Morgunblaðið - 17.01.2004, Qupperneq 22
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Fagna samkomulagi | Stjórn Verkalýðs-
félags Akraness fagnar því að Grandi og
HB-fjölskyldan skuli
hafa komist að sam-
komulagi um kaup á
eign Brims í Haraldi
Böðvarssyni, og vonar
að þeirri miklu óvissu
sem ríkt hefur um störf
sjómanna og fisk-
vinnslufólks á Akranesi hafi þar með end-
anlega verið eytt.
Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar
jafnframt á núverandi eigendur að sjá til
þess að sú rekstrareining sem hefur verið
starfrækt hér á Akranesi frá árinu 1906
verði áfram tryggð um ókomna framtíð.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Úrskurður dómara | Úrslit í jólaljósa-
samkeppni Djúpavogs hafa verið tilkynnt.
Að þessu sinni fær
Borgarland 9 heið-
ursviðurkenningu
fyrir stílhreina og
fagra skreytingu og
sjö önnur hús fá við-
urkenningu.
Það var Björn
Hafþór Guðmundsson sveitarstjóri sem var
háyfirdómari keppninnar, að því er fram
kemur á vef sveitarfélagsins. Um leið og
sveitarstjórinn þakkar íbúunum fyrir fram-
lag þeirra til að fegra jólabæinn Djúpavog
boðar hann að fyrir næstu jól verði kosin
sérstök dómnefnd til þess að meta jóla-
skreytingarnar. „Eigendur geta gengið eft-
ir auglýstum verðlaunum eftir því sem þeir
kunna að kjósa, en tekið er fram að þó að
smá spaug sé á ferðinni varðandi verðlaun-
in, er full alvara að baki því að tilnefna hin
vel skreyttu hús,“ segir sveitarstjórinn á
vefnum.
Skógræktarland | Unnið hefur verið að
samantekt á stærð samningsbundins skóg-
ræktarsvæðis á starfs-
svæði Suðurlandsskóga.
Meðalfjöldi hektara sem
eru samningsbundnir í
Árnessýslu er 81,0435, í
Rangárvallasýslu er
meðaltalið 98,6667 og í
V-Skaftafellssýslu er
meðaltalið 135,545. Enn
er ekki orðið ljóst hver
hektarafjöldinn er í A-
Skaftafellssýslu að því er kemur fram á vef
Suðurlandsskóga.
Spurt var í desember áheimasíðu Akranes-kaupstaðar hvort
lesendur notuðu þjónustu
Bókasafns Akraness og
svöruðu um 130 þeirri
spurningu. Svörin skiptust
þannig að 53,4% sögðust
nýta þá þjónustu en 46,6%
svöruðu spurningunni neit-
andi. Þjónusta bókasafns-
ins er margþætt, þar er
hægt að fá bækur, tímarit
og ýmis önnur rit, hljóð-
bækur, tónlist og margt
fleira til útleigu auk ann-
arrar þjónustu sem þar er í
boði. Til dæmis geta við-
skiptavinir bókasafnsins
sem komast ekki á safnið
sökum aldurs eða veikinda
fengið sendar bækur heim
án endurgjalds.
Margir nýta
bókasafn
Egilsstaðir | Dagana 12.–14. janúar voru haldnir svo-
kallaðir Samfylkingardagar á Austurlandi. Af því til-
efni heimsóttu þau Össur Skarphéðinsson, Katrín Júl-
íusdóttir, Kristján Möller og Einar Már Sigurðarson
fyrirtæki og stofnanir í Neskaupstað, á Eskifirði, Reyð-
arfirði, Seyðisfirði og Héraði. Segir í fréttatilkynningu
að fundir með heimamönnum hafi verið vel heppnaðir
og augljóst að bjartsýni og framkvæmdagleði einkenni
mannlíf á Austurlandi þessi misserin. Samfylking-
arfólk heimsótti m.a. Bifreiðaverkstæði Ásbjörns á
Eskifirði á yfirreið sinni um Austurland á dögunum og
þar er myndin tekin.
Heimsóttu Austfirðinga
Sagan endurtekin
pebl@mbl.is
BÓKAVINIR kom-ust í feitt í gær ergefnar voru þús-
undir bóka á bókamark-
aði Bókavörðunnar. Þar á
meðal var nokkurt safn
ljóðabóka og kenndi þar
ýmissa grasa. Hafsteinn
Stefánsson orti um and-
lega fátækt:
Mig langar stundum ákaft til að
yrkja
um undurfagurt líf og sumarblóm
en verð þá eins og góð og gömul
kirkja
sem grætur yfir því að vera tóm.
Allir þekkja afhendingu
Guttorms J. Guttorms-
sonar um landkönnuðinn:
Eftir Vilhjálms utanför til eskimóa
hvítu fólki fór að snjóa.
Að lokum er viðeigandi
að rifja upp vísu eftir
Harald Zóphoniasson sem
ort er um áramót.
Gamla árið grætti mig
og gleði vakti hlýja.
Endurtekur sagan sig
sjálfsagt á því nýja.
Borgarnes | Halldór Óli Gunn-
arsson ásamt þeim Alexander
Ríkharðssyni og Arnari Helga
Jónssyni unnu í söngkeppni
Óðals sem haldin var sl.
fimmtudagskvöld. Þeir spiluðu
lagið „Tired of you“ með Foo
fighters og heillaði söngur
Halldórs dómnefndina sem og
aðra áheyrendur, en fullt var
út úr dyrum á keppninni.
Að sögn dómnefndar var val-
ið erfitt því margir hæfi-
leikaríkir unglingar úr grunn-
skólunum í Borgarbyggð tóku
þátt. Keppnin er árviss við-
burður og munu sigurveg-
ararnir taka þátt í söngkeppni
Samfés sem haldin verður
laugardaginn 24. janúar í
Laugardagshöllinni.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Söngkeppni Óðals
Innlifun
Húsavík | Aðalsteinn Á. Baldursson,for-
maður Verkalýðsfélags Húsavíkur, segir
Húsvíkinga binda miklar vonir við hið ný-
stofnaða rækjufyrirtæki Íshaf hf. sem áð-
ur var rækjuvinnsla Fiskiðjusamlags
Húsavíkur.
Stefnt sé að
því að efla
rækjuvinnslu
fyrirtækisins
auk þess sem
það hefur
eignast fjög-
ur togskip
sem væntan-
leg eru til
Húsavíkur á
næstu dögum
og vikum.
Ráðnir verða
um 30 til 40
sjómenn á
skipin og ljóst er að tilkoma þeirra kemur
til með að hafa veruleg margfeldisáhrif á
Húsavík þar sem skipin kalla á marghátt-
aða þjónustu í landi.
Spurður um atvinnuástandið í vetur og
horfur í þeim málum segir Aðalsteinn:
„Það hefur verið mikið að gera hjá Bol-
fiskdeild Fiskiðjusamlags Húsavíkur og
eins hjá GPG í saltfiskverkun og hausa-
þurrkun. Að öðru leyti hefur atvinnulíf á
Húsavík verið nokkuð stöðugt þrátt fyrir
að um 40 einstaklingar séu um þessar
mundir á atvinnuleysisskrá en um helm-
ingur þeirra er þó í hlutavinnu. Þekking-
arsetur Þingeyinga og Náttúrustofa
Norðausturlands hófu nýlega starfsemi á
Húsavík auk þess sem úrvinnsla á hrein-
dýrakjöti frá Grænlandi hófst í lok síðasta
árs.
Með tilkomu þessara aðila hefur fjöl-
breytileiki atvinnulífsins á Húsavík aukist
enn frekar. Þá hefur ferðaþjónustan vaxið
hratt á síðustu árum og allt bendir til þess
að svo verði áfram á komandi árum ekki
síst með tilkomu viðlegukantsins við
Bökugarð sem taka á í notkun árið 2005,“
segir Aðalsteinn.
Nokkrir kostir til skoðunar
Eins og áður segir gætir töluverðrar
bjartsýni á Húsavík vegna tilkomu tog-
skipanna en auk þess eru nokkrir kostir
til skoðunar varðandi frekari atvinnuupp-
byggingu á svæð-inu. „Þar vega þyngst
hugmyndir innlendra og erlendra aðila að
reisa með vorinu Glucomed-verksmiðju á
Húsavík sem ætlað er að vinna afurðir úr
rækjuhrati. Þá eru enn hugmyndir um að
reisa hér álver og polyol-verksmiðju á
næstu árum og eru þessi mál til skoðunar
hjá hlutaðeigandi aðilum,“ sagði Aðal-
steinn.
Vonir bundnar
við nýtt rækju-
fyrirtæki
NÝVERIÐ voru samþykkt á Alþingi
lög þar sem meðferð hlutafjár rík-
isins í Landssíma Íslands hf. færðist
frá samgönguráðherra til fjár-
málaráðherra. Er þetta í samræmi
við þá almennu skipan mála að fjár-
málaráðherra fari með mál er varða
eignir ríkisins.
Í framhaldi af þessari breytingu
sótti Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra fyrirtækið heim. Átti hann
fundi með stjórnarformanni Símans,
Rannveigu Rist, Brynjólfi Bjarna-
syni forstjóra og ýmsum fleiri
starfsmönnum fyrirtækisins. Ráð-
herra skoðaði ennfremur nýjar höf-
uðstöðvar fyrirtækisins í Ármúla
sem og fyrrverandi höfuðstöðvar
þess við Austurvöll, þar sem áfram
verður starfrækt símstöð.
Símafundur: Brynjólfur Bjarnason forstjóri Landssíma Íslands, Rannveig
Rist stjórnarformaður og Geir H. Haarde fjármálaráðherra.
Fjármálaráðherra
heimsækir Símann