Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 33
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 33 Útsala útsala Seltjarnarnesi, sími 561 1680 Kringlunni, sími 588 1680. iðunn tískuverslun E Y K U R O R K U , Þ R E K O G V E L L Í Ð A N Angelica jurtaveig Rannsóknir sýna að Angelica jurtaveig inniheldur mjög virk heilsubótarefni. Hún hefur reynst mörgum vel undir álagi og við streitu. Angelica jurtaveig er framleidd úr íslenskri ætihvönn. Í S L E N S K T N Á T T Ú R U A F L Þegar þú kaupir glas af ANGELICU færðu annað glas á hálfvirði TILBOÐIÐ GILDIR TIL 31. JANÚAR Gunnar Helgi segist vera mikill áhugamaður um mat og matargerð og sé liðtækur í eldhúsinu. Hann á þó ekki von á því að gefa út fleiri matreiðslubækur. Spurður hvort hann eigi sér ekki núorðið uppá- „Staðreyndin er sú að mér finnst fiskur vera ákaflega vondur matur. Ég ólst upp við það að fiskur var fimm sinnum í viku á borðum á mínu æskuheimili í smá- íbúðahverfinu í Reykjavík þar sem ég fékk að rækta fiskihatur mitt óáreittur þeg- ar mamma var að reyna að þræla þessu í mig. Og oft var ég látinn sitja lengi yfir matnum. Þegar ég flutti að heiman borðaði ég ekki fisk í tíu ár, en varð svo auðvitað að endurskoða þetta hræði- lega vandamál mitt þegar ég eignaðist sjálfur fjölskyldu því auðvitað þurfa börn að borða fisk,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands, en um þessar mundir er að koma út bókin Fiskveisla fiskihatarans, sem hefur að geyma fjölda „þol- anlegra“ fiskuppskrifta, sem Gunnar Helgi hefur safnað að sér í gegnum tíðina. Gunnar Helgi segist hafa farið að skrifa niður hjá sér eitt og annað viðvíkjandi fiski sem gæti gengið á heimilinu. Því hafi hann haldið til haga og feng- ið svo þá hugdettu að gaman væri að taka efnið saman í bók með kynn- ingum og svolitlu málæði. „Bókin hefur að geyma heilmikinn texta og fróðleik um fisk enda hugsaði ég þetta öðrum þræði sem alþýðlegt fræðirit,“ segir hann og hlær. Falinn í sósum „Ég hef tekið eftir því að fjöldi fólks á við þetta sama vandamál og ég að stríða, að þykja fiskur skelfi- legt ómeti. Bókin gengur hins vegar út á það að finna út hvaða fiskar eru ætir og hvernig hægt er að matreiða þá á sem bærilegastan hátt. Aðal- atriðið er að umgjörðin falli sem best að neytandanum, sem getur gleymt því að það sé fiskur á borðum ef hann er t.d. falinn í miklum sósum og veigamiklu grænmeti.“ haldsfisktegund svarar hann því til að líklega sé saltfisk- urinn í mestu uppáhaldi. „Mamma mín var reyndar nýjungagjörn og reyndi ýms- ar aðferðir við að koma fisk- inum ofan í mig. Hún bakaði meira að segja fiskinn í ál- pappír á þessum árum, en sem betur fer slapp ég að mestu við hamsana enda hefði ég ekki þraukað það. Á sunnudögum var svo gós- entíð, sunnudagslæri og sveskjugrautur á eftir.“ Langur heimildalisti Gunnar Helgi tekur það fram í lokin að hann er ekki sjálfur höfundur uppskrift- anna, heldur vitnar hann mjög samviskusamlega í með- höfunda. „Við í stjórnmála- fræðinni erum afskaplega við- kvæmir nú á tímum fyrir þessum málum svo að ég held heimildum mjög til haga. Langur heimildalisti er í bók- inni og um það til 150 tilvitn- anir,“ segir hann. Auk nýju bókarinnar er þessa dagana að koma út nýr diskur með hljómsveitinni Spöð- um sem Gunnar Helgi er harm- onikkuleikari í. Diskurinn heitir Úr segulbandasafninu og kemur nú út í tilefni af 20 ára afmæli hljómsveit- arinnar.  BÆKUR|Uppskriftabók að hætti prófessorsins Fiskveisla fiskihatarans Þrátt fyrir að þykja fiskur skelfilegt ómeti ákvað Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, að ráðast í útgáfu mat- reiðslubókar með fjölda fiskuppskrifta. Gunnar Helgi Kristinsson: Borðaði ekki fisk í tíu ár. PLOKKFISKUR er í raun ekki annað en fiskur, kartöflur og laukur í hvítri sósu, sem íslenskar kokkabækur nefna oft mjólk- ursósu. Hvíta sósan gerir fiskinum gott, en steikingin og gratíner- ingin skapa mótvægi við mýkt sós- unnar. Áður en matreiðslan hefst er rétt að sjóða 6–10 kartöflur, skræla þær og skera niður. Síðan er bökuð upp hvít sósa, sem gjarn- an er kölluð béchamel-sósa. 40 g af smjöri eru brædd við vægan hita og öðrum 40 g af hveiti hrært rösklega út í. Hálfum lítra af mjólk er þessu næst bætt út í og hrært baki brotnu þannig að engir kekkir myndist. Kryddað með pip- ar og múskati. Sósuna má sjóða nokkra stund til að eyða hveiti- bragði og fá rétta áferð. Tvö útvötnuð saltfiskflök eru roðflett, skorin í ræmur langsum og stráð á fiskinn túrmeriki svo hann verður fagurgulur. Síðan er olía hituð gríðarlega og saltfisk- urinn steiktur. Þessu næst eru tekin fram fjögur eldföst mót, hvert hæfilega stórt fyrir eins manns skammt. Mótin mega vera lítil ef um forrétt er að ræða og þá endist auðvitað skammturinn fyrir fleiri. Einnig má koma öllum réttinum fyrir í stærra mót. Salt- fiski og kartöflum er komið í mót- ið og hvítu sósunni hellt yfir. Em- mental-ostur er loks rifinn yfir þannig að hann þeki réttinn vel. Mótunum er komið fyrir í mjög heitum ofni (250°C) eða undir grilli þar til dökkir flekkir byrja að myndast á yfirborðinu. Gratín- eraður plokkfiskur Plokkfiskur: Saltfiskur og kartöflur í aðalhlutverki. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.