Morgunblaðið - 17.01.2004, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 17.01.2004, Qupperneq 40
UMRÆÐAN 40 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ T hea Mamukelashvili er listakona sem býr í borginni Telavi sem er austan við Tbilisi höf- uðborg Georgíu, en Georgía varð sjálfstætt ríki þegar Sovétríkin hrundu. Thea, sem er 25 ára gömul, er að mestu sjálf- menntaður listamaður, en hún hef- ur haldið sex einkasýningar og hef- ur fengið lofsamlega dóma um verk sín. Hún hóf listferilinn á því að mála en á seinni árum hefur hún snúið sér alfarið að útsaumi. Hún saumar myndir af mikilli list. Myndefnið er fjölbreytt, and- litsmyndir, landslag, myndir af skjald- armerkjum og fleiru. Thea hefur fengið góða dóma fyrir verk sín, en list hennar hefur verið lýst í fjölmiðlum í Georgíu sem „töfrandi“. En Georgía er fátækt land og það fer ekki á milli mála að það er hörð barátta fyrir Theu að komast af jafnvel þó að fólk sem sjái lista- verk hennar dáist að þeim. Landar hennar eiga fullt í fangi með að komast af og hafa fæstir efni á að kaupa verkin hennar. Einn og einn útlendingur sem kemur til Georgíu kaupir af henni verk, en hún selur útsaumsmynd að jafnaði á 7.000 krónur. Það er lág upphæð fyrir mynd sem tekur hana rúman mán- uð að fullgera, en hafa ber í huga að 7.000 krónur eru meira en tvenn mánaðarlaun háskólakennara í Georgíu. Thea býr með eiginmanni sín- um, Vakho, og sjö ára syni í stóru einbýlishúsi sem er í eigu foreldra Vakho. Þetta stóra hús er vitn- isburður um þá velsæld sem fjöl- skyldan bjó við á árum áður. Faðir Vakho er smiður en hefur átt við veikindi að stríða og er atvinnulaus eins og Vakho sjálfur. Móðir hans, Tsiuzi, var fögur kona á árum áð- ur, en í dag hvílir yfir henni ein- hver skuggi sorgar og erfiðleika. Hún rekur gistiþjónustu í sínu stóra húsi, en ferðamennirnir í Te- lavi eru fáir og margir bjóða sömu þjónustu. Húsið er fagurlega búið húsgögnum en fjölskyldan hefur hins vegar ekki efni á að hita það upp með gasi eins og hún gerði áð- ur en efnahagur Georgíu hrundi. Í dag hitar Tsiuzi hluta hússins upp með timbri en stærstur hluti þess er óupphitaður yfir vetrartímann. Sparlega er líka farið með raf- magn, en reyndar er ekkert raf- magn að hafa í Telavi marga daga ársins. Áður var vatnið hitað upp með gasi en í dag er heitt vatn munaðarvarningur. Þrátt fyrir erfiðan efnahag hef- ur Vakho komist yfir tölvu og situr fram á nótt og horfir á bíómyndir og spilar tölvuleiki í tölvunni sinni. Vonir hans um að fá vinnu eru ekki bjartar, en um 80% vinnufærs fólks í Telavi eru án vinnu. Lág laun eru greidd fyrir þá vinnu sem er í boði. Vakho er samt bjartsýnn á að hlutirnir fari að lagast nú þeg- ar búið er að kjósa nýjan forseta í Georgíu. Það er erfitt að sjá á hvaða forsendum sú bjartsýni hans byggist. Thea á sér þann draum að kom- ast með listaverk sín á sýningu í Englandi. Henni hefur borist boð um að koma þangað og sýna. Vakho, eiginmaður hennar, vill fara með henni til að vera henni til aðstoðar. Vakho segir að kona sín tali nánast enga ensku og hann ætli sér að túlka fyrir hana. En það er óvíst hvort draumurinn um að halda sýningu í Englandi eigi eftir að rætast. Bresk stjórnvöld neita að veita Vakho vegabréfsáritun til landsins. Þau spyrja hvers vegna maður sem hafi enga vinnu ætli sér að nota 3–4 árslaun til að fara til Bretlands til að vera þar í þrjár vikur? Þau treysta því ekki að hann og Thea ætli sér ekki í raun að setjast að í Englandi og þess vegna eru þau aðeins reiðubúin til að veita Theu vegabréfsáritun til landsins. Vakho hafnar því að hann ætli sér að flytja til Englands ásamt konu sinni. Hann segist aðeins vilja hjálpa henni vegna þess að hún tali enga ensku. En sá sem sit- ur með Vakho og Theu eina kvöld- stund og spjallar við Vakho um líf- ið og tilveruna áttar sig fljótt á að skilningur Theu á ensku er meiri en Vakho vill vera láta. Hæfileikar Theu og listrænt yf- irbragð gera það að verkum að það er erfitt að líta hana sömu augum og hinar konurnar í Georgíu sem þræla daginn út og inn á meðan karlarnir standa á götuhornum og spjalla saman. Georgíumenn eru mjög aftarlega á merinni í jafnrétt- ismálum. En það sem verra er, framkoma þeirra við konur ein- kennist stundum af ofbeldi. Dæmi eru um að konum sé rænt. Það fékk diplómat í vestrænu sendiráði í Georgíu að upplifa. Starfskona hans hvarf úr vinnu án nokkurra skýringa. Þetta gerðist um jólahá- tíðina. Þegar hún loks skilaði sér til vinnu sagði hún frá því að sér hefði verið rænt og nauðgað. Og ekki nóg með það. Ofbeldismaðurinn hefði þvingað hana í hjónaband. Hann hafði einfaldlega farið með hana til prests og fengið hann til að gefa þau saman. Konan þorði ekki að segja fjölskyldu sinni sögu sína því að í Georgíu er litið svo að kona sem hefur mátt þola svona fram- komu sé fallin kona og ekki verði snúið til baka. Konan átti því ekki annan kost en að sætta sig við þá stöðu sem hún var komin í. Hún á von á sínu fyrsta barni. Thea Mamuke- lashvili Einn og einn útlendingur sem kemur til Georgíu kaupir af henni verk, en hún selur útsaumsmynd að jafnaði á 7.000 krónur. Það er lág upphæð fyrir mynd sem tekur hana rúman mánuð að full- gera, en hafa ber í huga að 7.000 krón- ur eru meira en tvenn mánaðarlaun háskólakennara í Georgíu. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÞVÍ miður reyndist ótti minn, sem ég lýsti í blaðagreinum og viðtölum fyrir tæpum átta árum, á rökum reistur. Út- gerðarfélag Akureyr- inga, óskabarn Ak- ureyringa og ein meginkjölfestan í at- vinnulífi bæjarins, er endanlega gengið úr greipum bæjarbúa. Ég varaði við því á sínum tíma, þegar Jakob Björnsson, þáverandi bæjarstjóri og fylgi- fiskar hans, tóku þá ákvörðun að selja meirihlutaeign bæj- arins í félaginu, að svona gæti farið. Ég benti á, að þegar félagið væri komið í eigu fjárfesta með arðsem- isköfur að leiðarljósi, þá væri alls ekki víst að starfsemin yrði á Akureyri. Heimahöfn félagsins yrði samkvæmt hagsmunum nýrra eigenda, þar sem hagnaðarvonin væri mest. Jakob Björnsson hló að varnaðar- orðum mínum á sínum tíma, sagði orð mín gaspur, þar sem kaupendurnir, Eimskipsmenn, ætluðu fremur að efla starfsemina en hitt. Þeir væru meira að segja búnir að lofa, að opna útibú frá Sölumiðstöðinni á Akureyri og bæta við tugum starfa hér og þar í atvinnulífi bæjarins. Það vita allir hvernig það fór. Og nú er Hafliði all- ur; útgerðarmenn á Snæfellsnesi hafa náð Útgerðarfélagi Akureyringa á sitt vald. Það er ljóst að þeir bera ekki hag Akureyrar fyrir brjósti. Skyldi Jakobi Björnssyni enn vera hlátur í huga? Þorir hann að horfast í augu við starfsmenn Útgerðarfélagsins, sem lifað hafa í óvissu allt frá því fé- lagið var selt frá bænum? Er hann tilbúinn til að horfast í augu við bæj- arbúa og reyna að réttlæta þessar gjörðir sínar fyrir einum átta árum? Stjórnendur KEA höfðu lýst því yfir, að félagið væri tilbúið til að kaupa Útgerðarfélagið, fyrst og fremst til að tryggja að þessi starf- semi verði áfram á Akureyri. Það er í sjálfu sér falleg hugsjón. Hins vegar verða menn að horfa til þess, að KEA er ekki annað en lítið skúffufyrirtæki í dag. Þar situr einn starfs- maður við að útdeila smápeningum í styrki hér og þar; eftir að um- sóknum hefur snjóað upp í nefið á stjórn- arformanninum. Sá herramaður er alinn upp í grennd við Vind- belg í Mývatnssveit og stendur í þeirri trú, að hann sé í fylking- arbrjósti þingeyskra samvinnumanna á nítjándu öld! Tilboð KEA var því ekki tekið alvarlega í Landsbankanum. Þegar KEA-mönnum varð það ljóst, að þetta var tapað spil, sendu þeir frá sér grimma yfirlýsingu, þar sem nýjum eigendum ÚA eru ekki vandaðar kveðjurnar. KEA-menn segja þá þekkta af því einu, að hafa keypt stærsta útgerðarfyrirtækið á Vestfjörðum og brytjað það í spað. Ég held að KEA-menn ættu að líta sér nær. Örlög ÚA voru ekki ráðin við síðustu eigendaskipti. Þau voru ráðin fyrir um átta árum, þegar Akureyr- arbær afsalaði sér yfirráðum í félag- inu fyrir ríflega tvo milljarða. Þá átti KEA stóran hlut í félaginu og gat komist þar til enn frekari áhrifa. Það varð ekki; þess í stað seldi félagið sinn hlut. Það má síðan hafa um það mörg orð, hvernig misvitrir stjórn- endur hafa farið með eignir KEA, sem flestar eru nú komnar undir stjórn Baugs eða Kaupfélags Suð- urnesja. Meira að segja gamla kaup- félagshúsið er ekki lengur í eigu sam- vinnumanna við Eyjafjörð. Nei, Jóhannes í Bónus og hans menn eiga húsið. Bráðum verður það málað bleikt og „sparigrísinn“ settur í stað- inn fyrir KEA-merkið. Svo telja KEA-menn sig hafa efni á að kasta grjóti í nýja eigendur Útgerðarfélags Akureyringa. Það er ekki langt síðan að Ak- ureyringar áttu öflug fyrirtæki í út- gerð, iðnaði, verslun og þjónustu. Það er nánast ekkert eftir í eigu heima- manna. Ekki einu sinni verslunin. Samherji er eina stóra fyrirtækið, sem telst vera undir heimastjórn. Annað er farið eða komið í eigu sunn- anmanna. Framsóknarmenn komust í lykilstöðu við stjórn bæjarins og ákváðu að selja það sem bæjarbúar höfðu komið á legg með blóði, svita og tárum. Meirihlutinn í Útgerðarfélagi Akureyringa fór fyrir um 2,3 millj- arða króna, sem þýðir að heild- arverðmæti félagsins hefur verið metið á tæpa fimm milljarða. Átta ár- um síðar er félagð selt fyrir helmingi hærri upphæð. Hafa þó ýmsar eignir verið seldar frá félaginu. Nær hefði verið, að gera rekstur félagsins sjálf- stæðari en hann var, en gera um leið ákveðnar arðsemiskröfur til stjórn- enda. Með því móti væri félagið búið að skila bænum þeirri upphæð sem kom í kassann þegar það var selt – og jafn- vel gott betur. Þar að auki ætti bæjarfélagið nú helmingi verðmætara félag og trausta kjölfestu í atvinnulífinu. Því miður báru Jakob Björnsson og fylgifiskar hans ekki gæfu til að velja þessa leið. Því fór sem fór. Engu að síður el ég þá von í brjósti, að nýir eigendur Útgerðarfélags Akureyr- inga komi til með að meta þá aðstöðu sem hér er til útgerðar og fiskvinnslu og þann mikla auð sem fólginn er í þekkingu og reynslu starfsmanna Út- gerðarfélags Akureyringa. Framsóknarmenn seldu „óskabarn“ Akureyringa Sverrir Leósson skrifar um söl- una á ’Jakob Björnsson hlóað varnaðarorðum mín- um á sínum tíma.‘ Sverrir Leósson Höfundur er útgerðarmaður og fyrr- um stjórnarformaður Útgerðarfélags Akureyringa hf. Á SÍÐUSTU dögum hafa átt sér stað mestu sviptingar Íslandssög- unnar hvað varðar eignarhald í sjáv- arútvegsfyrirtækjum landsins. Grandi hf. hefur keypt Harald Böðv- arsson hf. á Akranesi og Tjaldur hf. Útgerðarfélag Akureyringa. Heima- menn á Skagaströnd standa í samn- ingaviðræðum við Brim um kaup á Skagstrendingi. Það voru ólík við- brögð við þessari sölu hjá forráðamönnum bæjarfélaganna á Ak- ureyri og á Akranesi. Gísli Gíslason, bæj- arstjóri á Akranesi, bauð nýja eigendur vel- komna til vinalegs sam- starfs og var bjartsýnn á framhaldið fyrir hönd íbúa Akraness. Hann gerir sér augljóslega grein fyrir því til hvers stefna núverandi rík- isstjórnar getur leitt og tekur afleiðingunum á jákvæðan hátt úr því sem komið er. Reyndar deili ég þeirri skoðun með bæjarstjóranum á Akranesi að það er happ í stöðunni að Grandi hf. skuli hafa keypt HB hf. einfaldlega vegna þess að það er land- fræðilega stutt á milli fyrirtækjanna. Þá getur það verið kostur að athafna- svæði Granda í Reykjavík er á stað sem er verðmætur og getur áður en varir orðið eftirsóttur til annarra nota, enda nánast í miðborginni. Slík- ar breytingar í stöðunni gætu leitt af sér mikinn ávinning fyrir Akranes og stóraukna fiskvinnslu þar. En það kvað við annan tón norðan heiða. Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri á Akureyri, hreytir fúkyrðum í nýja eigendur Landsbankans og for- svarsmenn KEA lýsa ógeðfelldu inn- ræti eigenda Tjalds hf. sem keypti ÚA. Þetta eru ósanngjörn viðbrögð sjálfstæðis- og framsóknaraflanna á Akureyri. Einfaldlega vegna þess að það eru þessir flokkar sem hafa haft afl í landsstjórninni og í bæjarstjórn til þess að stýra gangi mála. Bæj- arstjórn Akureyrar ákvað að selja burt rétt sinn til áhrifa í ÚA. Fram- sóknarmenn og sjálf- stæðismenn viðhalda fiskveiðistjórnunarkerfi sem byggist á framsali veiðiheimilda og telja slíkt kerfi lykil að hag- ræðingu. Þeir hafna byggðatengingu kvóta eins og ég og mínir fé- lagar hafa m.a. lagt til. Það er þetta afl fram- sóknar- og sjálfstæð- ismanna sem nýverið seldi báða ríkisbankana, Búnaðarbanka og Landsbanka, sem leiddi síðan til atlögu að spari- sjóðakerfi landsins sem ekki er enn lokið. Stefna og framkvæmd þessara flokka hefur leitt af sér þau umbrot í efnahagslífinu sem nú eiga sér stað. Glæsilegur sigur Framsóknar í norð- austurkjördæmi viðhélt ríkisstjórn- inni. Öllum átti að vera ljóst til hvers það myndi leiða. Verkfæri kvótakerfisins Sem Eyfirðingur deili ég sannarlega áhyggjum af því sem er að gerast. Það yrði gríðarlegt áfall fyrir Ak- ureyri og Norðurland allt ef svo færi að dregið yrði úr starfsemi ÚA á Ak- ureyri. Ég hefði efni á því að viðhafa stór orð vegna þess að ég var alla tíð á móti sölu bæjarins á ÚA. Ég hef bar- ist á pólitískum vettvangi gegn einka- væðingarstefnu ríkisstjórnar Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks. Ég hef barist á Alþingi gegn sölu ríkisbank- anna og hlutafélagavæðingu spari- sjóðanna. Ég hef fyrir hönd míns flokks talað fyrir nýrri sjávarútvegs- stefnu sem byggist á byggðatengingu kvóta og afnámi heimilda til framsals. Eins og margir muna þá vildu sjó- menn við Eyjafjörð að ég héldi ræðu dagsins á sjómannadaginn fyrir tveimur árum. Það vildi stórútgerðin hins vegar ekki og beitti afli sínu til þess að þeirra geðfellda verkfæri fengi að tala, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem í minn stað hélt ræðu dagsins. Tals- menn samþjöppunar veiðiheimilda og fækkunar sjávarútvegsfyrirtækja vissu að Framsókn var lykill þeirra til verka. Það er ómaklegt að ráðast á aðila í atvinnulífinu sem fylgja þeim reglum sem samfélagið setur. Þau átök verða og eiga að vera á pólitísk- um vettvangi. Ég vil fyrir mína hönd og margra ættingja minna og vina í Eyjafirði óska nýjum eigendum ÚA alls góðs með þá von í brjósti að áfram verði fé- lagið einn af öflugustu hornsteinum atvinnulífs á Akureyri. Um sviptingar á eignarhaldi Árni Steinar Jóhannsson skrif- ar um sjávarútvegsmál ’Það er ómaklegt aðráðast á aðila í atvinnu- lífinu sem fylgja þeim reglum sem samfélagið setur.‘ Árni Steinar Jóhannsson Höfundur er varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.