Morgunblaðið - 17.01.2004, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þetta er allt í lagi, elskan, ég þarf ekki að fara á æfingu í dag.
Umfangsmikil rannsókn á ekklum
Afrakstur ára-
langrar vinnu
Sr. Bragi Skúlasonsjúkrahúspresturmeð meiru hefur
nýlokið umfangsmikilli og
athyglisverðri rannsókn.
– Segðu okkur frá
málinu, Bragi.
„Aðdragandi rannsókn-
arinnar liggur í áralangri
vinnu með syrgjendum
bæði á Landspítala há-
skólasjúkrahúsi og í sam-
starfi við ýmsa aðila víða
um land. Helsta tilefnið
var þó sú staðreynd, að í
gegnum árin hafa konur
verið mun fjölmennari á
fyrirlestrum, námskeiðum,
ráðstefnum sem haldnar
hafa verið og ég velti því
fyrir mér hvers vegna
karlar virtust ekki nýta
sér framboðin úrræði. Það
var að mörgu leyti rökrétt að
vinna rannsókn, sem beindist að
hópi ekkla, þar sem hægt var að
skoða reynsluheim þeirra sem
karla í leiðinni. Ég hafði samband
við alla ekkla á Íslandi sem höfðu
misst maka á árunum 1999–2001
og voru á aldrinum 20–75 ára. Ég
var líka með samanburðarhóp
kvæntra karla, sem voru fæddir í
sama mánuði og ekklarnir og voru
með sams konar búsetu. Þessir
tveir hópar fengu spurningalista í
hendur og 63% ekklanna og 57%
samanburðarhópsins sendu þá út-
fyllta tilbaka, alls 60% svörun. Ég
tók líka viðtöl við 37 ekkla á 14
stöðum á landinu. Rannsóknin
hófst í nóvember 2002 og stóð í 16
mánuði, en ég er nýlega búinn að
skila inn meistararitgerðinni. Ég
á raunar enn eftir að fullgreina
svörin, því magn upplýsinga í
rannsókninni var gríðarlega mik-
ið, langt umfram það sem hægt er
að gera skil í meistararitgerð.“
– Hverju varstu að fiska eft-
ir?
„Ég lagði áherslu á að skoða að-
lögun ekklanna að breyttu lífi eftir
missi makans. Ég kannaði hvaðan
stuðningurinn við þá barst, eða
hvort þeir vildu stuðning yfirleitt.
Ég spurði um heilsu þeirra, úr-
vinnslu sorgar, viðhorf þeirra sem
karlmanna og hverjar væru fyr-
irmyndir þeirra í lífinu ef nokkr-
ar.“
– Segðu okkur meira ...
„Miðað var við þann hóp ekkla,
sem var á skrá hjá Hagstofu Ís-
lands 31.desember 2001 og hafði
misst maka á árunum 1999–2001
og voru það 358 einstaklingar.
Samanburðarhópurinn var jafn
stór og var valinn út frá þeim for-
sendum, sem áður komu fram.
Spurningalistar voru sendir út og
jafnframt kannað hvort einhverjir
ekklanna vildu taka þátt í viðtals-
könnun. Það vantaði ekki.“
– Helstu niðurstöðurnar?
„Ekklum fjölgar með hækkandi
aldri og elsti aldurshópurinn, 70–
75 ára, var langstærstur í minni
rannsókn. 89% ekklanna voru að
missa fyrsta og eina maka sinn í
lífinu og langflestir þeirra áttu að
baki löng hjónabönd. Einungis 6%
ekklanna sögðu að
vinnutími þeirra hefði
aukist eftir missi eigin-
konunnar, 14% að hann
hefði minnkað. Um
fimmtungur ekklanna
hafði stundum upplifað sorgina
sem svo óbærilega, að þeir höfðu
notað lyf eða vímugjafa til að
deyfa hana. 25% ekklanna töldu,
að samband þeirra við börnin væri
nánara eftir andlát eiginkonunn-
ar, en 4% að það væri ekki eins ná-
ið eftir andlátið. Stuðningur við
ekkla var mestur af hálfu fjöl-
skyldumeðlima og sá stuðningur
skipti þá miklu máli. Af starfsfólki
sjúkradeilda skipti stuðningur
sjúkrahúspresta þá mestu máli.
Margir ekklanna þurftu að leita
læknis vegna veikinda í kjölfar
makamissis.“
– Kom eitthvað á óvart?
„Já, kannski helst sá mikli mun-
ur sem liggur í þjónustunni eftir
því við hvaða aðstæður eiginkon-
an lést, eða úr hvaða sjúkdómi.
Svo virðist, að stuðningur við
krabbameinssjúklinga og að-
standendur þeirra í veikindaferl-
inu og við aðstandendur eftir and-
lát ástvinar skeri sig verulega úr,
enda er umræðan um líknandi
meðferð búin að þróast lengst í
þeim jarðvegi. Ekklarnir voru fá-
ir, sem fóru í aðra sambúð eða
hjónaband. Sú mýta stenst ekki!“
– Hvaða spurningar vakna?
„Ég vann aðgerðaáætlun sem
fylgir meistararitgerðinni. Þar má
finna atriði eins og aukið aðgengi
almennings að hvers konar
fræðslu um sorgina og möguleg
úrræði. Ég hef starfað lengi að
málefnum syrgjenda og mér þykir
seint ganga að koma sorginni inn í
almenna umræðu á öðrum grunni
en að hún sé hluti af svo skelfileg-
um veruleika, að við tölum helst
ekki um hana, nema í einhverjum
æsifréttastíl. Fjölskyldan virðist
áfram vera
mikilvægasta athvarf syrgj-
enda, en við vitum það
líka, að fjölskyldur eru
mismunandi og vissu-
lega væri athugandi að
kanna hvort þær búi yf-
ir þeim bjargráðum
sem duga. Eru þetta raunveruleg-
ar fjölskyldur, eða eru þær búnar
að taka slíkum breytingum, að
skyldurnar lendi á fárra herðum?“
– Hvað myndir þú vilja sjá
gerast í ljósi niðurstaðnanna?
„Ég vil sjá fagfólk, sorgarsam-
tök og syrgjendur almennt eiga
samstarf um skoðun á þeirri þjón-
ustu, sem við viljum að sé til stað-
ar.“
Sr. Bragi Skúlason
Bragi Skúlason fæddist 1957 á
Akranesi. Cand. theol.-próf frá
guðfr.deild HÍ 1982. Vígðist
prestur til Fríkirkjunnar í Hafn-
arfirði 1982. Lauk kennslurétt-
indanámi frá HÍ 1983. Var prest-
ur V-Íslendinga í Mountain,
N-Dakóta 1983–1987. Hóf nám í
sálgæslu á sjúkrahúsum við Unit-
ed Hospital í Grand Forks, N-
Dakóta 1986–1987. Lauk sér-
námi fyrir sjúkrahúspresta frá
Abbott Northwestern Hospital í
Minneapolis 1987–1988. Sjúkra-
húsprestur á Ríkisspítölum frá
júní 1989. Eiginkona er Anna Þ.
Kristbjörnsdóttir leikskólakenn-
ari. Tvær dætur, Sigríður Birna
og Hafdís Anna. Uppeldissonur,
Ámundi Steinar Ámundason.
að skyldurnar
lendi á fárra
herðum
„ÞAÐ er skemmtilegt að taka á
móti frímerki til minningar um
Hannes Hafstein sem orti „ég elska
þig stormur sem geisar um
grund“,“ sagði Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra er hann tók við
eintaki af nýju frímerki og mynt-
bréfi úr hendi Einars Þorsteins-
sonar, forstjóra Íslandspósts, í til-
efni af 100 ára afmæli heima-
stjórnar. Frímerkið prýðir Hannes
Hafstein, fyrsti íslenski ráð-
herrann.
„Það hefur verið djarft fyrir
stjórnmálamann á þeim tíma sem
hann var uppi að takast bæði á við
að yrkja og að takast á við það
verkefni að vera fyrsti ráðherrann
á Íslandi.“ Sturla sagði end-
urbætur hafna við Ísland hafa ver-
ið eitt af afrekum Hannesar, hann
hefði verkið kjarkaður stjórn-
málamaður og því við hæfi að
minnast hans með jafnveglegum
hætti og Íslandspóstur hefði nú
gert.
11 þúsund áskrifendur
að frímerkjum
Fyrsta íslenska frímerkið kom út
1. janúar 1873 og hefur allar götur
síðan verið mikilvægur kynning-
armiðill fyrir land og þjóð, sagði
Einar Þorsteinsson, forstjóri Ís-
landspósts, við afhendinguna í
gær. „Það hefur margt gerst síðan
þá í póstheiminum. Rafrænir miðl-
ar hafa tekið yfir að miklu leyti í
samskiptum milli manna og milli
landa, þannig að frímerkið er
kannski ekki jafnáberandi og það
var hér á árum áður. En þrátt fyrir
þessa miklu breytingu eru íslensk
frímerki enn mikilvægur fulltrúi
íslensku þjóðarinnar sem sést best
á því að 11 þúsund manns eru
áskrifendur að nýjum frímerkjum
hjá Íslandspósti og yfir 80% þeirra
eru búsett erlendis. Þannig að frí-
merkin okkar fara víða.“
Tryggvi T. Tryggvason hannaði
frímerkið, ásamt smáörk utan um
frímerkið og myntbréf í tilefni af-
mælisins.
Hannes Hafstein hefur áður
prýtt íslensk frímerki en árið 1954,
í tilefni af 50 ára afmæli heima-
stjórnar, voru útgefin þrjú frí-
merki með Hannesi.
Íslandspóstur hefur gefið út myntbréf og frímerki
í tilefni aldarafmælis heimastjórnarinnar á Íslandi
Minning um kjarkaðan
stjórnmálamann
Morgunblaðið/Árni Torfason
Einar Þorsteinsson forstjóri Íslandspósts afhendir Sturlu Böðvarssyni
myntbréf og frímerki í tilefni af aldarafmæli heimastjórnarinnar.