Morgunblaðið - 24.12.2003, Side 60

Morgunblaðið - 24.12.2003, Side 60
SÖNGVARI, gítarleikari og helsti lagasmiður Atómstöðvarinnar, Guð- mundur Ingi Þorvaldsson, var að kaupa jólagjafir eins og svo margir Íslendingar þegar Morgunblaðið náði tali af honum. Hann gaf sér með glöðu geði tíma til að spjalla um nýju plötu sveitarinnar New York, Bagdad, Reykjavík. Guðmundur Ingi var áður í sveitinni Tvö dónaleg haust en hann segir að Atómstöðin sé alveg nýtt dæmi. „Með nýjum mönnum koma nýjar áherslur í tónlist,“ segir hann en hljómsveitin skipti um nafn í októ- ber. „Núna frá og með áramótum verð ég eini meðlimurinn eftir úr Tveimur dónalegum haustum,“ segir hann en Sigfús Ólafsson trommuleik- ari er að fara í framhaldsnám í við- skiptafræði í Kaupmannahöfn og við tekur Örn Ingi Ásgeirsson. Alveg ný hljómsveit „Þetta er alveg ný hljómsveit, við hefðum átt að skipta um nafn fyrir ári. Það eru tvö lög á plötunni sem birst hafa myndbönd við undir nafni Tveggja dónalegra hausta. En það er ár síðan þessi mannskapur byrjaði að búa til þessa nýju tónlist en gerði þau mistök að starfa áfram undir gamla nafninu,“ segir Guðmundur Ingi. Hann er aðallagahöfundurinn og seg- ir að lögin á plötunni séu samin á tveggja ára tímabili en fyrsta lagið var tekið upp í desember í fyrra. „Við komum sterkir til leiks á nýju ári. Ætlum að halda fullt af tónleikum og spila fyrir sem flest fólk. En fyrst tökum við einhvern tíma í að æfa nýtt prógramm með nýjum trommuleik- ara en mætum svo fílefldir til leiks,“ segir hann um það sem er framundan. Stílabókin skönnuð inn Plötuumslagið er veglegt. „Okkur finnst mikilvægt að geisladiskurinn sé eigulegur gripur, að þetta sé eitt- hvað persónulegt en með allri þessari netvæðingu er ekkert mál að nálgast hvaða tónlist sem er. Okkur langaði til að búa til eigulegan disk,“ segir hann en í umslaginu eru prentaðir handskrifaðir textar. „Stílabókin mín, þar sem ég skrifa alla textana, var skönnuð inn,“ segir hann. „Þegar platan var tilbúin sáum við að þetta var ný hljómsveit,“ segir Guðmundur Ingi, sem lýsir tónlist At- ómstöðvarinnar sem rokkpönki. „Okkur finnst bara gaman að gera graðhestarokk með skemmtilegum textum. Aðalatriðið er að lagið og textinn tali við mann,“ segir hann en Atómstöðin syngur á íslensku. „Ég ber fulla virðingu fyrir fólki sem er að semja á ensku en við tókum þá ákvörðun snemma að syngja á ís- lensku fyrir Íslendinga.“ Hljómsveitin rekur heimasíðu þar sem hægt að er skoða ýmislegt tengt henni. „Okkur finnst gaman að vera í tengslum við fólk sem hlustar á okk- ur. Við eigum kannski ekki stærsta aðdáendahópinn á Íslandi en hann er mjög traustur og við erum í nánum samskiptum við hann.“ Atómstöðin sendir frá sér plötuna Hljómsveitina Atómstöðina skipa Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Óli Rúnar Jónsson, Ingólfur Magnús- son og Sigfús Ólafsson, sem er reyndar á leiðinni út en við af hon- um tekur Örn Ingi Ásgeirsson. „Graðhestarokk með skemmtileg- um textum“ ingarun@mbl.is www.tdh.is New York, Bagdad, Reykjavík FÓLK Í FRÉTTUM 60 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Opið frá kl. 18 fimmtudags- sunnudagskvöld. Geirfuglar spila á Gamlársnótt Húsið opnar kl. 24.30. Tenórinn Lau. 27. des. kl. 20.00. Laus sæti Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda Þri. 30. des. kl. 21.00. UPPSELT Fös. 2. jan. kl. 21.00. örfá sæti WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is Stóra svið Nýja svið og Litla svið CHICAGO eftir J.Kander og F.Ebb Frumsýning su 18/1 kl 20 - UPPSELT 2. sýn fi 22/1 kl 20 - gul kort 3. sýn lau 24/1 kl 20 - rauð kort 4. sýn su 25/1 kl 20 - græn kort 5. sýn fi 29/1 kl 20 - blá kort Fö 30/1 kl 20 - UPPSELT Fö 6/2 kl 20, Lau 7/2 kl 20 Miðasala: 568 8000 Opið í dag aðfangadag: 10:00-12:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Forsýning fö 26/12 kl 20 - kr. 1.500 FRUMSÝNING lau 27/12 kl 20 - UPPSELT Su 28/12 kl 20, Fö 2/1 kl 20, Lau 3/1 kl 20 Lau 10/1 kl 20, Su 11/1 kl 20 RAUÐU SKÓRNIR e. H.C. Andersen í samvinnu við RAUÐU SKÓNA Frumsýning lau 17/1 kl 17 Su 18/1 kl 20 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 9/1 kl 20, Fö 23/1 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 27/12 kl 14 - UPPSELT, Su 28/12 kl 14 - UPPSELT Lau 3/1 kl 14 - UPPSELT, Su 4/1 kl 14,- UPPSELT Lau 10/1 kl 14, Su 11/1 kl 14 Su 18/1 kl 14 - UPPSELT, Lau 24/1 kl 14, Su 25/1 kl 14 - UPPSELT, Lau 31/1 kl 14, Su 1/2 kl 14, Lau 7/2 kl 14 - TÁKNMÁLSTÚLKUÐ SÝNING Óskum leikhúsgestum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári TIL SÖLU ALLA DAGA: ***************************************************************** ********************************************************************* HERRA NÍELS, HESTURINN *********************************************************************GJAFAKORT Á LÍNU LANGSOKK KR. 1.900 **************************************************************** GJAFAKORT Á CHICAGO KR. 2.900 **************************************************************** ALMENN GJAFAKORT - GILDA ENDALAUST LÍNU-LYKLAKIPPUR, LÍNU-GEISLADISKAR, MÁN. 29/12 - KL. 19 UPPSELT AUKASÝNING SUN. 4/1 - KL. 19 LAUS SÆTI ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Hamraborg 11 – Kópavogi Aðgangur ókeypis Halli Reynis spilar 26. og 27. des. Frumsýning 6.jan. uppselt 2. sýning 10.jan. 3. sýning 17.jan. 4. sýning 24.jan. Sýningar hefjast kl. 20 Miðasala hafin í síma 555-2222 Frumsýning 27. des. kl. 19. - UPPSELT 2. sýn. lau. 3. jan. kl. 20 - laus sæti 3. sýn. sun. 11. jan. kl. 20 - laus sæti Miðasala í síma 552 3000 Loftkastalinn Sun. 28. des. kl. 20.00 laus sæti Lau. 10. jan. kl. 20.00 laus sæti Sun. 18. jan. kl. 20.00 laus sæti Sveinsstykki Arnars Jónssonar Nýr einleikur eftir Þorvald Þorsteinsson AUÐVITAÐ hljómar það skringilega þegar maður heyrir að einn kunnasti bassaleikari lands- ins, þ.e. úr dægurkimanum, sé bú- inn að gera jóla- plötu sem ein- göngu er leikin á bassa. Hljómar í raun galið. En, einu sinni sem oft- ar, er maður minntur á að affarasælast er að nálgast mannanna verk af opnum hug og áhuga. Og hér sannast líka önnur margtuggin og einföld en þó sönn speki. Ef tónlistin er góð … nú þá er hún bara góð! Og þá þarf svosem ekkert að pæla mikið meira í því. Verkefni sem hefði getað farið flatt gengur vel upp í meðförum Jakobs og Hrafns. Fyrst og fremst vegna þeirrar auðheyranlegu og auðsjáanlegu natni sem þeir hafa lagt við þessa plötu (umslagið eitt kemur manni til að mynda í fín- asta jólaskap og endurspeglar glæsilega værðarlegt og hlýtt inni- haldið. Afar vel heppnað). Lögin eru þessi sígildu jólalög, ekki stuð- lögin heldur þessi gömlu góðu sem manni finnst alltaf hafa verið til. Blanda af þjóðlögum, sálmum og líka nýrri smíðum. „Heims um ból“, „Guðs kristni í heimi“ („O Come All Ye Faithfull“), „Hvít jól“ („White Christmas“), „Bjart er yf- ir Betlehem“ og svo má telja. Það sem gerir þessa plötu sérstaka og um leið svo gefandi er auðvitað þröngur ramminn sem utan um hana er. Bara jólalög, bara bassi (og smá trommuheili). Þannig fléttar Jakob rafbassanum saman við kontrabassann og langar, víbr- andi línur bandalausa bassans þannig að úr verður mjúkur, djúp- ur tónavefur sem læðir að manni einkennilegum höfga. Jakob forð- ast listavel ósmekklegt bassabras og -brauk; það er enginn hræri- grautur sem er boðið upp á, heldur dansa línurnar listavel saman. Það er teygt á þeim og leikið með þær þar sem það er hægt, annars er því sleppt. Heildaráferðin er eins og áður segir róleg og í raun þokkafull, þetta er jólatónlistin sem þú setur á þegar aðfangadag- ur er genginn í garð, stressið að baki og notalegheitin framundan. Framsækið? Róandi? Flippað? Fallegt? Allt þetta og meira. Allir fá hér eitthvað fallegt, í það minnsta bassaspil. Tónlist Hafðu það djúpt um jólin Jakob Smári Magnússon Bassajól Áttund neðar Jakob Smári Magnússon leikur á bassa. Lögin eru sígild jólalög, erlend að upp- runa utan eitt sem er eftir Sigvalda Kaldalóns. Upptökur og útsetningar voru í höndum Jakobs og Hrafns Thoroddsen. Hafþór Guðmundsson sá um hljóð- blöndun. Arnar Eggert Thoroddsen GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.