Morgunblaðið - 24.12.2003, Síða 50

Morgunblaðið - 24.12.2003, Síða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Abrakadabra - galdraskólinn framhald ... HMM... © DARGAUD © DARGAUD ÞÉR OG ÞESSAR FÁRÁNLEGU HUG- MYNDIR YÐAR, ÞIÐ ERUÐ AÐ GERA MIG BRJÁLAÐAN! OFURSTI ... ÞÉR AFSAKIÐ VONANDI ... ÖRLÍTIL UPPÁKOMA... EKKERT MÁL SÖR! ÉG OG MÆLIRINN MINN ERUM TIL ÞJÓNUSTU REIÐU- BÚNIR ... VARIÐ YÐUR Á AÐ FARA EKKI Í NEÐANJARÐARLESTINA Í PARÍS ... MAÐUR NÆR SÉR ALLS KYNS SÝKLA ÞAR ! ... EINMITT ÞAÐ! VERTU BLESSUÐ! FRÚ MÓÐIR ÞÍN ER MJÖG UMHYGGJUSÖM SÖR! .. ALVEG EINS OG MÍN SEM SEGIR ALLTAF "JONNI, PASSAÐU ÞIG ..." ÞETTA ER EKKI FRÚ MAMMA MÍN! OG YÐAR ER ÞAÐ EKKI HELDUR! ... ÁFRAM MEÐ YÐUR! ÉG ER OF SEINN! ... - ... JÁ .. EINMITT ,SÖR! EINS OG MAMMA SEGIR ALLTAF: "JONNI, EF ÞÚ FÆRÐ FÚLAN FARÞEGA ÞÁ ER HANN SAMT KÓNGURINN ... OG ÞÚ BARA HIRÐFÍFLIÐ!" HVAÐ.. ÚPS! NEEEI!!! HÆTTU STRAX! ´JA EN HERRA ÉG VAR BARA AÐ LÆRA HEIMA... NÚ ER NÓG KOMIÐ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ virðist ljóst að framsóknarmenn ætli að koma í gegnum þingið 90% íbúðalánum, þrátt fyrir mótmæli sér- fræðinga, í anda byggðastefnunnar illræmdu. Samkvæmt niðurstöðu sér- fræðings í Evrópurétti má ríkið reka sérstakan banka sem veitir efnuðu fólki niðurgreidd lán til íbúðarkaupa meðan þeir fátækari magna skulda- klafann. Hins vegar heitir það ólög- mæt ríkisaðstoð að færa útlánin til banka í annarra eigu. Spyrja má hvers vegna ríkisstjórnin þarf að ákveða lánakjör á þessum markaði. Hvers vegna geta þau ekki verið samningsatriði? Ég hef lengi talið að viðskiptabankar ættu að annast þessi lán eins og önnur og þar gætu menn samið um kjörin. Því hefur verið svar- að að fátækara fólk fengi þá lakari kjör en þeir ríku. Það getur verið rétt, en ég er líka viss um að bankarnir myndu aldrei lána öllu því fólki pen- inga sem nú fær húsnæðislán. Hvers vegna að lána fólki sem getur ekki borgað án vandræða? Sagt er að við eigum Evrópumet í gjaldþrotum. Ekki fækkar þeim með hækkun lán- anna. Nú eru skuldir heimilanna um 822 milljarðar kr., það eru um 3 millj- ónir kr. á hvert mannsbarn eða 9 milljónir kr. á hverja þriggja manna fjölskyldu að meðaltali. Fólk á van- skilaskrá fær ekki lán og hvar er því ætlað að búa? 1.100 manns eru á bið- lista eftir félagslegu húsnæði í borg- inni og engin úrræði fyrir fólk sem lendir í útburði. Margrét Einarsdótt- ir, lögfr. og varaborgarfulltrúi sjálf- stæðismanna, lýsir ástandinu rétt í Mbl. 22. nóv. sl.: „Stór hluti borgar- búa hefur ekki lengur efni á að leigja eða kaupa sér íbúð í Reykjavík.“ Halda menn virkilega að 90% lánin muni leysa þann vanda? Eða er þeim alveg sama? Hefur húsnæðisstefnan ekki það markmið að fullnægja hús- næðisþörfinni? Ég veit að margt er athugavert við verklag bankanna, eins og Verslunar- ráðið hefur bent á. Þar á ég ekki síst við uppáskriftirnar og hið siðlausa ábyrgðarmannakerfi. Þegar ég reyndi að komast í Verkamannabú- stað á sínum tíma þurfti ég að fá lán fyrir útborguninni. Mér var sagt að það gæti ég fengið með uppáskrift „fasteignaeiganda“. Því neitaði ég og var því áfram á leigumarkaðnum. Sá markaður hefur raunar aldrei verið mönnum bjóðandi. Því þarf að leggja sérstaka áherslu á að byggja upp boð- legan leigumarkað eins og hjá öðrum þjóðum. Þar getur Íbúðalánasjóður haft stórt hlutverk. Í þetta þarf að beina allri orku hins opinbera og láta bankana um hitt. Setja þarf bönkun- um skilyrði um siðrænt verklag. Styrkja þarf stofnun félaga og leigu- fyrirtækja og efla þau sem fyrir eru. Ef Íbúðalánasjóður lánaði með u.þ.b. 3% vöxtum til byggingar leiguíbúða og húsaleigubætur væru tvöfaldar sýnist mér að leigan gæti orðið 30–40 þúsund kr. á mánuði, sem væri boð- legt. Hækka þarf örorku- og ellilaun svo fólk ráði við þetta. Haldi menn að húsnæðiskerfið geti staðið undir sér er það hrein fáfræði eða annað verra. Gera þarf leigufyrirtækjum kleift að leysa til sín mjög skuldsettar íbúðir í stað þess að senda fólk í útburð og leigja síðan fólkinu íbúðirnar. Með þessu er hægt að útrýma fátæktinni sem orðin er stórt vandamál. Íslendingur sem vann í Kaup- mannahöfn spurði félaga sína hvar fá- anleg væru lán til íbúðarkaupa. Þeir vísuðu honum á viðskiptabanka hans. Undrandi fór hann í bankann og þar var honum vísað á þjónustufulltrúa, sem spurði um nafn og kennitölu, og sá að komumaður var viðskiptamaður bankans. Ég athuga stöðuna, sagði fulltrúinn, komdu eftir þrjá daga. Maðurinn kom á réttum tíma á fund fulltrúans, sem sagði bankann tilbú- inn að lána honum sem svaraði sjö milljónum ísl. kr. Finnir þú þægilega íbúð á þessu verði getur þú komið aft- ur. Get ég ekki fengið meira? spurði hinn sanni Íslendingur. Nei, sagði fulltrúinn, þá gætirðu lent í erfiðleik- um með greiðsluna og það viljum við ekki. Er maðurinn hafði fundið íbúð- ina kom hann aftur í bankann. Hve- nær fæ ég peningana? spurði hann. Þú færð ekki peningana, sagði fulltrú- inn. Við borgum íbúðina og drögum svo af þér mánaðarlega upp í verðið. Komdu með eigandann eða sölu- manninn og við göngum frá þessu hér. Engin útborgun, normal vextir. Sjötug kona á Akureyri fékk bréf frá Kaupmannahöfn, móðir hennar hafði búið þar en var nýlega látin. Í bréfinu er sú sjötuga spurð hvort hún vilji endurnýja leigusamning móður sinnar til 99 ára, eins og hún eigi rétt á. Sem erfingi hinnar látnu hafði hún forgangsrétt. Er þetta ekki munur? Enginn skuldaklafi, engin hætta á geðþótta- uppsögn. Þar er frjálst val. Ég hef alltaf talið það sjálfsagða kröfu að geta lifað venjulegu lífi án þess að taka lán. Burt með braskið og fé- lagslegt öryggi í staðinn. JÓN KJARTANSSON frá Pálmholti, fyrrv. form. Leigjendasamtakanna. Afnám fátæktar Frá Jóni Kjartanssyni: Ó, – leitum – finnum jólin jól í Jesúbarnsins nafni, sem guðdómleg vor geislar sól allt gott á jörð svo dafni. Þar „Faðir vor“, sem ætíð er, sig opinberað hefur í Kristi Jesú komnum hér hans kærleik mestan gefur. Hnattræn er sú gjafa gjöf, að geta öðlast friðinn með iðrun – von er eigi töf að eignast kristna siðinn. Þá er það lífsins mála mál að miðla efnisgæðum þeim nógu jafnt – fær nóg hver sál er nægð sem blóð í æðum. Boðar fegins fögnuðinn Frelsarinn – þann góða. Hann sæluboðskap byrjar sinn í bestu ræðu þjóða. PÉTUR SIGURGEIRSSON biskup. Gleðileg jól! Frá Pétri Sigurgeirssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.