Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Vildarpunktar með!
Verð á mann frá 19.500 kr.
All
taf
ód‡rast á netinu
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
22
35
0
1
0/
20
03
SUMARBÚSTAÐURINN Litli-
Lundur í Austur-Fljótum eyði-
lagðist í snjóflóði í óveðurshamn-
um síðustu daga. Bústaðurinn er
á jörðinni Lundi í Stíflu og var
timburhús.
Bústaðurinn stóð skammt fyrir
ofan Ólafsfjarðarveg. Ekki er vit-
að hvenær snjóflóðið féll en mað-
ur á vélsleða sem fór þarna um í
gær sá hvað gerst hafði. Allbrött
og löng fjallshlíð er ofan við bú-
staðinn og hefur eflaust orðið
mikil snjósöfnun í brúnina efst í
fjallinu í norðaustanáttinni sem
verið hefur alla vikuna.
Að sögn Jóns Númasonar,
bónda á Þrasastöðum, sem kom á
vettvang, er bústaðurinn rústir
einar eftir. Hann hefur borist tugi
metra niður á sléttlendi og hluti
af brakinu stöðvast á þjóðvegin-
um. Hann telur að snjóflóðið sé
um 100 metrar á breidd. Það fór
yfir Stíflurétt, skilarétt Austur-
Fljótamanna sem stendur rétt
neðan vegarins. Jón sagði ekki
hægt að gera sér grein fyrir hvort
verulegar skemmdir væru á rétt-
inni, en hún er byggð úr stein-
steypu og er nánast á kafi í flóð-
inu. Ekki er vitað til að þarna hafi
fallið snjóflóð áður.
Allt fór úr skorðum
Afleitt veður var í Fljótum á
þriðjudag og miðvikudag og fóru
samgöngur úr skorðum og er
gríðarlegur snjómokstur fyrirsjá-
anlegur til að koma þeim í horf.
Öflugur snjóblásari aðstoðaði
mjólkurflutningabíl á fimmtudag
og tókst með hans aðstoð að ná
mjólk hjá öllum framleiðendum í
sveitinni en þá voru mjólkurtank-
ar víða orðnir fullir. Hvorki náð-
ust útsendingar sjónvarps né út-
varps í tvo sólarhringa nema
langbylgjusendingar. Skólahald í
sveitinni lá niðri í þrjá daga en
hófst aftur á föstudag þrátt fyrir
ófærð. Langt er síðan álíka óveð-
urskafli hefur komið í Fljótum,
snjókoman var með því mesta
sem menn þekkja þannig að
óvenjumikinn snjó setti niður á
tiltölulega stuttum tíma.
Sumarbústaður í Fljót-
um eyðilagðist í snjóflóði
Fljótum. Morgunblaðið.
OLÍUFÉLÖGIN Esso og Olís lækkuðu stað-
greiðsluverð á bensíni og dísilolíu á þjónustu- og
sjálfsafgreiðslustöðvum þeirra á höfuðborgarsvæð-
inu í gær, degi eftir að verðið var hækkað en viku
eftir að það var lækkað þegar Atlantsolía hóf sölu á
bensíni í Kópavogi. (Skeljungur hafði í gærkvöldi
ekki tilkynnt um verðbreytingar hjá sér.) Segja tals-
menn félaganna að fullt tilefni hafi verið til hækk-
unar á fimmtudag vegna þróunar á heimsmarkaði
en félögin vilji bjóða samkeppnishæft verð og góða
þjónustu við viðskiptavini sína.
Í tilkynningu frá Esso segir m.a. að á undanförn-
um viku hafi verið „talsverðar sveiflur“ í eldsneyt-
isverði á Íslandi. Í gegnum árin hafi Olíufélagið allt-
af tekið mið af heimsmarkaðsverði við
verðákvarðanir á eldsneyti, sem hafi „þar af leiðandi
verið trúverðugar og gegnsæjar.“
Magnús Ásgeirsson hjá Olíufélaginu segir félagið
hafa rekið ábyrga verðstefnu þar sem heimsmark-
aðsverði hafi verið fylgt á hverjum tíma. „Við erum
með tiltekna verðstefnu þar sem við bjóðum sam-
keppnishæft verð hverju sinni. Vildarviðskiptavinir
okkar, sem eru með kort, eiga þá ekki að þurfa að
greiða hærra verð en sem nemur 30 aurum á lítrann
en það sem best er boðið á hverju markaðssvæði
fyrir sig. Í því skyni höfum við verið með margs kon-
ar tilboð á stöðvum okkar víða um land.“
Samúel Guðmundsson hjá Olís segir að fullt til-
efni hafi verið til að hækka verðið í vikunni, miðað
við þróun á heimsmarkaðsverði, en Olís hafi þá
stefnu að bjóða viðskiptavinum sínum ávallt sam-
keppnishæft verð og góða þjónustu.
Augljós tengsl við Atlantsolíu
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir það ljóst að ol-
íufélögin séu að bregðast við sölu Atlantsolíu á einni
bensínstöð. Hann segir augljós tengsl hafa verið
milli þess að ákveðið var að hækka verðið á fimmtu-
dag þegar birgðir kláruðust hjá Atlantsolíu. Þó að
heimsmarkaðsverð hafi hækkað síðustu vikur sé
hækkunin ekki það mikil að hún réttlæti svona
skyndileg viðbrögð. Gengi dollars sé einnig lágt
„Þetta sýnir okkur að ekki veitir af auknu aðhaldi
á markaðnum. Nýr aðili, þótt lítill sé, getur greini-
lega haft veruleg áhrif á þetta samkeppnisumhverfi-
.Við vonum bara að þessi nýi aðili fái þann vind í
seglin sem heldur markaðnum á tánum, umfram
það sem við höfum þekkt fram að þessu. Kjörnir
fulltrúar í sveitarstjórnum þurfa líka að skapa nýj-
um aðilum þannig skilyrði að þeir komist inn á
markaðinn,“ segir Runólfur og vísar þar til lóðaút-
hlutana sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Verð á bensínlítra í sjálfsafgreiðslu eftir þessa
breytingu hjá Esso og Olís er 93,70 kr. og verð á dís-
illítranum 35,90 kr. Verð á Esso Express sjálfsaf-
greiðslustöðvum og ÓB-stöðvum er 92,50 kr. á bens-
íni og 34,90 kr. á dísilolíu. Er þetta sama verð og í
„bensínstríðinu“ svonefnda er Atlantsolía hóf bens-
ínsölu í síðustu viku. Orkan breytti ekki verði hjá sér
í vikunni en þar er bensínlítri á 92,40 kr., nema 90,80
kr. á Akureyri, en dísilolía er alls staðar á 34,80 kr.
Bensínið lækkaði aftur í gær
eftir hækkun í fyrradag
Segjast
vilja bjóða
samkeppn-
ishæft verð
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra seg-
ir ekkert annað í spilunum en að stjórn-
endur Landspítala – háskólasjúkrahúss
þurfi áfram að laga starfsemi spítalans að
fjárlögum ársins. „Ég get ekki gefið nein
loforð um annað heldur en það sem fjár-
lögin kveða á um,“ sagði ráðherra við
Morgunblaðið síðdegis í gær.
Áður höfðu forystumenn ASÍ, BHM,
BSRB og Læknafélags Íslands, auk starfs-
mannaráðs spítalans afhent honum ályktun
þar sem niðurskurði á þjónustu og upp-
sögnum innan heilbrigðisþjónustunnar er
harðlega mótmælt. Er í ályktuninni skorað
á ráðherra að taka þær ákvarðanir til end-
urskoðunar. Eins og fram hefur komið
þurfa stjórnendur spítalans að spara um
800 til 1000 milljónir í rekstri spítalans á
þessu ári.
Jón sagði þegar hann tók við álykt-
uninni að verulegum fjármunum hefði ver-
ið varið til heilbrigðismála síðustu árin.
Þrátt fyrir það væru „menn að glíma við
vaxandi fjárþörf,“ bætti hann við. „Sú til-
vera sem ég bý við núna er að laga starf-
semi spítalans að þeim fjárveitingum sem
fyrir liggja á tveimur árum. Þetta setur
auðvitað forsvarsmenn spítalans í mjög
vandasama stöðu.“ Hann lagði þó áherslu
á að sparnaðurinn kæmi sem minnst niður
á þeirri þjónustu sem spítalanum bæri að
veita, öryggi spítalans og starfsfólki hans.
Kvaðst hann að síðustu myndu kynna rík-
isstjórninni ályktunina og ræða hana á
fundi hennar.
Þjóðarsátt ríki um stefnuna
Jón sagði í samtali við Morgunblaðið að
honum fyndist mikið úr því gert að það
vantaði stefnumörkun fyrir LSH. „Ég lít
svo á að það sé þjóðarsátt um það sem
spítalinn eigi að gera í stórum dráttum;
þetta er hátæknispítali og kennsluspítali
og þetta er endastöð í heilbrigðiskerfinu.
Sú stefnumörkun hefur alltaf legið fyrir.“
Hann sagði einnig að honum fyndist of
mikið gert úr starfi þeirrar nefndar, sem
hann hefði skipað á síðasta ári, og hefði
það hlutverk að skilgreina nánar hlutverk
LSH. „Nefndin sem Jónína Bjartmarz [al-
þingismaður] stýrir á m.a. að draga mörk-
in milli einkaframtaksins og spítalans,“
segir hann og ítrekar að heildarstefnu-
mörkun fyrir spítalann hafi alltaf legið fyr-
ir. „Ég hef ekki orðið var við að deilt væri
um hana.“ Inntur eftir því hvort hann telji
að þjóðarsátt ríki um sparnaðaraðgerðir
LSH segist hann ekki geta ætlast til þess.
„Því fylgja alltaf mjög erfiðar aðgerðir
þegar hreyft er við þessum málaflokki. Og
ég get ekki ætlast til þess að allir séu
sammála um þær.“
Fram kom í máli forystumanna fyrr-
greindra stéttarfélaga, er þeir afhentu
ráðherra ályktunina, að þeir hefðu miklar
áhyggjur af því að sparnaðaraðgerðir
myndu koma illa niður á þjónustu spít-
alans við sjúklinga. Sömuleiðis kváðust
þeir hafa miklar áhyggjur af þeim stóra
hópi starfsmanna sem til stæði að segja
upp. Þá sagði Ögmundur Jónasson, for-
maður BSRB, að hann teldi að með þess-
um aðgerðum væru stjórnvöld að fara bak-
dyramegin að því að einkavæða
heilbrigðiskerfið. „En við vitum jafnframt
að heilbrigðisráðherra hefur stundum sýnt
góðan vilja til að standa vörð um sam-
félagslega rekna heilbrigðisþjónustu og
væntum þess að hann beiti sér af alefli
þannig að þessar ákvarðanir verði teknar
til baka.“
Jón Snædal, varaformaður Læknafélags
Íslands, benti á að nú væru tillögur stjórn-
enda spítalans að taka á sig endanlegar
myndir þótt enn væri eftir að útfæra þær
nákvæmlega. „En eftir því sem við, sem
eigum að veita þjónustu á spítalanum,
sjáum best eru tilllögurnar í raun og veru
óframkvæmanlegar; við sjáum ekki hvern-
ig hægt er að hrinda þeim í framkvæmd.“
Hann sagðist ennfremur ekki geta ímynd-
að sér afleiðingarnar yrði tillögunum öll-
um, þrátt fyrir allt, hrint í framkvæmd.
Morgunblaðið/Jim Smart
Forystumenn stéttarfélaga hittu heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, í gær. Við borðið sitja einnig Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varafor-
seti ASÍ, Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og Einar Oddsson, formaður starfsmannaráðs LSH.
Vilja endurskoðun á fyrirhuguðum samdrætti hjá LHS
Heilbrigðisráðherra segist
bundinn af fjárlögum