Morgunblaðið - 17.01.2004, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 17.01.2004, Qupperneq 34
UMRÆÐAN 34 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ NÝ húsnæðislán Íslandsbanka vekja að vonum athygli í þjóðmála- umræðunni og áhuga meðal húsnæð- iskaupenda og þeirra sem starfa við fast- eignaviðskipti. Veiga- mesta nýjungin er að lánin eru óverðtryggð en miðast þess í stað við vexti á millibankamark- aði. Lánin eru í íslensk- um krónum, tengd að hálfu erlendum gjald- miðlum og bera vexti í samræmi við það. Myntsamsetning geng- isbundna hlutans tekur mið af gengisvog ís- lensku krónunnar. Fyr- ir þá sem það hentar er einnig unnt að fá lán sem eru að fullu tengd þróun erlendra mynta og erlendra vaxta. Þessi kostur vekur ekki síst athygli vegna þess að í fyrsta sinn bjóðast hér húsnæðislán á vaxtakjörum sem eru samkeppnishæf við vexti rík- istryggðra lána. Gagnrýnisraddir heyrast og ýmsir vara við lánum sem tengd eru erlendum gjaldmiðlum. Slíkt er eðlilegt enda er mikilvægt að hver sá sem fær lán geri sér grein fyrir þeirri áhættu sem því fylgir. Lán og áhætta Segja má að kjör húsnæðislána Ís- landsbanka ráðist einkum af tvennu. Annars vegar af þróun milli- bankavaxta í íslenskum krónum (rei- bor) og millibankavaxta í erlendum myntum (li- bor/euribor). Þetta eru breytilegir vextir sem þróast í takt við al- mennt vaxtastig í við- komandi myntum. Hins vegar hefur geng- isþróun erlendu mynt- anna gagnvart krónu áhrif á gengistryggðan helming lánsins. Þessir áhættuþættir eru annars eðlis en vísi- tölutrygging lána sem Íslendingar þekkja. Með vísitölutryggðum lánum tekur lántaki áhættu vegna áhrifa almenns verðlags á vexti og höfuðstól. Aukin verðbólga getur því haft veruleg áhrif á greiðslubyrði og eftirstöðvar eins og flestar íslenskar fjölskyldur þekkja af eigin raun. Með réttu má halda því fram að sveiflur í verðtryggðum lánum séu að jafnaði minni og áhætta þar með minni en vegna gengisbundinna lána. Á móti kemur að munur á vaxtastigi á Íslandi og helstu viðskiptalöndum okkar er það mikill að hann gefur svigrúm til umtalsverðra sveiflna í gengi án verulegrar áhættu. Geng- isbundin lán geta þannig stuðlað að aukinni áhættudreifingu hjá lántök- um sem þegar hafa umtalsverðar vísi- tölubundnar skuldbindingar. Því er rétt að brýna fyrir þeim sem taka gengisbundin lán að gera það með hliðsjón af öðrum skuldbindingum sínum. Ýkt dæmi Árni Árnason rekstrarhagfræðingur fjallar um gengisbundin lán með sér- stakri vísan í húsnæðislán Íslands- banka í grein í Morgunblaðinu 14. janúar síðastliðinn. Almenn varn- aðarorð hans um áhættu gengisbund- inna lána eiga vissulega við og eru í anda ráðgjafar og upplýsinga Ís- landsbanka gagnvart viðskiptavinum sínum. Hann varar hins vegar við húsnæðislánum Íslandsbanka og rök- styður það með tilbúnu dæmi sem teljast verður nokkuð ýkt. Nefnd eru til sögu hjón sem í lok nóvember 2000 fjármagna 80% kaupa á húsnæði með húsnæðisláni sem er að fullu geng- isbundið. Lánið, sem í upphafi nemur 10 milljónum króna, er hins vegar komið í rösklega 12,3 milljónir króna í lok nóvember 2001. Þá selja hjónin íbúðina, greiða upp lánið og hafa þá tapað upphaflegum höfuðstól sem þau lögðu í íbúðina á móti láninu. Víst er að ímynduðu hjónin hefðu ekki lent í slíkum hremmingum væru þau viðskiptavinir Íslandsbanka eða færu að ráðum bankans. Íslands- banki mælir nefnilega ekki með því að fjármagna 80% af kaupverði íbúð- ar með gengisbundnu láni, enda eru ný húsnæðislán bankans einungis gengisbundin að hálfu. Unnt er svo að sækja sérstaklega um lán sem eru gengisbundin að fullu. Jafnframt ráð- leggur bankinn húsnæðiskaupendum yfirleitt ekki að taka þessi lán í stað lána Íbúðalánasjóðs heldur fyrst og fremst sem viðbótarfjármögnun. Á því tímabili sem Árni velur lækk- aði krónan um 19% vegna umbylt- ingar í gengisstefnu Seðlabankans snemma árs 2001. Ef litið er yfir lengra tímabil, t.d. til dagsins í dag, væri jafngildi þessa 10 milljóna króna láns hins vegar um 10.026.444 krónur röskum fjórum árum síðar. Er þá ekki tekið tillit til afborgana lánsins á tímabilinu. Væri lánið hins vegar vísi- tölubundið næmi höfuðstóllinn 11.412.415 krónum. Að auki hefði vaxtakostnaður gengisbundna láns- ins verið mun lægri á þessu tímbili. Aukinn sveigjanleiki Mikilvægt er að líta ekki á húsnæð- islán sem fjármögnun til skamms tíma, enda er lánstíminn 5–40 ár. Þess vegna gefur Íslandsbanki m.a. viðskiptavinum kost á því að flytja lán á milli eigna við kaup á nýju húsnæði, sem er nýjung hér á landi. Lántaki getur jafnframt greitt lánið upp án kostnaðar, ef það hentar honum. Þá ber að minna á að viðskiptavinir geta notið enn betri vaxtakjara með lána- tryggingu sem Íslandsbanki býður í samvinnu við Sjóvá-Almennar líf- tryggingar. Það samræmist ekki hagsmunum Íslandsbanka að gera lítið úr áhættu við lántöku því mikilvægt er að við- skiptavinir standi í skilum með góðu móti. Því leggur bankinn mikla áherslu á að kynna viðskiptavinum áhættu sem fylgir gengisbundnum húsnæðislánum enda snýst nútíma bankaþjónusta ekki síst um fræðslu og ráðgjöf. Við treystum hins vegar viðskiptavinum okkar til þess að taka endanlega ákvörðun um hvað þeim sé fyrir bestu með hliðsjón af eigin stöðu og aðstæðum. Þess vegna höfum við þróað fyrir þá þennan nýja kost við fjármögnun húsnæðiskaupa. Ný húsnæðislán geta dreift áhættu Jón Þórisson skrifar um ný húsnæðislán Íslandsbanka ’Það samræmist ekkihagsmunum Íslands- banka að gera lítið úr áhættu við lántöku …‘ Jón Þórisson Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka. ÞAÐ eru mörg tímamót í sögu þjóðar. Þau tengjast frelsis- og sjálf- stæðisbaráttu þjóðanna. Löggjaf- arþing, stjórnarskrá, heimastjórn, fullveldi og stofnun lýðveldis. Íslend- ingar eru minntir á þessi tímamót með vissu millibili. Þetta voru áfang- ar í sjálfstæðisbaráttunni. Þessir áfangar varða stjórn- sýslu en enginn lifir af stjórnsýslu einni sam- an. Til þess að stunda mannbætandi líf þarf innviði. Innviðirnir eru m.a. fjármálaumsýsla, tryggingar og flutn- ingar; „Navigare nec- cesse“. Forystumenn í íslensku atvinnulífi gerðu sér grein fyrir því að heimastjórnin var ekki lokaáfangi. Með vönduðum und- irbúningi, mörgum undirbúningsfundum og þrotlausri vinnu var hægt að boða til stofn- fundar Hf. Eimskipafélags Íslands hinn 17. janúar 1914, réttum 10 árum eftir að þjóðin fékk heimastjórn. Þegar sagan er skoðuð kemur í ljós að forvígismennirnir höfðu mikinn metnað fyrir þjóð sem horfði fram á við til fulls sjálfstæðis. Ekki skyldi tjaldað til einnar nætur; vel skyldi vanda það sem lengi átti að standa. Undirbúningurinn er um margt líkur fjármálafræðunum í dag; gerð var áætlun um stofnkostnað og nauðsyn- legt rekstrarfé þannig að ekkert átti að koma á óvart. Höfundur þessa pistils hefur verið áhugamaður um Hf. Eimskipafélag Íslands um langan tíma. Til þess liggja eflaust margar ástæður. Faðir vinar míns var á stærsta skipinu, en hann hafði líka bjargast af skipi fé- lagsins sem var skotið niður í stríð- inu. Afabróðir minn átti að verða for- stjóri, en hann missti heilsuna áður en hann tók til starfa. Skipin voru glæsileg í höfninni og þeim fylgdi mikið líf. Þegar skipin komu á hafnir úti á landi var komið með lífsbjörgina eða verið var að færa framleiðsluna á erlendan markað. Þetta skynjaði pistilhöfundur þótt ungur væri. Víst er að rekstur félagsins í 90 ár hefur staðið undir væntingum stofn- endanna. Erfitt er að ákvarða hver er stærsti sigurinn. Pistilhöfundi finnst eftir vandlega skoðun að líklega hafi stærsti sigurinn unnist þegar Eim- skipafélagið lagði sitt af mörkum til að ekki yrði vöruskortur á Íslandi á stríðsárunum. Minnast ber þess að þá voru jafnframt færðar fórnir þeg- ar tvö af skipum félagsins fórust; þegar óvinakafbátar réðust á Detti- foss og Goðafoss undir lok síðara stríðs. Aðrir þættir sem hafa haft mikil árhif í þróun íslensks samfélags og Hf Eimskipafélagið hefur haft for- ystu um má nefna:  Hf. Eimskipafélag Íslands hefur byggt upp skipastól, sem gerði kleift að flytja út frystar og kældar afurðir, en frystiiðn- aðurinn er hin ís- lenska stóriðja.  Forysta Hf. Eim- skipafélags Íslands í málefnum Flugfélags Íslands hf. og síðar Flugleiða hf. skipti miklu. Þrátt fyrir böl og alheimsstríð hefur rekstur Flugleiða hf. verið með blóma síðastliðin 2 ár. Ekki þarf að lýsa þeim áhrifum sem starfsemi Flugleiða hf. hefur á útrás íslenskra fyrirtækja.  Hf. Eimskipafélag Íslands og Burðarás hf. hafa komið að ýmsum fyrirtækjum í nýsköpun og þróun. Eitt þessara fyrirtækja, Marel hf., hefur náð miklum árangri í smíði tækja fyrir matvælaiðnað, hvort heldur í vinnslu fisks eða kjöts.  Á tímum útrásar er vert að minn- ast þess að Hf. Eimskipafélag Ís- lands hóf útrás og sókn á erlenda markaði fyrir um 30 árum. Net umboðsskrifstofa, erlendra dótt- urfélaga og flutningsmiðlana gleymist stundum í dægurmála- umræðu. Pistilhöfundur hefur fylgst vel með rekstri félagsins á liðnum 25 árum. Þegar upphafsárin eru rifjuð upp kemur í ljós að fyrirtækjamenningin hefur lítið breyst, reksturinn er byggður á skýrri stefnumörkun með stefnumarkandi áætlanagerð, fjár- málastjórn með áhættustjórnun, sem tekur til fjárfestingar og reksturs. Árangurinn í fjármálastjórninni er mælanlegur, því félagið hefur notið lánskjara, sem eru litlu lakari en þau kjör, sem ríkissjóður nýtur á lána- mörkuðum. Stjórnskipulag félagsins hefur tekið mið af þörfum hvers tíma, eins og frumherjarnir hafa vafalaust ætlast til. Skipin hafa verið end- urnýjuð með reglubundnum hætti, til að svara kröfum hvers tíma. Stöðnun er bein ávísun á endalok. Á þessum tímamótum í dag, á níu- tíu ára afmælinu, eru aðstæður um margt ólíkar því sem hluthafar ætl- uðu fyrir einu ári. Vissulega hafði rekstur félagsins farið í gegnum lægð á síðustu 2–3 árum; lægð sem endurspeglaðist af tímabundnum samdrætti í íslensku efnahagslífi. Um flest var bjart framundan. Hlut- hafar ákváðu á hluthafafundi síðla árs að straumlínulaga félagið; að vinna markvissar að fjárfesting- arstarfsemi félagsins, sjávarútvegs- starfsemi og flutningastarfsemi þess. Þá var sjávarútvegsstarfsemin orðin álíka viðamikil og flutninga- starfsemin eftir markvissa fjárfest- ingu á því sviði. Það kom því hlut- höfum á óvart þegar viðskiptabanki félagsins, ákvað að það væri hlutverk bankans að „umbreyta“ félaginu. Einn bankastjórinn sagði að starf- semi Burðaráss hf., fjárfesting- arhluta Hf. Eimskipafélags Íslands, félli vel að fjárfestingar-banka- starfsemi Landsbankans! Íslands- banki hf. og Landsbanki Íslands hf. ákváðu að gera sambúðarvandamál sín í Straumi hf. upp á kostnað fé- lagsins og annarra hluthafa með því að ganga þvert á hagsmuni minni hluthafa og selja eignir félagsins á geðþóttaverði til ábata fyrir einstaka hluthafa. Síðustu daga hafa aðrar eignir Hf. Eimskipafélagsins verið seldar fyrir stundarhagnað á kostnað framtíðarhagnaðar. Það er ábyrgðarhluti að stjórna Hf. Eimskipafélagi Íslands. Framtíð- arsýn hefur verið tekin fram fyrir stundarhagnað. Landsmenn og hlut- hafar hafa væntingar til félagsins, því þar en ennþá von! Ég vil óska Eimskipafélaginu og starfsmönnum þess til hamingu með 90 ára afmælið og vona að ekki verði haldið áfram að selja fyrirtækið í bút- um og brjóta það þannig niður til þess að búa til stundarhagnað fyrir stærstu hluthafa félagsins, Lands- banka Íslands og tengdra aðila. Til heiðurs Eimskip Vilhjálmur Bjarnason skrifar um 90 ára afmæli Eimskipa- félagsins ’Síðustu daga hafaaðrar eignir Hf. Eim- skipafélagsins verið seldar fyrir stund- arhagnað á kostnað framtíðarhagnaðar.‘ Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er hluthafi í Hf. Eimskipa- félagi Íslands ENN ætlar stjórn Landspít- alans að skerða þjónustu við geð- sjúka. Nú stendur til að loka lang- dvalardeildum fyrir fjörutíu geðsjúklinga í Arnarholti. Stutt er síðan þangað voru fluttir sjúkling- ar úr Gunnarsholti er því var lok- að. Á forsíðu Morg- unblaðsins í gær (14. jan.) var aðalfyr- irsögnin: „Óljóst hvar 40 sjúklingum verður komið fyrir“. Lækn- ingaforstjóri spít- alans segir að þetta tengist því að verið sé að þjappa spít- alanum saman, en segir ekki hvernig eigi að fara að því. Sviðsstjóri hjúkrunar á geðsviðinu segist „hafa meiri áhyggjur af því hvar sjúkling- unum verði komið fyrir“. Bragð er að þá barnið finnur. En lítið heyrist frá lækn- um sviðsins. Aðfarirnar minna óþægilega á lokun geðspítala í sumum öðrum löndum áður en gerðar höfðu verið ráðstafanir til að út- vega langveiku fólki annað húsnæði og umönnun. Afleiðingin varð stóraukin fjölg- un heimilislauss „pokafólks“, sem þvældist um göt- ur með plastpoka leitandi í rusla- fötum að einhverju matarkyns og með tuskupinkla til að breiða yfir sig þar sem það bjó sér náttstað í görðum eða á götum úti. Því miður hafa þetta einnig orðið örlög nokk- urra mikið veikra sjúklinga hér í Reykjavík á síðustu árum vegna sífækkandi rúma geðdeildarinnar. Síðan 1996 hefur sjötíu rúmum verið lokað á geðdeildunum og nú stendur til að loka fjörutíu í viðbót og hefur þá rúmunum fækkað úr 271 árið 1996 í aðeins 161. Framfærsluskrifstofa Reykja- víkur breytti útihúsum í Arn- arholti í þurfamannaheimili fyrir nærri sextíu árum til að leysa að- kallandi húsnæðis- og umönn- unarvanda skjólstæðinga sinna. Löngu síðar var starfsemin þar lögð undir geðdeild Borgarspít- alans, enda flestir eða allir vist- menn langveikir geðsjúklingar, sem læknar deildarinnar hafa síð- an annast. Það er hins vegar óhentugt hve Arnarholt er langt í burtu og því hefði verið betra að hafa 3–4 heimilisdeildir í bænum. Starfsemin í Arnarholti var í upp- hafi sennilega hugsuð sem bráða- birgðalausn á bráðum vanda. Enn eins og oft vill verða dregst úr hömlu að leysa varanlega vanda þeirra sem minnst mega sín. Væru spítalarnir í Reykjavík tveir þyrfti samþjöppun á rekstri hvors um sig eins og lækningaforstjórinn talar um í sjálfu sér ekki að vera alvitlaus, þó að deila megi um hvernig hún ætti að vera. Samþjöppun rekstrarins á tak- mörkuðu svæði gæti bætt þjónustu við sjúklinga en óvíst er hvort hún muni spara útgjöld nema sam- þjöppunin leiði til fækkunar rúma. Ekki er vitað til að Land- spítalinn ráði yfir ónotuðu húsnæði nær aðalbyggingum hans. Til skamms tíma var deild á Vífilsstöðum sem byggð var fyrir vímuefnaneytendur ónotuð. Hún var síðast notuð fyrir aðra lang- veika geðsjúklinga þar til henni var lokað fyrir fáum árum án þess að nokkuð kæmi í staðinn. Hús- næði deildarinnar hefur nýlega verið leigt fyrir óskylda starfsemi. Þessi deild rúmaði ekki nema 15– 20 sjúklinga. Jafnvel þótt hægt væri að grípa aftur til hennar nú vantaði samt rúm fyrir 20–25 sjúk- linga, sem mundu lenda á ver- gangi. Húsnæðið þarna er líklega ekki tiltækt fyrirvaralaust og því munu allir fjörutíu sjúklingarnir í Arnarholti lenda á vergangi, þegar lokað verður þar. Ef finna á þeim stað á öðrum deildum spítalans mun það óhjákvæmilega lengja biðlista hans og hjúkrunarheimila, og er ekki á þá hneisu bætandi. Veikir á vergang Tómas Helgason skrifar um þjónustu við geðsjúka Tómas Helgason ’Afleiðinginvarð stóraukin fjölgun heim- ilislauss „poka- fólks“, sem þvældist um götur með plast- poka leitandi í ruslafötum …‘ Höfundur er prófessor dr. med., fyrr- verandi sviðstjóri geðsviðs Landspít- alans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.