Morgunblaðið - 31.12.2003, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 31.12.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MENNTASKÓLINN við Hamrahlíð brautskráði föstudaginn 19. desember sl. 94 stúdenta, 40 af eðlisfræði- og náttúrufræðibrautum, 33 af fé- lagsfræðibrautum, 21 af málabautum, 1 af al- þjóðlegri námsbraut og 1 af tónlistarbraut. Meira en helmingur lauk stúdentsnáminu á 3½ ári, fjórir með ágætiseinkunn. Dúx var Líney Halla Kristinsdóttir stúdent af náttúrufræðibraut, meðaleinkunn 9,82 sem er sú hæsta í sögu skólans. Semidúx var Kári Hólmar Ragnarsson stúdent af náttúrufræði- braut. Flestum einingum lauk Áslaug Ein- arsdóttir stúdent af málabraut og nátt- úrufræðibraut, 188. Tónlist fluttu Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, Strengjasveit nemenda MH og Víkingur Heiðar Ólafsson nýstúdent (einleikur á píanó). Í frétt segir að lokaorð Lárusar H. Bjarnason- ar til nýstúdenta hafi verið eftirfarandi tilvitnun í ræðu Stephans G. Stephanssonar sem hann flutti í lestrarfélagi vestur í Albertafylki árið 1894: „Eftir mínu viti fer ekki menntun manns eftir því hvort hann hefur gengið á nokkurn skóla eða engan, eður hvort hann hefur lesið þessa bók eður hina; hún fer einungis eftir því, að hve miklum manni skólalærdómurinn hefur gert hann, hve mikla andlega menningu bókin hefir veitt honum; hún er ekki eingöngu stíll í latneskri málfræði, vel af hendi leystur, né örð- ugt dæmi í bókstafareikningi, rétt reiknað, heldur er hún snilld og göfgi mannsins sjálfs, aðgreinanleg frá því, sem hann hefir tekið til láns frá skólum og bókum. Í fám orðum: mennt- unin er inn andlegi uppvöxtur mannsins, en ekki búningurinn, sem hlaðið er utan á hann.“ Morgunblaðið/Gunnar G. Vigfússon 94 stúdentar brautskráðir frá MH ÞÓRUNN Eiríksdóttir, húsfreyja á Kaðalstöð- um í Stafholtstungum, Borgarbyggð, er látin, 75 ára að aldri. Þórunn fæddist á Hamri í Þverárhlíð 20. janúar 1928 og ólst upp á Glitstöðum í Norður- árdal. Foreldrar hennar voru hjónin Eiríkur Þorsteinsson, bóndi á Glitstöðum, og Katrín Jónsdóttir húsmóðir. Þórunn stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti og Hús- mæðraskólann á Varmalandi. Hún bjó á Kaðalstöðum frá árinu 1951. Þórunn tók virkan þátt í fé- lagsmálum í Borgarfirði og stjórn- málum og var fyrr á þessu ári sæmd riddarakrossi fyrir störf að félags- og byggðamálum. Hún var formaður Kvenfélags Stafholtstungna og Sam- bands borgfirskra kvenna um tíma og var varaformaður Kvenfélagasambands Íslands. Hún átti í rúm tuttugu ár sæti í skóla- nefnd Barnaskóla Mýrasýslu á Varma- landi og í stjórn Skóg- ræktarfélags Borgar- fjarðar í tólf ár. Hún ritaði sögu Varma- landsskóla, Skógrækt- arfélags Borgarfjarð- ar, Sambands borg- firskra kvenna og Kvenfélags Stafholts- tungna. Hún átti nokkrum sinnum sæti á framboðslistum Alþýðubandalags- ins við alþingiskosningar og sat um tíma í bankaráði Búnaðarbanka Ís- lands. Síðustu árin hefur hún verið formaður Félags aldraðra í Borgar- fjarðardölum. Eiginmaður Þórunnar var Ólafur Jónsson trésmiður sem lést 1998. Þau eignuðust þrjár dætur. Andlát ÞÓRUNN EIRÍKSDÓTTIR LÍNEY Halla Kristinsdóttir, nítján ára stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, var með meðalein- kunnina 9,82 er hún brautskráðist frá skólanum í desember. Er það hæsta með- aleinkunnin í sögu skólans. Líney braut- skráðist frá nátt- úrufræðibraut og lauk stúdenspróf- inu á þremur og hálfu ári. Hún segist hafa mjög gaman af námi en bætir því við að hún gefist held- ur ekki auðveldlega upp. „Stundum er sagt að við systurnar séum með fullkomnunaráráttu,“ útskýrir hún en systir hennar Bjarnheiður Krist- insdóttir brautskráðist frá Mennta- skólanum í Reykjavík fyrir tveimur árum með yfir níu í meðaleinkunn. Líney ætlar að taka sér frí frá námi eftir áramótin enda hefur hún tekið að sér að verða Au Pair í Bad- en-Baden í Þýskalandi. „Ég verð þar fram í júlí,“ segir hún. Næsta haust stefnir hún á nám í eðlisverk- fræði en eðlisfræði og stærðfræði eru uppáhaldsfögin hennar. Það ætti reyndar ekki að koma á óvart þar sem hún hefur tvisvar sinnum verið í hópi íslenskra ungmenna sem tekið hafa þátt í ólympíu- leikunum í stærðfræði. Hyggur á nám í eðl- isverkfræði Líney Halla Kristinsdóttir „EES-SAMNINGURINN hefur ekki veikst,“ segir Þórunn J. Hafstein, forstöðumaður skrifstofu hjá starfsstöð EFTA í Brussel. „Lagasamræmingin innan EES, sem samn- ingurinn stefnir að, virðist hvorki hafa liðið fyrir stækkun ESB né þróun grundvallarlaga ESB frá því samningurinn var gerður.“ Ágæt samskipti Stækkun Evrópusambandsins (ESB) verð- ur að raunveruleika í maí á næsta ári og verða ESB-ríkin þá 25 en EES-EFTA-ríkin þrjú, Ísland, Noregur og Liechtenstein, standa jafnframt að EES-samningnum. Þórunn segir að stækkunin eigi ekki að leiða til þess að EES-samningurinn veikist, því nýju aðildar- ríkin komi að samningnum sem slíkum, þau verði ný EES-ríki og taki þátt í samstarfinu á þeim forsendum sem hafi stofnast til og skilað ágætis árangri. „Ég tel að samningurinn og framkvæmd hans hafi gengið það vel og sé kominn í fastar skorður. Samskiptin við framkvæmdastjórn ESB eru ágæt og ákveðið verklag er komið á og ferli varðandi framkvæmd samningsins sem dugar vel. Ég sé ekki að stækkun Evrópusam- bandsins sem slík eigi eftir að breyta því á nokkurn hátt og áfram standa tveir aðilar að samningnum, ESB-ríkin og EES- EFTA-ríkin þrjú. Kerfið helst eins og þetta er og samnings- grundvöllurinn er sá sami.“ Þór- unn bætir við að stækkunin geti styrkt samninginn. „Ég held að við getum náð sambandi við fleiri ríki og eignast fleiri bandamenn innan Evrópusambandsins ef vel er á málum haldið. EES-EFTA- ríkin hafa átt góð viðskipti við nýju aðildarríkin og þau viðskipti eru nú komin í góðan farveg,“ segir hún. Þórunn hefur starfað hjá EFTA síðan um mitt ár 2001, en á skrifstofu hennar er fjallað um öll málaflokkasvið EES-samn- ingsins nema frjálsa vöruflutn- inga, það er frjálsan flutning þjónustu, fjármagns og fólks, og síðan allar samstarfsáætlanir ESB. Vegna stækkunar ESB hafa komið upp álitamál varðandi frjálsa för fólks á ESB-EES-svæðinu og segir Þórunn að aðlögunartímabil séu tilgreind í samningum hinna nýju aðildarríkja við ESB. „EES-EFTA-ríkin munu hafa hliðsjón af þeim aðlögunarákvæðum við framkvæmd á frjálsri för fólks á næstu árum,“ segir hún. Hafa ekki gert upp hug sinn um beit- ingu heimildarákvæðanna Í því sambandi nefnir Þórunn að á fyrstu tveimur árunum eftir að stækkunin tekur gildi í maí 2004 sé heimilað að beita lands- lögum og framlengja megi þetta tímabil í þrjú ár til viðbótar og svo aftur í tvö ár. „Samtals geta þetta orðið allt að sjö ár sem núverandi EES-ríkin takmarka eða beita landslögum um aðgang fólks frá hinum nýju aðildarríkjum EES.“ Þórunn segir að aðlögunarákvæðin sem séu nú til skoðunar gefi kost á fyrrnefndu svig- rúmi í tíma en einstök aðildarríki hafi ekki gert upp hug sinn hvernig þau ætli að beita þessum heimildarákvæðum og hversu langan aðlögunartíma þau ætli að nýta sér. Þórunn J. Hafstein, forstöðumaður hjá starfsstöð EFTA, telur stækkun ESB geta styrkt EES EES-samningurinn hefur ekki veikst Þórunn J. Hafstein. ÞEIRRAR vertíðar sem verið hefur í kringum hlutabréfakaup einstak- linga í lok desember á síðustu árum gætti ekki í ár. Ástæðan er sú að í ár er fyrsta árið sem ekki er veittur skattaafsláttur vegna hlutabréfa- kaupa. Starfsmenn fjármálafyrirtækja sem þekkja vel til í viðskiptum ein- staklinga á hlutabréfamarkaðnum segja að þrátt fyrir þetta hafi við- skipti einstaklinga með hlutabréf aukist í ár miðað við tvö síðustu ár. Áhugi á að fjárfesta í hlutabréfum sé greinilega meiri í ár og skýringar á því séu meðal annars þær miklu hækkanir sem verið hafi á hluta- bréfamarkaði og lækkandi innláns- vextir í bönkum. Áhugi einstaklinga á hlutabréfa- kaupum var mikill skömmu fyrir aldamótin, sérstaklega á árunum 1999 og 2000, en mynstrið í viðskipt- unum mun vera annað nú en þá var. Spákaupmennska var meira áber- andi fyrir aldamót, en nú er algeng- ara að einstaklingar fari gætilegar í fjárfestingar og hugsi þær til lengri tíma en þeir gerðu þá. Þrátt fyrir aukinn áhuga einstaklinga á hluta- bréfaviðskiptum á þessu ári miðað við tvö síðustu ár er það álit þeirra sem til þekkja að stærri fjárfestar hafi mun meiri áhrif á verðmyndun hlutabréfa en einstaklingar. Viðskipti einstaklinga með hlutabréf aukast Morgunblaðið/Golli Engin hluta- bréfavertíð í lok desember
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.