Morgunblaðið - 17.01.2004, Side 41

Morgunblaðið - 17.01.2004, Side 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 41 Ég var ekki há í loft- inu, þegar ég gerði mér grein fyrir því að ég var mjög lánsöm með afa mína og ömmur. Ég var smástelpa í Hafnarfirði og við krakkarnir í hverfinu vorum eitt- hvað að bera saman bækur okkar um þessi mál. Ég reyndist vera sú eina í hópnum sem átti tvær ömmur og tvo afa á lífi þá. Það var ekki alveg laust við að ég væri svolítið stolt af þessu og ekki síst vegna þess að þau voru hvert öðru betra við okkur barna- börnin og gerðu sitt til að dekra við okkur eins og ömmum og öfum er einum lagið. Mér þótti því ekki lítið varið í þetta fólk og sagði vinum mín- um stolt af þeim. Það var alltaf gam- an að koma til ömmu og afa og marg- ar dýrmætustu æskuminningarnar tengjast einmitt þeim. En þessi sæla mín stóð ekki lengi, fyrr en varði byrjuðu þau að falla frá og nokkrum árum seinna áttum við systkinin bara eftir hana ömmu Fanneyju, sem varð þá að fylla í skarðið fyrir öll hin, sem var ekkert lítið. Þann 13. febrúar 1968 féll hann afi Ingólfur frá og var hann ömmu Fanneyju mikill harmdauði, enda var hún sjálf ekki nema tæplega 57 ára gömul á þeim tíma. Hún var nefnilega alltaf jafn hrifin af mann- inum sínum sem hún hafði kynnst sem unglingur á stúkufundi. Það var einmitt ein af þeim sögum sem ég fékk aldrei nóg af að heyra frá henni sem krakki. Eins og hún sagði sjálf, var það ást við fyrstu sýn hjá henni. Ást sem henni entist út ævina, þrátt fyrir að hún væri ekkjan hans í tæp þrjátíu og sex ár. Nú er hennar tími kominn og minningarnar streyma í hugann. FANNEY GÍSLADÓTTIR ✝ Fanney Gísla-dóttir fæddist í Lokinhömrum í Arn- arfirði 4. júní 1911. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hlíð 6. janúar síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi 12. janúar. Margar eru þær óneit- anlega skondnar og bráðskemmtilegar, því hún amma Fanney var engin venjuleg amma. Ég hef stundum sagt að hún hafi eiginlega fæðst á vitlausum tíma, því að mörgu leyti var hún langt á undan sinni samtíð og líktist meira nútímakonum en kon- um af sinni kynslóð. Þegar við „í eldra holl- inu“ af barnabörnunum vorum að alast upp á sjöunda og áttunda áratugnum varð mér ljóst að hún amma Fanney var ekki hin dæmi- gerða amma þess tíma. Það voru ekki allar ömmur þá sem voru útivinnandi, ráku eigið fyrir- tæki eða lögðust í löng ferðalög til útlanda til að heimsækja börnin sín. Amma, ólíkt flestum samtíðarkonum sínum, vann utan heimilis mestallan sinn starfsaldur. Þau afi voru með ýmiss konar atvinnurekstur í gegn- um árin, auk þess sem þau stóðu í barneignum og áttu sín sjö börn á tuttugu árum. Amma Fanney gat verið ansi uppátækjasöm líka og kom manni oft til að hlæja vegna þess. Eitt sinn var ég sem unglingur að ganga með henni í miðbæ Reykjavíkur. Við vor- um að koma úr Hofi, versluninni sem þau amma og afi áttu og amma rak síðan ásamt fjölskyldunni fyrsta ára- tuginn eftir að afi féll frá. Það hafði rignt þennan dag og mynduðust nokkuð hreinir pollar á gangstéttun- um þar sem gangstéttarhellurnar lágu svolítið mislægt. Flestir reyna nú að forðast að stíga ofan í slíka polla en þar sem við eru þarna á gangi veit ég ekki fyrr en hún amma mín veður beint ofan í einn vænan poll og fer að stappa fótunum niður og sulla vatni yfir skóna sína. Ég horfði furðu lostin á þetta uppátæki og spurði hana af hverju í ósköpun- um hún væri að þessu. Jú, þetta var nefnilega nokkuð hreint rigningar- vatn á steyptum hellunum og því al- veg upplagt til að bleyta upp í skón- um og mýkja þá. Hún þyrfti alltaf að bleyta upp nýja skó svo þeir aðlög- uðust betur fótum hennar sem höfðu svolítið aflagast af liðagigt. Svo hélt hún áfram göngu sinni eins og ekk- ert væri sjálfsagðara en að konur á sjötugsaldri stæðu og skvettu úr pollum á Laugaveginum. Ömmu vantaði heldur ekki fram- takssemina og þótti sumum stundum nóg um.Eitt sinn kom ég til hennar á Öldugötunni og hélt í fyrstu að ég hefði komið að tómum kofanum, þar sem ég fann hana hvergi, en húsið var opið. Loks fann ég hana uppi á háalofti og þar stóð hún yfir máln- ingarfötum sem hún var búin að strengja gamlar sokkabuxur yfir sem síu og var að hella á milli. Hún hafði allt í einu fengið þá hugmynd að mála svefnherbergið sitt og var ekkert að eyða tímanum í að bíða eft- ir hjálp eða kaupa nýja málningu. Svo hún skellti sér bara uppá háaloft og tíndi til hina og þessa afgangs- málningu, blandaði saman, fékk reyndar út úr þessu ágætis ferskjulit og byrjaði bara að mála. Ég man ég spurði hana hvort hún vildi ekki bíða þangað til Óli, sonur hennar, kæmi heim, svo hann gæti hjálpað henni. Nei, hún sagði að hann myndi áreið- anlega bara stoppa hana í þessum framkvæmdum eða vilja kaupa nýja málningu svo það var einmitt um að gera að drífa í þessu áður en hann kæmi heim. Svona var hún amma. Hún lét ekk- ert stöðva sig. Önnur skemmtileg saga sem ég man af henni er þegar hún kom eitt sinn til okkar í Foss- voginum þegar hún var tiltölulega nýflutt í Kópavoginn með Ingólfi Gísla, syni sínum, og fjölskyldu hans. Helgi Ingólfur, sonur hans, hefur varla verið nema á öðru árinu, rétt farinn að ganga þegar amma fer með drenginn í göngutúr og fær þá hug- mynd að skreppa yfir hæðina og yfir dalinn í heimsókn til okkar í Brúna- landið. Nema þá voru engir göngu- stígar í Fossvogi, hvað þá brýr yfir skurðina, svo þau þurftu að brölta þetta í gegnum skurðina og komu bæði í Brúnalandið öll útötuð í mold. Það komu engir skurðir í veg fyrir að hún, nær sjötug konan, kæmist það sem hún ætlaði sér með litla guttann í eftirdragi, en hann virtist reyndar hafa mjög gaman af ferðalaginu. Eins og áður var nefnt rak hún með fjölskyldunni um árabil hann- yrðaverslunina Hof og var hin mesta hannyrðakona sjálf. Það eru ófá út- saumsstykkin sem liggja eftir hana. Að ekki sé minnst á peysurnar og teppin sem hún prjónaði og heklaði fyrir fólkið í fjölskyldunni í jóla- og afmælisgjafir árum saman. Hún fylgdist vel með því hvað var í tísku hverju sinni og prjónaði og heklaði samkvæmt því. Hún þurfti sjaldnast uppskriftir heldur prjónaði bara og hannaði mynstrin jafnóðum sjálf. Alltaf tókst henni vel til, jafnvel þeg- ar við vorum unglingar og ekkert nema sérviskan varðandi það hverju við vildum klæðast. Ég hef, svo lengi sem ég man eftir mér, átt flíkur sem amma Fanney annaðhvort prjónaði eða heklaði á mig og geng enn í sum- um þótt nokkuð sé um liðið síðan hún hætti að geta prjónað eða stundað aðrar hannyrðir. Annað sem einkenndi ömmu var hvað hún var mikið fyrir tilbreyt- ingu, ekki síst þegar kom að húsnæð- ismálum. Hún, ólíkt flestum öðrum, var mikið fyrir að flytja og ef hún gat ekki verið að flytja og skipta um hús- næði, þá sneri hún bara húsgögnun- um til og frá inni hjá sér eða fékk sér hreinlega bara ný. Það var ótrúlegt hvað hún gat verið að brölta sjálf með húsgögnin til og frá inni hjá sér langt fram á gamals aldur. En það var alveg sama hvar eða hvernig amma bjó, það var alltaf svo gott að koma til hennar og ýmsir höfðu orð á því hvað það væri alltaf notalegt og hlýlegt hjá henni. Hún hafði mikið yndi af blómum enda þrifust þau vel hjá henni og settu ætíð sinn svip á heimili hennar, hvar sem það var hverju sinni. Þetta eru bara nokkur dæmi um það sem gerði hana ömmu, að mínu mati, að svo litríkri og skemmtilegri persónu. Fyrir utan það að vera alltaf tilbúin að hlusta á og tala við mann um allt milli himins og jarðar. Sem unglingur leitaði ég oft til ömmu með ýmsar vangaveltur sem hrærast í huga unglingsins, eins og gerist og gengur. Þá var svo gott að koma til ömmu og spjalla. Eins og áður sagði, eignuðust amma og afi sjö börn, barnabörnin urðu alls nítján og langömmubörnin eru orðin ellefu talsins. Þetta var myndarlegur hópur af góðu fólki sem ég veit að amma var mjög stolt af. En því miður þurfti hún að upp- lifa þá sáru reynslu að lifa þrjú af sínum eigin börnum og tvö barna- börn. Enda má segja núna að hún hafi lifað lífi sínu til fulls og kvatt þessa jarðvist södd lífdaga. Amma var mikill „spíritisti“ og var það henni huggun að vera sannfærð um að hitta sitt fólk handan við móð- una miklu. Nú er hún vafalaust kom- inn til afa og þeirra allra hinna hin- um megin. Ég kveð hana ömmu mína með söknuði en er jafnframt þakklát fyrir að hafa átt hana að í öll þessi ár og þakklát fyrir ótal góðar stundir með henni. Síðustu árin var amma í Sunnuhlíð í Kópavogi og naut frábærrar umönnunar starfsfólksins þar til hinstu stundar og vil ég nota tæki- færið og þakka fyrir það. Einnig vil ég þakka Helgu Guðmundsdóttur, tengdadóttur ömmu, konunni hans Ingólfs Gísla, sem, að öllum öðrum ólöstuðum, sinnti ömmu af einstakri umhyggju og alúð alla tíð, langt um- fram það sem má segja að hafi verið skyldur nokkurrar tengdadóttur. Hvíl í friði, elsku amma mín. Með saknaðarkveðju frá Kaliforníu. Kristrún Þórdís Stardal. Vigdís Ólafsdóttir vinkona mín lést 2. jan- úar á Landspítalanum við Hringbraut. Við kynntumst sumarið 1966 þegar ég kom til starfa við kaup- félagið á Seyðisfirði og urðum við strax góðar vinkonur. Vigdís hafði til að bera marga góða hæfileika sem hún ræktaði vel. Hún var mikil hannyrðakona og fór til Kaupmannahafnar til náms og lauk prófi sem kjólameistari í kringum 1970. Það eru margar vandaðar flíkur til hannaðar, saumaðar og prjónaðar af Vigdísi. Þá var Vigdís mikill tónlist- arunnandi og lagði rækt við tónlistina alla tíð. Hún var í Kirkjukór Seyð- isfjarðar þar til hún flutti suður til Reykjavíkur árið 1990. Þá gekk hún í Kirkjukór Garðakirkju og söng með þeim kór alveg til hins síðasta. Hún sótti mörg kóramót í Skálholti og hlustaði mikið á tónlist. Þá hafði Vig- dís mikla unun af því að ferðast og fór víða eins og t.d til Egyptalands og Nepal. Starfsvettvangur Vigdísar varð ekki sá sem hún í raun menntaði sig SIGRÍÐUR VIGDÍS ÓLAFSDÓTTIR ✝ Sigríður VigdísÓlafsdóttir fædd- ist 31. desember 1945. Hún andaðist á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 2. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Garðakirkju 9. janúar. til í fyrstu heldur sneri hún sér að því að vinna við eldamennsku í eld- húsum sjúkrahúsa. Hún vann í mörg ár á sjúkra- húsinu á Seyðisfirði. Á þessum árum menntaði hún sig jafnt og þétt á þeim vettvangi og sótti matartæknanám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Þegar hún seinna flutti til Reykja- víkur hélt hún enn áfram námi með vinnu sinni og útskrifaðist með starfsheitið matar- fræðingur. Hún vann í sérfæði eld- hússins og þar nýtti hún sér áhuga sinn á heilnæmu fæði og heilbrigðum lífsstíl. Allt sem Vigdís tók sér fyrir hendur vann hún af heilum huga og af mikilli samviskusemi. Í maí 1990 urðu þáttaskil í lífi Vig- dísar þegar hún flutti til Reykjavíkur. Það átti sér ekki langan aðdraganda en bar að með þeim hætti að hún kom í helgarheimsókn til Reykjavíkur. Það voru bjartir, sólríkir, maídagar helgina sem hún var hér og þegar hún hélt til baka hafði hún ráðið sig í vinnu í eldhúsi Landsspítalans og leigt sér íbúð í nágrenni við spítalann. Þegar hún flutti suður um haustið kom Arnar Þór sonur hennar fljót- lega á eftir henni ásamt Karen kær- ustu sinni og bjuggu þau öll saman þennan vetur. Á næstu árum bjuggu þau af og til saman eða þar til Vigdís fluttist í litla íbúð í Seljahverfi og unga parið festi kaup á íbúð í Eyja- bakka ekki langt frá þar sem Vigdís bjó. Vigdís var mikil barnagæla en það þekkja systkinabörn hennar og börn þeirra vel. Það var því mikil gleði hjá Vigdísi þegar sonardóttirin Þórhildur Gyða fæddist og umvafði hún barnið ástúð og umhyggju. Þórhildur Gyða sótti mikið til ömmu sinnar og voru þær miklir mátar. Vigdís saumaði og prjónaði margar fallegar flíkur á Þór- hildi Gyðu og eru þær hrein listaverk. Þegar ég fyrst kom til Seyðisfjarð- ar 1966 þekkti ég engan á staðnum. Það var því notalegt að kynnast Vig- dísi og fjölskyldu hennar að Austur- vegi 17b. Þar var mér vel tekið og kynntist ég smám saman hennar góða fólki, foreldrum og systkinum. Það er erfitt að kveðja en það er gott að hafa að leiðarljósi hina einföldu barnslegu trú Þórhildar Gyðu sem er þess full- viss að amma verði engill á himninum og muni fylgjast með okkur þaðan. Elsku Vigdís, hvar sem þú ert, þá vitum við að þú fylgist með okkur öll- um og við þökkum þér trygga og ljúfa vináttu í gegnum árin. Þínir vinir Magnea og Viktor. Vigdís bernskuvinkona mín er látin eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Minningarnar um Dísu eru eigin- lega fléttaðar saman við allar mínar bernskuminningar frá uppeldisárum okkar á Seyðisfirði. Við höfum líklega verið 7 og 8 ára og ég var næst á eftir henni í röðinni í skólanum, þar sem við biðum eftir að kennarinn segði okkur að gera svo vel. Kannski var þetta þegar við vorum að fara í leik- fimitíma eða í vorskóla þar sem yngstu bekkirnir voru einir í skólan- um, en ég man eftir þessari litlu stelpu með þykk kringlótt gleraugu og hún hoppaði í röðinni fyrir framan mig, kannski var hún óþolinmóð að fara af stað, eða hún var að reyna að fá meiri yfirsýn. Hún var minnst og fyrst í röðinni og ég kom næst á eftir. Seinna í lífinu átti hún m.a. eftir að ferðast í fjöllum Nepal fótgangandi í góðra vina hópi og fá töluverða yf- irsýn. Við urðum fljótlega góðar vinkonur og nokkrum árum seinna var sam- kennsla í bekkjunum okkar og fór vel á með okkur. Við höfðum gaman af náminu og sömu áhugamál, handa- vinna var efst á listanum, svo spiluð- um við á gítar og sungum tvíraddað og oft kom Þórhildur mamma hennar til liðs við okkur og spilaði á mandól- ínið sitt og bætti í sönginn svo um munaði en hún hafði hljómmikla rödd. Ég varð fljótt heimagangur á Borg- arhól eins og húsið þeirra var kallað og féll ágætlega inn í systrahópinn þar en Dísa var í miðið af fimm systk- inum. Á þessu heimili lærði ég líklega fyrst um jafnrétti kynjanna því þar þurftu allir að inna einhver verk af hendi og alveg eins eini bróðirinn. Þannig var það bara og þau fengu ekki að hjálpa mér að bera út blöðin nema öðru væri lokið. Ég flutti úr bænum á unglingsár- unum en við héldum alltaf sambandi og vorum í sömu skólum og eru marg- ar góðar minningar frá þeim árum. Við fórum til Danmerkur í framhalds- nám og eftir að hún lauk námi sem handavinnukennari flutti hún heim og kenndi við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Hún eignaðist einkason sinn Arnar Þór og bjó á Seyðisfirði þar til hann lauk grunnskóla en þá fluttu þau til Reykjavíkur. Eftir það starfaði hún óslitið á Landspítalanum og lauk jafn- framt námi sem matarfræðingur. Fá- dæma dugnaður og eljusemi ein- kenndi Dísu, en hún ræktaði einnig áhugamál sín og hæfileika og ber þar hæst sönginn en hún starfaði með kórum um árabil og hafði einnig unun af að fara í kórferðalög til fjarlægra landa og skoða heiminn um leið. Hennar mesta gæfa í lífinu var son- urinn Arnar Þór og fjölskyldan hans. Það var stolt amma sem sýndi mér ís- lenska búninginn sem hún hafði saumað handa sonardótturinni Þór- hildi Gyðu. Við hittumst oftast þegar ég kom til Reykjavíkur og fórum á kaffihús og röltum í búðir og fylgd- umst með í lífi hvor annarar. Í júlí dvaldi ég hjá henni í nokkra daga en þá var hafin þessi þrautaganga sem nú er lokið. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að heimsækja hana á sjúkrahúsið skömmu áður en yfir lauk. Ég vil að lokum þakka Dísu vin- konu minni fyrir samveruna í gegnum árin og þessa tímalausu vináttu sem alltaf var til staðar, sama hversu langt var á milli okkar. Elsku Arnar Þór, Karen Jenný og Þórhildur Gyða, systkini Dísu og fjölskyldur, ykkur öllum vottum við Rúnar og synir okk- ar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Guðný G. H. Marinósdóttir. Elsku Vigdís mín, þakka þér fyrir gott samstarf á liðnum árum. Guð veri með fjölskyldu þinni. Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má. Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá. Hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (Hallgrímur Pétursson.) Þórhalla Guðmundsdóttir. HINSTA KVEÐJA Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, mosaik@mosaik.is MOSAIK 15% afsláttur af legsteinum gegn staðgreiðslu við pöntun í janúar og febrúar Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.