Morgunblaðið - 17.01.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 17.01.2004, Síða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ KALLI SIGRAÐI Kalli Bjarni úr Grindavík sigraði í Idol stjörnuleitinni á Stöð 2, en úr- slitin fóru fram í Smáralind í gær- kvöldi. Fékk hann 49% atkvæða, en alls voru atkvæðin 150 þúsund í símakosningu. Líst i l la á sölu SPRON Tveimur af hverjum þremur Ís- lendingum líst illa á þær hugmyndir að Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis verði seldur Kaupþingi Bún- aðarbanka eða KB banka eins og hann heitir nú. Liðlega 19% líst hvorki vel né illa á sölu SPRON en 13% líst vel á hana. Ótilkynnt viðskipti Tvenn af sex viðskiptum frum- innherja með bréf Eimskipafélags- ins á þessu ári voru ekki tilkynnt fyrir fram til regluvarðar félagsins, að sögn Magnúsar Gunnarssonar, stjórnarformanns Eimskipafélags- ins. Hann telur þó að viðskiptin séu öll með eðlilegum hætti. Hótar stofnanda Hamas Aðstoðarvarnarmálaráðherra Ísr- aels, Zeevs Boims, sagði í gær að stofnandi Hamas-samtaka Palest- ínumanna, Sheik Ahmed Yassin, væri mikilvægt skotmark. Hann ætti að fela sig djúpt neðanjarðar en Ísr- aelar myndu finna hann og gera út af við hann. Veðurviðvörun Veðurstofa Íslands beinir því til skíða- og vélsleðafólks að vera ekki á ferð, þar sem snjóflóð geta fallið. Viðvörunin er gefin út vegna hvass- viðris og ofankomu undanfarna daga og ótryggra snjóalaga. Einnig er fólki bent á að stöðva ekki farartæki sín á vegarköflum, þar sem hætta gæti verið á snjóflóðum. Íhuga aðstoð Frakkar íhuga hvort þeir eigi að aðstoða við að stuðla að bættu ör- yggi í Írak og til greina kemur að Þjóðverjar komi þar að mann- úðarstörfum. Báðar þjóðirnar voru andsnúnar stríðinu gegn Írak og hafa leiðtogar þeirra sagt að slík að- stoð af þeirra hálfu verði ekki veitt fyrr en innlendir aðilar hafa tekið við stjórnartaumunum. Vetrarhörkur Miklar vetrarhörkur eru nú í aust- urhluta Bandaríkjanna, 40 gráða frost hefur verið í Boston og 17 gráða frost í New York. Skólar hafa víða verið lokaðir og flugsamgöngur legið niðri. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m- bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í dag Sigmund 8 Minningar 41/48 Viðskipti 11 Skák 49 Erlent 17/19 Kirkjustarf 48/49 Höfuðborgin 23 Myndasögur 56 Akureyri 23 Bréf 56 Suðurnes 26 Staksteinar 58 Árborg 26 Dagbók 58/59 Landið 27 Íþróttir 60/63 Listir 28/29 Leikhús 64 Daglegt líf 31/32 Fólk 64/69 Umræðan 34 Bíó 67/69 Forystugrein 36 Ljósvakamiðlar 70 Viðhorf 40 Veður 71 * * * ÍBÚAR í Árneshreppi á Ströndum fengu loks rafmagn um kl. 22 í gær- kvöldi, en rafmagnslaust hafði verið frá því að mánudagsmorgun. Flest- ir hafa einhvers konar vararafstöð en þrjár fjölskyldur í Norðurfirði og tveir bæir voru algjörlega án hita og rafmagns. Þá hefur ekki verið flogið til Gjögurs í níu daga og er farið að bera á mjólkurskorti á svæðinu, en þar er enginn kúabú- skapur. Vegna rafmagnsleysisins hefur kennsla í Finnbogastaðaskóla legið niðri frá því á þriðjudag. Rafmagnið fór af klukkan 11.56 á mánudag. Á fimmtudag fóru menn frá Orkubúi Vestfjarða í Hólmavík á vélsleðum og bíl til að leita bil- unina uppi en þurftu frá að hverfa. Heimamenn gerðu síðan við bilun á Naustvíkurskörðum milli Trékyll- isvíkur og Reykjarfjarðar. Það dugði ekki til og virtist sem önnur bilun væri á línunni. Það var svo loks í gærkvöldi sem tókst að koma rafmagninu á aftur, íbúunum til mikillar gleði. Nær sjö stiga hita Jón. G. Guðjónsson, veðurathug- unarmaður í Trékyllisvík, segir þetta rafmagnsleysi með því allra lengsta sem komið hafi í hreppnum. Flestir bændur, eða átta af tíu, hafi dísilrafstöðvar. Þá séu einnig þrjár fjölskyldur í Norðurfirði án dís- ilrafstöðvar en hafi þó gas. „Þeir sem hafa dísilrafstöðvar geta eldað mat og annað, aðrir hafa gas, það hafa nú flestir eitthvað. Það er eig- inlega verra með hitann og einnig með ísskápa og frystikistur sem ekki er hægt að keyra aukalega,“ segir Jón. Hefur hann lítinn olíuofn sjálfur og nær hitastiginu heima hjá sér upp í sjö stig á daginn. Frá því rafmagnið fór hefur Jón gist heima hjá bróður sínum á næsta bæ en þar er hitað með eldivið. Aðspurður segir Jón að það gangi ágætlega hjá bændum í rafmagnsleysinu. Þeir sem hafi vararafstöðvar geti haft ljós í útihúsum. „Hér er enginn kúabúskapur, þannig að það þarf ekkert að hugsa um mjaltir og slíkt,“ segir Jón. En það er farið að skorta mjólkurvörur og aðrar nauð- synjar á svæðinu þar sem ekki hefur verið flogið til Gjögurs í níu daga. Á Jón von á því að reynt verði að fljúga í dag, nauðsynlegt sé að raf- magn verði þá komið á svo hægt verði að nota radarvita í flugstöð- inni sem sé nauðsynlegur í blind- flugi og kveikja ljós við flugbraut- ina. Íbúar í Árneshreppi á Ströndum fengu loks rafmagn í gærkvöldi Morgunblaðið/Sigursteinn Jón G. Guðjónsson, veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík, kuldalega klæddur sendir veðurathuganir í 5–6 stiga hita heima hjá sér í fyrradag. Nauðsynjar hafa ekki borist íbúun- um í níu daga EINS og alþjóð veit var færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir sig- ursæl á Íslensku tónlistarverðlaun- unum. Er hún kom til Færeyja á fimmtudaginn var henni vel fagn- að, og þegar hún steig til jarðar á flugvellinum í Vágum færði Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways í Færeyjum, henni blóm. Ljósmynd/Jens Kristian Vang Eivöru var fagnað sem þjóðhetju GÖTUVERÐ á kókaíni hefur hækkað um 30% ef marka má nýj- ustu verðkönnun SÁÁ frá 30. des- ember. Hass hefur hins vegar lækkað um 25%. Verðkönnun SÁÁ sýnir að eitt gramm af kókaíni kostar 13.750 krónur og hefur ekki verið hærra í áraraðir. Undanfarin fjögur ár hefur grammið kostað um 9 til 11 þúsund krónur ef frá er talinn verðtoppur í ágúst 2003 þegar grammið fór í 13.500 krón- ur. Önnur fíkniefni s.s. amfetamín og e-töflur hækka einnig. Þannig hækkar grammið af amfetamíni úr 3.880 kr. í 4.180 kr. og e-taflan úr 1.940 kr. í 1.970 kr. Grammið af hassi lækkar hins vegar úr 2.340 kr. sem var óvenjuhátt, í 1.750 kr. Verðkönnun SÁÁ er unnin á grundvelli upplýsinga innritaðra sjúklinga sem hafa keypt fíkniefni sl. 2 vikur. Allir innritaðir sjúk- lingar, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnuninni. Kókaín hækkar um 30% Könnun SÁÁ ARNFRÍÐUR Einarsdóttir, for- maður málskotsnefndar Lána- sjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, segir að nefndin muni taka mál Harðar Sveinssonar, lesblinds námsmanns, fyrir að nýju óski hann þess, en málskotsnefndin hefur áður neitað honum um lán fyrir skólagjöldum við erlendan skóla. Morgunblaðið fjallaði um mál Harðar fyrir rúmu ári en þar kom fram að Hörður hefði ítrekað sótt um undanþágur frá reglum LÍN um greiðslu skólagjalda í erlend- um háskólum á grundvelli þess að hann sé lesblindur. Stjórn LÍN og síðar málskotsnefnd LÍN töldu hins vegar að Hörður hefði ekki lagt fram næga staðfestingu á því að lesblinda hans ylli honum veru- legri fötlun í skilningi úthlutunar- reglna sjóðsins. Hörður taldi hins vegar að hann hefði lagt fram full- nægjandi gögn frá sérfræðingum máli sínu til stuðnings. Gengu lengra en lög leyfa Hörður kvartaði til umboðs- manns Alþingis og komst umboðs- maður að þeirri niðurstöðu að málskotsnefndin hefði gengið lengra en lög leyfa í því að krefja Hörð um framlagningu læknis- fræðilegra gagna til staðfestingar á fötlun hans. Beindi umboðsmað- ur þeim tilmælum til nefndarinnar að hún tæki mál hans fyrir að nýju kæmi fram ósk um það frá honum og leysti þá úr því í samræmi við sjónarmið umboðsmanns. Taka mál lesblinds nema fyrir að nýju

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.