Morgunblaðið - 17.01.2004, Síða 37

Morgunblaðið - 17.01.2004, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 37 semi Alþingis, þingsköpum. Þau eru fáránlega stíf og gefa þingmönnum ekkert svigrúm. Hef ég fyrir löngu lagt fram hugmyndir í þingflokki mínum um breytingar. En lög eru lög og þau gilda hversu oft sem þau eru brotin eða orðin fá- ránleg. Lög gilda líka fyrir þingmenn. Þegar ég tek ákvörðun um að sækja fund og stýra honum hlýt ég að fara að gildandi lögum en ekki eftir breyttri skoðun Kristins Gunn- arssonar, varaformanns nefndarinnar, á vanhæfi þingmanna eða nýjum hugmyndum um vanhæfi þingmanna frá Noregi sem ritstjóri Morg- unblaðsins getur um í ritstjórnargrein sinni á miðvikudag í tengslum við mína persónu. Ritstjóri Morgunblaðsins segir: „Hins vegar er það siðferðilega álitamál augljóslega fyrir hendi, hvort þingmenn eigi að taka þátt í af- greiðslu allra mála, jafnvel þótt þau varði þá sjálfa með mjög persónulegum hætti. Það verða þingmenn að eiga við sjálfa sig og samvizku sína – en ekki er óeðlilegt að kjósendur þeirra ætlist til þess af þeim að þeir segi sig frá málum, þar sem þeir eiga augljósra persónulegra hagsmuna að gæta. Undir slíkri ákvörðun geta menn raun- ar í einhverjum tilfellum átt pólitískan trúverð- ugleika sinn. Hér er ritstjóri Morgunblaðsins að gefa í skyn að ég eigi það við samvisku mína og undir því eigi ég pólitískan trúverðugleika minn hvort ég taki þátt í þessu máli sem þó var einungis til upplýs- ingaöflunar. Eins og ég hafi gert eitthvað rangt. Með þessum orðum er enn vegið að æru minni eins og víða annars staðar síðustu daga. Veit rit- stjórinn ekki hvílíkt verkfæri hann er með í höndunum? Því miður, herra ritstjóri. Gildandi lög um störf Alþingis leyfa ekki slík sjónarmið. Það er brýnt að breyta þeim lögum svo þau veiti meiri sveigjanleika og leyfi þingmönnum að víkja af fundi. En því miður. Ég get ekki farið að ósettum lögum. Með þessu er ég ekki að segja að ég telji mig vanhæfan. Alls ekki. Ég get ekki verið van- hæfur að berjast fyrir hugsjónum mínum á Al- þingi. Þeim hugsjónum að stofnfjáreigendur, sem einir hafa lagt eitthvað til sparisjóðanna, verði ekki hlunnfarnir eins og til stóð og allt rifið af þeim. Sama á við um bændur og mjólk- ursamlög og bændahöll svo eitthvað sé nefnt. Þessi baráttumál mín lágu ljós fyrir þegar ég tók þátt í prófkjöri og seinna í þingkosningum. Einnig má benda á að í maí 1995 bað Jóhanna Sigurðardóttir um úrskurð Forseta Alþingis í sambærilegu máli. Þá komst forseti að þeirri nið- urstöðu að vanhæfisreglum eins og hjá dóm- stólum og stjórnsýsluhöfum væri ekki til að dreifa hjá löggjafarvaldinu, Alþingi. Þingsköpum hefur ekki verið breytt að þessu leyti síðan svo maður spyr: Er Jóhanna búin að gleyma eða er þetta loddaraskapur? Hvernig ætlar Ágúst Ein- ar að bregðast við ef nefndin fjallaði um skatt- lagningu kvóta? Eða Lúðvík? Hvernig geta þing- menn almennt tekið á lögum um t.d. tekjuskatta. Þingsköp Lög um störf þingmanna, þingsköp, eru ein- föld, skýr en því miður þverbrotin. T.d. 53. gr.: „Skylt er þingmönnum að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni. Hér vaknar spurning hvað það þýði að „nauðsyn banni“. Í mínum huga er það jarðarför eða dánarbeður ættingja eða vinar, veikindi, maður er veðurtepptur eða erlendis. Það er engin nauðsyn sem bannar þingmanni að sækja þingfund þó að honum finnist eitt eða ann- að, líði svona eða hinsegin. Honum ber að sækja fund þó að honum sé illa við viðkomandi mál, sem er til umræðu. Jafnvel þó að hann teldi sig van- hæfan eða siðferðilega vanbúinn. Sama regla gildir um nefndarfundi. Gildandi lög gefa ekkert svigrúm. Það bannaði engin nauðsyn Össuri Skarphéðinssyni að sækja nefndarfund sl. mánu- dag. Í 15. gr. laganna stendur: „Formaður, eða varaformaður í forföllum hans, boðar til fundar í nefnd og stýrir fundum hennar. Er þetta ekki al- veg skýrt? Samkvæmt lögum bar mér því að sækja fund og stýra honum. Gat ekki annað. Eina ákvæðið í þingsköpum sem snýr að van- hæfi er 4. mgr. 64. gr. „Enginn þingmaður má greiða atkvæði með fjárveitingu til sjálfs sín. Hér er átt við fjárveitingu úr ríkissjóði. Hagn- aður stofnfjáreigenda í SPRON og þar með minn kemur frá KB banka sem bauðst til að kaupa hlutabréf á mjög háu verði. Mega þeir ekki greiða það verð sem þeim sýnist? Ég les meira að segja út úr lögunum að ef Efnahags- og við- skiptanefnd tæki nú ákvörðun um að leggja til við Alþingi að mér yrðu greiddar 100 mkr. bætur úr ríkissjóði vegna ærumissis þá yrði ég að sækja fund og stýra honum þó að í því tilfelli væri ég vissulega vanhæfur en ég mætti ekki greiða atkvæði. Svo ósveigjanleg eru þingsköpin. Fyrir fundinn lá ég yfir þingsköpunum því ég vildi vanda mig við að fara að lögum. Ég hafði í sjálfu sér enga löngun til að stýra fundi en lang- aði vissulega til að sitja fundinn og fá upplýsing- arnar. Það var niðurstaða mín að mér bæri að sitja fundinn og stýra honum og í kjölfarið fæ ég yfir mig þessa ófrægingarherferð sem hefur stórskaðað æru mína. Bara vegna þess að ég fór að lögum. Duldar greiðslur Það er hastarlegt að vera brigslað um græðgi og siðspillingu þegar ég hef reynt eftir bestu getu að breyta rétt. Ég hef t.d. aldrei tekið fasta starfskostnaðargreiðslu, núna 53 þkr. á mánuði sem allir þingmenn taka nema fimm. Ég hef aldrei skilið hvort þessi greiðsla er tekjur eða gjöld enda vafasöm frá upphafi. Ég var mikið á móti henni og fékk því ágengt að þingmenn gætu hafnað henni. Á þeim níu árum, sem ég hef starf- að á þingi, hef ég sennilega „tapað um 4 mkr. vegna þessa, sem eftir skatta er svipað og ég græði á SPRON. Allir samfylkingamennirnir þrír taka þessa greiðslu. Hver er siðspilltur og gráðugur? Svo eru dagpeningar þingmanna, sem þeir ákveða sjálfir, út úr kortinu. Þingmenn fá 80% af dagpeningum ríkisstarfsmanna og hótelkostnað greiddan að auki. Ég hef alltaf komið heim með 30–70 þkr. afgang úr hverri ferð. Þar sem mér finnst ósiðlegt að stinga þessu fé í vasann hef ég látið það ganga til Hjálparstarfs kirkjunnar, alls um 700 þkr. á átta árum. Til að kaupa þrælabörn- um frelsi í Indlandi. Hvað skyldi Jóhanna Sig- urðardóttir hafa gert við sinn afgang á löngum þingmanns- og ráðherraferli? Sú sem hamast á mér þessa dagana vegna meintrar græðgi minn- ar, siðleysis og vanhæfni og telur sig sjálfskip- aðan siðapostula. Svo lagði ég fram frumvarp, ásamt nokkrum Sjálfstæðisþingmönnum, um að þingmenn njóti sömu lífeyrisréttinda eins og almenningur í land- inu og þingfararkaupið verði hækkað sem því nemur svo við hættum þessum feluleik. Þing- menn annarra flokka hafa ekki lagt til slíkar breytingar. Þeir vilja kannski búa við forrétt- indin og launaleyndina? Breyting á þingsköpum Ég hef lengi sagt að það sé brýnt að breyta þingsköpum. Alla vega því ákvæði sem öll þjóðin sér þingmenn vera að brjóta sem er skylda þeirra til að sækja þingfundi. Það mætti gefa mönnum færi á að víkja af fundi eða formönnum nefnda að falla frá fundarstjórn. Við gætum líka tekið upp umræðu um vanhæfi. T.d. hvort þing- menn séu vanhæfir þegar þeir standa í kjör- dæmapoti, eru að kaupa sér vinsældir og at- kvæði fyrir skattfé. Sitja í nefndum og ráðum t.d. stjórnum lífeyrissjóða eða bæjarstjórnum. Svo mætti huga að kostum og göllum þess að þing- menn upplýsi um hagsmuni sína fyrir prófkjör og kosningar. Hvaða eignir, t.d kvóta eða skuldir þeir eiga, hvort og hvar þeir vinna. Þetta kann að fæla einhverja frá að bjóða sig fram til þings en allt þetta má ræða og setja hugsanlega í þing- sköp. En í guðana bænum. Lög taka ekki gildi fyrr en búið er að samþykkja þau á Alþingi. Fyrr get ég ekki farið eftir þeim. r æra manns? ’ Ég get ekki verið van-hæfur. Málið er í eðlilegum farvegi og liggur nú fyrir Fjár- málaeftirlitinu til ákvörð- unar. ‘ Höfundur er alþingismaður. R-listinn hundsar óskir borgarbúa r afgerandi niðurstöður rann- r virðist meirihlutinn ætla áfram essar óskir borgarbúa því að á rráðs 6. janúar sl. bókuðu borg- úar R-listans m.a.: „Könnunin ur vísbendingar um óskhyggju fólks (þ.e. borgarbúa) frekar en getu, s.s. að margir kjósa að búa í sérbýli þrátt fyrir að fjárhagsleg geta þeirra leyfi ekki slíkt.“ Svo mörg voru þau orð. Svona viðhorf lýsa engu öðru en forræðishyggju á hæsta stigi. Sjálfstæðismenn eru algjörlega and- snúnir slíkri forræðishyggju, sem er fráleit og gengur þvert á óskir borgarbúa um að húsagerðir í íbúðarhverfum séu sem fjöl- breyttastar. Við fögnum þessari könnun og munum áfram berjast fyrir þeim viðhorfum sem Reykvíkingar leggja áherslu á í skipu- lags- og lóðamálum. úsetuóskir s virði? fna R-listans í gs- og lóðamálum kkert mark á þess- um borgarbúa. ‘ Höfundur er oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið/Arnaldur fa verið úthlutað í Reykjavík á kostnað lóða undir sérbýli. Í nýrri skýrslu á vegum nefndar utanríkisráðuneytisins, sem var meðal annars skipuð fulltrúum bændasamtakanna, kemur fram sú skoðun að inn- ganga Íslendinga í Evrópusambandið nú, í samanburði við núverandi stuðn- ingskerfi ríkisins við landbúnaðinn, myndi valda samdrætti og tekjumissi í landbúnaði og afurðastöðvum. Í skýrslunni kemur hins vegar mjög skýrt fram sú merkilega niðurstaða að það verður að endurskoða allt mat á samskiptum við ESB eftir að nýjar stefnumótandi ákvarðanir WTO koma í ljós, einhvern tíma eftir 2006. Með þessu hafa fulltrúar bænda tekið al- gerlega nýja stefnu og verður að hrósa þeim fyrir raunsæja sýn á framtíðina. Draga má niðurstöður skýrslunnar saman í þrjá meginþætti. Í fyrsta lagi að innganga í Evrópusambandið myndi auka valfrelsi neytenda hér á landi sem að öllum líkindum myndi koma niður á þeim sem hafa haft einkaleyfi til sölu búvöru í landinu. Í öðru lagi að afstaða landbúnaðar, bænda og afurðastöðva til ESB – sem hefur hingað til verið alveg neikvæð og læst – hlýtur að koma til gagn- gerðrar endurskoðunar eftir nýjar stefnumótandi ákvarðanir WTO upp úr 2006. Í þriðja lagi er viðurkennt að WTO er ögrunin og „hættan“ en ekki ESB. Og það er líka viðurkennt að Ís- lendingar munu og hljóta að lúta ákvörðunum WTO að öllu leyti. Þessi staðreynd er mjög merkileg í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað um hugsanlegt framsal fullveldis til ESB. Skýrslan fjallar aðeins um þær hlið- ar sem snúa að bændum og af- urðastöðvum og er í sjálfu sér ekkert um það segja. Það er alveg gilt sjón- armið að bændur fái skýrslu um sín sérstöku málefni í þessu sambandi. Þessi ágæta skýrsla hlýtur hins vegar að ýta á íslensk stjórnvöld að skoða á sambærilegan hátt hvernig hugsanleg innganga í ESB snýr að almennum neytendum í landinu sem eru jú um 95% þjóðarinnar. Það er alveg ljóst að upplýsingar, til dæmis frá Finnlandi, gefa til kynna forsendur fyrir álykt- unum sem snúa að hagsmunum neyt- enda, og fyrir slíku eru einnig aðrar upplýsingar aðgengilegar almennt. Það er því athugandi að viðskiptaráðu- neytið, sem fer með málefni neytenda, beiti sér fyrir slíkri skýrslugerð. Athugunin í skýrslunni sýnir meðal annars að hugsanlegur stuðningur ESB við íslenskan landbúnað virðist nálægt helmingi núverandi íslenska stuðningskerfisins (tekið úr athugun Deloitte&Touche) en jafnframt kemur fram að til dæmis Finnar og Svíar hafa fengið fullar heimildir til að styrkja eigin landbúnað talsvert um- fram þetta, svo að þarna er talsvert svigrúm – ef þjóðin þá kynni að vilja beita sér fyrir slíku í aðildarsamn- ingum. Einnig er bent á að afdrif þess- ara þátta eru líka komin undir hugs- anlegum samningsákvæðum um heilbrigðisvernd og aðra hugsanlega verndarþætti vegna sérstöðu Íslands og lífríkis. Sá hluti skýrslunnar sem snýr að WTO er mjög merkilegur. Þar kemur greinilega fram (bls. 25) að í stefnu- mótandi ákvörðunum WTO eru þættir sem gera ESB alveg „skaðlaust“. Skýrsluhöfundar sjá að WTO skiptir miklu meira máli sem ögrun og „hætta“ við íslenskan landbúnað held- ur en ESB. Þeir eru í raun og veru að segja: Íslenskir bændur eru á móti að- ild Íslands að ESB fram yfir 2006, en eftir það verða þeir að endurmeta stöðuna alveg frá grunni. Eftir að nýj- ar ákvarðanir WTO koma til fram- kvæmda getur vel komið til greina að íslenskir bændur taki allt aðra afstöðu til ESB-aðildar. Í skýrslunni er hvergi fjallað um mjög erfiða stöðu íslensks landbúnaðar, eins og hún er núna: skuldir, lágar tekjur, lítil nýliðun, erfið kynslóðaskipti, hröð fækkun, byggð- aröskun. Nýleg samanburðarkönnun Neytendasamtakanna á verði á ostum hér á landi og í nokkrum nágranna- löndum okkar sýnir hins vegar berlega í hvers konar ógöngur kerfið hér á landi er komið. Uppboðskerfið á inn- fluttum ostum er til þess fallið að hækka verðið upp úr öllu valdi gagn- vart neytendum og það getur varla tal- ist eðlilegt að stærsti hagsmunaaðilinn á markaðinum, þ.e. Osta- og smjörsal- an, geti boðið verð upp úr öllu valdi og ýtt svo verðinu út til neytenda í krafti einokunar. Í gögnum í skýrslu starfshópsins má sjá að í Noregi hefur bændum fækkað um þriðjung og í Finnlandi um 40-42 % - en hvaða munur er þetta? Þróunin er öll á sama veg og það er spurning hvort menn vilja stjórna atburða- rásinni eða að láta atburðarásina stjórna sér. Þessi skýrsla ætti því að geta orðið ákveðin varða í umræðum hér á landi um stöðu íslensk landbún- aðar, samskipti við umheiminn og hvers konar þjóðfélag við viljum byggja upp hér á landi í framtíðinni. Íslenskur landbúnaður, ESB og WTO Eftir Andrés Pétursson ’ Þróunin er öll ásama veg og það er spurning hvort menn vilja stjórna atburða- rásinni eða að láta at- burðarásina stjórna sér. ‘ Höfundur er formaður Evrópusamtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.