömu andrá út úr
samískri fortíð inn í skandínavíska
nútíð, en reyna jafn-
framt að halda sínu.
Inghilda Tapio, fædd
1946, lýsir þessu prýði-
lega í inngangi, en hún
segir svo frá: »Þegar
ég kom í skólann 7 ára
kunni ég ekki orð í
sænsku. Allt var ann-
arlegt. Aldrei fyrr
hafði ég séð svo slétt
uppbúin rúm. Ég gat
ekki með nokkru móti
ímyndað mér hvernig
væri að sofa undir
þessu hvíta líni. Aldrei
fyrr hafði ég étið brún-
ar baunir eða fiskboll-
ur. Aldrei fyrr hafði ég þurft að lifa
eftir klukku. Það var þannig sem Hið
Nýja í lífi mínu hófst.«
Ailo Gaup var í heiminn borinn
»undir steini til fjalla« eins og hrein-
kálfur. Vegna hrakninga var hann
sendur suður eftir Noregi hinum
langa, eins og hann kemst að orði.
»Ég ólst sem sagt upp sem rótslitið
samískt barn á frjólendi norskra
bænda. Mér fannst ég vera sem
heimilislaus hundur,« segir skáldið.
Reynslusögur þessar er vafalaust
dæmigerðar fremur en einstæðar.
Erfiðasta hindrunin var að sjálf-
sögðu tungumálið á annan hvorn
veginn. Þegar Ailo Gaup sneri heim
kunni hann aðeins tvö orð í móður-
máli sínu sem hann vissi þó ekki hvað
þýddu! Skandínavar – eins og reynd-
ar Vesturlandabúar yfirhöfuð – voru
þá svo vissir um ágæti sitt að þeir
vildu ólmir hjálpa öðrum að verða
eins. Minnihlutahópi, sem færi á mis
við borgaraleg þægindi, hlyti að líða
illa. Vel megandi borgurum þótti því
sjálfsagt að kippa þessu í lag. Og það
sem fyrst. Bernskuminningarnar í
ljóðum þessara samísku skálda
benda þó til hins gagnstæða. Fátt
bendir til annars en börnunum hafi
liðið vel í sínu frjálsa umhverfi í
skjóli aldagamalla
hefða. En um þeirra
álit var aldrei spurt.
Ekki bætti úr skák að
sú skoðun var löngum
ríkjandi meðal ráða-
manna að miður heppi-
legt væri að óskyldar
þjóðir deildu með sér
einu og sama landinu
innan sama þjóðríkis.
Það var talið pólitískt
varhugavert. Samísku
skólabörnin, sem töl-
uðu sitt móðurmál,
voru því strax drifin í
að læra norsku eða
sænsku til að þau
mættu sem fyrst samlagast heild-
inni.
Ekki verður farið út í það hér að
gera upp á milli skálda né ljóða.
Skáldin eru að vísu mörg og mis-
munandi, en þýðandinn er einn. Og
hann setur auðvitað sitt mark á ljóð-
in. Augljóst er að hann hefur unnið
verk sitt af alúð og vandvirkni. Stíll-
inn – málfarið og framsetningin – er
því nokkuð svo samur og jafn. Þar
sem skáldin nálgast yrkisefni sín
með mjög svo svipuðum hætti kemur
það lítt að sök. Öll eiga skáldin djúp-
ar rætur í umhverfi því sem þau eru
sprottin úr, aldagömlum samískum
lífsháttum á norðurslóð. Þar með
eiga þau sameiginlegt að hafa lifað
tímana tvenna. Framtíð tungu
þeirra, menningar og lífsmynsturs
er þeim ofarlega í huga. Sum ljóðin
eru beiskju og ádeilu blandin. Samar
líta augljóslega svo til að óviðkom-
andi öfl hafi ruðst inn í líf sitt til að
stjórna þeim.
Allt um það er óþarft að lesa ljóð
þessi með einhverri yfirdrifinni sam-
úð, að maður ekki segi meðaumkun!
Þau standa fyllilega fyrir sínu.
Ljóðlist norðursins
BÆKUR
Ljóðaþýðingar
Samísk ljóð. Einar Bragi þýddi. 167 bls.
Ljóðbylgja. Prentun: Steinholt ehf.
Reykjavík, 2003.
UNDIR NORÐURLJÓSUM
Einar Bragi
Erlendur Jónsson
ENDURÚTGÁFA á söng Guð-
rúnar Á. Símonar var orðin löngu
tímabær, þegar nýr geisladiskur
með söng hennar kom út nú í haust.
Þar er að finna allt það besta, – og
vinsælasta í söng Guðrúnar frá
löngum og athyglisverðum starfs-
ferli hennar.
Það er vafamál hvort nokkur ís-
lenskur söngvari fyrir daga Guðrún-
ar hafi notið jafnmikillar og góðrar
söngmenntunar. Eftir nám hér
heima hélt hún til London þar sem
hún nam við hinn virta skóla Guild-
hall School of Music and Drama,
sem margir íslenskir söngvarar hafa
sótt síðar. Þar lét hún ekki staðar
numið; fór til Ítalíu, til að nema
ítalska fagið af einni mestu Puccini-
söngkonu sinnar tíðar, Carmen Mel-
is.
Með tónleikaferðum um Norður-
lönd, Sovétríkin og Kanada safnaði
hún reynslu og þekkingu, en um-
fram allt aðdáun og virðingu þeirra
sem á hlýddu.
Þá var hún þegar vinsæl dægur-
lagasöngkona hér heima, – hafði
gert garðinn frægan með hljómsveit
Bjarna Böðvarssonar, og gefið út
hljómplötur með hljómsveit Johnnys
Gregorys á Lundúnaárum sínum.
Guðrún Á. Símonar hóf feril sinn
sem dægurlagasöngkona, en hafði
metnað til að verða óperusöngkona,
og þann metnað ræktaði hún á besta
mögulega veg.
Nýi geisladiskurinn sýnir okkur
Guðrúnu í öllum sínum hlutverkum.
Dægurlögin með Johnny Gregory
eru fyrir löngu orðin að sígildum
perlum, hún syngur íslensku söng-
lögin frá hjartarótum þess sem
þekkti þau og unni þeim, og óperu-
tónlistina hafði hún fullkomlega á
valdi sínu. Lagavalið á diskinum er
vel heppnað að þessu leyti. Þó má
spyrja hvort ekki hafi verið nægt
efni til að gefa út tvöfaldan disk. Það
hefði svo gjarnan mátt vera meira af
lögum, til dæmis af sólóplötunni
hennar sem Svavar Gests gaf út
1972.
Af rauðum vörum er plata sem
loðir lengi við geislaspilarann; –
mann langar einfaldlega til að hlusta
á Guðrúnu aftur og aftur og enn aft-
ur. Það er sárast að ekki skuli vera
neinar upptökur frá áratugs tíma-
bili, – 7. áratugnum, þegar Guðrún
bjó í New York og ræktaði ketti.
Það er sérstaklega áhugavert að
heyra hvernig rödd hennar þroskast
frá því að vera engilbjört og tær í
elstu upptökunum, til þess að verða
dramatísk og fullþroskuð, eins og í
upptökunum frá 1972.
Lag Carls Stutz, Little Things
Mean a Lot, er óneitanlega í mestu
uppáhaldi, eins og sjálfsagt hjá
mörgum sem á diskinn hlýða. Guð-
rún Guðrún túlkar lagið samkvæmt
orðanna hljóðan, – það smáa hefur
mikla þýðingu; – hún beitir röddinni
á öllu litrófi veikra tóna, og svo und-
urblítt, að varla verður þetta lag bet-
ur og músíkalskar sungið.
Aríurnar fimm sýna vel hve hæfi-
leikarík Guðrún var á óperusviðinu.
Þar stendur upp úr Voi lo sapete úr
Cavalleria rusticana, stórkostlega
sungið, og ekki síður aría Mímíar úr
fyrsta þætti La bohéme, þar sem
Guðrún túlkar feimnu, hlédrægu
bóhemstúlkuna af hlýrri tilfinningu
og miklu næmi. Um miðbik aríunn-
ar, þegar Mímí fer að lýsa högum
sínum, áhugamálum, saumaskapn-
um, sem á hug hennar, og draumum,
verður túlkun Guðrúnar örari og
söngurinn ákafari og bjartari. Það er
einstaklega fallega gert.
Íslensku sönglögin bera þess
merki hvert öðru betur hve strengur
hennar til þeirra var sterkur. Þar
stendur lag Sigvalda Kaldalóns,
Svanasöngur á heiði, upp úr, en það
hefur áður verið endurútgefið á
safndiski íslenskra söngvara. Í túlk-
un Guðrúnar og píanóleikarans Fritz
Weisshappel er píanóið í hlutverki
hestsins sem ber ljóðmælandann yf-
ir eyðilega heiði á björtum íslensk-
um sumaraftni, en Weisshappel ýkir
rytma lagsins og Guðrún syngur af
tilfinningaþrunginni áfergju; eins og
knapann þyrsti bókstaflega í þann
einverunnar helgidóm sem sungið er
um. Þarna er ekki farið fetið, eins og
flestir söngvarar láta sér nægja í
túlkun lagsins, heldur á stökk um
óræðar víðáttur landsins. Betlikerl-
ing Kaldalóns er líka nánast hroll-
vekjandi í magnþrunginni túlkun
Guðrúnar, og Guðrúnar Á. Kristins-
dóttur píanóleikara. Þessi dæmi
sýna Guðrúnu eins og hún var best;
og þau tilþrif átti hún alltaf í hand-
raðanum, jafnt í upphafi ferils síns
sem í lok hans.
Tilfinningaheit söngstjarna
TÓNLIST
Geisladiskur
Endurútgáfa á söng Guðrúnar Á. Sím-
onar. Útgefandi: Íslenskir tónar.
AF RAUÐUM VÖRUM
Guðrún Á. Símonar
Bergþóra Jónsdóttir