Morgunblaðið - 17.01.2004, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.01.2004, Qupperneq 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nýárstónleikar verða íSalnum, tónlistarhúsiKópavogs, í dag, laug-ardag, og endurteknir á morgun kl. 16. Á tónleikunum verð- ur fjölbreytt efnisskrá þar sem flutt verður sívinsæl Vínartónlist með sérstakri áherslu á tónlist sem hefur skírskotun til ungverskrar sígauna- tónlistar. Má þar nefna aríur úr Sardasfurstynjunni eftir Kálmán, Sígaunabaróninum eftir Strauss og Rapsódíu eftir Liszt. Veg og vanda að undirbúningi tónleikanna hefur Sigurður Ingvi Snorrason klarinett- leikari átt en ásamt honum sjá sjö hljóðfæraleikarar um flutninginn, þau Sigrún Eðvaldsdóttir, Roland Hartwell, Bryndís Halla Gylfadótt- ir, Hávarður Tryggvason, Martial Nardeau, Anna Guðný Guðmunds- dóttir og Pétur Grétarsson. Sönkona á tónleikunum verður Hanna Dóra Sturludóttir sópr- ansöngkona sem kemur sérstaklega frá Berlín til þess að syngja á tón- leikunum. Endurtaka leikinn Hanna Dóra hefur áður unnið með Sigurði Snorrasyni því fyrir ári héldu þau tónleika á svipuðum nót um í Eyjafirði, ásamt salon- hljómsveit. „Það gekk mjög vel,“ segir Hanna Dóra, „vinnan var skemmtileg og viðtökurnar sérlega góðar svo við ákváðum að endurtaka leikinn. Við ætluðum að vera með eina tónleika hér í Salnum um helgina en þeir seldust strax upp, svo við ákváðum að endurtaka þá daginn eftir. Næstu helgi þar á eftir verðum við svo með tónleikana í Bifröst í Borg- arfirði.“ Eruð þið með sömu hljóðfæraleik ar og í fyrra? „Nei, núna erum við með eð- alsveit fólks frá Sinfóníuhljómsveit Íslands, þannig að tónleikarnir verða með virkilegum glæsibrag.“ Hanna Dóra hefur verið búsett í Berlín síðustu ellefu árin þar sem hún hefur nóg að starfa. „Ég er í lausamennsku,“ segir hún, „sem býður upp á mjög fjölbreytta mögu- leika. Ég hef unnið mikið í óperunni í Kassel og óperunni í Magdeburg. Síðan hef ég tekið þátt í mörgum spennandi verkefnum, eins og ýms- um tónleikaferðum, meðal annars til Persaflóa og í hálfsmánaðar siglingu um Karíbahaf á stóru skemmtiferða skipi. Það var alveg gríðarlega skemmtileg ferð. Stór hluti farþeg- anna á skipinu eru mjög auðugir og því mjög hár gæðastandard á skemmti atriðum. Og það var síður en svo að við þyrftum að syngja all- an daginn, þannig að við tónlist- arfólkið fengum mikla og góða hvíld út úr vinnunni á þessu glæsiskipi. Prógrammið hjá okkur var ýmist ljóðasöngur eða óperutónlist og við fengum mjög góðar viðtökur. Eftir að ég kom heim úr þeirri ferð söng ég í óperuhúsunum í Kas- sel og Magdeburg og hef haft nóg að gera þar.“ Mikil gróska í Berlín Er ekkert erfitt að vera í lausa- mennsku? „Það hefur gengið mjög vel hjá mér, þrátt fyrir samdrátt. Annars eru bara tveir kostir í þessari list- grein, að vera lausráðin eða fastráð- in. Það eru margir sem vilja vera fastráðnir vegna öryggisins sem því fylgir, en svo hentar öðrum að vera í lausamennsku, vegna þess að það býður upp á meiri fjölbreytni og ótal möguleika. Að vísu þýðir það að maður fyllist hálfgerðri skelfingu ef síminn hringir ekki í nokkra daga, eða þegar maður veikist. En á með- an ég hef nóg að gera í lausa- mennskunni og get valið um verk- efni, hef ég ekki áhuga á að breyta stöðunni. Ég er líka mjög vel staðsett í Berlín. Ég get sótt öll óperuhúsin og heyrt aðra söngvara og hljóð- færaleikara þegar ég er ekki upp- tekin sjálf. Það er mikið um að vera í borginni. Svo er ekki ónýtt að geta komið hingað heim, einkum að vera beðin um að koma til þess að syngja yndislega Vínartónlist sem er svo gott að hlusta á á þessum árstíma.“ Reyni að halda í mitt íslenska eðli Þig langar ekkert til að flytja heim? „Sú löngun kemur alltaf upp öðru hverju, en ég er gift Þjóðverja svo það er ekki hlaupið að því. Hann er að vísu söngvari líka svo kannski verður einhvern daginn hægt að flytja hingað. Þangað til reyni ég að halda í mitt íslenska eðli, hlusta mikið á íslenska tónlist og kem heim eins oft og ég get.“ Hvað tekur við hjá þér eftir Vín artónleikana? „Ég byrja á því að undirbúa ljóða- tónleika sem ég syng ásamt Viðari Gunnarssyni í Kassel. Óperustjór- inn þar hefur unnið með okkur báð- um og fannst mjög spennandi hug- mynd að fá okkur til þess að syngja íslenska ljóðadag skrá. Síðan fer ég að æfa í óperu í Berlín með sjálf- stæðu óperukompaníi sem hefur verið að gera mjög góða hluti á und- anförnum árum. Í þetta sinn verður færð upp barrokó pera sem ber heitið Antigone og ég er mjög spennt fyrir þessu verkefni vegna þess að þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn með þessum hópi. Síðan kem ég heim í júní og ætla á tónleikaferð um landið með manninum mínum en það verður í fyrsta sinn sem hann syngur hér á Íslandi.“ Vínartónlist, ljóðatónleikar og barokkópera Morgunblaðið/Árni Sæberg Flytjendur á tónleikunum. Hanna Dóra Sturludóttir er lengst til hægri. Sópransöngkonan Hanna Dóra Sturlu- dóttir syngur á Vínartónleikum Salarins í Kópavogi um helgina. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við hana um hið fjölbreytta sönglíf sem hún lifir. EFTIRFARANDI áskorun var samþykkt samhljóða á fundi Fé- lags kvikmyndagerðarmanna í vik- unni: „Félagsfundur Félags kvik- myndagerðarmanna haldinn 14.01. 2004 skorar á Kvikmyndastofnun Íslands að ganga eftir fjárhagslegu uppgjöri á kvikmyndinni Opinber- un Hannesar vegna þeirra ásakana sem fram hafa komið um að kostn- aður við framleiðslu myndarinnar hafi verið mikið minni en áætlanir sögðu til um.“ Hrafn Gunnlaugsson fékk 22 milljóna króna styrk úr Kvik- myndasjóði vegna myndarinnar en fram hefur komið að heildarkostn- aður vegna hennar er tæpar 60 milljónir króna, að sögn höfundar. „Það er sjálfsagt að gera þetta við allar myndir, og mín mynd á ekki að vera nein undantekning á því,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson þegar Morgunblaðið leitaði við- bragða hjá honum við áskoruninni. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðu- maður Kvikmyndamiðstöðvar Ís- lands, segist ekki eiga von á öðru en að Hrafn skili inn uppgjöri vegna myndarinnar um leið og það liggur fyrir. Hefur sex mánuði til að skila uppgjöri „Kvikmyndamiðstöð tók verkefni Kvikmyndasjóðs yfir með nýjum lögum og nýrri reglugerð og við auðvitað fylgjum þeim samningum eftir um framleiðslustyrki sem voru gerðir áður og það sama á við um þennan. Ég á ekki vona á öðru en að styrkþegar standi við sinn hlut líka. Honum ber að skila upp- gjöri í samræmi við þá reglugerð sem var í gildi eða var til grund- vallar þegar samningur var gerð- ur.“ segir Laufey. Reikna má með að einhver tími líði áður en endanlegt uppgjör ligg- ur fyrir en samkvæmt nýrri reglu- gerð sem tók gildi í apríl 2003 hef- ur framleiðandi myndar sex mánuði frá því kvikmynd var frum- sýnd til að skila inn uppgjöri. Á fundinum í fyrradag var spurt hvor Opinberun Hannesar félli undir ný kvikmyndalög sem öðl- uðust endanlega gildi í byrjun mars á síðasta ári og reglugerð með lögunum sem öðlaðist ekki gildi fyrr en eftir að fénu hafði ver- ið úthlutað. Hefur á það verið bent að í nýju reglugerðinni sé mun rík- ari eftirlitsskylda varðandi hvernig styrkfénu er varið en var í gömlu lögunum. Forstöðumaður Kvik- myndamiðstöðvarinnar bendir á að samningar sem greiddir hafi verið út fyrir miðjan apríl á síðasta ári og þar með kvikmynd Hrafns falli ekki undir nýju reglugerðina. Kvikmyndamiðstöðin taki í þessu tilviki og fleirum við samningum sem gerðir voru á grundvelli gömlu reglugerðarinnar sem í gildi var. „Það er orðað þannig í henni að hafi umsækjanda eða fyrirtæki sem hann átti aðild að áður verið úthlutað framleiðslustyrk úr Kvik- myndasjóði og verki sé lokið skuli viðkomandi hafa gert fullnaðarskil, samkvæmt gömlu lögunum áður en hann sækir um aftur. […] En ég á ekki von á öðru en að Hrafn skili inn uppgjöri að einhverjum tíma liðnum.“ Deilt hefur verið um hvort laga- legur grundvöllur hafi verið fyrir úthlutun á þeim tíma er Opinberun Hannesar fékk styrk í aðdraganda nýju reglugerðarinnar og hefur menntamálaráðuneytið litið svo á að ekki væri lagalegur grundvöllur fyrir úthlutun fyrr en eftir að reglugerðin öðlaðist gildi. Laufey undirstrikar að almenn sátt sé meðal hagsmunaaðila um nýju reglugerðina um kvikmynda- sjóð sem tók gildi í fyrra og að með henni hafi verið hnykkt á ýmsum þáttum sem ekki hafi legið ljósir fyrir í úthlutunarferlinu samkvæmt eldri lögum. Bæði sé eftirlitsskyld- an ríkari og lögin skilvirkari hvað úthlutanir snertir. Félag kvikmyndagerðarmanna skorar á Kvikmyndastofnun Óskað eftir að Hrafn skili inn uppgjöri Úr kvikmyndinni Opinberun Hannesar eftir Hrafn Gunnlaugsson. SIGRÍÐUR Guðný Sverrisdóttir opnar málverkasýningu í Baksaln- um í Galleríi Fold, Rauðarárstíg kl. 15 í dag. Sýninguna nefnir hún Gul- ur, rauður, grænn og blár. Sigríður Guðný stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk prófi í grafískri hönnun. Síðar stundaði hún myndlistarnám við Accademia del Giglio í Flórens á Ítalíu og lýkur nú í vor námi við Listaháskóla Íslands sem mynd- menntakennari. Sýningin stendur til 1. febrúar. Í Rauðu stofunni gefur að líta ný olíumálverk eftir Harald (Harry) Bilson. Opið virka daga kl. 10–18, laug- ardaga til 17 og sunnudaga kl. 14– 17. Sigríður Guðný Sverrisdóttir við eitt verka sinna í Galleríi Fold. Litir regnbogans á sýn- ingu í Galleríi Fold Náttúra norðursins - Náttúruvernd á Norðurlöndum á 20. öld er komin út í þýðingu Hálfdáns Ómars Hálfdáns- sonar. Bókin er samstarfsverkefni margra höfunda og var ritstýrt af fasta- nefnd um náttúruvernd, útivist og menningarminjar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Bókin hefur ný- lega verið gefin út á öðrum norrænum tungumálunum og á ensku. Með þessari ríkulega myndskreyttu bók er Norræna ráðherranefndin að kynna náttúruauðlegð Norðurlanda og vekja athygli á aðgerðum sem gripið var til á síðustu öld til að vernda ein- stakar náttúruperlur. Lýst er í máli og myndum 53 þjóð- görðum og friðuðum svæðum, frá Grænlandi í vestri til Finnlands í austri, og fjallað er um verndargildi fjölbreyttra náttúruminja, svo sem jökla og fjalla, straumvatna og strand- svæða. Þá er greint frá nauðsyn frek- ari verndunaraðgerða á 21. öldinni m.a. til að tryggja líffræðilega fjöl- breytni. Þeir sem skrifa um íslenska náttúru eru Auður Sveinsdóttir landslags- arkitekt, Árni Einarsson líffræðingur, Haukur Jóhannesson jarðfræðingur, Kári Kristjánsson landvörður og Trausti Baldursson líffræðingur. Í bók- inni eru kaflar um náttúru við Breiða- fjörð, Þjórsárver, lífríki við Mývatn, þjóðgarðana á Þingvöllum og í Skafta- felli, Herðubreiðarlindir og friðlýst svæði á gosbeltinu. Fjölmargar litmyndir prýða bókina og eru þær teknar af fremstu lands- lags- og náttúruljósmyndurum Norð- urlanda. Bókin er 258 bls., með ítarlegri ör- nefna- og tegundaskrá. Verð: 4.995 kr. Náttúruvernd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.