Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MEÐALATVINNULEYSI á árinu
2003 var 3,4% af áætluðum mannafla á
vinnumarkaði samanborið við 2,5% ár-
ið á undan. Að jafnaði voru 4.893
manns atvinnulausir í hverjum mán-
uði. Atvinnuleysið hefur aukist tölu-
vert frá árinu 2000 þegar það var að-
eins 1,3%. Atvinnuleysi í desember
var 3,1% en Vinnumálastofnun spáir
því að atvinnuleysi í þessum mánuði
verði á bilinu 3,5–3,9%.
Atvinnuleysi í desember er heldur
meira en í sama mánuði fyrir ári. At-
vinnuleysi á landsbyggðinni jókst um
16% frá því í nóvember, en atvinnu-
leysi á höfuðborgarsvæðinu jókst
einnig talsvert. Mest atvinnuleysi er á
Suðurnesjunum, eða 3,6%, en atvinnu-
leysi á höfuðborgarsvæðinu er 3,3%
Í árslok voru 5.272 án vinnu á land-
inu öllu, en í gær var þessi tala komin í
5.654. Í lok desember voru 390 störf
laus skráð hjá vinnumiðlunum, en það
er talsvert fleiri störf en fyrir einu ári.
Færri atvinnuleyfi
gefin út
Í fyrra voru gefin út 3.292 atvinnu-
leyfi til útlendinga. Árið 2002 voru
hins vegar gefin út 3.637 leyfi og 4.505
árið 2001.
Þeir sem hafa verið atvinnulausir
lengur en í sex mánuði voru um 26%
allra atvinnulausra í desembermán-
uði. Þetta er umtalsverð fjölgun frá
því sem var í upphafi árs þegar 20%
hópsins hafði verið atvinnulaus í
meira en sex mánuði.
*+
*,
#+
#,
-+
-,
.+
.,
,+
,
/
%
, @, 9
+4
.(( 0% .2+ 9,() 0%.$9
&,,,
,(4%% 80(%.$9
(
0
-,,. -,,- -,,#
0 1 ( 2 2 0 1 ( 2 2 0 1 (
Atvinnuleysi fór úr
2,5% í 3,4% á árinu
EYSTEINN Sigurðs-
son, bóndi á Arnarvatni
í Mývatnssveit, lést að-
faranótt föstudags 16.
janúar á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akur-
eyri, 72ja ára að aldri.
Eysteinn var fæddur 6.
október 1931. Hann
hafði ekki gengið heill
til skógar síðustu miss-
eri.
Eysteinn var bóndi á
föðurleifð sinni Arnar-
vatni, fjárræktarbóndi
og náði þar góðum ár-
angri. Hann var mikill áhugamaður
um íþróttir, einkum skíði og glímu og
var glímudómari fram
á síðasta ár. Hann var í
mörg ár bryti við
Laugaskóla og sinnti
þá einnig kennslu þar.
Eysteinn var mála-
fylgjumaður og minn-
ast margir hans sem
forystumanns í Land-
eigendafélagi Laxár og
Mývatns þegar tekist
var á um virkjun í
Laxá fyrir rúmum 30
árum.
Eftirlifandi eigin-
kona hans er Halldóra
Jónsdóttir. Þau eignuðust tvær dæt-
ur, Bergþóru og Þórgunni.
Andlát
EYSTEINN
SIGURÐSSON
HEIMASÍÐA útlendingastofnunar
var opnuð í gær, en henni er ætl-
að að auka upplýsingaþjónustu
stofnunarinnar. Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra og Georg Kr.
Lárusson forstjóri Útlend-
ingastofnunar hleyptu heimasíð-
unni formlega í loftið.
Útlendingastofnun hefur enn-
fremur endurskipulagt starfsemi
sína í kjölfar ítarlegrar stefnu-
mótunarvinnu. Meginmarkmið
breytinganna er að öll starfsemi
og verkefni miði að því að veita
þjónustu, sýna jafnræði og traust
í afgreiðslu og meðferð allra
mála, segir í fréttatilkynningu.
Hlutverk stofnunarinnar er að af-
greiða umsóknir fólks til dvalar á
Íslandi og framfylgja stefnu
stjórnvalda í samskiptum Íslend-
inga við útlendinga og auðga
þannig samfélagið.
Starfsemin deilist á þrjú svið,
leyfasvið, stjórnsýslusvið og al-
þjóðasvið. Heimasíða stofnunar-
innar er utl.is
Útlendingastofnun hefur
opnað heimasíðu
Morgunblaðið/Jim Smart
Ýtt úr vör: Georg Kr. Lárusson og Björn Bjarnason opna heimasíðu Útlendingastofnunar í gær.
ATLANTSOLÍA hefur kært til
Samkeppnisstofnunar þá ákvörðun
olíufélaganna að hafa eldsneytis-
verð lægra á stöðvum sínum í
næsta nágrenni við fyrirtækið í
Kópavogi og Hafnarfirði en á öðr-
um stöðvum félaganna.
Hugi Hreiðarsson, markaðs-
stjóri Atlantsolíu, segir að eitt olíu-
félaganna hafi m.a. lýst því yfir op-
inberlega að það lækki verð
sérstaklega í nágrenni við Atlants-
olíu. Þetta geti varla staðist sam-
keppnislög í landinu. „Þetta er leið
olíufélaganna til að viðhalda fá-
keppni og hefta vöxt Atlantsolíu,“
segir Hugi.
Guðmundur Sigurðsson hjá
Samkeppnisstofnun segir kæru
Atlantsolíu hafa borist og hún
verði tekin til skoðunar. Hann seg-
ir að vegna eðli málsins muni það
fá forgang hjá stofnuninni, en sem
kunnugt er hefur meint verðsam-
ráð olíufélaganna verið til rann-
sóknar um nokkurt skeið hjá Sam-
keppnisstofnun.
Von á nýjum birgðum
Að sögn Huga var síðasti bens-
índropinn seldur á miðvikudag en
von er á nýjum birgðum um næstu
mánaðamót. Atlantsolía flytur
bensínið inn í 25 þúsund lítra leigu-
tönkum, sem koma með Atlants-
skipum frá Rotterdam. Hugi segir
að þannig verði eldsneytið flutt inn
á meðan Atlantsolía sé aðeins með
eina bensínstöð starfandi. Önnur
stöð er í byggingu við Óseyrar-
braut í Hafnarfirði, og hefur Ístak
lokið við að steypa fyrsta áfanga að
stöðinni.
Varðandi hækkanir og lækkanir
hinna olíufélaganna síðustu daga
vill Hugi aðeins segja það eitt að
samkeppni virðist ríkja þar sem
Atlantsolía „drepi niður fæti“. Við-
skiptavinir hafi einnig sýnt mjög
sterk en jákvæð viðbrögð í garð
Atlantsolíu. Þannig hafi hvatningar
borist í tölvupósti og andúð verið
lýst á aðgerðum hinna olíufélag-
anna.
Atlantsolía kærir til
Samkeppnisstofnunar
GENGIÐ hefur verið frá endanlegum
kaupsamningi vegna kaupa Pharma-
co á 90% hlut í tyrkneska lyfjafyrir-
tækinu FAKO. Áreiðanleikakönnun
er lokið og öllum fyrirvörum vegna
kaupanna hefur verið aflétt. Í tilkynn-
ingu frá Pharmaco segir að FAKO
muni koma inn í samstæðuuppjör fé-
lagsins frá 1. janúar 2004.
Róbert Wessman, forstjóri
Pharmaco, segir að kaupin á FAKO
séu liður í yfirlýstri stefnu Pharmaco
um áframhaldandi ytri vöxt, samlegð-
aráhrif séu töluverð og markaðsstaða
fyrirtækisins muni styrkjast. Stefnt
sé að því að skrá fjölda lyfja Pharma-
co á Tyrklandsmarkað í framtíðinni
auk þess sem tækifæri skapist til að
markaðssetja lyf FAKO á mörkuðum
Pharmaco.
Í byrjun desember síðastliðnum
greindi Pharmaco frá því að samning-
ar um kaup félagsins á FAKO, sem er
sjöunda stærsta lyfjafyrirtæki Tyrk-
lands, væru á lokastigi. Þá kom fram
að kaupverðið er um 63 milljónir
Bandaríkjadala, jafnvirði um 4,4
milljarða íslenskra króna, fyrir utan
árangurstengdar greiðslur sem mið-
ast við að tiltekin markmið náist í
rekstri félagsins árin 2004 og 2005.
Samkomulagið felur einnig í sér að
Pharmaco veiti FAKO lán að fjárhæð
allt að 15 milljónum Bandaríkjadala
til að endurfjármagna hluta af
skammtímaskuldbindingum félags-
ins. Starfsmenn FAKO eru um 1.300
talsins og er félagið með söluskrifstof-
ur á 10 stöðum í Tyrklandi. Fyrirtæk-
ið starfrækir lyfjaverksmiðjur sem
framleiða fullbúin lyf og virk lyfjaefni.
Gengið frá kaupum
Pharmaco á FAKO
EIMSKIPAFÉLAG Íslands efnir til
afmælishátíðar í dag í tilefni af 90
ára afmæli félagsins.
Afmælishátíðin fer fram í Há-
skólabíói og hefst kl. 16. Magnús
Gunnarsson, stjórnarformaður Eim-
skip, og Erlendur Hjaltason fram-
kvæmdastjóri Eimskips hf. munu
ávarpa samkomuna og sýnd verður
heimildarmynd um sögu félagsins.
Afmælishátíð
Eimskips
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað-
Sparisjóð Ólafsfjarðar af kröfu
bróður fyrrverandi sparisjóðs-
stjóra um greiðslu 54 milljóna
króna, en um var að ræða ábyrgð-
ir sem sparisjóðsstjórinn hafði
tekist á hendur í starfi sínu án
heimildar og bróðir hans greiddi.
Héraðsdómur Norðurlands eystra
hafði áður dæmt sparisjóðinn til
að greiða hluta kröfunnar eða
nærri 14 milljónir króna.
Bróðir sparisjóðsstjórans fyrr-
verandi innti af hendi fjórar
greiðslur vegna slíkra ábyrgða
gegn loforði um að sparisjóðurinn
legði ekki fram kæru á hendur
bróður sínum vegna þeirra.
Bankaeftirlit Seðlabanka Íslands
vísaði málinu til opinberrar rann-
sóknar og var sparisjóðsstjórinn
ákærður og dæmdur fyrir brot í
starfi sínu sem sparisjóðsstjóri.
Náði sakarefnið meðal annars til
veitinga þriggja af þeim fjórum
ábyrgðum sem bróðir sparisjóðs-
stjórans greiddi.
Greiðslurnar lán til
sparisjóðsstjórans
Bróðirinn krafði sparisjóðinn
um endurgreiðslu umræddra fjár-
muna og vísaði til samningalaga
og sjónarmiða um brostnar for-
sendur. Hæstiréttur taldi að
greiðslurnar hefðu verið lán til
sparisjóðsstjórans fyrrverandi til
að greiða þessar skuldbindingar
og að ekki hefði stofnast löggern-
ingur milli bróðurins og spari-
sjóðsins sem unnt væri að ógilda á
grundvelli þessa lagaákvæðis.
Ekki var heldur fallist á að sjón-
armið um forsendubrest gætu átt
við í málinu og var sparisjóðurinn
því sýknaður.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Markús Sigurbjörnsson,
Garðar Gíslason, Guðrún Erlends-
dóttir, Hrafn Bragason og Pétur
Kr. Hafstein. Hrafn Bragason,
skilaði sératkvæði og vildi stað-
festa dóm héraðsdóms. Lögmaður
Spariðsjóðs Ólafsfjarðar var Árni
Pálsson hrl. og lögmenn gagn-
áfrýjanda Jón Steinar Gunnlaugs-
son og Reimar Pétursson hdl.
Sparisjóður Ólafsfjarðar
sýknaður af bótakröfu