Morgunblaðið - 17.01.2004, Qupperneq 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
TRAUST, heilindi, lipurð, einfald-
leiki og eldmóður eru þau grunngildi
sem Síminn vill standa fyrir í fram-
tíðinni og kynnt voru á blaðamanna-
fundi fyrirtækisins í Skautahöllinni í
Laugardal, en gildin
eru meðal niður-
staðna einnar um-
fangsmestu mörk-
unarvinnu (branding)
sem nokkurt íslenskt
fyrirtæki hefur farið í. Síminn vill,
samkvæmt hinni nýju stefnu, leiða
mann inn í framtíðina, hann vill
bjóða upp á allt á einum stað, eins og
það er orðað, og auðga líf viðskipta-
vina og annarra sem honum tengjast.
Verkefnið tók tæpt ár í vinnslu og að
því komu auk erlendra og íslenskra
ráðgjafa og hönnuða, allir starfs-
menn Símans.
Á fundinum kom fram að breytt
samkeppnisumhverfi Símans og til-
koma verðugs samkeppnisaðila eins
og það var orðað, væri helsta ástæða
hinnar nýju mörkunar félagsins, þörf
hefði verið fyrir það að staldra við og
skerpa áherslur fyrirtækisins. Á
fundinum kynnti Brynjólfur Bjarna-
son, forstjóri Símans, nýtt merki fé-
lagsins, en þegar hef-
ur verið hafist handa
við að setja það upp á
öllum sölustöðum
Símans. Í framhald-
inu verða allar versl-
anir Símans endurinnréttaðar í takt
við hina nýju stefnumótun og ímynd.
Brynjólfur sagði á fundinum að
merkið ætti í grunninn að tákna S
fyrir Símann, sem væri nafnið sem
félagið vildi vera þekkt fyrir í fram-
tíðinni. Jafnframt væri hægt að líta á
merkið eins og stílfærða þvívídd-
arteikningu af hnetti sem hnykkir
þannig á alþjóðlegri skírskotun. Í
merkinu má líka sjá tvo hlekki snú-
ast hvorn um annan og minna þannig
á hvers konar samskipti, að því er
fram kom á fundinum.
Ný stefna og nýtt merki hjá Símanum
Í framtíðinni verð-
ur unnið af eldmóði
MAGNÚS Gunnarsson, stjórnarformaður
Eimskipafélags Íslands, segir að af sex við-
skiptum fruminnherja með bréf Eimskipa-
félags Íslands á árinu 2004 hafi fjögur þeirra
verið tilkynnt fyrir fram til regluvarðar félags-
ins. Tvö þeirra hafi verið tilkynnt eftir á til
regluvarðar. Segir hann að stundum sé það
þannig að viðskiptin eigi sér stað rétt fyrir lok-
un og menn ekki náð saman. Segist hann telja
að viðskiptin séu því öll með eðlilegum hætti.
Magnús segir að viðskipti fruminnherja hafi
verið rædd á stjórnarfundi í gær. Þar hafi verið
ákveðið að loka fyrir innherjaviðskipti með fé-
lagið fram yfir birtingu ársuppgjörs hinn 26.
febrúar næstkomandi.
Í lögum um verðbréfaviðskipti, lög nr. 33/
2003, kemur fram að áður en fruminnherji á
viðskipti með verðbréf útgefanda, sem hann er
fruminnherji í, skal hann ganga úr skugga um
að ekki liggi fyrir innherjaupplýsingar hjá út-
gefanda.
Sama gildir um fyrirhuguð viðskipti með
fjármálagerninga sem tengdir eru slíkum
verðbréfum og fyrirhuguð viðskipti aðila sem
er fjárhagslega tengdur fruminnherja.
Jafnframt skal fruminnherji, áður en hann,
eða aðili fjárhagslega tengdur honum, á við-
skipti með verðbréf útgefandans, tilkynna það
til regluvarðar félagsins. En regluvörður hefur
eftirlit með því innan félags að reglunum sé
framfylgt og um skráningu samskipta sem
fram fara á grundvelli reglnanna.
Í leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeftirlitsins
2/2001, sem voru endurskoðuð í júlí á síðasta
ári, kemur fram að á fruminnherjum hvíli til-
kynningarskylda til regluvarðar fyrir viðskipti
og eftir að þau hafa átt sér stað. „Fruminn-
herjar skulu þannig hafa samráð við regluvörð
áður en þeir, eða aðilar fjárhagslega tengdir
þeim, eiga viðskipti með bréf útgefandans eða
fjármálagerninga þeim tengda,“ að því er segir
í leiðbeinandi tilmælum FME.
Þar segir ennfremur að regluvörður eigi að
ráðleggja fruminnherja um fyrirhuguð við-
skipti og aðstoða hann á þann hátt við að upp-
fylla rannsóknarskyldu sína.
Reglur eiga að takmarka innherjasvik
Í ræðu Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra
Fjármálaeftirlitsins, á ársfundi eftirlitsins í
október sl. kom fram að á síðustu árum hafi
Fjármálaeftirlitið lagt hart að útgefendum
skráðra verðbréfa að skapa hjá sér umgjörð
um starf sitt á verðbréfamarkaði sem m.a. eigi
að takmarka verulega hættu á innherjasvikum
ef rétt sé á málum haldið. Setning reglna um
meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti frum-
innherja eigi að skapa þessa umgjörð. Þar
komi til skipan regluvarðar, skylda fruminn-
herja til að ganga úr skugga um að ekki liggi
fyrir innherjaupplýsingar áður en viðskipti
fara fram og sérstakar varúðarráðstafanir
þegar aðrir en fruminnherjar búa yfir inn-
herjaupplýsingum.
„Treglega hefur gengið að koma þessari um-
gjörð á hjá öllum útgefendum skráðra verð-
bréfa og hefur Fjármálaeftirlitið þurft að beita
dagsektum í því skyni. Fjármálaeftirlitið hefur
í nokkrum tilvikum haft afskipti af félögum
sem ekki hafa náð að festa þessa fyrirbyggj-
andi umgjörð nægilega í sessi. Dæmi um það
eru viðskipti fruminnherja stuttu fyrir birtingu
uppgjöra. Jafnframt hefur Fjármálaeftirlitið
aukið stuðning við regluverði og skapað þeim
aðhald með heimsóknum í tengslum við viða-
mikil viðskipti, kynningarfundum o.fl. Þessar
aðgerðir eru að mati Fjármálaeftirlitsins að
skila sér hægt og bítandi,“ að því er fram kom í
ræðu Páls Gunnars.
Ekki kveðið á um lokuð tímabil
Að sögn Sigríðar Hrólfsdóttur, fram-
kvæmdastjóra fjármálasviðs Eimskipafélags
Íslands, setti Eimskipafélagið sér ákveðnar
reglur um innherjaviðskipti hinn 31. júlí sl.
Þær reglur séu í samræmi við gildandi lög um
verðbréfaviðskipti, l. 33/2003, og leiðbeinandi
tilmæli frá Fjármálaeftirlitinu 2/2001 og hafa
reglurnar verið samþykktar af Fjármálaeftir-
litinu.
Í Morgunblaðinu í gær sagði Magnús Gunn-
arsson að engar sérstakar reglur giltu um við-
skipti innherja hjá Eimskipafélaginu aðrar en
þær almennu reglur sem gilda um félög sem
skráð eru í Kauphöll Íslands.
Að sögn Sigríðar kveða reglurnar ekki á um
svokölluð lokuð tímabil, en samkvæmt leið-
beinandi tilmælum FME, er útgefendum verð-
bréfa í sjálfsvald sett hvort þeir afmarki „lokuð
tímabil“ til að mynda síðustu vikur fyrir birt-
ingu ársreiknings eða milliuppgjörs þar sem
öll viðskipti starfsmanna eða innherja eru
bönnuð. „Það sem stjórnarformaður Eim-
skipafélagsins, Magnús Gunnarsson, átti við
með með ummælum sínum um innherjareglur
félagsins var að félagið hefur ekki sett neinar
sérstakar reglur umfram það sem leiðbeinandi
tilmæli Fjármálaeftirlitsins segja til um,“ að
sögn Sigríðar.
Gjörbreytt ásýnd Eimskipafélagsins
Greiningardeildir viðskiptabankanna fjöll-
uðu áfram um kaup fruminnherja í Eimskipa-
félaginu í netfréttum sínum í gær. Í Morgun-
korni Íslandsbanka í gær kemur fram að
stöðutökur innherja í Eimskipafélaginu í gegn-
um félög sem þeim tengjast veki enn meiri at-
hygli eftir að fréttist að Eimskipafélagið hefði
gengið frá sölu á Skagstrendingi og fest kaup á
norsku fyrirtæki. „Í vikunni var jafnframt
gengið frá sölu á HB og ÚA. Eftir er að selja
Boyd Line í Bretlandi, sem var í eigu ÚA en
fylgdi ekki með í sölunni. Þessi viðskipti gjör-
breyta ásýnd Eimskipafélagsins og rekstri
þess í framtíðinni. Upplýsingar um viðskiptin
eru takmörkuð, nýjasta uppgjör Eimskipa-
félagsins er fyrir 9 mánuði 2003 og inniheldur
ekki lokauppgjör á þeim miklu hlutabréfavið-
skiptum sem Burðarás átti aðild að í septem-
ber. Nýjustu uppgjör ÚA, HB og Skagstrend-
ing eru frá júní í fyrra,“ að því er fram kemur í
Morgunkorni Íslandsbanka.
Ekki markaðinum til framdráttar
Þar segir ennfremur að vegna alls þessa sé
illmögulegt að meta hvernig efnahagsreikning-
ur Eimskipafélagsins stendur. „Þannig eru
ekki forsendur til að meta vaxtaberandi skuld-
ir (og þar með vaxtagreiðslur í framtíðinni),
hlutfall skulda í efnahag (við mat á ávöxtunar-
kröfu), áætla fjárfestingarþörf til framtíðar og
meta þörf fyrir rekstrarfé svo dæmi séu tekin.
Allt eru þetta mikilvægar upplýsingar sem
fjárfestar þurfa á að halda við verðmat fyr-
irtækja og ákveða hvort rétt sé að kaupa í þeim
eða selja. Þessar upplýsingar liggja að öllum
líkindum fyrir hjá stjórn félagsins, ásamt betri
upplýsingum um samningaviðræður við kaup
og sölu fyrrgreindra fyrirtækja
Við þessar aðstæður er hætta á að almennir
fjárfestar lesi í viðskipti innherja með þeim
hætti að þar fari aðilar sem hafi mun meiri og
betri verðmyndandi upplýsingar en aðrir.
Þetta er óeðlilegt og ekki markaðinum til fram-
dráttar. Í því samhengi má benda á að sam-
kvæmt lögum um verðbréfaviðskipti er inn-
herjum sem búa yfir mikilvægum upplýsingum
um framtíðaráform félags bannað með afdrátt-
arlausum hætti að eiga viðskipti undir slíkum
kringumstæðum, án tillits til þess hvort um
ásetning væri að ræða. Af þessu sést að fullt
tilefni er til að eftirlitsaðilar kanni málin frek-
ar,“ að því er segir í Morgunkorni Íslands-
banka.
Tímasetningin óheppileg
Í markaðsyfirliti Landsbanka Íslands kem-
ur fram að greiningardeild Landsbankans telji
að tímasetning innherjaviðskipta með bréf
Eimskipafélagsins sé óþægileg þar sem stjórn
félagsins kunni að hafa búið yfir upplýsingum
um kaupin þegar innherjaviðskiptin áttu sér
stað. „Afar mikilvægt er fyrir trúverðugleika
markaðarins að leikreglum hans sé fylgt, til að
tryggja að allir fjárfestar sitji við sama borð,“
að því er segir í markaðsyfirliti Landsbankans
í gær.
Verð hlutabréfa Eimskipafélags Íslands
héldu áfram að hækka í Kauphöll Íslands í
gær. Alls voru viðskipti með bréf félagsins fyr-
ir tæpar 727 milljónir króna og nam hækkun
dagsins 1,2%. Hafa bréf félagsins því hækkað
um rúm 16% frá því um áramót, úr genginu
7,10 í 8,25.
Ekki var tilkynnt um viðskipti fruminnherja
í Eimskipafélaginu til Kauphallarinnar í gær.
Viðskipti fruminnherja í Eimskipafélagi Íslands ekki öll tilkynnt fyrirfram til regluvarðar
Meirihluti við-
skipta tilkynnt-
ur fyrirfram
Lokað fyrir viðskipti innherja fram að uppgjöri
Morgunblaðið/Jim Smart
MUNURINN á hæstu verðhug-
mynd Kaupfélags Eyfirðinga (KEA)
og feðganna af Snæfellsnesi hjá Út-
gerðarfélaginu Tjaldi fyrir Útgerð-
arfélag Akureyringa (ÚA), sem Eim-
skipafélagið hefur selt þeim
síðarnefndu, var 600 milljónir króna.
Verðhugmyndir KEA fyrir ÚA voru
á bilinu frá 7 til 8,5 milljarða króna,
samkvæmt upplýsingum frá Andra
Teitssyni, framkvæmdastjóra KEA.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins voru verðhugmyndir feðg-
anna af Snæfellsnesi hins vegar á
bilinu frá 8,7 til 9,1 milljarður.
Þriðja fyrirtækið sem lýsti form-
lega yfir áhuga á að kaupa ÚA var
Skinney-Þinganes. Verðhugmynd
fyrirtækisins hljóðaði upp á 8,5 millj-
arða króna, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins, þ.e. sömu fjárhæð
og hæsta verðhugmynd KEA.
ÚA af var selt á 9 milljarða króna.
Andri Teitsson segir að þótt
Landsbankinn hafi í yfirlýsingu sagt
að öllum áhugasömum aðilum um
kaup á ÚA hafi verið kunnugt um
þær leikreglur sem um söluna ættu
að gilda, þá hafi það ekki átt við um
hann. Honum hafi ekki verið ljóst
hvernig ferlið yrði. Hann segist hafa
heyrt yfirlýsingu Eimskipafélagsins
um að það yrði rætt við heimamenn.
Þeir sem hafi haft áhuga á viðræðum
hafi verið beðnir um að senda hug-
myndir. Það hafi KEA gert og búist
við að verða boðið til viðræðna í
framhaldinu. Það hafi hins vegar
komið KEA í opna skjöldu að málið
skyldi klárað með þeim sem hafi lagt
fram hæstu hugmyndirnar.
Bjuggust við viðræðum
Andri segir að KEA hafi talað op-
inberlega í þrjá mánuði um áhuga
sinn á ÚA. Ekki hafi hins vegar verið
vitað um áhuga annarra á félaginu.
KEA hafi ekki frétt af þeim áhuga
fyrr en í símtali þar sem tilkynnt hafi
verið að áhugaverðari hugmyndir
hafi borist um kaup á ÚA og að tekn-
ar hafi verið upp samningaviðræður
við viðkomandi aðila. Þetta ferli hafi
komið KEA í opna skjöldu.
Í yfirlýsingu bankastjórnar
Landsbankans, sem birt var í Morg-
unblaðinu í gær, segir að allir aðilar
sem skiluðu hugmyndum um ÚA
hafi uppfyllt þær grunnforsendur, að
rekstur félagsins yrði með sem lík-
ustum hætti og áður. Því hafi verið
gengið til viðræðna við þann aðila
sem var með hagstæðasta verðið að
öðrum skilyrðum uppfylltum.
„Landsbankinn hafði hins vegar um-
boð til að veita heimamönnum for-
gang hefðu hugmyndir þeirra verið
metnar áþekkar þeim hagstæðustu.
Öllum áhugasömum aðilum var
kunnugt um þessar leikreglur,“
sagði í yfirlýsingu Landsbankans.
Guðmundur Kristjánsson, útgerð-
armaður og einn Snæfellinganna
sem Eimskipafélagið hefur selt ÚA,
sagðist í samtali við Morgunblaðið í
gær ekki vilja tjá sig um þessi mál
frekar en hann hefði gert til þessa.
Aðalsteinn Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóri Skinneyjar-Þinga-
ness, vildi heldur ekki ræða þessi
mál.
Munur á hæstu verðhug-
myndum 600 milljónir